Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 18
' ‘ MORGUNfilAÐlÐ I’RIÐJUÖAGUlí'l'g. FEBÍíOÁR,:1992
f 18
Keflavíkurflugvöllur:
Farþegavél lenti
á einum hreyfli
Farþegaflugvél American Airlines flugfélagsins, af gerðinni
Boeing 757, nauðlenti með 175 farþega á Keflavíkurflugvelli kl.
14.05 á sunnudag. Ferðinni var heitið frá Manchester til Chicago
en stöðva þurfti annan hreyfil vélarinnar vegna olíuleka. Almanna-
varnakerfi ríkisins var sett í viðbragðsstöðu vegna slæmra lending-
askilyrða en lendingin tókst vel.
Guðmundur Óli Ólafsson, yfir-
flugumferðarstjóri, sagði að flug-
stjórinn hefði upphaflega ætlað
að nauðlenda í Skotlandi. Honum
snerist hins vegar hugur þegar
olíuleki varð þess valdandi að
drepa þurfti á öðrum hreyflinum.
Vitneskja um lendinguna barst
flugvallaryfírvöldum á Keflavíkur-
flugvelli um kl. 13.30 en flugvélin
lenti rúmum hálftíma seinna.
Flugvélin er af gerðinni Boeing
767 ogtekur 290 farþega. Farþeg-
arnir voru þó einungis 175 að
þessu sinni og þurftu þeir að haf-
ast við í Leifsstöð meðan beðið var
eftir annarri flugvél. Sú vél lagði
upp um kl. 21.30 á sunnudags-
kvöldið. Gert var við Boeingvélina
hér á landi og fór hún í loftið kl. 8
í gærmorgun.
Guðmundur Óli sagði að yfír-
leitt gætu flugvélar af þessu tagi
flogið örugglega þó stöðva þyrfti
annan hreyfílinn. Lendingarskil-
yrði hefði hins vegar verið svo
slæm að talið hefði verið rétt að
virkja Almannavamarkerfið. Suð-
austan 50 hnúta veður var þegar
flugvélin lenti.
Islendingar eiga ekki Boeing
767 farþegavél. Hins vegar eru
Boeing 757 og 737 farþegavélar
I eigu Flugleiða. Baldur Bragasön,
yfirflugvirki hjá Flugleiðum, sagði
í samtali við Morgunblaðið að ekki
væri ástæða til að hafa áhyggjur
af því þó stöðva þyrfti annan
hreyfil þessara véla. „Það er engin
spurning. Þær geta flogið út um
allan heim á öðrum hreyfli,“ sagði
hann.
Starfsmaður Úrvals-Útsýnar sýnir viðskiptavini
nýja bæklinginn.
^ Morgunblaðið/KGA
Skrifstofa Samvinnuferða/Landsýnar var sér-
staklega skreytt í tilefni dagsins.
Fjölsóttar ferðakynningar
Stærstu ferðaskrifstofur lands- anir sínar á sunnudaginn. Þrátt fólks skrifstofur beggja fyrirtækj-
ins, Samvinnuferðir/Landsýn og fyrir óhagstætt veður, rok og anna, kynntu sér úrval ferða og
Úrval-Útsýn, kynntu sumaráætl- rigningu, heimsótti mikill fjöldi fengu litprentaða bæklinga.
Fjármálaráðherra um hugsanlegan samruna Aðalverktaka og Hagvirkis:
Einokun Aðalverktaka verði
aflétt ef fyrirtækin sameinast
Kannað hvort eigendur Aðalverktaka taki eignir fyrirtækisins til sín
„ÉG sé ekkert athugavert við að
kannaður verði hugsanlegur
samruni Hagvirkis og íslenskra
aðalverktaka, fremur en annar
samruni. Verði af þessu finnst
mér hins vegar einhlítt að aflétta
verði einokunaraðstöðu íslenskra
aðalverktaka á Keflavíkurflug-
velli og það er spurning hvort
ríkið á ekki að taka til sín hluta
af eignum fyrirtækisins," sagði
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, um viðræður forsvars-
manna Hagvirkis og Aðalverk-
taka um sameiningu fyrirtækj-
anna. Stefán Friðfinnsson, for-
stjóri Aðalverktaka, sagði í gær
að hann vildi á þessu stigi ekki
tjá sig um hugsanlegan samruna.
