Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.02.1992, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 ■ Hard Rock Café fimmtudaginn 20. febrúar HARD ROCK CAFE - S. 689888 HEILSU SKÓLI NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS y Jón Gfslason Ingibjörg i Dalberg E isgslr Hannes llrfksson jjit1 ' JBIgV 1 Sigrún Helga Haukur Óiafsdðttlr Mogensan Haraldsson Alexandra Sarah Jón Gblason Kjurugej Blondani Heilsuskólinn býður nám- skeið er miða að því að byggja upp andlega og líkamlega heilsu og er efni þeirra því margþætt og fjöl- breytt eins og t.d. námskeið í matreiðslu heilsufæðis, megrun, sjálfsstyrkingu, minnis- og námstækni, hvernig öðlast megi sálarró og gleði og koma um leið í veg fyrir sjúkdóma. Skólinn hefur starfsemi sína með kjörþyngdarnámskeiði og námskeiói í matreiðslu á makróbíótísku fæði. Kjörþyngdarnámskeið felst í því að kenna fólki að ná kjörþyngd og halda henni. Þetta er nýstárlegt námskeið sem stendur í fjórar vikur og fylgt er eftir með vikuleg- um stuðningi eða stoðtím- um. Meðal leiðbeinenda eru: Jón Gíslason næringarfræðing- ur, Ingibjörg Dalberg snyrti- fræðingur, Ásgeir Hannes Eiriksson, Sigrún Ólafsdóttir leiðbeinandi í matreiðslu, Jón Ágúst Guðjónsson og Helga Mogensen leiðbeinendur í líkamsþjálfun, teygjum, slökun og sjálfsstyrkingu. Fyrsti kennsludagur: 18. febrúar. Fyrsta matreiðslunámskeið skólans er námskeið í makró- bíótískum fræðum en þau byggjast á því að koma á jafn- vægi í líkamanum með fæðuv- ali. Makróbíótískt fæði hefur auk þess hjálpað íjölda manns til þess að sigrast á sjúkdómum. Leiðbeinandi: Sigrún Ólafs- dóttir. Fyrsti kennsludagur: 15.. febrúar. Leikjanámskeið er skemmtilegt „bjartsýnisbrosgleðinámskeið“ sem ætlað er að lækna ófram- færni og samskiptaótta. Dæmi um námsgreinar: Hlátur- tækni, hvað gerist í líkamanum við hlátur, hlátur til lækninga, hlátur í námsárangri, kímni í framsögn, leikræn tjáning og ýmsir leikir. Meðal leiðbeinenda: Alexandra Kjurugej, Haukur Haraldsson, Sarah Biondani, Örn Ámason o.fl. Leikjanámskeiðin eru helg- arnámskeið og hefjast þau í fe- brúar. Námskeiðin em haldin í nota- legri risíbúð í húsnæði Náttúru- lækningafélagsins á Laugavegi 20b og á matstofunni sama stað. Innritun stendur yfir. Upplýsingar í síma 16371 HEILSUSKÓLI NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS LAUGAVEGI 20B, 101 REYKJAVÍK SÍMI: 16371 NÁMSKEIÐ Farandverkamenn nema íslensku Höfn. Nokkrir farandverkamenn af er- lendu bergi brotnir gengust nýlega fyrir því að fá einhveija til- sögn í íslensku máli. Og nú er farið af stað með námskeið í íslensku við Heppuskóla á Höfn að frumkvæði þeirra. Námskeiðið er haldið tvö kvöld í viku í klukkustund hvort kvöld. Ákveðið hefur verið að nám- skeiðið standi næstu sex vikurnar og sjá svo til um framhaldið. Nemendumir koma langt að og eru fullir áhuga á að geta eitthvað bjargað sér á íslensku enda sumir búnir að dvelja á íslandi frá 1988 með hléum. Þeir eru því farnir að skilja talsvert í málinu en gengur verr að gera sig skiljanlega. En fólk- ið er mjög ánægt með að eiga von á smá tilsögn og tilhlökkun skein úr hveiju andliti. - JGG. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Hópurinn frá vinstrj: Áse, Svíþjóð, Maree, AJison og Stuart, Nýja Sjálandi, Elena, Noregi, Dee Collier, Ástralíu, Margaret, Irlandi, Gunnhild, Noregi, Constanee, Ghana, Ósk (en hún á ættir að rekja til íslands) og kennarinn, hún Sólrún. Friðrik Sophusson afhendir Helga K. Hjálms- syni forstjóra Tollvörugeymslunnar frísvæð- isleyfið. A milli þeirra er Júlíus S. Ólafsson stjórnarformaður Tollvörugeymslunnar. Frá vinstri, Ragna Hjaltadóttir starfsmaður LÍ, Rolf Johansen stórkaupmaður og Magnús Árnason fram- kvæmdastjóri Hjólbarðahallarinar. ÁFANGI COSPER Stórafmæli Tollvöru- geymslunnar Fyrir skömmu hélt Tollvöru- geymslan h.f. upp á 30 ára afmæli sitt og fagnaði um leið samstarfí við flugfrakt Flugleiða. Móttaka var í einni af vöru- skemmum fyrirtækisins og mættu þar til gleðinnar 500 boðsgestir. Meðal annarra gesta má nefna fjármálaráðherra Friðrik Sophus- son og á þessum tímamótum fyrir- tækisins afhenti hann Tollvöru- geymslunni h.f. leyfi til frísvæðis fyrst íslenskra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.