Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 1
48 SIÐUR B
41.tbl. 80. árg.
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Miðausturlönd:
Palestínumenn ætla
ekki að sniðganga
friðarviðræðurnar
Reuter
Mikilvægar forkosningar í New Hampshire
Forkosningar demókrata og repúblikana vegna
bandarísku forsetakosninganna í nóvember fóru
fram í New Hampshire í gær. Síðustu skoðanakann-
anir benda til þess að hægrisinninn Patrick Buchan-
an fái verulegt fylgi í forkosningum repúblikana en
að George Bush forseti haldi þó velli. Paul Tsong-
as, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Massachu-
setts, var sigurstranglegastur í forkosningum demó-
krata en Bill Clinton, ríkisstjóri Arkansas, kom
næstur. Forkosningarnar í New Hampshire eru tald-
ar mikilvægar vegna þess að frá árinu 1952 hefur
enginn frambjóðandi í forsetakosningum í Bandaríkj-
unum náð kjöri án þess að hafa unnið sigur í New
Hampshire. Á myndinni greiða íbúar þorpsins Dix-
ville Notch atkvæði í forkosningunum.
Sakborningarn-
ir í Lockerbie-
málinu sýndir
Blaðamenn fengu í gær að sjá
Líbýumennina tvo, sem grunað-
ir eru um að hafa grandað
bandarískri farþegaflugvél yfir
Skotlandi 1988. Mennirnir svör-
uðu ekki spurningum blaða-
manna. Líbýski dómarinn, sem
hefur verið skipaður til að rann-
saka málið, sagði að ekki kæmi
til greina að framselja mennina
til Bandaríkjanna eða Bretlands
þar sem það samræmdist ekki
líbýskum lögum. Á myndinni er
annar mannanna, Ali-Amin
Fhimah.
Damaskus, Nabisheet í Líbanon. Reuter.
Frelsissamtök Palestínu (PLO) sögðust í gær ætla að taka þátt
í næstu lotu viðræðnanna um frið í Miðausturlöndum sem hefst í
Washington 24. febrúar. Áður höfðu samtökin hótað að sniðganga
viðræðurnar til að mótmæla því að ísraelar handtóku tvo menn
í samninganefnd þeirra. Israelar svöruðu í gær árásum Hizbollah
á norðurhluta Israels með stórskota- og þyrluárásum á Suður-
Líbanon.
Tugþúsundir stuðningsmanna
Hizbollah (Flokks guðs) fylgdu leið-
toga sínum, sem Israelar drápu á
sunnudag, til grafar í gær og sóru
þess eið að hefna hans. Stjórn Hizb-
ollah kaus nýjan leiðtoga samtak-
anna og varð Sheikh Hassan Nasr-
allah fyrir valinu. Hann er 38 ára
gamall og hefur verið í nánum
Kafbátaá-
rekstur við
Kóla-skaga
Moskvu, Guatemala-borg. Reuter.
RÚSSNESKA fréttastofan Inter-
fax skýrði frá því í gær að kjarn-
orkuknúinn kafbátur undir fána
Samveldis sjálfstæðra ríkja hefði
lent í árekstri við bandarískan
kafbát, sem hefði farið í leyfis-
leysi inn fyrir landhelgi Rúss-
lands. Rússneska stjórnin hyggst
senda Bandaríkjastjórn mótmæli
vegna málsins.
Fréttastofan sagði að áreksturinn
hefði átt sér stað norðan Kóla-skaga
í Barentshafi á þriðjudag fyrir viku.
Litlar skemmdir urðu á bátunum.
„Sú staðreynd að erlendur kafbátur
laumaðist inn fyrir landhelgi okkar
hlýtur að valda rússnesku stjórninni
áhyggjum," hafði fréttastofan eftir
yfirstjórn flota Sovétríkjanna fyrr-
verandi.
Dick Cheney, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, staðfesti í gær
að áreksturinn hefði átt sér stað.
Hann sagði enga ástæðu til að binda
enda á siglingar bandarískra kaf-
báta á þessum slóðum þar sem þær
væru mikilvægar til að tryggja ör-
yggi Bandaríkjanna.
tengslum við klerkastjórnina í íran.
Hizbollah-skæruliðar gerðu stór-
skotaárásir á norðurhluta ísraels og
öryggissvæði ísraela innan landa-
mæra Líbanons í fyrrinótt en enginn
særðist. ísraelar svöruðu þessu með
stórskota- og þyrluárásum sem
kostuðu fimm ára barn lífið, auk
þess sem sex manns særðust.
Yasser Abed Rabbou, félagi í
framkvæmdastjórn Frelsissamtaka
Palestínu, sagði í gær eftir viðræður
sendinefndar PLO við utanríkisráð-
herra Sýrlands að Palestínumenn
myndu taka þátt í næstu lotu við-
ræðnanna um frið í Miðausturlönd-
um. Áður höfðu Sýrlendingar, Líb-
anir, Jórdanir og ísraelar lýst því
yfir að þeir myndu senda samninga-
nefndir til Washington.
