Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992
Noregur
Irar deila um
fóstureyðingar
Dublin. Reuter.
FJÓRTÁN ára írskri stúlku, sem
varð þunguð eftir að besti vinur
föður hennar nauðgaði henni,
hefur verið bannað að eyða
fóstrinu. Fóstureyðingar eru
bannaðar í stjórnarskrá írlands
og hefur nú hæstiréttur landsins
fellt úrskurð þess efnis að stúlk-
an, sem hefur hótað að fremja
sjálfsmorð, megi ekki fara til
Bretlands í fóstureyðingu, líkt
og um fjögur þúsund írskar
konur gera á hverju ári. Þessi
ákvörðun er nú orðin að miklu
pólitísku hitamáli á írlandi og í
gær bauð Albert Reynolds ný-
skipaður forsætisráðherra, full-
trúum stjórnarandstöðunnar til
viðræðna um fóstureyðingar-
löggjöftna. Dagblaðið Irísh Ti-
mes fordæmdi úrskurðinn í
harðorðri forystugrein og
spurði: „Við hvað eigum við nú
að bera okkur saman? Rúmeníu
Sjásjeskú? íran klerkanna? Als-
ír? Það er margt líkt.“
Sósíalisminn
ekki dauður?
París. Reuter.
MÍKHAÍL
Gorbatsjov,
fyrrum Sovét-
forseti, sagði í
grein sem
hann ritáði í
franska dag-
blaðið Libér-
ation í gær að
sósíalisminn
væri ekki
dauður þrátt fyrir skipbrot Sov-
étríkjanna. Hann sagði það al-
ræðisfyrirkomulag sem Stalín
kom á hafa afmyndað sósíalis-
mann og að það væri það skipu-
lag sem nú væri grafið og
gleymt. „Guði sé lof,“ bætti
Gorbatsjov við. Hugsjónir sósíal-
ismans væru þó enn lifandi og
sagði hann að sér virtist sem að
í austri og vestri væru menn
að halda t' átt til nýrrar siðmenn-
ingar sem ætti margt skylt með
þeim hugsjónum.
Lestarferðir til
Pétursborgar
Helsinki. Reuter.
FINNSK lestaryfirvöld skýrðu í
gær frá því að þau hygðust taka
upp daglegar ferðir frá Helsinki
til Pétursborgar í Rússlandi í lok
maí. Allt frá því að lestarsam-
göngur hófust milli landanna
árið 1870 hafa einungis rúss-
neskar lestir fengið að fara á
milli landanna. Verður þetta því
í fyrsta skipti í sögunni.^em
ftnnsk farþegalest fer til Rúss-
lands.
Fyrirburum
var drekkt
Bonn. Reuter.
ÞÝSKA tímaritið Der Spiegel
skýrði frá því um helgina að
fyrirburum, sem fæddust á
stærstu fæðingardeild fyrrum
Austur-Þýskalands, var drekkt
í vatnsfotu. Hefur blaðið eftir
ljósmóður, sem starfaði á fæð-
ingardeildinni í Erfurt á sjöunda
áratugnum, að öll böm sem
vógu undir 1.000 grömm er þau
fæddust hafí verið drepin á
þennan hátt. Hún kom aftur til
starfa á deildinni árið 1982 og
komst þá að því að ekkert hafði
breyst í þessum efnum. Ljós-
móðirinn sagðist hafa lagt fram
harðorð mótmæli og hefði þessu
þá verið hætt.
160fmíbúð
ó Akranesi með 40 fm bílskúr er
til sölu eða leigu. Skipti ó hús-
næði ó Stór-Reykjavíkursvæðinu
koma til greina.
Upplýsingar í síma 93-12343 fró
og með fimmtudeginum.
Reuter
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Andrei Kozyrev, rússneskur starfsbróðir hans,
á blaðamannafundi í gær.
Bandaríkin og Rússland:
Samstarf í varnarmálum
Moskvu. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjun-
um og Rússlandi hafa ákveðið
að skiptast á upplýsingum um
geimvarnatækni og ætla að
huga að sameiginlegu kerfi,
sem varað getur við eldflaugaá-
rás. Var frá þessu skýrt í gær
að loknum tveggja daga við-
ræðum utanríkisráðherra ríkj-
anna.
James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og Andrei
Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
lands, voru einnig sammála um
að flýta viðræðum um frekari nið-
urskurð langdrægra kjarnorku-
vopna en ekkert var þó ákveðið
um hve langt yrði í því gengið.
Baker sagði, að verið væri þó að
tala um meiri fækkun en kveðið
væri á um í START-samningun-
um en samkvæmt þeim skulu
Bandaríkjamenn fækka kjarna-
oddum sínum úr 12.000 í 9.000
og Sovétstjórnin eða Rússlands-
stjórn úr 11.000 í 7.000.
Baker sagði einnig, að sam-
þykkt hefði verið að ræða um
sameiginlega miðstöð og kerfí til
að vara við eldflaugaárás en Bor-
ís Jeltsín Rússlandsforseti kom
með þá tillögu nýlega.
Hvetja til
veiða um-
fram kvóta
Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Mor^unblaðsins.
SJÖMENN, sem veiða við Noregs-
strendur, telja sig hafa borið
skertan hlut frá borði við kvóta-
úthlutun þessa árs og hafa hótað
að grípa til ólöglegra aðgerða í
mótmælaskyni. Hafa Samtök
strandveiðimanna (Kystfiskar-
laget) hvatt félaga sína til að veiða
allt að 28,4% umfram þann kvóta
sem þeim var úthlutað í fyrra.
