Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
17
sækja þó gestagangur væri mikill,
því hús þeirra var í þjóðbraut og
Bakkabýlin miðstöð sveitarinnar.
Þar var verslun og sláturhús Sam-
vinnufélags Dalahrepps. Ungmenn-
afélagshúsið rétt hjá og allir fundir
og mannamót haldnir í samkomu-
húsi ungmennafélagsins. Það voru
því margir sem þáðu veitingar og
gistingu hjá þeim hjónum.
Bæði voru mjög félagslynd og
naut félagsstarfsemi sveitarinnar
krafta þeirra á því sviði. í fyrsta
sjónleiknum, sem ég sá, léku þau
bæði og það var ekki í seinasta skipt-
ið, sem þau voru á fjölunum í þágu
góðs málefnis. Bæði voru bindindis-
fólk og studdu ungmennafélags-
starfsemina, sem þarna var, af heil-
um huga. Ég á von á því að eftirlif-
andi sveitungar minnist þeirra hjóna
með hlýju og þakklæti.
Er suður kom störfuðu þau hjén
mikið með stúkufólki í Hafnarfirði
og voru þar bæði virkir þátttakendur
og vinsæl, enda mjög félagslynd og
áhugasöm eins og áður er sagt. Ég
held að stúkufólkið í Hafnarfirði eigi
góðar minningar frá samverustund-
um með Elínu og Lárusi, í leik og
starfi hjá stúkunni.
Árið 1954 fór Lárus að starfa hjá
Pósthúsinu í Hafnarfirði og vann þar
í 24 ár, lengst af við bréfberastörf,
en síðustu árin við störf innanhúss.
Láus byggði ásamt Guðmundi
syni sínum myndarlegt íbúðarhús á
Hringbraut 19 í Hafnarfirði og
bjuggu þau hjónin þar til ársins
1986, er Elín varð að dvelja á sjúkra-
húsum vegna veikinda er leiddu hana
til dauða. Hún lést í febrúar 1987.
Lárus var þá kominn til barna sinna
og dvaldi í skjóli þeirra þar til hann
fór á Sólvang síðla árs 1990 og var
þar til hinstu stundar.
Lárus var rétt meðalmaður á
hæð, þrekinn um herðar og brjóst.
Eflaust hefur barningur undir ár og
annað erfiði sjósóknar, á unglingsá-
rum og framan af ævi, sett svip sinn
á hann og stælt. Hann var óvenju-
lega frískur maður, léttur á sér og
kappsamur við allt sem hann tók sér
fyrir hendur og ekki ánægður fyrr
en að verki var lokið. Hann var glað-
lyndur og hjálpsamur, vinur vina
sinna, en vildi ekki viljandi gera á
hlut nokkurs manns.
Lárus og Elín áttu þijú börn. Þau
eru Guðmundur húsasmiður, giftur
Unni Einarsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, Ásta Guðríður, gift Eyjólfi Ein-
arssyni skipasmið og Guðrún, gift
Jóhannesi Jónssyni skipasmið.
Lárus var áhugamaður um ljós-
myndagerð og tók margar góðar
myndir. Hann hafði einnig mikinn
áhuga á örnefnasöfnun frá æsku-
stöðvunum fyrir vestan og safnaði
jafnframt frásögnum um menn og
atvinnuhætti þar vestra. Hann fór
hvað eftir annað vestur í Arnarfjörð
á sumrum til að taka myndir af öllu
mögulegu, sem bar örnefni, ásamt
bæjum og öðru úr sveitinni. Jafn-
framt byrjaði hann að skrá örnefni,
ásamt sögnum, sem tengdust ein-
staka stöðum. Það voru síðustu for-
vöð að ná til manna, sem þekktu
og mundu eftir örnefnum og sögnum
þaðan sem höfðu gengið frá manni
til manns.
Örnefnasöfnun Lárusar og myndir
sem hann tók í sambandi við þau
eru ómetanleg. Hann lærði á ritvél
á efri árum og festi á blað, það sem
hann vissi um einstaka býli í sveit-
inni ásamt fjöllum og víkum og setti
með viðeigandi myndir, sem margar
eru ómetanlegar vegna þess að þær
eru af föllnum klettadröngum, göml-
um húsum og fleiru sem ekki er leng-
ur til.
Bókband lærði Lárus á gamals
aldri og batt snyrtilega inn söfnin
sín og fleiri bækur. Það var gaman
að spjalla við Lánis um örnefnin að
vestan og skoða myndir þaðan. Hann
var óþreytandi að miðla mér, er þess-
ar línur skrifar, og gefa bæði mynd-
ir og afrit af því sem hann var bú-
inn að rita og safna. Fram undir það
síðasta fylgdist hann með af áhuga
á gangi mála vestur í Arnarfirði,
ekki síst fréttum af aflabrögðum og
sjósókn.
Nú er komið að ferðalokum. Við
hjónin þökkum af heilum hug sam-
fylgdina. Við sendum börnum hans
og fjölskyldum þeirra samúðarkveðj-
ur og óskum þeim alls góðs.
Megi ljúfmennið Lárus Jón hvíla
í friði.
