Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 26
6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1992
Kona sýknuð af að
vera völd að eldsvoða
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað konu á Akureyri af að vera völd
að eldsvoða í íbúðarhúsi við Hafnarstræti 86a í nóvember árið
1990. Konan hafði einnig verið sýknuð í héraði.
Málsatvik eru þau að sunnu-
dagsmorguninn 25. nóvember árið
1990 kom upp eldur á miðhæð
hússins við Hafnarstræti þar sem
umrædd kona bjó ásamt eigin-
manni sínum. Var konan úrskurð-
uð í gæsluvarðhald grunuð um að
hafa valdið eldsvoða á þann hátt
að leggja þvott á eldavél og sett
straum á allar íjórar hellur elda-
vélarinnar, þannig að eldur hlaust
af. Þá var konunni einnig gefið
að sök að hafa með eldsvoðanum
gert tilraun til vátryggingarsvika
og að fyrir henni hafi vakað að
Kennari ekki
skólastjóri
Doktor Kristján Kristjánsson
var sagður skólastjóri Háskólans á
Akureyri í frétt í blaðinu á laugar-
dag. Það er^kki rétt, Haraldur
Bessason er rektor Háskólans á
Akureyri, en dr. Kristján er kenn-
ari við skólann. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum um leið
og þau eru leiðrétt.
fá tryggingabætur fyrir brunatjón,
en hún hafði keypt Ijölskyldu-
tryggingu á föstudegi, tveimur
dögum fyrir brunann.
Konan játaði fyrir lögreglu að
hafa verið völd að brunanum, en
dró þá játningu til baka degi síð-
ar. Játningin var ekki lögð til
grundvallar í málinu. Lögreglu-
maður sem yfirheyrði konuna bar
fyrir dómi að framburður hennar
var ekki trúverðugur.
í dómi sem kveðinn var upp í
síðustu viku segir að margt bendi
til þess að ákærða hafi valdið elds-
voðanum, en rannsókn málsins
hefði þó ekki leitt til þess, að loku
væru fyrir það skotið að aðrir
kunni að eiga hlut að íkveikjunni.
Með hliðsjón af því og gegn neitun
ákærðu þótti því ekki komin full
sönnun um sök hennar.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
aramir Guðrún Erlendsdóttir,
Gunnar M. Guðmundsson, Harald-
ur Henrysson, Hrafn Bragason og
Pétur Kr. Hafstein. Vetjandi kon-
unnar í Hæstarétti var Guðjón
Styrkársson, en í héraði Arnar
Sigfússon. Freyr Ófeigsson kvað
upp dóminn í héraði.
Baðar sig í sviðsljósinu
SPIKFEITUR selur svamlaði um í sjónum og lagðist upp á ís í fjör-
unni við Torfunesbryggju í gærdag. Virtist hann kunna vel við sig
í sviðsljósinu.
Gigtarfélagið á
Akureyri:
Erindi um
iðjuþjálfun
flutt á fundi
GIGTARFÉLAGIÐ á Akureyri
heldur fund í kvöld, þriðjudags-
kvöld á Hótel KEA og hefst hann
kl. 20.30.
Á fundinum heldur Frosti Jó-
hannsson framkvæmdastjóri Nor-
ræna gigtarársins á íslandi erindi
og segir frá því sem gera á hér á
landi í tilefni þess. Þá halda þau
Ingvar Teitsson sérfræðingur í gigt-
arlækningum og Ólöf Leifsdóttir
iðjuþjálfi erindi um iðjuþjálfun.
Ingibjörg Sveinsdóttir, gigtar-
sjúklingur á Akureyri hyggst ganga
1.992 kílómetra á þessu ári í tilefni
gigtarársins og til að vekja athygli
á málefnum gigtarsjúkra. Hún hef-
ur nú lagt af baki 275 kílómetra
og hefur mikinn hug á að heyra í
þeim sem þessum málum tengjast.
„Ég hef mikinn áhuga á að fá fólk
til að ganga með mér, eða að ganga
fyrir þá sem ekki geta það sjálfir
og vil því endilega biðja fólk að
hafa samband við mig,“ sagði Ingi-
björg en hún á heima í Stekkjar-
gerði 1 á Akureyri.
Tvö skip fyrir Malavímenn
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig meö blómum, gjöfum og árnaðar-
óskum á nírœðisafmœli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Pétursdóttir,
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Félagasamtök, stofnanir o.fl.
Við Lauga í Reykjadal, S-Þing., er
til sölu einbýlishús með bílskúr, um
140 fm. Sundlaug 10-3,8 fm. 1.600
fm lóð. Stutt í ýmsa þjónustu.
Upplýsingar gefur Eignakjör,
Hafnarstræti 108, ftkureyri,
sími 96-26441.
Folda hf., Akureyri,
auglýsir breytingar á símanúmerum
frá og með mánudeginum 17. febrúar 1992:
Folda hf., Gleráreyrum, Akureyri.
Bréfasími: (96) 2 72 95.
