Morgunblaðið - 13.02.1992, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Fylgja skyldur
einkarétti?
Iljósi ákvæðis gildandi laga um
stjómun fiskveiða, þar sem kveðið
er á um endurskoðun laganna og
mótun heildstæðrar fiskveiðistefnu,
vakna fjölmargar spumingar. Einok-
un, einkaleyfi eða sérréttindi, sem
meðal annars fela í sér tilfærslu fjár-
muna eða mismunun við mögulega
atvinnustarfsemi, eiga að heyra sög-
unni til. Framkvæmd kvótakerfisins
er í raun sú, að eigendum fiskiskipa
er framseldur, nær endurgjaldslaust,
einkaréttur til veiða innan íslenzku
fiskveiðilögsögunnar. Þennan rétt
geta þeir svo notað sér til ráðstöfunar
á bæði aflaheimildum sínum og afla
án þess að honum fylgi nokkrar skyld-
ur gagnvart heimahöfn eða eigendum
auðlindarinnar, þjóðinni í heild. Morg-
unblaðið hefur gagnrýnt að útgerðar-
mönnum skuli færðar gífurlegar fjár-
hæðir í formi veiðiheimilda, sem þeir
geta síðan selt öðrum og haldið fénu
eftir og líkt því við einokun verktaka
á Keflavíkurflugvelli en slík einokun
mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar
og því nauðsynlegt að taka upp nýtt
kerfi og nýja stefnu, eins og menn eru
nú farnir að gera sér grein fyrir.
Þá vaknar sú spurning hvort veiði-
leyfishafar hafí ekki einhveijum skyld-
um að gegna við heimahafnir. Kvóta-
kerfíð er byggt upp með þeim hætti,
að aflareynsla viðkomandi skipa á
árunum 1981 til 1983 var lögð til
grundvallar fyrstu úthlutun. Á þessum
árum var frysting um borð nær óþekkt
fyrirbæri og margfalt minni hlutur
aflans fór óunninn utan. Fiskmarkaðir
innan lands voru ekki til staðar og
því byggðu skipin afkomu sína og
aflareynslu á löndun í heimahöfn. Nú
er svo komið, að aðeins rétt rúmum
helmingi þorskaflans er landað til
vinnslu í heimahöfnum viðkomandi
skipa og þess eru dæmi, að fólk búi
við atvinnuleysi á stöðum, þar sem
nægar aflaheimildir eru fyrir hendi til
að halda uppi stöðugri atvinnu allt
árið um kring, en útgerðirnar landa
aflanum annars staðar. Fyrir fólk, sem
tók þátt í því að byggja upp útgerð
frá þessum stöðum og leggja þar með
grundvöll að aflaheimildum þeirra,
með því að taka við og vinna afla
skipanna á sínum tíma, hlýtur að vera
sárt að sitja auðum höndum meðan
útlendingar í Þýzkalandi og Bretlandi
lifa góðu lífi af vinnslu á íslenzkum
físki. Þama stangast sjónarmiðin
vissulega á. Útgerðarmaðurinn telur
sér hagkvæmast að landa aflanum
erlendis eða á innlendum fískmörkuð-
um, þar sem þar fái hann hærra verð
fyrir fískinn. Það er þó ekki einhlítt
og reyndar virðist á mörkunum að
sala á óunnum þorski til Bretlands
gefi meira af sér en löndun innan
lands, en hvað karfa varðar er ótví-
rætt hagstæðara fyrir útgerðina að
selja ytra. Staðreyndir af þessu tagi
vekja á ný upp spurninguna hvort
landa eigi öllum íslenzkum fiski á ís-
landi og erlendir kaupendur og innlend
fiskvinnsla geti þá keppt um þann
afla, sem í boði er. Þeirri spurningu
verður að svara, þegar mynda á heild-
stæða sjávarútvegsstefnu, en nú er í
raun aðeins til það, sem kallað er físk-
veiðistefna.
