Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Seyðisfjörður: Kviknar í Hafsíld hf. ELDUR kom upp í Hafsíld hf. á Seyðisfirði um klukkan 6.30 á sunnudag og varð af nokkurt tjón á verksmiðjunni en það hefur ekki verið metið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Okunnugt er um eldsupptök. Löndunarbúnaður verksmiðjunnar er óvirkur eftir brunann. Talið er að viðgerð taki tvo til þrjá daga og sagði Theodór Blöndal verksmiðjustjóri að þó svo að slæmt væri að verða fyrir tjóni á þessum tíma, væri óvíst að rekstur verksmiðjunnar stöðvaðist, þar sem nokkuð væri af loðnu fyrir í þróm. 15% botn- fiskaflans óunninnut- an íjanúar Á sýningunni verða mósaikmyndir frá Jórdaníu. Listasafn íslands: Jórdaníudrottning opnar sýningu í vor NOOR A1 Hussein, Jórdaníudrottning, opnar sýningu á mósaikmynd- um, búningum og skarti frá Jórdaníu og Palestínu í Listasafni Is- lands 30. maí n.k. Sýningin ber yfirskriftina 2000 ára litadýrð. Hún stendur yfir út júlímánuð. Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, sagði að sýningargripimir skiptust annars vegar í mósaikmyndir og hins veg- ar í búninga og skart. Mósaikmynd- imar koma frá þjóðminjasafninu í Amman. Þær em frá býzanska tímabilinu af Madaba-skólanum. Um er að ræða 37 stórar myndir og nokkrar litlar myndir. Flestar eru gerðar milli 600-800 eftir KriSt. Búningar og skart koma úr einka- safni jórdönsku konunnar Widad Kawar en eru frá Palestínu og Jórdaníu. Sýningin kemur hingað að til- hlutan Stefaníu Khalifeh, ræðis- manns íslendinga í Jórdaníu, en eftir að ljóst var að úr henni yrði sýndi Jórdaníudrottning áhuga á að koma hingað í tengslum við sýninguna. Hún hefur áður komið hingað til lands í stutta heimsókn. Þá hitti hún meðal annars Vigdísi Noor A1 Hussein Jórdaníu- drottning. Finnbogadóttur forseta íslands. Aðspurð sagðist Bera ekki vita til þess að jórdönsk list hefði áður verið sýnd á íslandi. SAMTALS 6.889 tonn af óunnum TT.,<> 31 botnfiskí voru fiutt utan í síðasta Hoiuoborgarsvæoio: mánuði og er þá miðað við óslægð- an fisk. Heildarbotnfiskaflinn var þá alls 46.108 tonn, þannig að utan fóru óunnin um 15%. Meðalverð fyrir þann afla, sem fór utan óunn- inn var 119,76 krónur á hvert kíló, en 65,86 fengust að meðaltali fyr- ir botnfisk hér heima. Heildarverð útflutta fisksins var 825 milljónir króna. Þorskafli í janúar síðastliðnum var 20.747 tonn, en var rúm 17.000 á sama tíma í fyrra. Botnfiskaflinn nú er rúm 46.000 tonn, en í fyrra var hann 32.857. Þá veiddist nú mun meira af loðnu og sfld en í fyrra, nú veiddust 24.622 tonn af síld og 75.012 af loðnu en í fyrra náðust aðeins 7.695 tonn af síld og 13.700 af loðnu. Heildaraflinn nú er því tölu- vert meiri en f fyrra. Sé litið á þann tíma, sem af fisk- veiðiárinu er liðinn eða frá og með fyrsta september, kemur í ljós að botnfiskafli er 190.670 tonn nú og þar af er þorskur 79.705 tonn. Sama tímabil í fyrra varð botnfiskaflinn alls 195.258 tonn, þar af þorskur 88.386 tonn. Atvinnulausum hefur fjölg- að um 200 í febrúarmánuði ATVINNULEYSI hefur farið vaxandi á höfjuðborgarsvæðinu undan- farnar vikur, samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá nokkrum verkalýðsfélögum í gær, og er ástandið í atvinnumál- um verulega verra en það var á