Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
Kammertónleikar
51500
Hafnarfjörður
Smyrlahraun
Gott eldra timburheinbh. ca
170 fm kj., hæð og ris. Verð
9,0 millj.
Hjallabraut
Góð 4ra-5 herb. ca 110 fm íb.
á 1. hæð.
Álfaskeið
Góð 3ja herb. ca 83 fm íb. á
2. hæð auk bílsk.
Drangahraun
Höfum fengið til sölu gott iðn.-
og/eða versl.-/skrifsthúsn.,
382,5 fm. Fokhelt.
Vantar - vantar
Höfum kaupendur að 2ja, 3ja
og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði.
Kópavogur - Álfabrekka
Gott einbhús á góðum stað á
tveimur hæðum ca 270 fm
þ.m.t. bílsk.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.,
Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn.,
símar 51500 og 51501.
] s LJöfðar til Lifólks í öllum tarfsgreinum!
PIí
Tónlist
Jón Asgeirsson
Islenska hljómsveitin stóð fyrir
kammertónleikum í FÍH-salnum
sl. sunnudag. A efnisskránni voru
fjögur íslensk kammerverk og
tvö þeirra flutt í fyrsta sinn.
Fyrst verkið var „Þijú lög fyr-
ir klarinett og píanó“ eftir Hjálm-
ar H. Ragnarsson, sem flutt voru
af Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni
og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. í
efnisskrá segir að þessi klari-
nettulög séu eins konar opus eitt
og miðað við það, að auðheyrt
að á ferðinni er alverlegt tón-
skáld, því gerð Iaganna er hin
ágætasta og voru þau auk þess
vel flutt af Þóru Fríðu og Jóni
Aðalsteini.
Frumflutt var „0 versa“, fyrir
píanó og kammerhljómsveit, eftir
Atla Ingólfsson. Verkið er að
nokkru unnið úr eldra verki fyrir
einleikspíanó, sem kallast „a
verso“. Tólf manna hljómsveit,
er samanstóð af fimm strengja-
leikurum, fimm blásurum og
tveimur slagverksmönnum,
fluttu verkið undir stjórn Arnar
Óskarssonar en á píanóið lék
Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Verkið er vandvirknislega unnið,
þar sem saman fara „kaótískir"
þétt ofnir og hvikulir kaflar, unn-
ir úr stuttum tónmyndum, á
móti kyrrstæðri tónskipan og
stuttum „kadensum" sem oft
voru afmarkaðir með snöggum
áherslum.
Verkið var ágætlega leikið
undir stjórn Arnar og það af
píanóleiknum, sem greindi sig frá
tónvef hljómsveitarinnar, var
skilmerkilega útfært af Önnu
Guðnýju. Trúlega mætti gera
meira úr andstæðum verksins,
bæði með breytingum á hraða
og styrkleika en hér ræður val
tónskáldsins.
Handanheimar, eftir Atla
Heimi Sveinsson, er fyrir tvær
flautur og segulband og var það
frumflutt sl. sumar af sömu flytj-
endum og nú. Einhvern veginn
stóðu hljóðin á segulbandinu á
skakk við flautuverkið, sem er
skemmtilega unnið og frábær-
lega vel flutt af Guðrúnu S. Birg-
isdóttur og Martial Nardeau.
Lokaverkefnið var frumflutn-
ingur á nýju söngverki eftir John
Speight, við texta eftir John
Donne (1571-1631). Flytjendur,
auk íslensku hljómsveitarinnar,
voru Alina Dubik, Elín Ósk Ósk-
arsdóttir og Elísabet F. Eiríks-
dóttir en stjórnandi var Hákon
John Speight
Leifsson. í síðustu verkum sínum
hefur John Speight sótt sér efni
í skáldskap, þar sem hugað er
að ýmsum trúarlegum óráðnum
gátum tilverunnar, og í þessu
verki biður skáldið Drottin að
kalla sig ei fyrii-varalaust til dóms
en gefa sér stund og kenna sér
að iðrast. Söngvararnir sungu
mjög vel. Verkið er í heild vel
unnið en á köflum nokkuð hlaðið,
svo að það var helst í seinni hluta
þess, sem textinn kom til skila.