Hin hliðin á kvótamálum af þessu
tagi er byggðakvóti. Hann er í raun
við lýði hvað varðar veiðar á-innfjarð-
arrækju og hörpuskel. Þar er kvótinn
bundinn vinnslustöðvum og bátunum
óheimilt að landa afla sínum til ann-
arra. Þar getur óánægður sjómaður
ekki farið á næsta fjörð til að landa
afla sínum og bæta afkomu sína.
Hvor tveggja staðan, sem hér er nefnd,
er í raun óþolandi fyrir þá, sem bera
skarðan hlut frá borði. Það er stað-
reynd, að innan sjávarútvegsins hefur
í of miklum mæli skapazt sú staða,
að skammtímasjónarmið ráða ferð-
inni. Þar sem of mörgum skipum hef-
ur verið beitt á of lítið af físki, með
tilstilli opinbers fjár og of mörgum og
illa nýttum fiskverkunarhúsum hefur
verið haldið gangandi með sama
hætti, hefur afkoma innan sjávarút-
vegsins í mörgum tilfellum verið slæm.
Því hafa menn hneigzt til að líta
skammt fram á veginn til lausnar
aðsteðjandi rekstrarvanda í stað þess
að horfa lengra fram á við. Hver hönd-
in hefur verið upp á móti annarri,
hagsmunafélög innan veiða og vinnslu
eru fjölmörg og ósamstiga og fram-
leiðendum virðist einnig ganga illa að
stilla strengi sína saman. Niðurstaðan
er sú, að engin sameiginleg markmið
virðast til. Meðan aðilar í sjávarútveg-
inum keppast við að vetja sérhags-
muni sína hver fyrir sig, veija stjórn-
málamenn hagsmuni viðkomandi kjör-
dæma. Niðurstaðan verður sú að heild-
in tapar.
Sósíal-
fasismi
Íslenzkir sósíplistar hafa lengi gagn-
rýnt aðild íslands að Atlantshafs-
ndalaginu og varnarsamninginn við
Bandaríkin. Gagnrýnin, sem stundum
minnti á illviðri, hefur breyzt í hálf-
gert koppalogn. Framvinda heimsmál-
anna hefur gert hana bitlausa. Þó
heyrast endrum og eins fortíðarraddir
sem minna á veröld sem var.
Það má sannarlega deila um nýlega
rýmkun á útivistarreglum varnarliðs-
manna í Keflavíkurstöðinni. Viðbrögð
aðalfundar samtaka, sem kalla sig
„Menningar- og friðarsamtök ís-
lenzkra kvenna“, koma hins vegar
flestum í opna skjöldu. Þar er „lausa-
göngu hermanna", það er ungs fólks
sem hér er staðsett tímabundið sam-
kvæmt samningum sem íslenzk stjórn-
völd hafa gert, líkt við lausagöngu
búíjár í þéttbýli og hún sögð rýra ör-
yggi fólks og spilla umverfí! Þessi rödd
heyrist frá samtökum, sem María Þor-
steinsdóttir hefur afhjúpað í ævisögu
sinni, en fulltrúar þeirra fóru m.a. á
sínum tíma í Stalínssafnið í Georgíu
til að leita sér friðar, réttlætis og and-
legrar upplyftingar án þess að vilja
horfast í augu við þá staðreynd, að
allt, sem fyrir augu bar sýndi inn í
glæpaveröld gúlagsins. Slik samtök
eru nú marklaus tímaskekkja.
Skoðanaskipti um Atlantshafs-
bandalagið og varnarsamninginn og
það sem honum heyrir til, þar á með-
al útivistarreglur varnarliðsmanna,
eru eðlileg og sjálfsögð. Umfjöllun um
fólk sem fénað, sem spilli umhverfí
og öryggi, er annars konar og ekki í
samræmi við þau grundvallarmann-
réttindi, sem höfðað er til í ályktun
samtakanna. Ályktun af þessu tagi
minnir á það sem Steinn skáld Stein-
arr kallaði sósíalfasisma á sinni tíð
og sagan sýnir að var réttnefni.
Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breið-
holti og rektor Menntaskólans í Reykjavík:
Vilja samræmd próf
í grunnskólum á ný
*
Skiptar skoðanir um hugmyndir Olafs G.
