Morgunblaðið - 18.02.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
32
t
Elskuleg móðir mín,
HRAFNHILDUR ÞORBERGSDÓTTIR,
lést í Landspítalanum föstudaginn 14. febrúar.
Hörður Garðarsson.
t
Bróðir okkar,
ÓLAFUR DAÐI ÓLAFSSON,
lést í Landspítalanum 15. febrúar sl.
Systkinin.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HJÖRTUR EYJÓLFSSON,
Neðstaleiti 8,
andaðist í Landspítalanum 16. febrúar.
Þórey Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FANNEY MAGNÚSDÓTTIR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
andaðist 16. febrúar.
Steinunn Ósk Magnúsdóttir, Björn Ásgeirsson,
Jóna Magnúsdóttir, Gunnar Asbjörnsson,
Þórunn Magnúsdóttir, Guðmundur Guðbjarnarson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBJARTUR JÓNSSON
frá Efri-Húsumj Önundarfirði,
nú Hlif, Isafirði,
sem lést í Sjúkrahúsi Isafjarðar þann 10. febrúar, verður jarðsung-
inn frá ísafjarðarkapellu miðvikudaginn 19. febrúar kl. 14.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands.
Petrina Ásgeirsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Systir okkar,
BJARGEY PÁLSDÓTTIR CHRISTENSEN,
lést á elliheimilinu Grund 14. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. febrú-
ar kl. 15.00.
Árni Pálsson,
Inga Pálsdóttir Sólnes,
Páll Kr. Pálsson,
Sigríður Pálsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÓSK SIGURÐARDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. febrúar
kl. 13.30
Sigurður Böðvarsson, Salgerður Marteinsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINN RÓSINKRANS JÓNSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. febrúar
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Hjartavernd
eða Gigtarfélag fslands.
Þorgerður Sveinsdóttir,
Helga Sveinsdóttir, Valdimar Guðnason,
Jón R. Sveinsson, Guðrún Óskarsdóttir,
Sigríður Sveinsdóttir, Guðmundur Helgi Guðmundsson
og barnabörn.
Soffía M. Sigurðar
dóttír - Minning
Fædd 28. nóvember 1912
Dáin 11. febrúar 1992
Elsku amma okkar, Soffía Mag-
dal Sigurðardóttir lést í Borgarspít-
alanum 11. febrúar sl. Okkur lang-
ar að minnast hennar með fáeinum
orðum. Amma fæddist 28. nóvem-
ber 1912 á ísafirði. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sigurður Þorsteins-
son og Gróa Þórðardóttir. Þau
bjuggu lengst af í Steinabæ á Bráð-
ræðisholti í Reykjavík.
Amma var §órða í röð ellefu
systkina. Þessi eru látin: Einar,
Guðmundur, Sigurlaug, Jón og
Guðrún. Eftir lifa: Margrét, Emma,
Aðalbjörg, Þorsteinn og Gunnar.
Amma kynntist afa okkar Guðjóni
G. Símonarsyni haustið 1932, og
gengu þau í hjónaband 29. sept-
ember 1934. Þau eignuðust þijú
böm: Gróu Sigríði, Baldur Viðar
og Sigurð. Barnabörnin eru níu og
bamabarnabörnin níu.
Nú þegar amma er látin, koma
fram í hugann ýmsar minningar.
Við sem þekktum ömmu vei, vitum
að hún hefði ekki viljað að um hana
yrði skrifuð einhver lofræða, því
hún var ekki fyrir það að bera til-
finningar sínar á torg, eða að láta
bera á sér, og enn síður að kvarta
yfir hlutunum. Við systumar mun-
um vel orðin hennar ömmu: „Þolin-
mæðin þrautir vinnur allar.“
Amma var glæsileg kona, og það
sópaði að henni hvar sem hún fór.
Ósjálfrátt tók fólk eftir henni þar
sem hún var, því hún var alltaf svo
vel til höfð, og hafði svo þykkt og
fallegt silfurhvítt hár. Þegar hattur-
inn var svo kominn á sinn stað, þá
fyrst var amma tilbúin, að henni
fannst. Það var alltaf sérstök reisn
yfir henni.
Amma var ákveðin kona, og hafði
sínar skoðanir á hlutunum. Hún var
hrein og bein í samskiptum sínum
við aðra. Hún var þessi „trausti
klettur í hafinu“ sem við gátum
alltaf reitt okkur á, enda bar hún
hag fjölskyldu sinnar ofar öllu.
Amma var mikil húsmóðir. Það
var ekki í kot vísað, að koma til
hennar og afa. Við systumar höfum
umgengist þau mikið í gegnum tíð-
ina. Oft vorum við hálfgerðir heima-
gangar þar. Þegar við vomm að
vinna í físki í Bæjarútgerðinni hér
áður fyrr, þá löbbuðum við oft í
hádeginu til ömmu og afa til að fá
okkur matarbita.
Amma var ekki ánægð nema
fólk gerði matnum hennar og kök-
unum góð skil, og sagði þá gjam-
an: „Viltu ekki fá þér aðeins meira,
elskan mín, þú hefur bara gott af
því.“
Eitt enn verðum við að nefna í
sambandi við ömmu, það er hlátur-
inn hennar, sem alltaf var svo stutt
í. Hún hafði svo smitandi hlátur,
að maður gat ekki annað en hlegið
með. Oft fengum við algjört hlát-
urskast, og hlógum þá þangað til
tárin runnu niður kinnarnar.
