Morgunblaðið - 13.02.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 13.02.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 33 Minning: Ásta Jósepsdóttir frá Atlastöðum Fædd 8. nóvember 1910 Dáin 6. febrúar 1992 Nú er hún amma, Ásta Jóseps- dóttir frá Atlastöðum í Fljótavík, dáin. Líf hennar var langt og oft á tíðum þymum stráð. Hún fékk að reyna mikið, en samt var hún alltaf glöð og svo mikill klettur í tilveru minni og margra annarra. Amma var fædd og uppalin á Atla- stöðum í Fljótavík. Þangað lá hug- urinn alltaf og hún bar þess merki að vera alin upp í þessu einangr- aða samfélagi innan um há fjöllin, björgin og ægikraft hafsins. Fyrsta minning mín var þegar ég og Lóló systir mín sátum í eld- húsinu hjá ömmu og hún var að kenna okkur að spyrða bönd, sem hún var að vinna fyrir íshús Hafn- arfjarðar og á meðan sagði hún okkur sögur frá bernsku sinni í Fljótavík. Þá hef ég ekki verið mikið eldri en fjögurra ára. Svo man ég líka mjög vel eftir því þeg- ar amma og Lóló voru að koma í strætó að heimsækja okkur á Bergstaðastrætið. Hún kom alltaf færandi hendi þótt efnin væru ekki mikil og vildi alltaf fóma sér fyrir mömmu og okkur systkinin. I eitt skiptið þegar amma kom fannst ég ekki hvernig sem leitað var. Það endaði með því að haft var samband við lögregluna. Að skömmum tíma liðnum komu frétt- ir þess efnis að fimm ára drengur hefði fundist á Arnameshæðinni á leið til ömmu sinnar í Hafnarfirði. Sem unglingur leitaði ég alltaf til hennar ömmu þegar ég þurfti á stuðningi og aðstoð að halda og reyndist hún mér alltaf vel. Amma var alltaf svo jákvæð og sérstaklega lagin við að útiloka það neikvæða. Hún hélt því t.d. alltaf fram að ís væri ekki fitandi vegna þess að henni þótti hann svo góð- ur. Henni þótti mjög gaman að spila á spil og sátum við og spiluð- um oft tímunum saman og þá til- heyrði alltaf að fá sér ís í lokin. Eitt var það í fari ömmu sem entist fram á síðustu stundu, það var hversu barngóð hún var. Síð- ustu fjögur árin sem hún bjó á Suðurgötunni átti ég og fjölskylda mín heima við hliðina á henni. Bæði mín börn og önnur í götunni leituðu mikið til hennar og aldrei fór það svo að hún stingi ekki að þeim einhverju góðgæti, enda undi hún sér best innan um börn. Hún gat endalaust spjallað við þau og sagt þeim sögur og þannig var það líka eftir að hún fór á Hrafnistu. Það er skrítið að amma skuli vera dáin. Hún var þarna og mað- ur heimsótti hana þótt það hefði kannski mátt vera oftar. Hún hélt manni við bernskuna og uppruna sinn. Nú er hún farin og það er svo tómlegt. í einfeldni minni hélt ég að hún yrði þama alltaf svo einkennilegt sem það er. Ég er svo feginn að hafa fengið að vera við- staddur þegar hún amma mín dó. Það styrkti mig í þessum missi og það að verða vitni að andláti ná- komins ættingja gerir mann með- vitaðri um dauðann, sem við öll eigum eftir að taka á móti. Blessuð sé minning ömmu minnar. Rúrik. Amma, Ásta á Suðurgötu 71, er dáin. Hún var góð við okkur öll. Hýr var hún og góð. Hún var lasin greyið þegar hún dó. Mikið sakna ég hennar. Guð geymi hana. Vala. ■ STJÓRN Foreldrafélags grunnskólans í Borgarnesi mót- mælir þeirri ákvörðun ríkisstjómar og meirihluta Alþingis að skerða fjárveitingar til grunnskóla fyri^ árið 1992. Fjárveitingar til grunn- skóla hérlendis eru minni en tíðkast í flestum þeim löndum sem við vilj- um bera okkur saman við og enn eigum við langt í land að hafa lok- ið uppbyggingu skólakerfisins okk- ar. Enn höfum við ekki einsetinn skóla, lítill hluti íslenskra skóla- barna fær skólamáltíðir, skólatími hefur verið skorinn niður seinustu áratugi og nemendaíjöldi er of mik- ill í bekkjum til þess að hægt sé að sinna þörfum allra bama. Því teljum við það óskynsamlegt að láta menntastefnu þjóðarinnar til næstii. • ára stjórnast af tímabundnum hag- sveiflum. Við eigum frekar að horf- ast til framtíðar og hafa það í huga að þær þjóðir sem hafa varið mest- um fjármunum til skólamála em þær þjóðir sem búa við mestu hag- sæld og þjóðartekjur.Við megum ekki gleyma því að í skólunum er framtíðin mótuð og ef við búum ekki vel að börnum okkar mun það koma niður á framtíðarkynslóðum. Við