í dag kveðjum við ástkæran afa
okkar, Lárus Jón Guðmundsson. Við
systurnar eigum margar ljúfar minn-
ingar tengdar Lárusi afa og Elínu
ömmu, en hún lést fyrir fimm árum.
Alltaf var sérstakt að koma til
þeirra á Hringbraut 19, þau voru
svo létt í lund og ung í anda. Þau
gáfu sér tíma til að segja okkur
sögur og oft tók afi upp myndasafn-
ið sitt með kirkjumyndunum og kort-
unum til að sýna okkur og höfðum
við mjög gaman af því. Á meðan
við skoðuðum myndirnar fór amma
fram í eldhús og hitaði súkkulaði
og gaf okkur ásamt pönnukökunum
og kleinunum sem hún bakaði af
snilld.
Aldrei munum við gleyma því
þegar við vorum litlar stelpur, hve
oft afi sendi okkur út í Bryndís-
arsjoppu til að kaupa appelsín og
„þrettán krónu súkkulaði" eins og
hann kallaði Síríus suðusúkklaði og
við köllum enn í dag.
Oft lagði afi sig eftir matinn og
kom þá stundum fyrir að hann lagði
dagblaðið Tímann yfir andlitið svo
hann gæti sofið betur, fannst okkur
þetta mjög sniðugt.
Afí og amma störfuðu af miklum
krafti í stúkunni Daníelsher nr. og
eru ógleymanlegar þær ferðir er við
fórum með þeim og vinum þeirra á
bindindismótin í Galtalækjarskógi
og fylgdi því jafnan mikil tilhlökkun.
Afí var póstur í Hafnarfirði um
árabil, gaman var að fylgjast með
honum þegar hann bar út póstinn,
hann setti svip á bæinn í póstbún-
ingnum með gulllituðu hnöppunum,
húfuna og stóru töskurnar tvær, við
vorum inikið hreyknar að eiga Lalla
póst fyrir afa.
Eftir að amma lést bjó afi hjá
móður okkar og föður að Þrasta-
hrauni 6, í þijú og hálft ár, og nutu
þau öll þeirra samvista. Síðastliðið
ár dvaldi hann á Sólvangi. í heim-
sóknum okkar til hans með börnin
okkar, sá hann alltaf til þess að þau
fengju konfektmola í nesti.
Við erum þakklátar fyrir að börn-
in okkar fengu eins og við að kynn-
ast ömmu og afa á Hringbraut, vilj-
um við þakka fyrir allar þær stund-
ir er við áttum með þeim og trúum
því að þau hafi sameinast á ný.
Guð blessi minningu þeirra.
Svandís og Fríða
Eyjólfsdætur.
Við getum
þagguð niður
í þeim flestum
Sendum í póstkröfu!
Gott verð —
Gæðaþjónusta
ÍSETNING
Á STAÐNUM
Verslið hjá fagmannínum.
Bílavörubú&in
JFJÖÐRII
Skeifunni 2,
SímÍ 81 29 44
m
ÍSLENSK
VERSLUN
Stofnfundur
Flutningakauparáðs
ÍSLENSK VERSLUN (Bílgreinasambandið, Félag íslenskra stórkaupmanna og Kaup-
mannasamtök íslands) efnir til fundar um stofnun íslensks Flutningakauparáðs. Fund-
urinn verður haldinn þriðjudaginn 18. febrúar kl. 16.00 í Húsi verslunarinnar á 6. hæð
í fundrasal ÍSLENSKRAR VERSLUNAR.
Flutningakauparáð eru starfandi í öllum löndum Evrópu og reyndar víða um heim.
Þessi ráð starfa að sameiginlegum hagsmunum flutningakaupenda og eru í raun eins-
konar neytendafélög þeirra sem þurfa að eiga mikil viðskipti við flutningsaðila.
Meðal mála sem Flutningakauparáðið mun láta sig varða eru: Sjóflutningar, landflutn-
ingar, loftflutningar, hafnarmál, þ.m.t. flughafnir, póst- og fjarskipaflutningar, vöru-
flæði, -stjómun og -hagræðing.
Dagskrá: 1. Ávarp: Birgir R. Jónsson, formaður
ÍSLENSKRAR VERSLUNAR.
2. Samþykktir Flutningakauparáðs kynntar og
bornar undir atkvæði.
3. Stjórnarkjör.
4. Ákvörðun árgjalda.
5. Onnur mál.
Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum ÍSLENSKRAR VERSLUNAR. íslensk verslun
hvetur félagsmenn sína til að mæta á fundinn og taka þátt í stofnun félagsins.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í sima: 678910, 687811 og 681550.
Glitnir hf.
,kt. 511185-0259
Ármúla 7, Reykjavík
Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1992
Heildarfjárhæð kr. 280.000.000.-
Utgáfudagur 15. janúar 1992
Fyrsti söludagur 12. febrúar 1992
Flokkur Gjalddagi Upphæð
l.fl.A 1992 15.08.1995 70.000.000
l.fl.B 1992 15.11.1995 70.000.000
l.fl.C 1992 15.03.1996 70.000.000
l.fl.D 1992 15.06.1996 70.000.000
Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu.
Grunnvísitala er 3196
Ávöxtun yfir hækktm lánskjaravísitölu nú 9,7%
Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Stefán Thoroddsen.