Einarssonar menntamálaráðherra
SKIPTAR skoðanir eru á meðal skólamanna um ágæti hugmynda
Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra um breytingu á grunnskól-
anum, hvernig haga skuli inntöku í framhaldsskóla og hugsanlega
styttingu framhaldsskóla úr þremur árum í stað fjögurra. Guðni
Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, kvaðst í grundvall-
aratriðum vera á móti styttingu framhaldsskólans, en Kristín Arn-
alds, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, var á öndverð-
um meiði en sagði að þá yrði annað hvort að lengja skólaárið sem
því næmi eða styrkja kennslu í grunnskólanum.
Guðni kvaðst vera hlynntur því
að samræmd próf yrðu tekin upp í
fleiri fögum í grunnskóla. „í grund-
vallaratriðum er ég meðmæltur því
að menn hafi eitthvað til að keppa
að og þurfi að sýna einhvem árang-
ur. Það eru samræmd próf í tveimur
fögum, íslensku og stærðfræði, en
ég held-að það yrði til bóta ef nem-
endur þyrftu að standa skil á ákveð-
inni þekkingu áður en þeir fá heim-
ild til frekari náms,“ sagði Guðni.
Hins vegar væri hann alfarið á
móti styttingu framhaldsskólans úr
fjórum árum í þijú. „Eins og málin
standa kemur það ekki til greina.
Það er engin leið að koma mönnum
til nægilegs þroska og kunnáttu til
að geta stundað háskólanám á minni
tíma en þessum fjórum árum sem
við höfum, nema því aðeins að gjör-
breyting verði á þeim undirbúningi
sem börnin fá í grunnskólanum.
Fyrst yrði að gjörbreyta grunnskó-
lanum, eða öllu heldur þremur síð-
ustu árum hans, í þá veru að hann
líktist meira gamla gagnfræðapróf-
inu. Það yrði að auka námið og kröf-
urnar, sérstaklega á tveimur til
þremur síðustu árunum, í öllum
undirstöðugreinunum,“ sagði Guðni.
Hægt væri að hugsa sér að notast
við landsprófið en það væri afskap-
lega dýrt og stirt í framkvæmd og
það hefði meðal annars valdið því
að horfíð var frá því á sínum tíma.
Hann kvaðst hins vegar alltaf hafa
verið andvígur hugmyndinni. „Ég
tel að það sem menn læra á löngum
tíma sitji betur í þeim en það sem
þeir læra á stuttum tíma.“
Kristín Arnalds, skólameistari í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
kvaðst teíja það af hinu góða að
taka upp samræmd próf í grunnskól-
anum. „Það er ákveðið aðhald fyrir
nemendur og er gott mál. Fyrrver-
andi menntamálaráðherra hafði þá
stefnu að leggja niður samræmdu
prófín. Við finnum mun núna á þeim
nemendum sem koma til náms með
skólaeinkunnir, sem eru því miður
ekki nógu marktækar, og þeim sem
komu méð samræmdu prófin,“ sagði
Kristín. Hún sagði að það gengi
ekki til lengdar að gera ekki aðrar
kröfur til náms í framhaldsskólum
en að nemendur sitji ákveðinn ára-
fjölda í grunnskólanum, jafnvel án
þess að ná þar tilskildum árangri.
Kristín kvaðst einnig vera hlynnt
styttingu framhaldsskólans um eitt
ár. „En þá þyrfti að sjálfsögðu að
lengja skólaárið, sumarfrí okkar
nemenda er lengra en tíðkast erlend-
is. Það er mjög bagalegt að okkar
nemendur ljúka stúdentsprófi mun
seinna en jafnaldrar þeirra erlend-
is,“‘ sagði Kristín.