Má vera að frumflutningur
verksins hafi verið einum of
keyrður áfram en vel hefði mátt
staldra við hér og þar, til að
30ara4^
..nUSI vhíwT^
IIAL/SI
S 62-20-30
Logafold - eign í sérflokki
j30ÁRA
FASTEIpNA
MIÐSTOÐIN
SKIPHOLTI 50B
Nýkomið í sölu stórglæsilegt 175 fm einbýli ásamt 70
fm bílskúr. Fallegar, vandaðar innréttingar. Endahús í
botnlanga. Falleg, gróin lóð. Ákveðin sala. Áhv. 3 millj.
Verð 17,8 millj. 7177.
21150-21370
LARUS Þ, VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRl'
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasaÚ
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Suðuríbúð - góður bílskúr
2ja herb. góð íb. á 2. hæð v/Stelkshóla. Stórar sólsvalir. Vel með far-
in sameign. Bílsk. upphitaður m/rafm. og vatni. Góð lán.
Glæsileg eign á góðu verði
Endaraðh. í syðstu röð í Fellahverfi 158,3 fm. Endurbyggt. Allt eins
og nýtt. Kj. er undir húsinu. Sérbyggður bílsk. Glæsil. lóð. Ýmis konar
eignaskipti mögul.
Skammt frá Álftamýrarskóla
3ja herb. góð íb. á 3. hæð. Rúmg. stofa, sólsvalir. Ágæt sameign,
nýl. endurbætt. Bílskbygging er hafin. Útsýni.
Einbhús óskast f Grafarvogi
að meðalstærð. Traustur kaupandi. Skipti mögul. á einbhúsi.
Miðsvæðis í borginni óskast
3ja, 4ra og 5 herb. íb. Margs konar eignaskipti mögul. þ.á m. er boðin
í skiptum glæsil. sérhæð miðsv. í borginni. Nánari uppl. trúnaðarmál.
Nokkrar 2ja, 3ja og 4ra herb. íb.
til sölu í borginni sem þarfnast endurbóta. Nánari uppl. á skrifst.
• • • ______________________________________
Fjöldi fjársterkra kaupenda á
skrá.
Margs konar eignaskipti.
Opið á laugardaginn.
ALMENNA
FASTEIGNASAL AN
LAUGAVEG118 SÍMAB 21150 - 21370
Slíll liúsgTig-na
List og hönnun
Eiríkur Þorláksson
Það hefur stundum verið nefnt
að útgáfa fræðslurita hér á landi
hefur verið eitt veikasta svið bóka-
útgáfunnar; nær engin fræðslurit,
sem eru handhæg til notkunar við
kennslu, hafa komið út síðasta
áratug um myndlist og myndlist-
arsögu, svo dæmi sé tekið. Þetta
hefur auðvitað háð allri mynd-
menntakennslu í landinu, og er
án efa ein ástæða þess hversu lít-
ið námsframboð á þessu sviði hef-
ur verið á öllu framhaldsskólastig-
inu.
Það er ekki við því að búast að
þetta ástand breytist í einni svip-
an, en hvert nýtt framlag er skref
í rétta átt, og bætir úr brýnni þörf.
Að þessum orðum sögðum er rétt
að vekja athygli á bókinni „Stíll
húsgagna“ eftir Helga Hallgríms-
son, sem er nýkomin út hjá bóka-
útgáfunni IÐNÚ í Reykjavík. Hér
er á ferðinni ágrip af sögu hús-
gagnanna allt frá tímum Forn-
Egypta til þessarar aldar, þar sem
íjallað er um stíl- og tækniþróun
á þessu sviði; einnig er kafli um
íslensk húsgögn í bókinni.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Saga húsgagna er síst ómerki-
legri en ýmissa annarra þátta í
hönnun og listmunagerð, og i hús-
gögnum er gott að rekja þá þró-
un, sem verður á listastílum á
ýmsum sviðum. Víða í söfnum
erlendis eru heilar deildir lagðar
undir húsgögn, og stórar og fagur-
lega skreyttar erlendar bækur um
húsgögn hafa sést í bókabúðum
hér við hlið bóka um búningasögu,
arkitektúr og gerð búsáhalda,
þannig að ljóst er að hér á landi
er að finna nokkurn hóp áhuga-
fólks um þessa hluti.