Fjármálaráðherra sagði að sér
skildist að hugsanleg sameining fyr-
irtækjanna væri nú til skoðunar í
stjóm Aðalverktaka. „Verði af sam-
einingunni eru Aðalverktakar
komnir inn á almennan verktaka-
markað og þá þykir mér einhlítt,
að ríkið aflétti einokun þeirra á
framkvæmdum á Keflavíkurvelli,"
sagði hann. „Þá finnst mér einnig'
álitamál, hvort ríkið, sem og aðrir
eigendur Aðalverktaka, ætti ekki
að taka til sín hluta af eignum fyrir-
tækisins, fasteignum eða lausafé.
Séu eignir langt umfram það sem
fyrirtækið þarf á að halda í rekstri
sínum þá kemur þetta vissulega til
álita."
Jóhann Bergþórsson, forstjóri
Hagvirkis, sagði í viðtali sem birtist
í Morgunblaðinu á sunnudag, að
áður en af sameiningu fyrirtækj-
anna gæti orðið þyrfti fyrst að fá
niðurstöðu í ágreiningsefnum Hag-
virkis og ríkisins.
„Aðalatriðið er að fyrirtækið
greiði þau gjöld sem það skuldar
ríkissjóði og ég vona að lausn fáist
á þeim málum á næstunni," sagði
fjármálaráðherra. „Söluskattsmál
Hagvirkis gegn ríkinu er til með-
ferðar hjá Hæstarétti og ég mun
ekki taka fram fyrir hendurnar á
dómstólum í því. Önnur mál, sem
óleyst eru, varða framkvæmdir
Hagvirkis á vegum ríkisins, í Helgu-
vík og í Leifsstöð."
Stórtjón í bruna véla-
verkstæðis Þorbjarnar
f' njm r■ 1 r
Grindavlk.
Mikið tjón varð í bruna á véla-
verkstæði Þorbjarnar hf. í
Grindavík sl. laugardag.
Tilkynnt var um eldinn um tvö-
leytið á laugardag og var slökkviliði
Grindavíkur gert viðvart. Útkallið
byijaði ekki björgulega hjá slökkvi-
liðinu því hásing brotnaði undan
aðaldælubíl þess þegar honum var
bakkað út af slökkvistöðinni. Þegar
á vettvang kom tókst síðan ekki að
ná í vatn með góðu móti og því var
brugðið á það ráð að óska eftir að-
stoð Brunavarna Suðurnesja og af
Keflavíkurflugvelli.
Eldurinn kviknaði í kaffistofunni
og að sögn Jóns Emils Halldórssonar
sem var við vinnu á verkstæðinu
gaus mikill reykur upp frá kaffístof-
unni og hann hafi við annan mann
Borgardómur Reykjavíkur:
SÍS sýknað af kröfu Jóns Laxdals
BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað SÍS af þeirri kröfu
Jóns Laxdals, bónda og fyrrum stjórnarmanns í Kaupfélagi Sval-
barðseyrar, að viðurkenndur verði réttur þrotabús kaupfélagsins til
1,1% af heildareign allra sameigenda í SÍS og fjárhæð sem sam-
svari þeirri eign verði dregin undir skipti á þrotabúi kaupfélagsins.
Fyrir hönd Jóns Laxdals hafði
því verið haldið fram að gjaldþrot
Kaupfélags Svalbarðseyrar hafí
engu breytt dm eignaraðild þess
að SÍS og verðmikil' eignaraðild
kaupfélagsins að Sambandinu eigi
eins og aðrar eignir að renna til
þrotabúsins enda feli úrskurður um
gjaldþrot ekki í sér neitt afsal eða
framsal eignarréttinda þrotabús.
Meðal annars var vísað til eignar-
réttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Fyrir hönd SÍS var krafíst sýknu
af þessum kröfum. Meðal annars
var byggt á því að samkvæmt lög-
um um samvinnufélög, sem gildi
um samvinnusambönd eftir því sem
við geti átt, skuli vera ákvæði um
sjóðsstofnanir og lántökuheimildir
í samþykktum félaga. Tilgangur
með myndun sjóða sé bæði sá að
afla félögunum veltufjár og að
tryggja skuldbindingar þeirra. Inn-
eign í stofnsjóði sé séreign hvers
félagsmanns en varasjóður sé
óskiptanlegur sameignarsjóður.