Daníel Gunnarsson, skólastjóri í
Ölduselsskóla, kvaðst ekki vera tals-
maður samræmdra prófa. „Mér
finnst góðra gjalda vert að styrkja
grunnskólann sem heild. Núgildandi
grunnskólalög gera það, þau stað-
festa aukið val nemenda þannig að
grunnskólinn ætti að eiga betur með
að þjóna mismunandi nemendahóp-
um væri þeim framfylgt," sagði
Daníel. Hann sagði að grunnskólan-
um væri ekki gert auðvelt að setja
upp verknám, það væri dýrt. Því
væri fyrst og fremst hugsað um
hefðbundið bóknám og velflestir
grunnskólar innréttaðir með það í
huga. í Ölduselsskóla væru t.a.m.
28 kennslustofur, þar af 24 ætlaðar
bóklegu námi.
Daníel sagði að alltaf hefði verið
kvartað undan slökum undirbúningi
nemenda af grunnskólastigi þegar
þeir hefja nám í framhaldsskóla, það
væri ekki nýtt af nálinni. Munurinn
væri sá að mun fleiri nemendur
hæfu framhaldsnám nú en áður og
undirbúningur þeirra væri mismikill.
„Ef það fer að verða forréttindi hér
að fara í framhaldsnám hvað eiga
þá þeir að gera sem er vísað frá?
Atvinnulífið verður þá að vera til-
búið að taka við þeim. Það getur
enginn talað fyrir því að búa til hér
atvinnuleysi unglinga. Slíkt getur
ekki verið á stefnuskrá menntamála-
ráðherra," sagði Daníel.
----Atvinnulausirídesember1991
|— Atvinnulausir I janúar 1992
I Þeir staðir þar sem skráðir atvinnulausir
eru 30 eða fleiri í janúar eru taldir.
Heildartölur koma fram í kjör-
dæmunum, en alls voru á
landinu í desember 3.012
atvinnulausir en í janúar
voru þeir 4.030.
NORÐURLAND
VESTRA
Atvinnulausir í des.’91 og jan’92
Fjögur þúsund manns að meðal-
tali atvinnulaus í janúarmánuði
Atvinnulausum fjölgaði á höfuðborgarsvæð-
inu um 313 frá desember, úr 906 í 1.219
FJÖGUR þúsund manns voru að meðaltali atvinnulaus í janúar-
mánuði á Islandi en það jafngildir því að atvinnuleysið hafi verið
3,2% af mannafla á vinnumarkaði. Síðasta dag janúarmánaðar voru
yfir 4 þúsund manns skráð atvinnulaus og gefur það til kynna að
lítið hafi dregið úr atvinnuleysi eftir því sem leið á mánuðinn að
því er fram kemur í frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðun-
eytisins.
Atvinnuleysisdagarnir voru 87
þúsund í janúar og hafa ekki áður
mælst jafnmargir, en næst flestir
urðu þeir í janúar 1990, 85 þús-
und. Þeim Ijölgaði um 17 þúsund
frá því í janúar í fyrra en meðaltal
atvinnuleysisdaga í janúar síð-
astliðin fimm ár er 59 þúsund dag-
ar. Mest var atvinnuleysið meðal
kvenna á Suðurnesjum, 11,8%, og
minnst meðal karla á Vestfjörðum,
0,6%. Um 2/» hlutar af skráðum
atvinnuleysisdögum féllu til á
landsbyggðinni þar sem tæplega
helmingur mannaflans er búsettur.
í frétt vinnumálaskrifstofunnar
segir að þrátt fyrir mikla fjölgun
atvinnuleysisdaga í Reykjavík í
janúar var atvinnuleysi á höfuð-
borgarsvæðinu sem hlutfall af
mannafla á vinnumarkaði 1,6% en
á iandsbyggðinni 5,5%. Atvinnu-
leysi hjá konum á landsbyggðinni
var 7,3% og gefur það til kynna
samkvæmt frétt vinnumálaskrif-
stofunnar að það megi að verulegu
leyti rekja til fískVinnslunnar.
Starfsemi hennar hafi stöðvast að
verulegu leyti um miðjan desember
og hafi ekki verið komin í gang
að fullu fyrir lok janúar.