Beinir símar: - Heildsala 2 14 91
— 2 14 96
- Skrifstofa 2 19 01
— 2 19 02
— 2 19 00
- Fatadeild: - Smávörulager (Hekluhús)... 2 18 05
- Prjónasalur 2 18 08
- Vefdeild 2 18 06
Verksmiðjuverslun Geymið þessa auglýsingu. 1 11 67
verða smíðuð í Slippstöðinni
SLIPPSTÖÐIN mun smíða tvö lít.il skip fyrir Malavímenn í Afríku
og verður hið fyrra, sem er rannsóknarskip, afhent í lok september
á þessu ári, en hið síðara, fiskiskip, í mars á næsta ári. Stjórn Slipp-
stöðvarinnar ákvað að skipin yrðu smíðuð hjá stöðinni, en nokkuð
hefur dregist að gengið yrði frá samningum um þau og tilboð voru
miðuð við að þau yrðu smíðuð yfir daufasta tímann að vetrinum.
Hólmsteinn Hólmsteinsson for-
maður stjórnar Slippstöðvarinnar
sagði að mál þetta hefði lengi verið
í deiglunni, en dregist hefði að svar
kæmi frá Malaví. Búið væri að
ganga endanlega frá samningum
um smíði skipanna og hefði stjórn
Slippstöðvarinnar ákveðið á fundi á
sunnudag að skipin yrðu smíðuð
hjá Slippstöðinní.
Upphaflega var tilboð stöðvar-
innar miðað við að skipin tvö yrðu
smíðuð að vetrinum þegar minnst
er að gera, en Malavímenn verið
mun lengur en búist var við að taka
ákvörðun. „Þetta átti að vera vetr-
arverkefni til að brúa daufasta
tímabilið í þessum iðnaði,“ sagði
Hólmsteinn.
Húsavík:
Nýr hótelstjóri
Húsavík.
NÝR hótelstjóri, Benedikta
Steingrímsdóttir, tók við rekstri
Hótel Húsavíkur nú um síðustu
mánaðamót.
Benedikta hef-
ur búið undanfar-
in ár á Hvolsvelli.
Hún hefur fengist
við bæði fésýslu
og stjómunarstörf
og unnið meðal
annars hjá Flug-
leiðum.
Eiginmaður
Benediktu er Ein-
Steingrímsdóttir ar Grétar Magn-
ússon kennari og eiga þau tvo
drengi á skólaaldri svo að fjölskyld-
an flytur ekki til Húsavíkur fyrr
en að skóla loknum á komandi vori.
- Fréttaritari.
Bytjað verður af krafti á smíði
fyrra skipsins, sem er rannsóknar-
skip, í apríl og verður það afhent
í lok september. Sagði Hólmsteinn
að vissulega væri verra fyrir Slipp-
stöðina að smíði þess kæmi að hluta
inn yfir sumarið. Síðara skipið, lítið
fiskiskip, verður afhent í lok mars
á næsta ári. Verð beggja skipanna
er um 110 milljónir króna og sagði
Hólmsteinn að ljóst væri að ekki
yrði um hagnað að ræða vegna
skipasmíðanna. „Þegar við gerðum
okkar tilboð var miðað við vetrar-
verkefni og menn teygja sig ansi
langt niður þegar verkefni á þeim
tíma eru annars vegar.“
Skipin verða flutt í pörtum til
Malaví og þeim ekið að Malavívatni
þar sem þau verða sett saman, en
fyrirhugað er að nota skipin til
rannsókna og veiða á umræddu
vatni.
Þó svo þetta verkefni komi nú
til verður engin breyting á varðandi
fyrri uppsagnir og aðgerðir hjá
Slippstöðinni, en uppsagnir iðnaðar-
manna taka flestar gildi um næstu
mánaðamót eftir að þær voru fram-
lengdar um einn mánuð vegna góðr-
ar verkefnastöðu. „Þetta verkefni
eitt og sér dugir ekki til að við
getum haldið öllum mannskapnum,
meira þarf að koma til,“ sagði
Hólmsteinn, en hann sagði að óvissa
væri með verkefni í vor, menn vissu
ekki hversu mikil þau yrðu. „ Þetta
er fyrsta vorið eftir að kvótaárinu
var breytt og menn vita því ekkert
um hvort skip skila sér til viðgerða
og viðhalds á þeim tíma. Það hafa
verið léleg aflabrögð það sem af
er ári og ef framhald verður á er
óvíst að útgerðarmenn komi með
skip inn í vor,“ sagði Hólmsteinn.
Tjón vegna foks á Kvíabekk
Talsvert tjón varð á Kvíabekk í Ólafsfirði aðfaranótt sl. laugardags
þegar hluti af þaki og veggjum fauk af gripahúsum á bænum. All
margir hestar voru í húsunum og sakaði þá ekki, en tjón bóndans,
Andrésar Kristinssonar, er tilfinnanlegt. Á myndinni má sjá þær
skemmdir sem urðu á gripahúsunum í hvassviðrinu.