Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 33 Minning: Dr. Alfred L. Copley Fæddur 19. júní 1910 Dáinn 28. janúar 1992 Á stuttum tíma hefur ísland misst þijá mikilhæfa tengdasyni yfir móðuna miklu, þá Donald Ream, Leland Bell og nú síðast dr. Alfred L. Copley eða Alcopley. Allir þrír voru Bandaríkjamenn giftir ís- lenskum listakonum, þeim Ragn- heiði Jónsdóttur Ream, Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggva- dóttur, og báru hag þeirra fyrir brjósti í hvívetna. Donald Ream var vísindamaður, Leland Bell var myndlistarmaður, en Alcopley, sem lést í New York hinn 28. janúar sl. eftir hatramma baráttu við fleiri en einn vágest, sameinaði í sjálfum sér vísindastörf og listsköpun á háu stigi. Efíst einhver um að slíkt sé ger- legt, vísa ég til afmælisrits helgað Alcopley, sem ég var svo lánsamur að fá að sjá í handriti síðastliðið haust, en þar er að finna lærðar greinar um blóðrannsóknir hans og menningarstarfsemi eftir heims- fræga vísindamenn, heimspekinga og listfrömuði um heim allan. Hrunamannahreppur hefur lengi haft á að skipa glæsilegu mann- vali. Síðustu ár nítjándu aldar og þau fyrstu þeirrar tuttugustu fædd- ust þar margir einstaklingar sem ólu þar allan aldur sinn og settu, með gáfum sínum og glæsibrag, mikinn svip á sveit sína og um- hverfi. Má þar fyrst nefna niðja Magnúsar Andréssonar, þá frændur Helga á Hrafnkelsstöðum, Helga í Hvammi, Sigurð í Birtingaholti, all- ir gagnmenntaðir og fróðir, Sigurð- ur einnig frægur tónmenntamaður. Emil Ásgeirsson í Gröf, sem setti svip á sveit sína og hérað með ein- stakri glæsimennsku og að ævilok- um var hann búinn að byggja undir- stöðu að atvinnusögu héraðsins. Árni í Galtafelli, Marel á Laugum, vitrir og yfirvegaðir, enda báðir ein- staklega vel látnir. Jón í Hrepphól- um með höfðinglegt fas og fágaður gestgjafi, í einu orði sagt hreppinn prýddi hið besta mannval. Allir eru þessir menn nú látnir. Sigríði á Hrafnkelsstöðum mátti telja með í hópi þessara manna og ekki var hún þeirra síst, hlédrægni hennar var þess valdandi að ekki bar mikið á henni. Sigríður varð háöldruð og lést níræð vorið 1991. Sigríður fæddist á Hrafnkelsstöðum síðasta dag nítjándu aldar. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Helga- dóttur frá Birtingaholti og Haraldar Sigurðssonar frá Kópsvatni. Voru þau hjón systkinabörn, bæði komin út af Magnúsi Andréssyni, alþingis- manni, enda mun Sigríður eins og fleiri Hrafnkelsstaðasystkin hafa líkst Magnúsi allmikið í útliti. Sig- ríður var fremur stórvaxin og sköruleg í framgöngu, og eins og fleiri ættmenn hennar, fróð og minnug og kunni mikinn fjölda af sögum og vísum og þekkti tilefni þeirra. Sigríður hafði skýran og sterkan málróm og afbragðs frá- sagnarhæfileika. Orðaval hennar einkenndist af mjög vel þroskuðum málsmekk og yfirgripsmikilli mál- þekkingu sem hver íslenskufræð- ingur hefði mátt vera stoltur af. Öll framkoma Sigríðar byggðist á rótgróinni menningararfleifð. Sigríður giftist nágranna sínum Sveini yngra Sveinssyni frá Efra- Langholti árið 1926 og hófu þau búrekstur á hluta Efra-Langholts á móti hálfbróður Sveins, Sveini eldra Sveinssyni og bjuggu þar í eitt ár, en fluttu þá að Hrafnkelsstöðum Því miður lést Alcopley áður en þetta afmælisrit komst á þrykk, en í tilefni af útkomu þess hafði gall- erí í New York einnig ráðgert að halda sýningu á spánnýjum mál- verkum hans. Alcopley var maður feiknarlegrar atorku, jafnt líkamlegrar sem and- legrar, og lifði viðburðaríku lífi. Hann var af ættum hámenntaðra þýskra gyðinga, fæddur og uppal- inn í menningarborginni Dresden. Á árunum milli stríða stundaði hann nám við marga helstu háskóla Þýskalands, þar á meðal í Freiburg, Berlín, Frankfurt am