Atvinnulausum fjölgaði um 313
á höfuðborgarsvæðinu milli des-
ember og janúar, um 66'á Vestur-
landi, 8 á Vestfjörðum, 128 á Norð-
urlandi vestra, 155 á Norðurlandi
eystra, 23 á Austurlandi, 172 á
Suðurlandi og um 153 á Suðurnesj-
um. Samtals var fjölgunin 1.018
og fjölgaði atvinnulausum úr rétt
rúmlega 3 þúsund manns í 4.030
manns sem voru að staðaldri at-
vinnulaus í janúar.
Konur Karlar Alla
Svæði: % % %
Höfuðbsvæðið. 1,3 1,8 1,6
Vesturland 5,2 2,3 3,4
Vestfírðir 0,8 0,6 0,7
Norðurl. vestra 6,9 6,9 6,9
Norðurl. eystra 7,7 5,7 6,5
Austurland 7,9 4,2 5,6
Suðurland 8,5 5,1 6,4
Suðurnes 11,8 4,0 7,0
Landið allt: 3,6 2,9 3,2
Landsbyggðin 7,3 4,3 5,5
Höfuðbsvæðið 1,3 1,8 1,6
Stjórnarkjör framundan í Lífeyrissjóði
verslunarmanna:
V er slunarráðið
fellst ekki á til-
nefningar FIS
STJÓRNARKJÖR verður í Lífeyrissjóði verslunarmanna um næstu
mánaðamót. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið líklegt að
nokkrar breytingar verði á stjórninni. Verslunarráð Islands fellst ekki
á tilnefningar Félags islenskra stórkaupmanna til stjórnarkjörsins. I
framhaldi af því hefur stjórn FIS afturkallað tilnefningu Jóhanns J.
Ólafssonar, formanns Verslunarráðs íslands, sem fulltrúa FÍS í stjórn
lífeyrissjóðsins.
Jóhann J. Ólafsson staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið að hann hefði
í nafni Verslunarráðsins sent stjórn
FÍS bréf í janúar þar sem komið hefði
fram að Verslunarráðið gæti ekki
fallist á tilnefningar FÍS til stjórnar-
kjörsins um mánaðamótin, en stjórnin
hefur tilnefnt Birgi R. Jónsson sem
aðalmann og Kristján Einarsson sem
varamann.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins lítur stjórn FIS svo á að til-
nefningar til stjórnar lífeyrissjóðsins
séu einvörðungu málefni sem varði
hagsmunaaðilana sem greiði til sjóðs-
ins en ekki Verslunarráðsins.
„Ef ég er vanhæfur til að sitja
fund þar sem viðkvæmt mál er til
afgreiðslu þá vík ég af þeim fundi
þar sem þetta tiltekna mál er til
umfjöllunar. Ekkert slíkt mál er til
umfjöllunar í stjóm sjóðsins svo vitað
sé. Að draga umboð mitt til baka
þjónar ekki þeim tilgangi. Ef þetta
mál á að tengjast því máli virðist ein-
göngu vera um hefndaraðgerðir eða
aðför að persónu minni að ræða því
engar iögmætar ástæður hafa verið
tilgreindar fyrir þessu eindæma fram-
ferði,“ sagði Jóhann.
Jóhann sagði að samkomulag væri
milli hluta atvinnurekenda sem væru
Kaupmannasamtök, FIS, Verslunar-
ráð Islands, Félag ísl. iðnrekenda og
Vinnuveitendasambands íslands,
dagsett 5. desember 1958. Samkom-
ulagið væri til að koma til móts við
reglugerð Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, 4. grein, sem segir að at-
vinnurekendur sem standi að sjóðnum
skuli ná samkomulagi um tilnefningu
í hann. Náist ekki samkomulag „skal
samkvæmt sömu grein kjósa fulltrúa
atvinnurekenda í stjórn lífeyrissjóðs-
ins. Nú hefur ekkert slíkt samkomu-
lag náðst ennþá og sfcefnir þá í kosn-
ingu samkvæmt reglugerð sjóðsins
nema samkomulag náist áður“.
