Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 48

Morgunblaðið - 13.02.1992, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI Asta meiddist áæfingu ÆT Asta S. Halldórsdóttir meidd- ist á ökkla á æfingu í AI- bertville á þriðjudag og gat ekki æft í gær. Hún fór til læknis og var röntgenmynduð og kom þá í ljós skemmd í lið. Hún fór síðan til sjúkraþjálfara í geisla- meðferð og átti einnig að fara til hans í dag. Asta haltraði í gær en taldi að hún yrði orðin góð fyrir risa- svigið á mánudaginn, sem er fyrsta grein hennar. Hún kvef- aðist á opnunarhátíðinni sl. laugardag og var ekki orðin góð í gær. Af Kristni Björnssyni og Öm- ólfi Valdimarssyni, sem keppa í alpagreinum, er það að frétta að þeir hættu við að fara til ítal- íu. Þeir ætluðu að keppa þar í tveimur svigmótum, en þeim var frestað vegna snjóleysis. SVIG KARLA Rásmark: 2,070m Endamark: 1,850 Fallhæð: 220m Brautarlengd: 625 m KEPPNI l SVIGI í svigi eru snöggar beygjur í gegnum hlið með bláum og rauðum flöggum til skiptis. ' stórsvigi og risasvigi eru lengri brautir og lengra á milli hliða Óskabyrjun Kronberger Petra Kronberger, heimsbikarhafi frá Austurríki, byijaði keppnina vel á Ólympíuleikunum í gær er hún náði besta brautartímanum í bruni alpatvíkveppninnar. Kronberger hefur aðeins unnið eitt heimsbikarmót í vetur, en hefur þó forystu í heimsbikarnum samanlagt. Hún á góða mögu- leika á sigri í alpatvíkeppninni vegna þess að hún er jafnvíg á ailar grein- ■ arnar. „Eg reyndi nú að keyra af öryggi í stað þess að taka áhættu eins og oft áður. Það var það sem réði úrslitum," sagði Kronberger. Krista Schmidinger frá Bandaríkjunum náði óvænt næst besta tíman- um, var rúmlega hálfri sekúndu á eftir Kronberger. En eins og Katja Seizinger og Kerrin Lee-Gartner frá Kanada, sem náðu þriðja og fjórða sæti, er hún ekki talin eiga möguleika í sviginu. Svissneska stúlkan Chan- ' ____________________ tal Bournissen, heimsmeistari í alp- Verðlaun V „Veltikani" Hámnál í svigi og stórsvigi eru farnar tvær umferðir í mismunandi brautum. Sigurvegari er sá kepp- andi sem nær bestum tíma samnlagt úr báðum umferðum. Aðeins ein umferð er í risasvigi. Konur MERIBEL Tvíkeppni: 13. febrúar Risasvig: 17. febrúar Stórsvig: 19. febrúar Svig: 20. febrúar Karlar LES MENUIRES Svig: 22. febrúar VAL' DISERE Stórsvig: 16. tebrúar Risasvig: 18. febrúar Verðlaun hafa skipst þannig milli þjóða eftir fimm keppnisdaga á ólympíuleikunum í Frakklandi. Gull, silfur og brons: 4 2 3 4 1 2 2 0 1 1 1 0 0 0 1 2 1 0 0 1 0 1 0 1 ■SSL stendur fyrir Samveldi sjálf- stæðra lýðvelda. Þýskaland 4 3 SSL 3 1 Noregur 1 Ítalía 1 1 0 Kína 0 Kanada 0 Japan 0 Sviss 0 atvíkeppni, varð í sjöunda sæti i gær og verður að teljast helsti keppinautur Kronberger um gullið. Anita Wachter, austurríski ólympíumeistarinn í tvíkeppni, hélt upp á 25 ára afmæli sitt í gær með því að ná 12. besta tímanum. Olympíugull náðist en framtíðin óljós ALBERTVILLE92 <?> M ISLENSKA karlaliðið í alpa- greinum kom til Méribel frá Val d’Isere í gær til að horfa á íshokkí- leik. Strákarnir sáu leik Tékka og Samveldisríkjanna. ■ ÁSTA Halldórsdóttir hefur NATALÍA Míshkutíenok og Artur Dmítríev, sem keppa fyrir Sam- veldi sjálfstæðra lýðvelda, unnu hug og hjörtu þeirra sem á horfðu ífyrrakvöld, er þau sigruðu í parakeppni í listhlaupi á skautum. Þar með bættu þau ólympíugulli við glæsilegt verð- launasafn sitt, en á rúmu ári hafa þau einnig orðið heims- og Evrópumeistarar í greininni. Þau voru stigahæst hjá öllum dómur- unum. Gerðu þó ein mistök, en enginn tók eftir þeim nema þjálf- ari þeirra — sem sagði mistökin engu máli hafa skipt. Míshkutíenok fór einfalda skrúfu í stað tvöfaldrar, eins og hún ætlaði að gera, um miðbik æfingarinnar. Þetta var hið eina aðftnnsluverða í æfingum þessa sig- ursæla pars, „Ástardansinum", sem þau framkvæmdu undir tónlist eftir Franz Liszt eins og í fyrra þegar þau urðu Evrópu- og heimsmeistar- ar, og þjálfari þeirra var himinlif- andi. „Þetta gildir einu, verðlaunin eru það sem skiptir máli,“ sagði þjálfarinn, Tamara Moskvína. „Á morgun man enginn hver gerði hvað.