Main og Heid- elberg, en einnig í Basel í Sviss. Myndlistarmenn, rithöfundar, leikarar og tónlistarmenn voru tíðir gestir á bemskuheimili Alcopleys, og sagði hann mér að á tímabili hefði hvarflað að honum að helga sig þeirri listgrein sem sameinar flestar listirnar, nefnilega leiklist- inni. En hagnýtissjónarmið urðu ofan á. Hinn ungi Alfred Lewin hóf nám í læknisfræði og markaði sér brátt sérsvið innan hennar, nefni- lega starfsemi blóðsins. Þetta sér- svið nefndi hann „biorheology“ og og dvöldu þar til æviloka. Þar kom á heimili þeirra Helgi bróðir Sigríð- ar. Sveinn, eiginmaður Sigríðar, var glæsilegur fróðleiksmaður og á unga aldri afrendur að afli og mætti segja ýmsar sögur því til stuðnings. Hann mun ungur hafa fundið fyrir vanheilsu sem ágerðist þegar á ævina leið og leiddi til dauða hans langt fyrir aldur fram, úr kvalafullum sjúkdómi. Alla bana- samdi um það tímamótarit sem enn í dag er notað til kennslu og skiln- ings á náttúru blóðsins og blóð- streymi. Eins og margir aðrir menntaðir gyðingar hrökklaðist Alcopley und- an nasistum til Bandaríkjanna árið 1937, þar sem hann vann sín helstu afrek bæði á sviði læknavísinda og myndlistar. Vísindastörfin bældu ekki niður listhneigð Alcopleys, þvert á móti. leguna, sem varð bæði löng og erf- ið, lá Sveinn heima á Hrafnkelsstöð- um og hjúkraði Sigríður honum alla tíð án aðstoðar. Sveinn virti konu sína mikils og mun sambúð þeirra hafa verið hin ánægjulegasta. Þess hefur verið getið að við komu þeirra hjóna að Hrafnkels- stöðum kom Helgi bróðir Sign'ðar á heimili þeirra og eftir andlát Sveins héldu Helgi og Sigríður heimili saman. Ekki voru þeir mág- ar skaplíkir né höfðu líkar skoðanir á málum. Báðir voru þó ræktunar- menn, vel vitibornir og höfðu vilja og getu til að flytja sinn málstað og gerðu. Var því ekki undarlegt þó sambúð þeirra yrði ekki alveg hnökralaus enda var svo ekki. En þegar til Sigríðar kom féll öll sund- urþykkja um sjálfa sig fyrir hátt- vísi hennar og persónustyrk enda var Sigríður þeirrar gerðar og þeg- ar til hennar kom féll allt sem lág- fleygt var og 'ljósfælið í skugga og lét ekki bæra á sér. Margir komu að Hrafnkelsstöð- um. Báðir voru þeir Sveinn og Helgi afburða búfjárræktunarmenn og áttu því ráðunautar hinna hefð- bundnu búfjárgreina oft erindi þangað ásamt ijölmörgum áhuga- mönnum um búfjárrækt sem komu til að sjá og kynnast því glæsileg- asta sem hinir íslensku búfjárstofn- ar höfðu sér til ágætis. Öllum var tekið með sömu einlægu gestrisn- inni og þeirri viðtalshæfni sem mjög einkenndi þetta fólk. Sjálfur á ég margar skemmtilegar minningar frá heimsóknum þaðan sem ljúft er að minnast. - Börn áttu þau Hrafnkelsstaðahjón 5. Þar af eru 4 á lífi. Þeim óska ég farsældar um ókomin ár ojg ánægjulegra lífdaga. Olafur Arnason frá Oddgeirshólum. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Minning: Sigríður Haraldsdótt- ir, Hrafnkelsstöðum Hann leit á uppgötvanir vísindanna og uppgötvanir myndlistarinnar sem greinar á sama meiði, og var tíðrætt um vísindahyggju Leonard- os annars vegar og listrænt innsæi góðra vísindamanna hins vegar, til dæmis Walters Heisenbergs og snillinganna sem uppgötvuðu DNA- lífkeðjuna. Alcopley sótti námskeið í mynd- list á unglingsárum sínum í Dresd- en, þar sem hann kynntist myndlist- armanninum Kandinsky. Síðar meir, eða 1945-47, var hann í grafíknámi hjá Stanley W. Hayter, sem ýmsir íslenskir listamenn kann- ast við. Að öðru leyti var Alcopley sjálfmenntaður í myndlist, sem hann stundaði bæði ieynt og ljóst frá 1939, meðfram tímafrekum vís- indastörfum. Myndlist Alcopleys þróaðist frá litríkum síðkúbisma í mjög persónulega samræmingu hins „grófa“ bándaríska afstrakt — expressjónisma og ljóðrænnar