Stjórn FÍS hefði hins vegar ekkert
samráð haft um tilnefningarnar. I
kjölfar þess ritaði Verslunarráðið líf-
eyrissjóðnum bréf þar sem spurt var
hvernig stjórn sjóðsins ætlaði að
standa að kosningum ef þær reynd-
ust nauðsynlegar. Að sögn Jóhanns
hefur málinu verið vísað til lögfræð-
ings sjóðsins.
Jóhann sagði að þegar stjórn FÍS
hefði frétt af þessu bréfi hefði hún
tekið ákvörðun um að afturkalla til-
nefningu hans. Hann gaf kost á sér
í tilnefningu til stjórnar sjóðsins fyrir
hönd FIS. Samkomulag hefur verið
um að atvinnurekendur og vinnuveit-
endur skiptist á um formennsku í
sjóðnum, eitt kjörtímabil í senn, eða
þijú ár.
Höfuðstóll Lífeyrissjóðs verslun-
armanna nemur um þessar mundir
20 milljörðum króna.
------» ♦ 4------
7 milljónir
greiddar af
133 millj-
óna kröfum
SKIPTUM á þrotabúum þriggja
Neseo-fyrirtækja lauk 21. janúar
hjá skiptaráðandanum í Reykjavík.
Kröfur í búin þrjú námu samtals
tæplega 133,5 milljónum króna og
af þeim voru greiddar rúmar 7
milljónir.
Fyrirtækin þijú eru Nesco Kringlan
hf., Nesco Laugavegur hf. og Nesco
Xenon-iðnfyrirtæki hf. Nesco Kringl-
an var tekin til gjaldþrotaskipta 11.
ágúst 1989. Lýstar kröfur í búið námu
þá tæplega 22,7 milljónum. Af þeim
voru kröfur að fjárhæð tæpar 1,3
milljónir flokkaðar sem forgangskröf-
ur og greiddust þær að fullu. Þá
greiddust upp í almennar kröfur tæp-
ar sex milljónir, eða samtals rúmar
sjö milljónir króna.
Ekkert fékkst greitt upp í lýstar
kröfur í hinum þrotabúunum. Kröfur
í þrotabú Nesco Laugavegar, sem var
tekið til gjaldþrotaskipta í janúar
1990, numu tæplega 77,5 milljónum
og kröfur í bú Nesco Xenon-iðnfyrir-
tækis, sem varð gjaldþrota í desember
1989, numu rúmum 33,3 milljónum.
Við ofangreindar tölur bætast vextir
og kostnaður frá upphafsdegi skipta.
Kvikmyndahátíðin í Berlín:
Kvikmyndin Börn náttúr-
unnar sýnd í úrvalsdagskrá
Næsta mynd Friðriks Þórs tekin í Japan að hluta
JPerlín. Frá Árna Þórarinssyni.
BORN náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður
sýnd í úrvalsdagskrá (Forum) Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, sem
hefst í dag, fimmtudag, og er leikstjórinn gestur hátíðarinnar. I gær
var gengið frá sölu á myndinni í kvikmyndahús í Danmörku og ver-
ið er að fara yfir tilboð frá dreifingaraðilum í ýmsum öðrum Iönd-
um, t.a.m. Bandaríkjunum. I apríl verður Börn náttúrunnar sýnd á
New Directors-hátíðinni í Lincoln Center í New York, þar sem kynnt-
ir eru nýir leikstjórar. „Þessi sýning skiptir sköpum fyrir samnings-
stöðuna í Bandaríkjunum," sagði Friðrik Þór Friðriksson í samtali
við Morgunblaðið í gær, „því kvikmyndagagnrýnandi New York Times
mun þá birta umsögn um myndina og ef hún er jákvæð styrkist staða
okkar til rnuna."
Eftir helgina verður tilkynnt um ,sbesta erlenda kvikmyndin“ við
endanlegt val þeirra fímm mynda Oskarsverðlaunaafhendingunni
sem keppa munu um útnefninguna 1992. „Samkvæmt síðustu fréttum
frá Los Angeles er dómnefndin búin
að skoða megnið af þeim myndum
sem til greina koma og enn telst
Börn náttúrunnar eiga sæmilega
möguleika, ásamt myndum frá
Belgíu, Tékkóslóvakíu, Póllandi,
Noregi og Hong Kong. Þótt þetta
sé spennandi möguleiki vil ég nú
ekki leggja allt of mikið upp úr
honum. Myndin hefur þegar fengið
þá athygli sem dugir til heimsdreif-
ingar," segir Friðrik Friðriksson.
