Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1992 19 Ásdís, fyrsta Fokker 50 vél Flugleiða komin til landsins: Morgunblaðið/Rúnar Þór Um 3.000 manns tóku á móti Asdísi, fyrstu Fokker 50 flugvél Flugleiða er hún lenti á Akureyrarflugvelli á laugardag. Ekki fjárfesting í líðandi stund heldur í framtíðinni Heildarverð vélar er 870 milljónir NÝ Fokker 50 skrúfuþota kost- ar með varahlutum og auka- búnaði um 870 milljónir króna. Flugleiðir munu leigja þrjár slíkar vélar til 10 ára og eina til 5 ára og hafa þá kauprétt á fyrirfram ákveðnu verði. Fok- ker 50, sem er af nýrri kynslóð skrúfuþota leysir af hólmi F-27 vélar félagsins. Fokker 50 minnir um margt á F-27 vélarnar í útliti, en allur búnaður og innri gerð er allt önn- ur, auk þess sem Fokker 50 flytur fjórðungi fleiri farþega en F-27. Farþegar njóta „þotuþæginda“ um borð, farþegarými er rúmgott og gott pláss er í lokuðum farang: urshólfum fyrir handfarangur. í vélinni er gott loftræsti- og hita- kerfi og fullbúið eldhús. Þá er Fokker 50 hljóðlátari en aðrar skrúfuvélar og í farþegarými er hávaði minni en í mörgum þotum. Þegar er farið að fljúga Ásdísi, fyrstu Fokker 50 vélinni á áætlun- arleiðum Flugleiða innanlands. Onnur vélin lendir á Egilsstöðum 29. febrúar, sú þriðja á ísafirði 25. apríl og sú fjórða og síðasta lendir í Vestmannaeyjum 9. maí. - seg-ir Sigurður Helgason forstjóri „NÝJU Fokker 50 skrúfuþoturnar sem koma til landsins i vetur og vor eru afbragðs gripir. Flugleiðir völdu þessar vélar þótt þær væru nokkuð dýrari en aðrar sem til greina komu, því félagið taldi fullljóst að þessar vélar hentuðu best íslenskum aðstæðum og gerðu fært að veita besta þjónustu," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í ræðu sem hann hélt er fyrsta af fjóruin nýjum Fokker 50 vélum Flugleiða lenti á Akureyrarflugvelli á laugar- dag, en vélinni var flogið beint frá Amsterdam. Um þrjú þúsund manns voru saman komin á Akureyrarflugvelli á laugardaginn Kristrún Eymundsdóttir, eigin- kona Halldórs Blöndal samgöngu- ráðherra, gaf hinni nýju vél nafnið Ásdís við athöfnina á flugvellinum á Akureyri. Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður Flugleiða af- henti vélina formlega og þakkaði Sigurður Helgason forstjóri stjórn félagsins fyrir hönd starfsmanna þess það traust sem hún sýdi með ijárfestingu í nýjum flugflota til innanlandsflugs. „Stærra skref hefur ekki verið stigið í flugsam- göngum innanlands frá því að Flugfélag íslands keyptu fyrstu Fokker Friendship F27 vélarnar fyrir 27 ánim,“ sagði Sigurður. Þá þakkaði hann einnig íbúum landsbyggðarinnar, sem tugþús- undum saman væru dyggir við- skiptavinir innanlandsflugs Flug- leiða á ári hveiju, en með tilkomu nýju vélann'a væri félaginu betur fært að þjóna þeim en nokkru sinni áður. Á hveiju ári eru farþegar í innanlandsflugi um 240-260 þús- und til og frá 10 áætlunarstöðum og þótt umsvif félagsins væru meiri í millilandafluginu mætti með réttu segja að hjarta þess slái í innanlandsfluginu. ísland væri heimamarkaður Flugleiða. „Það má segja að oft hafi verið heppilegri stund til stórra fjárfest- inga en einmitt nú. En Fokker 50 er ekki fjárfesting í líðandi stund. Þessar nýju vélar eru Ijárfesting í framtíðinni og til marks um að Flugleiðir hafa sterka trú á fram- tíð öflugrar byggðar um landið allt,“ sagði Sigurður. „Með þessurn vélum eflum við samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsbyggð- ar. Með þeim eflum við einnig ferðaþjónustu sem er vaxandi at- vinnuvegur á landsbyggðinni. Ég veit að þessar nýju flugvélar verða bæði Flugleiðum og byggðalögum sem fyrirtækið þjónar til blessun- ar.