Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar um vaxandi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu;
400 Dagsbrúnarmenn atvinnulaus-
ir eftir mánuð ef ekkert breytist
Forgangskrafa að vextir verði lækkaðir
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, segir að verkalýðshreyfingin verði að snúast gegn
því vaxandi atvinnuleysi sem sé að gera vart við sig. Það hafi ver-
ið að aukast verulega undanfarnar vikur og ef ekki verði að gert
þá verði 400 Dagsbrúnarmenn skráðir atvinnulausir eftir mánuð,
en þeir eru rúmlega 200 nú. Atvinnuleysið hér sé að breytast og
sé ekki tímabundið eða staðbundið lengur heldur almennt. Þá sé
eftirvmna einnig að dragast saman en verulegur hluti tekna Dags-
brúnarmanna sé vegna eftirvinnu og þar sé um að ræða meiri fjár-
hæðir en hægt verði að ná fram í þeim viðræðum um kjarasamn-
inga sem staðið hafa yfir. Hann segir að það sé forgangskrafa að
vextir verði lækkaðir nú þegar, þvi það sé öflugasta aðgerðin til
að örva atvinnulíf. Aðilar vinnumarkaðarins séu með vinnunefndir
í gangi sem verði tilbúnar með tillögur til úrbóta um eða eftir
helgina og það sé mjög mikilvægt að ríkisstjórnin taki jákvætt í
þær tillögur. „Ég skelfist íslenskt þjóðfélag ef það á að verða þjóð-
félag atvinnuleysis og eymdar,“ sagði Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
Atvinnuleysi aukist í febrúar
Hann sagði að í janúarmánuði
hefði á fimmta þúsund manns ver-
ið atvinnulausir sem jafngilti 3,2%
atvinnuleysi af mannafla á vinnu-
markaði. í fjárlögum væri reiknað
með 2% atvinnuleysi og hvert pró-
sent sem færi yfir það kostaði rík-
ið tugi milljóna í auknum útgjöld-
um á mánuði. Atvinnuleysi undan-
farin ár hefði verið staðbundið og
mjög tímabundið og orsakir þess
hefði verið hægt að rekja til sjó-
mannaverkfalla eða tíðarfars til
dæmis. Janúar hefði alla tíð verið
tekjulægsti mánuður verkafólks og
atvinnuleysi þá mest en nú brygði
svo við að það sem liðið væri af
febrúar hefði atvinnuleysi aukist
enn frekar. Nú væru í kringum
1.400 manns atvinnulausir á höf-
uðborgarsvæðinu og hefði fjölgað
um 200 manns fyrstu tíu dagana
í febrúar.
„Þetta eru óhugnanlegar tölur.
Það hefur einkennt Reykjavíkur-
svæðið að undanfömu að bygging-
arframkvæmdir hafa verið að detta
niður og því er spáð að nýtt skrif-
stofuhúsnæði verði ekki byggt hér
fyrir aldamót, nema þá sérhannað.
Verklegar framkvæmdir eru ekk-
ert í gangi. Einn fjölmennasti
byggingarvinnustaðurinn í
Reykjavík er ráðhúsið og því verð-
ur lokið í apríl og það eru engar
stórbyggingar eða stórfram-
kvæmdir í undirbúningi," sagði
Guðmundur.
Atvinnulausum karlmönnum
fjölgar
Hann sagði að til þessa hefði
atvinnuleysi yfirleitt bitnað harð-
ast á konum, en nú snerist þetta
við og fjölgumn væn einkum hjá
karlmönnum. Til dæmis væri nú
hópur iðnaðarmanna atvinnulaus.
Ástandið væri hvað verst á Suður-
nesjum og væru á fjórða hundrað
manns skráðir atvinnulausir hjá
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur, sem hefði 1.600-1.800
félagsmenn. Úti á landi stafaði
atvinnuleysið að hluta til af mjög
lélegum aflabrögðum og þó loðnan
væri farin að veiðast þá væru
loðnubræðslumar orðnar svo
tæknivæddar að vinna þar kallaaði
ekki á mikinn mannafla. Auk þessa
mætti bæta þeim við á atvinnuleys-
isskrá sem sagt væri upp vegna
hráefnisskorts í fískvinnslu því at-
vinnuleysistryggingasjóður greiddi
föst laun þeirra nema launatengd
gjöld. Atvinnuástandið væri því í
rauninni verra en atvinnuleyis-
skráningin segði til um.
Mesta atvinnuleysi frá 1969
„Þetta er langmesta atvinnu-
leysi síðan 1969. Nú eru 200 Dags-
brúnarmenn á atvinnuleysisbótum
og nokkrir á biðlista. Atvinnuleysið
er eitthvað á milli 200 og 250
manns og eykst mjög þétt núna.
Það er áberandi seinnihluta janúar
og það sem af er febrúar. Ef ekki
verður eitthvað að gert spái ég því
að það verði yfír 400 Dagsbrúnar-
menn orðnir atvinnulausir eftir
mánuð og ef þessi þróun gengur
eftir út á landsbyggðinni þá verður
atvinnuleysi þar komið upp í 6%
fyrr en varir,“ sagði Guðmundur.