franskrar afstraktlistar. Sjálfum þótti mér ævinlega mest til svart/hvítra teikninga hans koma. Þær eru fágaðar eins og austur- lensk skrift, leikandi eins og nótur að kosmískri tónlist, síbreytilegar eins og frumur líkamans. Listheimur horfði ekki framhjá myndlist Alcopleys. Myndlistar- mennirnir Franz Kline og Willem de Kooning veittu henni brautar- gengi í grein sem þeir skrifuðu sam- eiginlega, listfræðingarnir James Johnson Sweeney og Michel Seuph- or fjölluðu um hana í ræðu og riti, og ýmiss söfn festu sér verk eftir Alcopley. Þeirra á meðal voru Muse- um of Modern Art, New York, Sted- elijk-safnið í Amsterdam, Art Instit- ute of Chicago, Þjóðlistasafnið í Tókíó, og svo auðvitað Listasafn íslands. Á árunum eftir stríð kynntist Alcopley hinni mikilhæfu íslensku listakonu, Nínu Tryggvadóttur, og gengu þau í hjónaband árið 1949. Alcopley veitti Nínu það öryggi sem hún þarfnaðist, örvaði hana til dáða og fylgdi henni í „útlegð“ til París- ár og Lundúna 1957, þegar útsend- arar MacCarthyismans á Islandi höfðu gert Nínu lífið leitt í Banda- ríkjunum. Eftir dauða Nínu árið 1968 sá Alcopley til þess að vegg- myndir eftir hana voru settar upp á almannafæri hér í Reykjavík, og fékk Siguijón Ólafsson til að gera um hana rismikinn minnisvarða sem komið var fyrir við Kjarvals- staði. Ásamt dóttur þeirra Nínu, Unu Dóru, sem nú er listmálari í New York, stuðlaði Alcopley að útgáfu bókar um verk hennar og stóð fyrir sýningum á þeim. Fyrir þessa ræktarsemi, sem raunar er ekki séð fyrir endann á, eiga íslendingar Alcopley skuld að gjalda. Mér er ekki grunlaust um að hann hafi einnig sett mark á læknarannsóknir í Islandi; að minnsta kosti stóð hann fýrir fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu í læknisfræði sem hér hefur verið haldin, árið 1963. Alcopley var ógleymanlegur þeim sem hann þekktu. Hann bar með sér hámenningu, uppsafnaða visku miðevrópskra gyðinga með tilheyr- andi þrætubókarlist, andrúm list- ræns módernisma í tveimur heims- álfum, og djúpstæðan skilning á mannlegu eðli, í bland við allt að því barnslegt hrifnæmi. Alcopley var tíðrætt um þau áhrif sem íslensk náttúra hefði haft bæði á listsköpun sína og þankagang, enda kom hann á hverju ári til Is- lands. Það er sárt til þess að hugsa að nú skuli þessi litríki persónuleiki í rauðu skyrtunni með fjólubláa bindið ekki lengur vera á leiðinni til landsins. Fyrir framan mig er fjörmikil blekteikning eftir Alcopley, ein af fjölmörgum tilbrigðum hans við hringstefið. Mér kemur í hug örljóð eftir hann, sem á undarlega vel við: Hringur / er / óendanleg / lína. Aðalsteinn Ingólfsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUIMN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Hnífsdal, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 18. febrú- ar, kl. 13.30. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Benediktsdóttir, Þóra Benediktsdóttir, Óskar Benediktsson, Guðjón Benediktsson, Jón Asgeirsson, Þórir Haraldsson, Jón Pálsson, Ármann Eydal, Jónatan Árnason, Rannveig Bjarnadóttir, Sigrún Jónsdóttir, Edda Andrésdóttir, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts KRISTJÁNS KNÚTSSONAR, Aðalstræti 8, Reykjavík. Kristín Friðrika Jónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát NÖNNU ÓLAFSDÓTTUR. Sigrún Ólafsdóttir og fjölskyldur. t Alúðarþakkir sendum við öllum, er sýndu okkur vinarhug og sam- úð við fráfall systur okkar og mágkonu, ELÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR JOHNSON. Sérstakar þakkir til stjórnenda og starfsfólks á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Pétur Kristjánsson, Haraldur Kristjánsson, Gerða Herbertsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.