sama tíma fyrir ári. Gera má ráð fyrir að atvinnulausum hafi fjölgað um nálægt 200 það sem af er febrúar samanborið við janúar, en þá voru 1.219 skráðir atvinnulausir að stað- aldri í mánuðinum. Atvinnulausum fjölgaðu um rúmlega 300 frá des- ember til janúar, en 906 voru að staðaldri atvinnulausir I desember á höfuðborgarsvæðinu. í kringum 200 manns eru nú á atvinnuleysisskrá hjá verkamanna- félaginu Dagsbrún og hefur fjölgað um nálægt 50 manns frá því atvinnu- leysisbætur voru síðast greiddar út fyrir tæpum hálfum mánuði; en þá fengu 157 manns bætur. Á sama tíma fyrir ári voru 120 manns á at- vinnuleysisskrá hjá félaginu. Um 30 konur eru skráðar atvinnu- lausar í starfsmannafélaginu Sókn og hefur fjölgað í viku hverri að undanförnu, en þar voru engar konur skráðar atvinnulausar í nóvemberlok. Davíð Oddsson forsætisráðherra í ísrael: Vona að ekki verði fram- hald á þessum atburðum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Sóknar, segir að atvinnuástandið hafí breyst á skömmum tíma. Það sé búið að skrúfa fyrir ráðningar og stöður sem ekki hefur verið hægt að manna í 2-3 ár séu nú mannað- ar. Skýringarinnar sé ekki að leita í uppsögnunum á Landakoti, því þeirra fari ekki að gæta fyrr en í apríl/maí. í kringum 40 konur voru skráðar atvinnulausar hjá verkakvennafélag- inu Framsókn sem er svipað og ver- ið hefur. Hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur voru 189 á atvinnuleys- isskrá 10. febrúar þegar bætur voru síðast greiddar út og hefur að minnsta kosti fjölgað um 62 síðan, þannig að atvinnulausir hjá félaginu eru í kringum 250. Á svipuðum tíma á síðasta ári voru 155 skráðir atvinn- ulausir. Um 130 voru skráðir atvinnulaus- ir hjá Iðju, Félagi verksmiðjufólks, og hafði fjölgað úr 110 frá því bæt- ur voru greiddar út síðast. Guðmund- ur Þ. Jónsson, formaður Iðju, sagði að þeir hefðu ekki séð slíkar atvinnu- leýsistölur í áratug. Árið 1987 hafi atvinnuleysi að vísu verið meira um skamman tíma vegna tímabundinnar stöðvunar vinnu hjá Álafoss. Nú sé ástandið hins vegar alvarlegra, því þetta sé fólk úr öllum iðngreinum. Hjá verkamannafélaginu Hlif í Hafnarfirði voru 56 skráðir atvinnu- lausir í gær og hafði Ijölgað um 6 frá síðustu skráningu. 25 voru skráð- ir atvinnulausir hjá félaginu á sama tíma fyrir ári. Hjá verkakvennafélag- inu Framtíðinni í Hafnarfírði voru 22 skráðir atvinnulausir og hefur farið fjölgandi. 14 voru skráðir at- vinnulausir á sama tíma í fyrra. Hjá Sambandi málm- og skipa- smiða voru 38 manns skráðir at- vinnulausir og hefur atvinnulausum fjölgað frá síðustu skráningu um 4. Um 40 voru skráðir atvinnulausir hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur og hefur atvinnuleysi farið vaxandi frá áramótum. 21 var á skrá hjá Rafiðn- aðarsambandi íslands og hafði fjölg- að um 4 frá síðustu skráningu, en þar hefur atvinnuleysi verið svo til óþekkt árum saman. „ÞAÐ er allt með kyrrum kjörum hér en menn vita af þessum óróleika sem hefur legið í lofti eftir atburði síðustu daga. Það virðist þó vera ró yfir fólki,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann var þá nýkominn á hótel sitt, Hotel King David, í Jerúsalem I opinbera heimsókn til ísraels. Hann kveðst harma atburði síðustu daga í samskiptum Israelsmanna og