“ Við mótttökuathöfnina á Akur- eyrarflugvelli fluttu einnig ávörp Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Pétur Einarsson flugmál- astjóri. Þá var gestum boðið að skoða vélina og er talið að um 3.000 manns hafi þegið boðið. Að lokinni opinberri mótttöku á Akur- eyri var vélinni flogið til Reykjavík- ur þar sem fram fór athöfn fyrir starfsfólk í innanlandsflugi félags- ins og voru þar um 500 manns. Þar afhenti Sigurður Helgason for- stjóri Aðalsteini Dalmann Októs- syni elsta starfsmanni Flugleiða vélina til starfrækslu, en Aðal- steinn hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1958. Morgunblaðið/Margrét Þóra Kristrún Eymundsdóttir, eigin- kona Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra, gefur Ásdísi nafn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Áhöfn Ásdísar, fyrstu Fokker 50 vélar Flugleiða fagnað við kom- una til Akureyrar. Flugstjórar voru þeir Gísli_ Þorsteinsson og Sigurður Elli Guðnason, en flugfreyjur voru Áslaug Pálsdóttir og Björg Valdimarsdóttir. Alveg hreinasti draumur - segir Signrður Eili Guðnason flugstjóri um Fokker 50 vélarnar „VÉLIN reyndist frábærlega á heimfluginu og allir voru alsælir. Flugið tók um fjóra og hálfan tíma og það gekk í alla staði mjög vel,“ sagði Sigurður Elli Guðnason, en hann og Gísli Þorsteinsson flugstjórar hjá Flugleiðum flugu hinni nýju Fokker 50 flugvél Flug- leiða, Ásdísi heim frá Amsterdam í Hollandi til Akureyrar og það- an til Reykjavíkur á laugardag. Flugfreyjur í ferðinni voru Áslaug Pálsdóttir og Björg Valdimarsdóttir. Sigurður Elli sagði að mesti munurinn á milli gömlu og nýju Fokkervélanna fælist í tækjabún- aði, en Fokker 50 er búin mjög fullkomnum flugleiðsögu- og ijar- skiptatækjum. „Fyrir flugmenn eru þessar vélar á allan máta mun þægilegri en þær gömlu, þó svo að þær hafi verið góðar þá eru þessar alveg hreinasti draumur og ákaflega gaman að fljúga þeim,“ sagði Sigurður Elli. „Vinnuaðstaða fiugfreyja er allt önnur, því í nýju vélunum er fullkomið eldhús og þá er vélin einnig mun rýmri og bjartari en Fokker 27 auk þess að vera mun hljóðlátári þannig að vel á að fara um farþegana." Flugvélin verður notuð á öllum innanlandsleiðum Flugleiða, en fé- lagið hyggst einnig nota nýju vél- arnar til áætlunarflugs til Græn- lands og Færeyja og milli Færeyja •og Glasgow auk sérstakra verk- efna í millilandaflugi. Sigurður Elli sagði að þessar vélar næðu um 10% meiri hraða en eldri Fok-. ker véiarnar og skilaði það sér einkum á lengri leiðum. Mestu munaði þó um þær eyða 32% minna eldsneyti á hvert sæti en eldri innanlandsflugvélar félags- ins, sem einkum væri tilkomin vegna þróunar við gerð hreyfla. Tveir þjálfunarflugstjórar frá Fokker verksmiðjunum í Hollandi, þeir Bill Heynes og Jens Peter Knudsen, verða hér í mánuð og munu annast þjálfun áhafna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.