Ukraínumenn leggja hald á
hluta kj arnorkuflug'hersins
hagsmuna myndu þeir ekki rjúfa
samstöðu samveldisríkjanna.
Úkraínumenn hafa á ptjónunum
að koma upp 400.000 manna her og
hafa bitist við Rússa um vopnabúnað
sovéska hersins, ekki síst Svarta-
hafsflotann. Ekkert hafði þó bent
til, að þeir ætluðu að rjúfa samkomu-
lagið um sameiginlega yfirstjórn yfir
kjarnorkuvopnunum en þau eru nú
í ijórum samveldisríkjanna, Rúss-
landi, Úkraínu, Hvíta Rússlandi og
Kazakhstan.
-------» ♦ ♦-----
Eystrasaltsríkin:
Svíar ætla að
greiða bætur
Stokkhólnii. Reuter.
SÆNSKA stjórnin skýrði frá því
í gær að hún hygðist greiða
Eystrasaltsríkjunum bætur fyrir
gullið sem þau áttu í Svíþjóð áður
en þau voru innlimuð í Sovétríkin
1940.
Svíar létu Sovétmenn hafa gullið
eftir innlimunina. Gullið er metið á
275 milljónir sænskra króna, um 2,7
milljarða ÍSK. Margaretha af
Ugglas, utanríkisráðherra Svíþjóðar,
sagði er hún tilkynnti ákvörðun
stjórnarinnar á sænska þinginu að
ekki hefði enn verið ákveðið hvernig
bæturnar yrðu greiddar en tekið
yrði tillit til óska Eystrasaltsríkjanna
í þeim efnum.
fréttastofan Ítar-Tass segir, að Kal-
úgín hafi rekið Bashkírov úr starfi
fyrir fjórum dögum en Leoníd Krav-
tsjúk, forseti Ukraínu, skipað hann
aftur í embættið.
Vamarmálaráðuneytið í Moskvu
hafði ekkert látið frá sér heyra um
þetta mál í gær en þessi atburðarás
veldur verulegum ugg á Vesturlönd-
um. Leggja þau og sérstaklega
Bandaríkjastjórn áherslu á, að sov-
éski kjarnorkuheraflinn fyrrverandi
verði undir einni stjórn og mega lítt
hugsa til þeirrar „martraðar", að
kjarnorkuvopnin tvístrist með sama
hætti og Sovétríkin. Haft er eftir
ónafngi-eindum heimildum, að
ákvörðun Úkraínustjórnar hafi kom-
ið mjög flatt upp á stjórnvöld í Rúss-
landi en rússneski vamarmálasér-
fræðingurinn Sergei Rogov segir
hana ekki hafa komið sér á óvart.
Hér sé um að ræða ákveðna þróun
í varnarmálastefnu Úkraínumanna.
Þeir hafi verið andvígir sameiginleg-
um, hefðbundnum herafla og nú sé
einnig mikil óvissa um sameiginlega
kjarnorkuheraflann.
Sergei Shakhrai, aðstoðarforsæt-
isráðherra Rússlands, sagði á þingi
í gær, að yrðu aðgerðir Úkraínu-
manna til að sundra samveldinu
væri það alveg víst, „103% öruggt“
eins og hann sagði, að herinn tæki
völdin í sínar hendur, ekki aðeins í
Rússlandi og Úkraínu, heldur á öllu
því svæði, sem áður var Sovétríkin.
Sagði hann ekki um annað að ræða
en reyna að semja við Úkraínumenn
og spáði því, að vegna efnahagslegra
Aðstoðarförsætisráðherra Rússlands segir
valdarán hersins öruggt brotni samveldið upp
Moskvu. Reuter.
ÓTTAST er, að ákvörðun Úkraínustjórnar uni að leggja hald á 21
langdræga sprengjuflugvél, sem borið getur kjarnorkuvopn, geti gert
að engu samkomulagið um sameiginlega yfirstjórn yfir kjarnorkuher-
afla samveldisríkjanna. Yfirmaður úkraínska herráðsins sagði í gær,
að flugmennirnir hefðu þegar svarið Úkraínu hollustueiða en aðstoðar-
forsætisráðherra Rússlands sagði, að brotnaði samveldið upp væri
alveg víst, að herinn tæki völdin.
Sprengjuflugvélarnar eru úr 36.
flugdeildinni í Úzín í Úkraínu,
Moskvudeildinni, sem svo er kölluð,
og búnar til að sleppa stýriflaugum
með kjarnorkusprengjum. ígor Kal-
úgín, yfirmaður flugflotans í kjarn-
orkuherafla samveldisríkjanna, ætl-
aði í gær að fara til Úzín til við-
ræðna við yfirmann stöðvarinnar,
Míkhaíl Bashkírov hershöfðingja, en