Helgi Hallgrímsson, höfundur
bókarinnar, lauk prófí sem hús-
gagnaarkitekt frá Listiðnaðarskól-
anum í Kaupmannahöfn árið 1938,
og kenndi í meira en fjóra áratugi
við Iðnskólann í Reykjavík. í að-
faraorðum sínum í bókinni nefnir
hann að árið 1970 hafi verið
ákveðið að taka upp fræðslu um
stíl húsgagna fyrir húsgagnasmiði
og bólstrara, og þar sem engin
kennslugögn voru til á íslensku á
þessu sviði, hafi hann tekið slík
gögn saman úr erlendum fræðslu-
ritum og fagtímaritum. Þetta efni
hafi nú verið aukið og endurbætt
og gefið út á bók.
Bókin er rúmar sjötíu blaðsíður
að lengd, og skiptist í sautján
kafla. Kaflarnir eru mislangir, en
eru vel aðgreindir og þannig fram
settir að auðvelt er að nota þá við
kennslu; það er helst að kaflinn
um barokk-stílinn sé ekki nógu
heilsteyptur. Annars er textinn lip-
urlega skrifaður, og dregur aðal-
atriðin fram á skýran hátt.
Bókin er afar ríkulega mynd-
skreytt, og er myndefnið vel valið,
í góðu samræmi við textann, þann-
ig að þessir tveir þættir styðja
hvor annan mjög vel. Flestar eru
myndirnar svart/hvítar, en það
kemur ekki að sök, þar sem stílein-
kenni njóta sín oftast fullkomlega
í slíkum myndum.
Helstu kostir bókarinnar „Stíll
húsgagna, er án efa að hér er
komið yfirlit á íslensku, sem er
handhægt til kennslu, en getur
einnig þjónað hlutverki sínu sem
fræðslurit fyrir almenning. Bókin
er ódýr (t.d. miðað við íslenskar
skáldsögur), og er slíkt ótvíræður
Atli Ingólfsson
marka enn frekar við skilin í
verkinu, t.d. þar sem textinn
hefst á „But let them sleep“.
í heild voru þetta vandaðir
tónleikar, vel framfærðir og er
FÍH-salurinn vel hljómandi, en
helst til illa varinn fyrir hljóð-
truflunum að utan, bæði frá bíla-
umferð og vegna veðurs. í einu
verkinu lék „Kári“ haglélaeinleik
á þak hússins og af og til mátti
heyra smá „einleiks drind-drind“
frá bílaumferðinni. Af þessu frá-
dregnu er FÍH-salurinn hinn vist-
legasti og eins og fyrr segir vel
hljómandi.
Helgi Hallgrímsson.
kostur fyrir skólanemendur og
bókasöfn, sem ættu sem flest að
eignast þetta rit; bókin er í sterkri
kápu og ætti því að endast vel.
Helstu gallar ritsins liggja í
raun utan verksins, þ.e. í því sem
það nær ekki yfir. Þannig vantar
í bókina atriðaorðaskrá, sem hægt
væri að nota til uppflettingar.
Einnig væri ítarlegri heimildaskrá
eflaust vel þegin af flestum sem
hafa áhuga á hönnun húsgagna.
Að loknum lestri munu flestir les-
endur einnig sakna meiri fræðslu
um húsgagnahönnun á þessari öld,
sem hefur oft á tíðum verið afar
spennandi, svo og auknum kafla
um framlag íslenskra hönnuða á
þessu sviði; þar hafa margir kom-
ið við sögu, einkum síðustu ára-
tugina.
Þessi atriði draga hins vegar
ekki úr því, að hér er á ferðinni
brautryðjendaverk, sem á skilið
góðar móttökur meðal lands-
manna. Fræðslugildi bókarinnar
er ótvírætt, einkum þar sem ekk-
ert hefur verið til á íslensku um
þetta viðfangsefni. Þegar vel er
farið af stað, er auðveldara að
bæta og auka við í síðari útgáfum.
Höfundur og útgefendur eiga
skilið þakkir fyrir það framtak að
bjóða fleirum en nemendum Iðn-
skólans í Reykjavik aðgang að því
fróðlega efni sem „Stíll húsgagna“
hefur að geyma.