Hann segir að þegar atvinnu-
leysisaldan hafi riðið yfír 1968-70
hafi menn átt möguleika á að fara
til annarra landa að leita sér að
atvinnu og fjöldinn allur hafi farið
til Svíþjóðar og einnig til Ástralíu.
Nú séu þessir möguleikar ekki fyr-
ir hendi, því mikið og vaxandi at-
vinnuleysi sé í þessum löndum, auk
þess sem mikil ásókn eftir atvinnu
á Vesturlöndum sé frá fólki í
Austur-Evrópu til dæmis bæði
Pólvetjum og Rússum.
„Það er enginn vaxtabroddur í
þessu þjóðfélagi í dag sem maður
fær séð. Atvinnuleysið í lok sjö-
unda áratugarins stafaði af því að
þá fór saman að síldin brást og
verðhrun varð á afurðum. Hluti
af skýringunni núna er minni kvóti.
Hins vegar er ekki að sjá vaxta-
brodd nema í örfáum fyrirtækjum
og það er ekki nein atvinnugrein
í þjóðlífínu, sem virðist geta borið
uppi vöxt í nánustu framtíð," seg-
ir Guðmundur.
Hann segir að aukið atvinnu-
leysi kosti ríkissjóð óhemju útgjöld
og það sé hæpin spamaður í því
fólgin að segja fólki upp til að fá
það síðan á atvinnuleysisskrá, þó
hann væri ekki á móti spamaði í
ríkisrekstrinum út af fyrir sig. Ein-
kennandi fyrir ástandið nú væri
að fyrirtæki væm að losa sig við
starfsmenn og sér í lagi eldra fólk.
Þegar fólk væri komið yfír sextugt
væri það oft orðið einhæft til vinnu
og þess biði oft ekki annað en at-
vinnuleysið ef það missti vinnuna.
Og hvað ætti að gera við 12-14
þúsund skólanemendur í vor þegar
þeir kæmu úr skólunum út á vinnu-
markaðinn. Það yrði að bregðast
við þessum atvinnuleysishorfum
strax með skammtímaaðgerðum
og síðan yrðu að fylgja aðgerðir
þar sem horft væri til lengri tíma.
Minni yfirvinna
Guðmundur sagði að samdrátt-
urinn snerist ekki bara um at-
vinnuleysið heldur einnig minni
vinnu fyrir þá sem hefðu atvinnu.
35-40% af heildartekjum verka-
manna í Reykjavík að meðaltali
væm vegna yfirvinnu og í mörgum
tilfellum væri þetta hlutfall mun
hærra. Nú væri yfírvinnan farin
að dragast saman. „Þetta þýðir á
Dagsbrúnarsvæði og þarf ekki
Dagsbrúnarsvæði til að 35-40% af
tekjum manna em í hættu að falla
burt í vemlegum og vaxandi mæli.
Þetta em mikið hærri tölur fyrir
þá sem í hlut eiga heldur en nokk-
ur leið væri að ná fram í kjara-
samningum. Svo alvarlegt er mál-
ið,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að atvinnurekstur-
inn í landinu þoldi ekki 10% raun-
vexti og fyrsta skilyrðið til að
minnka atvinnuleysi og auka vinnu
sé að lækka vextina. Meðan vaxta-
kostnaðurinn sé svona mikill þá
leggi atvinnureksturinn ekki í nýj-
ar framkvæmdir og dragi saman
kostnað.
Megnm ekki lokast inn í
vítahring atvinnuleysis
„Á bak við þessar atvinnuleysis-
tölur er þjáðning, örvænting og
hmndar vonir. Það er fátt sem
brýtur menn jafn fljótt niður and-
lega og líkamlega og atvinnuleysi
og ef það nær að skjóta hér rótum
á það eftir að hafa víðtæk og djúp
þjóðfélagsleg áhrif. Atvinnuleysi
er þess eðlis að þegar þrír eru at-
vinnulausir þá kallar það á þann
fjórða og þegar fjórir em atvinnu-
lausir kallar það á þann fímmta.
Atvinnuleysi veldur minni viðskipt-
um og þjónustu og vefur þannig
upp á sig. Minni greiðslur koma
einnig til ríkis og bæjarfélaga og
þannig koll af kolli. Það er þetta
sem er að gerast í dag og við verð-
um að bregðast við því svo við
lokumst ekki inn í vítahring atvinn-
uleysisins. Við verðum að ganga í
það að gera skammtímaráðstafan-
ir til að atvinnuleysi nái ekki að
skjóta rótum og síðan þarf að huga
að ráðstöfunum til langs tíma til
að styrkja atvinnuuppbyggingu.
Fyrsta krafan er að bankarnir
lækki vextina og lífeyrissjóðimir
eiga einnig að koma þar inn í að
fullu og ekkert að vera að ströggla
um vexti,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að þjóðfélagið yrði
að vinna sig út úr þessu volæði
og bölmóð sem væri ríkjndi og það
yrði að veita nýju blóði út í þjóðar-
líkmann. Vaxtalækkun væri öflug-
asta almenna aðgerðin til þess að
örva strax atvinnulíf. Vinnunefndir
atvinnurekenda og verkalýðsfé-
laga væm að störfum og yrðu til-
búnar með tillögur til úrbóta um
eða eftir helgina. Þar væri um að
ræða skammtímaráðstafanir og
ríkisstjómin yrði að vera jákvæð
því það yrði erfíðara að stöðva
þessa þróun eftir því sem lengra
liði.