Palestínumanna og segist ætla að láta í ljós vonir um að ekki verði framhald á þeim. Dagskrá heimsóknarinnar hefst í dag með því að skoðuð verða minnismerki í Jerúsalem. Kl. 11.50 heimsækir Davíð, Yitz- hak Shamir forsætisráðherra á skrifstofu hans, þar sem haldinn verður klukkutíma langur fundur. Að sögn Davíðs mun hann snæða hádegisverð með Shamir, sem áætlað er að standi til kl. 14.45. Að honum loknum verður haldið í Knesset, þjóðþing Israels, þar sem Dov Shilansky, forseti þings- ins, tekur á móti gestunum. Þvínæst verður haldið til Betle- hem og þar mun Davíð hitta borg- arstjóra að máli. Síðdegis verður haldið aftur til Jerúsalem þar sem Davíð mun hitta Chaim Herzog forseta landsins og í kjölfar þess fundar mun hann eiga fund með Shimon Peres formanni Verka- mannaflokksins. Á morgun er m.a. áformað að Davíð heimsæki innflytjendamið- stöð og hitti ráðherra innflytj- endamálefna að máli og fari skoð- unarferð í Ormat-verksmiðjurnar, sem hafa selt Hitaveitu Suður- nesja túrbínur. Áðspurður hvort hann hefði íhugað að hætta við ferðina tii ísraels í ljósi síðustu atburða í samskiptum ísraelsmanna og Pal- estínumanna sagði Davíð að það hefði ekki hvarflað að sér. „Þetta er opinber kurteisisheimsókn og með henni erum við ekki að taka neina sérstaka afstöðu. Ég harma þá atburði sem hafa gerst á síð- ustu dögum, bæði morðin á ungu hermönnunum og þá atburði sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra. hafa fylgt í kjölfarið. Ég vona og læt það koma fram að ekki verði framhald á slíku og að þetta hafl ekki áhrif á þær friðarviðræður sem hafnar eru,“ sagði Davíð. 15-20 verkum stolið í innbroti í gallerí 15-20 myndum eftir marga þekkta myndlistarmenn var stolið í inn- broti í FÍM-salinn við Garðastræti aðfaranótt siðastliðins föstudags. Að sögn Þorbjargar Daníelsdóttur forstöðumanns gallerísins eru mynd- irnar ótryggðar en verðmæti þeirra nemur hundruðum þúsunda. Allar eru myndirnar merktar listamönnunum og fremur litlar, þær stærstu eru 40x50 sentimetrar að flatarmáli. Um var að ræða þijár myndir eft- ir Braga Ásgeirsson, en sýning hans hófst í FÍM-salnum á laugardag. Þessar myndir Braga eru teikningar og hinar einu sem ekki var ætlunin að selja á sýningunni. Ein þeirra er sjálfsmynd af Braga ungum, önnur er af Erik Sönderholm fyrrum for- stjóra Norræna hússins, en þá mynd hafði Bragi gefíð ekkju Sönderholms og áritað sérstaklega. Þriðja myndin er af norska listmálararnum Arne Lindaas og er hún með áletruninni: „Tegnet i en bus paa vej til Spanien i 1953.“ Að auki er þarna um að ræða myndir málaðar á flísar eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur, túss- og blekteikn- ingar eftir Margréti Jónsdóttur, 4 litlar myndir á striga eða.pappír eft- ir Myriam Bat Josef, tvær akrílmynd- ir eftir Jens Kristleifsson þrjár coll- age myndir Rúnu Gísladóttur og 2 myndir eftir Rósku. Þorbjörg Daníelsdóttir sagði ljóst að afskaplega erfitt yrði fyrir þjófana að koma þessum verkum á markað hér á landi og kvaðst hún eindregið vonast til að þeim yrði skilað án þess að unnin yrðu á þeim spjöll. Hún vildi beina eindregnum tilmæl- um til allra sem búa yfir upplýsingum um innbrotið að hafa samband við lögregluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.