Réttur félagsmanna til að fá
stofnsjóðseign greidda sé mjög tak-
markaður og því aðeins að viðkom-
andi hafi greitt skuldir og skuld-
bindingar við félagið að fullu. Fé-
lagsmaður í kaupfélagi, sem hverf-
ur úr félaginu, eigi því einungis
kröfu á innistæðu sinni í stofnsjóði
en ekki neina kröfu á hendur félag-
inu um hlutdeild í hreinni eign þess
og dánarbú eða þrotabú félags-
manns eigi ekki meiri rétt en hann
sjájfur.
í niðurstöðum Auðar Þorbergs-
dóttur borgardómara, sem byggðar
voru á lögum um samvinnufélög,
sem eftir því sem við getur átt eigi
við um samvinnusambönd, og sam-
þykktum SÍS, er meðal annars rak-
ið að í samvinnufélögum skuli vera
a.m.k. stofnsjóður og varasjóður.
Inneign félagsmanns í stofnsjóði sé
séreign hans en varasjóður sé
óskiptanlegur sameignarsjóður sem
félagsmenn í samvinnufélagi fái
aldrei útborgað fé úr. Um meðferð
sameignarsjóða við félagsslit segir
svo í niðurstöðunum: „Við félagsslit
skal innistæðufé í óskiptanlegum
sameignarsjóðum að loknum öllum
skuldbindingum sem á félagsheild-
inni hvfla ávaxtað undir umsjón
hlutaðeigandi sveitarstjórnar uns
samvinnufélag eða samvinnufélög
með sama markmiði taka til starfa
á félagssvæðinu. Fær það félag eða
þau félög umráð sjóðseignarinnar."
Þá er rakið hvað samþykktir SÍS
segi um það hvernig fara skuli við
slit á Sambandinu. Samkvæmt þeim
skuli koma eignum í verð og að
greiddum skuldum og skuldbinding-
um skuli eign sambandsins að und-
anskildum óskiptanlegum sameign-
arsjóðum skipt á milli sambandsfé-
laga í hlutfalli við tekjuafgang sem
þau hafi frá byijun fengið úthlutað
frá Sambandinu.
„Hvorki er í lögunum um sam-
vinnufélög né í samþykktum Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga
ákvæði um rétt félaga eða félags-
manna til úrgöngu til þess að krefj-
ast hluta af eða hlutdeildar í eignum
samvinnufélagsins eða samvinnu-
sambandsins eins og stefnandi ger-
ir. Ber því að sýkna stefnda af kröf-
um stefnanda í máli þessu,“ segir
í lok dómsins. Hvor aðilanna var
látinn bera sinn kostnað við rekstur
málsins.
hlaupið til að ná í handslökkvitæki.
Þegar þeir komu að aftur var reykur-
inn orðinn það mikill að ekki var
hægt að komast að. Fyrstu viðbrögð
þeirra voru að koma gaskútum út
af verkstæðinu en þeir voru inni á
því.
Að sögn Eiríks Tómassonar, eins
forráðamanna fyrirtækisins, er ljóst
að mikið tjón hefur orðið í brunan-
um. Fimm rafmagnslyftarar voru í
geymslu við verkstæðið og skemmd-
ust þeir allir lítilshátta og vörubif-
reið sem var á verkstæðinu skemmd-
ist mikið auk verkstæðismuna og
annarra innréttinga. Timburklædd
kaffistofa sem var fyrir ofan verk-
stæðið er ónýt. Vinnslusalur slapp
að öllu leyti. Eldsupptök eru ókunn.
FÓ
----» ------
Athugasemd
fráÓlafi
Arnarsyni
Vegna ummæla sinna í frétt í
Morgunblaðinu á sunnudag um að
menntamálaráðuneytið hafi ekki
nálgast leiðir til niðurskurðar með
sama hætti og heilbrigðisráðuneytið
og að ráðuneytið hafi ekki viljað að
svo stöddu neyða ákveðinni nið-
urskurðarleið upp á skólana vill Ólaf-
ur Arnarson, aðstoðarmaður mennt-
amálaráðherra, koma þeirri árétt-
ingu á framfæri að niðurskurður
ráðuneytisins sé tfmabundinn spam-
aðaraðgerð vegna erfiðs efnahags;
ástands en ekki kerfisbreyfting. í
heilbrigðisráðuneytinu sé hins vegar
verið að ráðast í ákveðna kerfís-
breytingu.