Amma og afi höfðu mikið yndi
af ferðalögum, bæði innanlands og
utan. Þau gátu þó ekki veitt sér
mörg ferðalög fyrr en á efri ámm.
Árið 1978 fóru þau saman, ásamt
annarri okkar systranna og dóttur
hennar, í sína fyrstu sólarlandaferð
til Portoroz í Júgóslavíu. Sú ferð
er ógleymanleg. Eftir þetta fóru
amma og afí saman í ferðalög á
hveiju ári, þar til heilsu ömmu tók
að hraka. Alls urðu ferðimar þeirra
tíu. í einni af þessum ferðum, létu
þau gamlan draum ömmu rætast,
og fóru til Rómar. Sú ferð varð
ömmu hugstæðust allra.
Elsku ömmu okkar þökkum við
allar samvemstundirnar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveija,
vininn sinn látna,
er sefur hér sinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,.
hans dýrðarhnoss þú hljótá skalt.
(V. Briem)
Elsku afí, mamma, Baldur, Siggi
og aðrir aðstandendur. Til ykkar
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Minningin um ömmu
mun lifa í hjörtum okkar.
Soffía og Lína.
Það er svo skrítið þetta líf. Mað-
ur fæðist til að deyja og þó svo að
maður fái heila mannsævi til að
deila með þeim sem manni þykir
vænt um finnst manni aldrei sá tími
koma sem maður er tilbúinn til að
kveðja. Þannig líður okkur núna
þegar við sitjum hér saman og skrif-
um þessa minningargrein. Hún
amma var búin að lifa góðu og
hamingjusömu lífí. Hún eignaðist
þrjú heilbrigð börn og var alla tíð
í mjög góðu og hamingjusömu
hjónabandi.
Okkar fyrstu minningar um
heimili ömmu og afa eru þær hvað
það var alltaf opið og hlýtt. Það
var alltaf tekið vel á móti öllum sem
þangað komu og alltaf þurftu allir
að fá að drekka og borða eitthvað
í eldhúsinu hennar ömmu, að því
loknu lét hún sér ekki muna um
að leika sér við okkur og gefa okk-
ur allan þann tíma sem við þurftum.
Þar af leiðandi lærðum við mjög
ung að aldri að taka strætó til
ömmu og afa og þangað sóttum við
mikið. Það er svo gott hvað sumir
geta verið sjálfum sér nógir. Hún
amma sagði okkur einu sinni að sér
hefði aldrei leiðst allan þann tíma
sem afí var á sjónum, samt var hún
heima allan daginn. Svona getur
jákvæður hugsunarháttur létt
manni lífíð og það að fá að kynn-
ast þannig hugsandi manneskju,
gefur manni svo mikið að þ.ví fá
engin orð lýst. Hún studdi mann
svo oft þegar maður kom og sagði
henni hvað maður var og ætlaði að
gera. Það voru aldrei neinar prédik-
anir yfír því, heldur fékk maður
alltaf jákvæð viðbrögð og góðan
stuðning það var manni svo mikils
virði að það létti allt ef eitthvað
erfítt þurfti að gera.
Alveg lýsir það ömmu og afa
þegar við komum með unga systur
okkar sem var þeim alveg óskyld
inná heimili. Þau tóku henni alltaf
eins og einu af sínu barnabarni og
vill hún því þakka þeim fyrir allar
þær góðu stundir sem þau hafa átt
saman.
Núna seinni árin hefur amma oft
á tíðum verið mjög lasin og því
mikið reynt á afa og alltaf var hann
henni svo þolinmóður og góður.
Fólk sér á þannig stundum hvað
það er mikilvægt að hafa einhvern
svo tryggan og umhyggjusaman
eins og afi hefur verið að það væri
óskandi að allir væru svo heppnir
í lífínu. Hún lagði allt sitt traust á
hans herðar og því brást hann ekki.
Við viljum með þessum orðum
þakka elsku ömmu okkar fyrir allar
okkar yndislegu stundir.
Ævibraut vor endar senn, er vér hljótum sjá,
Allir Drottins munu menn mætast heima þá.
Ef ei dauðinn undan fer, ástkær Frelsarinn.
Kemur senn og burt oss ber, beint í himininn.
Ó, er okkar vinir, allir mætast þar,
Ganga á geislafógrum grundum eilífðar.
Lofa Guð og Lambið, lífið sem oss gaf,
sorgin dvín, sólin skín. Sjá Guðs náðarhaf.
Margir, er vér unnum heitt, undan fóru heim,
Hafa strið til lykta leitt, ljúft vér fógnum þeim.
Þar er sérhvert þerrað af þeirra sorgartár.
Arf á himnum Guð þeim gaf, gleðjast allar brár.
(Sigríður Halldórsdóttir Hörpustrengir söngbók
Fíladelfíukirkju)
Elsku afi, það er ekki auðvelt að
kveðja eftir 58 ára samveru. Guð
veri með þér.
Soffía Dóra, Gísli,
Jón Bjarmi og Eybjörg Helga.
*—í
Minningarkort
Bandalags
íslenskra
skáta
Sírni: 91-23190
^ jJj
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
t
Móðir okkar og fósturmóðir,
VILBORG KOLBEINSDÓTTIR,
Ljósafossi,
Grímsnesi,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. febrúar.
Unnur Gréta Úlfsdóttir,
Nanna Úlfsdóttir,
Áslaug Herdfs Úlfsdóttir,
Geirlaug Halla Mears,
Edda Úlfsdóttir,
Sverrir Úlfsson,
Kolbrún Úlfsdóttir,
Magnús Jónsson.