Guðmundur rifjaði upp að bank-
arnir hafí miðað vexti við hækkun
lánskjaravísitölu einn mánuð og
verðbólguspá í tvö mánuði í kjölfar
þjóðarsáttarsamninganna. „Raun-
vextir em hærri í dag með verð-
bólgu um 1% heldur en þegar þjóð-
arsáttin var gerð með verðbólgu
yfir 20%. Þessir hagspekingar í
bönkunum nota hagfræðina bara
þegar hún hentar þeim og þetta
er bönkunum ekki til framdráttar
því þeir em steypa hverju fyrirtæk-
inu á fætur öðm á hausinn með
þessari vaxtapólitík sinni," sagði
Guðmundur.
„Ég skelfist íslenskt þjóðfélag
ef það á að verða þjóðfélag at-
vinnuleysis og eymdar. ísland hef-
ur alltaf skorið sig úr hvað varðar
lítið atvinnuleysi. Það hefur verið
okkar stolt. Nú emin við að síga
upp á við í atvinnuleysi í átt við
það sem er á hinum Norðurlöndn-
um og að óbreyttu þá náum við
þeirn," sagði Guðmundur að lok-
um.
Atvinnurekendur vildu
fækka um 430 manns
I KÖNNUN Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi og atvinnuhorfum í
janúar kemur i ljós að atvinnurekendur á landinu öllu vildu fækka
starfsmönnum um 430, sem er 0,5% af heildarvinnuafli í þeim atvinnu-
greinum sem könnunin náði til. Fækkun starfsmanna er talin æskileg
í öllum atvinnugreinum nema sjúkrahúsarekstri og þjónustustarfsemi
þar sem atvinnurekendur töldu æskilegt að fjölga starfsmönnum um
60. Skráð atvinnuleysi var í janúar mældist 3,2% en þá var ekki reikn-
að með 1.300 manns sem fengu uppsagnir á síðasta fjórðungi liðins árs.
Mestur var viljinn til að fækka
starfsmönnum í iðnaði, byggingar-
starfsemi og verslun og veitinga-
starfsemi. Urtak könnunarinnar var
um 200 fyrirtæki og miðað við greidd
laun lætur nærri að hún hafí náð til
um 75% af allri atvinnustarfsemi í
landinu. Þetta er heldur meiri fækk-
un en í aukakönnun sem gerð var í
nóvember sl. þegar atvinnurekendur
á landinu öllu vildu fækka starfs-
mönnum um 330. í janúar í fyrra
var fækkunarþörfin 120 manns.
Á höfuðborgarsvæðinu var talið
æskilegt að fækka starfsmönnum um
330 í janúar, eða um 0,6% af heildar-
vinnuaflinu.
í könnuninni voru atvinnurekend-
ur beðnir að meta þörfína fyrir sum-
arafleysingar. Útkoman var um
10.800 afleysingastörf, sem er tæp-
lega 15% færri sumarafleysingastörf
en mældist í atvinnukönnun sem
gerð var í apríl í fyrra. Fækkunin
er einkum í rekstri sjúkrahúsa og í
byggingastarfsemi. Á höfuðborgar-
svæðinu mátu atvinnurekendur þörf
fyrir um 8.150 sumarafleysingastörf
sem er um 5% minnkun frá því í
fyrra. Á landsbyggðinni mátu at-
vinnurekendur þörf fyrir um 2.660
sumarafleysingastörf sem er um 35%
minnkun frá því í fyrra.
Skráð atvinnuleysi í janúar mæld-
ist 3,2% sem samsvarar því að um
4.000 manns hafí verið án vinnu í
mánuðinum að meðaltali. Á sama
tíma 1991 var skráð atvinnuleysi
2,6% en í janúar 1990 nam það 3,1%.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði í utandagskrár-
umræðu á Alþingi í gær að þær vís-
bendingar sem koma fram um veru-
lega aukningu á fjölda atvinnulausra
fyrstu tvær vikur febrúarmánaðar
gefa ekki mikið tilefni 'til bjartsýni.
„Hitt er líka áhyggjuefni að fyrir-
tæki tilkynntu uppsagnir hjá 1.300
starfsmönnum á síðasta fjórðungi
liðins árs sem að ekki koma fram í
þessum tölum og verður varla ljóst
fyrr en að lokinni marskönnun um
atvinnuástandið hve mikið af þessu
fólki hefur fengið endurráðningu."
Horfur á
vinnumarkaði
í jan. 1991 og 1992
Heimild: Þjóðhagsstofnun, skoðanakönnun.
Fækkun
starfa
Höfuðborgarsvæðið, allar atvinnugreinar
"I------1------1-------1------1------I------1
-300 -250 -200 -150 -100 -50 0 50 100 150 200