hvetjum til þess að síðustu ákvarðanir í málefnum grunnskóla verði endurskoðaðar og áfram verði haldið á þeirri braut sem mótuð hefur verið seinustu ár og áratugi. (Fréttatilkynning) Tamningastöð Stúlka óskast til aðstoðar við tamningar og þjálfun í Norður-Þýskalandi. Þarf að vera vön hestum og geta byrjað strax. Upplýsingar gefur Gunnar Örn ísleifsson eft- ir kl. 20.00 í síma 9049-5043-5312 Báturtil sölu Til sölu 63 tonna frambyggður eikarbátur með 503 hestafla Caterpillar aðalvél árgerð 1985. Endurbyggður 1985. Aflahlutdeildir fylgja. Upplýsingar gefur Friðrik J. Arngrímsson, hdl., Ingólfsstræti 3, Reykjavík, sími 91-625654. Húsnæði fyrir félagasamtök Við leitum að húsnæði til kaups, a.m.k. 600 fm, fyrir félagasamtök á svæðinu frá Snorrabraut að Elliðaám. Húsnæðið á að nota fyrir skrifstofur og gistiaðstöðu. Mjög traustir kaupendur. Upplýsingar gefur: HUGINN, fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sími 625722. Stórútsalan enn í fullum gangi. Enn lægra verð á ýmsum titlum. Allt að 96% afsláttur. Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardag SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVlK SÍMI 6218 22 Ársfundur Hins íslenska Biblíufélags verður haldinn í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar, Lækjargötu 14A (gengið inn frá Von- arstræti), sunnudaginn 23. febrúar 1992, kl. 15.30. Dagskrá: ' Tvö stutt erindi: Um þýðingu Gamla testamentisins, dr. Sigurður Örn Steingrímsson. Um Apókrýfar bækur Gamla testamentisins, séra Árni Bergur Sigurbergsson. Venjuleg aðalfundarstörf. _ .. Stjorn Hlb>. Tilkynning WAliNER Kristján Ó. Skagfjörð hf. hefur nú tekið að sér einkaumboð á íslandi fyrir Wagner Spraytech Scandinavia A/S. Fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. febrúar mun fulltrúi frá Wagner, hr. Gunnar Jensen, vera til viðtals hjá okkur. Allar nánari upplýsingar gefnar í bygginga- vörudeild, sími 24120. rriKRisTjÁN ó 1»JSKAGRIÖRn HF Hóimaslóð 4 Box 906 121 Reykjavík Vestmannaeyingar Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiþtaráð- herra, verður með viðtalstíma föstudaginn 14. febrúar á bæjarskrifstofunum í Vest- mannaeyjum frá kl. 10.00-12.00. Þeir, sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráðherrann, geta látið skrá sig á skrifstof- um Vestmannaeyjabæjar í síma 11088. Iðnaðarráðuneytið, viðskiptaráðuneytið, 6. febrúar 1992. HÚSNÆÐIÓSKAS T Óskasttil leigu Einbýlishús, raðhús eða stór íbúð óskast til leigu á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar gefur Guðjón Tómasson í sjma 641750 og á kvöldin í síma 50873. ^ Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Ásgarður 2-40 Tillaga að deiliskipulagi á staðgr.r. 1.834.2 við Ásgarð 2-40, sem markast af Ásgarði og Bú- staðavegi, er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Uppdráttur með greinargerð verður til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 13.00-16.15 alla virka daga frá 13. febrúar til 27. mars 1992. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 10. apríl 1992. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Slllá auglýsingar FÉLAGSÚF HELGAFELL 59922137 IV/V 2 I.O.O.F. 11=17302138Va = 9.11. St.St.59922137 VII I.O.O.F. 5 = 1732138'h = 9. II □ SINDRI59922137 = 2 í Rvik Hjálpræðisherinn Samkoma í kvöld kl. 20.30 í um- sjá hermanna. Veriö velkomin. Samkoma verður i kapellunni i Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Dorkas-konur Samhjálp. VT--, / KFUM V AD KFUM Fundur i kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Kynnt staða og stefna KFUM, opinn stjórnarfundur. Umræður. Hugleiðing: Sr. Ólaf- ur Jóhannsson. Kaffi eftir fund. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalfundur Bandalags Islenskra farfugla verður í kvöld, 13. febrú- ar, kl. 20 á Suridlaugavegi 34, Reykjavik. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ÖKFUK KFUM© Matarfundur verður á Háaleitisbraut 58 þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19. Miðar eru seldir á skrifstofunnl við Holtaveg. Einnig verða seld- ir miðar eftir samkomu sunnu- daginn 16. febrúar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.