Um síðustu helgi var Börn náttúr-
unnar sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Gautaborg og var uppselt á fjórar
sýningar og þeirri fimmtu bætt við;
á hana var einnig uppselt. Á næstu
vikum verður myndin sýnd m.a. á
hátíðum í Rúðuborg í Frakklandi,
Bergamö á Ítalíu og í Los Angeles.
Friðrik Þór sagði í samtali við
Morgunblaðið að nú hefði verið
ákveðið að hefja tökur á næstu
mynd sinni í sumar. Myndin, sem
ber vinnuheitið „Cold Fever“, er
gerð í samvinnu við bandaríska
kvikmyndaframleiðandann Jim
Stark og verður tekin á íslandi og
í Japan. Friðrik Þór dvaldist um
tveggja vikna skeið í Japan nú í
byijun árs við að velja tökustaði og
ræða við aðaileikara myndarinnar,
Nagasi Masatoshi, sem er einn vin-
sælasti leikari í Japan. Hann vann
japönsku kvikmyndaverðlaunin nú í
janúar, en íslendingar þekkja hann
úr myndinni Mystery Train. Fram-
leiðandinn Jim Stark er væntanleg-
ur til lslands á næstunni til að hefja
undirbúning á tökiim „Cold Fever“.
Framkvæmdastjóri Rauða krossins um Hjálpartækjabankann:
Höfum lagt meira með
bankanum heldur en hitt
HANNES Hauksson, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, segist
vísa á bug þeim ummælum sem heilbrigðisráðherra hafi viðhaft um
að RKÍ hafi tekið sér hagnað af óheyrilegri álagningu hjálpartækja
lyá Iljálpartækjabankanum, sem er í eigu RKÍ og Sjálfsbjargar. Ef
einhver afgangur hefði orðið af rekstri Iljálpartækjabankans hefði
hann eingöngu runnið til þess að bæta þjónustu við viðskiptavini, og
alls ekki væri um það að ræða að eignaraðilar bankans hefðu hagnast
á rekstri hans. „Okkur finnst því ómaklega að okkur vegið í þessu
máli,“ segir Hannes.
Þorkell Helgason, aðstoðarmaður
lieilbrigðisráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið að stefnt væri að
því að efna til útboða á hjálpartækj-
um, og þegar hefði verið kannað
óformlega með kaup á blóðstrimlum
fyrir sykursjúka. Sú könnun hefði
leitt í ljós að 20 daga skammtur sem
áður hefði kostað 5-7 þúsund krónur
væri nú fáanlegur fyrir 1.700 kr.
Hjálpartækjabankinn var stofn-
aður fyrir 16 árum og sagði Hannes
að þá hafí RKÍ og Sjálfsbjörg lagt
fram stofnfé, en síðan hafí bankinn
að mestu verið rekinn fyrir eigið fé.
„Bankinn var í húsnæði RKÍ þar
til fyrir fjórum árum, að ákveðið var
að gera verulegar úrbætur í hús-
næðismálum og þá lögðu þessi félög
fram fjármagn til að gera það kleift.
Við höfum því lagt meira með hon-
um heldur en hitt,“ sagði hann.
Hannes sagði að ársvelta Hjálp-
artækjabankans væri á bilinu 80-90
milljónir króna og því væri ekki um
stóran hluta að ræða af þeim 600
milljónum sem ríkið hefði greitt fyr-
ir hjálpartæki á síðasta ári. í bank-
anum væru seld flest öll þau hjálpar-
tæki sem menn þyrftu hugsanlega
á að halda, og einnig væri um leigu
tækja að ræða og ókeypis lán á
sjúkrarúmum. Þá væri veitt ókeypis
sérfræðiráðgjöf og starfsemi bank-
ans kynnt á landsbyggðinni.