“ Og Moskvína hafði tvöfalda ástæðu til að fagna því annað par sem hún þjálfar, Elena Etsjke og Denís Petrov, unnu silfuverðlaun. Þau þóttu ekki síðri en landar þeirra tæknilega, en einstakir hæfileikar Dmítríevs í að túlka tilfinningar sínar á svellinu, eru taldir hafa haft úrslitaáhrif á dómarana. En þó ólympíugull sé í höfn hjá Míshkutíenok og Dmítríev er fram- tíðin óljós eftir fall Sovétríkjanna og gleði þeirra og þjálfarans var blandin. í Sovétríkjunum tryggði ólympíugull íþróttamönnum fjár- hagslegan stuðning ríkisins. Nú er matarskortur mikill í Samveldi sjálfstæðra lýðvelda, sem saman- stendur af flestum lýðveldum Sov- étríkjanna gömlu og yfirvöld þurfa nánast að horfa í hvetja rúblu. „Við vitum ekki hvort fjárstyrkir sem við nutum verði enn til staðar. Kannski svo verði. Við eigum nægt fé til að taka þátt í heimsmeistara- mótinu [í Kalifomíu] í næsta mán- uði. Eftir það vitum við ekki hvað verður," sagði þjálfarinn og bætti því við að hún gæti þurft að leita sér að öðru starfi. Sagði laun sín reyndar hafa tvöfaldast en verðlag í landinu hefði tuttugu-faldast. Áður fyrr, sagði Moskvína, hefðu lærisveinar hennar getað búist við aukagreiðslum frá stjórnvöldum heima fyrir eftir sigur á Ólympíu- leikum; greiðslum sem hefðu í það minnsta nægt til kaupa á hljóm- flutningstækjum, jafnvel bifreið. „Nú eigum við ekki von á neinu.“ Guy tryggði Frökkum fyrstu gullverðlaunin Fabrice Guy varð í gær fyrsti ólympíumeistari Frakka að þessu sinni er hann sigraði í norrænni tvíkeppni, sem er samanlagður árang- ur úr stökki af 90 metra palli og 15 km göngu. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Frakki sigrar í einni af norrænu greinunum á ÓL. „Þessi'sigur er miklu meira en ég hafði nokkru sinni þorað að vona. Frönsku áhorfendurnir voru frábærir og studdu mig vel,“ sagði Guy, sem er 23 ára. „Þetta er stór stund fyrir okkur sem stunda norrænar greinar í Frakklandi." Frakkar hafa ekki unnið tvöfalt á ólympíuleikum síðan Jean-Claude Killy, sem nú er annar framkvæmdastjóra leikanna, og Guy Perillat unnu gull og silfurverðlaun í bruni í Grenoble 1968. Reuter Frábær tilþrif! Artur Dmítríev og Natalía Míshkutíenok bættu ólympíugulli í verðlaunasafn sitt í fyrrakvöld. „Astardansinn", eins og þau nefndu frjálsu æfingar sínar, þótti frábær — einkenndist af giæsileik. rásnúmer 100 í stórsvigskeppninni, en þar eru 128 keppendur skráðir til leiks. Hún hefur væntanlega rás- númer 68 í sviginu og 49 í risasvig- inu. ■ JACQUELINE Börner frá Þýskalandi, sem slasaðist illa í umferðarslysi fyrir tveimur árum, varð í gær ólympíumeistari í 1.500 metra skautahlaupi kvenna. 1990 varð hún fyrir því óhappi að bíll keyrði hana niður á reiðhjóli. Börn- er byrjaði að keppa aftur á síðasta ári og nú fagnaði hún ólympíu- sigri. Landi hennar, Gunda Nie- mann, varð önnur aðeins 0,05 sek. á eftir. Yvonne van Gennip frá Hollandi, sem varð ólympíumeist- ari í Calgary, datt eftir aðeins 300 metra og hætti keppni. H RAY LeBlanc, markvörður ís- hokkíliðs Bandaríkjamanna, varð fyrstur til að halda marki sínu hreinu í íshokkíkeppninni í Albert- viUe er Bandaríkjamenn unnu Þjóðverja, 2:0. Le Blanc varði alls 46 skot í leiknum. „Hann átti frá- bæran leik,“ sagði Dave Peterson, þjálfari Bandaríkjamanna. ■ JOSEP Polig og Gianfranco Martin frá Ítalíu halda verðlaunum sínum í alpatvíkeppninni. Frakkar kærðu þá fyrir að vera með of stór- ar auglýsingar á keppnisgalla. „Þessi mistök höfðu ekki áhrif á árangurinn,“ sagði Michele Verdi- er, upplýsingafulltrúi IOC. ítölum var gefínn 48 tíma frestur til að minnka auglýsingarnar og hugsan- lega verður samband þeirra sektað. ídag Dagskrá Ólympíuleikanna í Albert- ville í dag: 09.00 - 10 km ganga karla (Rögnvaldur Ingþórsson og Haukur Eiríksson meðal keppenda) Alpatvíkeppni kvenna, svig: 09.00 - Fyrri umferð 13.00 - Síðari umferð 12.00 - 5 km ganga kvenna 10.30 - Hólasvig, úrslit 13.45 - 5.000 m skautahlaup karla 18.30 - Listhlaup karla Íshokkí, a-riðill: 12.00 - Pólland - Italía 15.30 - Finnland - Bandaríkin 19.15 - Þýskaland - Svíþjóð Veðurútlit: Skýjað og búist við snjó- komu á öllum skSðasvæðum þegar líð- ur á daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.