Samtökin taka þó fram að
markmið umframveiðanna yrði
vera pólitískur þrýstingur en ekki
hagnaðarvon.
Sjómenn strandveiðiflotans eru
þeirrar skoðunar að ekki hafi verið
gætt réttlætis varðandi kvótaúthlut-
unina og að aukning kvóta togara-
flotans hafi verið meiri en eðlilegt
megi telja. Á sama tíma og sjaldan
hefur sést jafn mikill fískur við
strendur Noregs eru margir sjómenn
í þeirri stöðu að vera búnir að veiða
allann þann kvóta sem þeir fengu
úthlutað.
Stjórn Samtaka strandveiðimanna
telur Oddrunn Pettersen sjávarút-
vegsráðherra hafa svikið loforð um
að kvótunum yrði úthlutað á réttlát-
ari hátt-.
Rannsókn mútumálanna í Japaii:
Fyrrverandi forsætis-
ráðherra á að bera vitni
Tókýó. Reuter.
Stjórnarflokkurinn í Japan, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur
orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um að Zenko Suzuki, fyrrver-
andi forsætisráðherra, beri vitni við yfirheyrslur á þinginu vegna
mútumáls sem hefur valdið stjórninni miklum erfiðleikum.
Annar fyrrverandi ráðherra, Jun
Shiozaki, á einnig að bera vitni við
yfírheyslumar. Hann og Suzuki eru
báðir grunaðir um að hafa þegið
mútur af japanska byggingarfýrir-
tækinu Kyowa. Japanskir fjölmiðlar
segja að Suzuki hafí þegið allt að
110 milljónir jena (49,5 milljónir
ÍSK) af fyrirtækinu. Suzuki hefur
hins vegar sagt að hann hafí fengið
10 milljónir jena en skilað þeim.
Náinn samstarfsmaður Kiichi Mi-
yazawa forsætisráðherra, Fumio
Abe, var í gær ákærður fyrir að
hafa þegið 10 milljóna jena (4,5
milljóna ISK) mútur af fyrirtækinu.
Fyrr í mánuðinum hafði hann verið
ákærður fyrir að hafa krafist og
Upplausnarástand í Zaire:
Tugir féllu er her-
menn hófu skothríð
Kinshasa. Reuter.
ÞRETTÁN óbreyttir borgarar í það minnsta féllu er hermenn í
Zaire hófu skothríð á fólk sem safnast hafði saman til að mótmæla
stefnu stjórnarinnar á sunnudag. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
segja tölu fallinna vera mun hærri eða allt að 42. Kitenge Yezu
upplýsingamálaráðherra sagði hermennina hafa skotið á fólkið eftir
að hópar ungmenna hefðu gengið til liðs við mótmælendurna og
byijað að kasta steinum á þær hersveitir sem fylgdust með mótmæl-
unum. Sakaði hann presta innan kaþólsku kirkjunnar um að bera
ábyrgð á blóðbaðmu.
Kveikjan að mótmælunum var
sú ákvörðun stjómvalda í síðasta
mánuði að hætta við ráðstefnu um
framtíð þjóðarinnar. Var sú skýring
gefín af Nguza Karl-i-Bond innan-
ríkisráðherra að viðræðurnar ýttu
undir ættbálkaágreining í landinu.
Vestrænir stjómarerindrekar telja
hins vegar ástæðuna vera að stjóm-
arandstæðingar hefðu verið komnir
í meirihluta á ráðstefnunni.
Yfírvöld i höfuðborginni Kins-
hasa bönnuðu á laugardag mót-
mælagöngu þá sem boðað hafði
verið til en að loknum sunnudags-
messum streymdi fólk út úr kirkjum
og gekk um götur borgarinnar,
syngjandi sálma og veifandi bibl-
íum. Frémst gengu ungir prestar
innan kaþólsku kirkjunnar og leið-
togar stjórnarandstöðunnar.
Vestræn ríki hafa mörg hver for-
dæmt blóðsúthellingarnar á sunnu-
dag harðlega og gengu sendiherrar
Bandaríkjanna, Frakklands og
Belgíu á fund Mobutu Sese Seko,
forseta Zaire, á mánudag.
Ástandið í Zaire hefur verið ógn-
vænlegt síðustu mánuði og er ríkið
talið vera á barmi stjórnleysis. í
september gengu hermenn, sem
ekki höfðu fengið greidd laun í lang-
an tíma, berserksgang um götur
Kinshasa og voru um 15.000 er-
lendir ríkisborgarar fluttir í burtu
í kjölfar þess af frönskum og belg-
ískum hersveitum. Efnahagslíf Za-
ire hefur ekki enn náð sér eftir
uppþot hermannanna og hefur verð-
bólga síðustu þijá mánuði verið
23.000% á ársgrundvelli.
þegið 80 milljónir jena (36 milljónir
ISK) af fyrirtækinu.
Stjórnarandstaðan hefur krafíst
þess að 22 menn beri vitni við yfir-
heyrslur þingsins, þeirra á meðal
Abe og Goro Moriguchi, fyrrverandi
varaforseti Tokyo Sagawa Kyubin,
fyrirtækis sem hefur einnig verið
sakað um að hafa mútað stjórnmála-
mönnum. Ágreiningur er enn innan
stjómarflokksins um hvort stefna
eigi mönnunum fyrir þingið.
Stjórnarandstaðan hefur í tvær
vikur neitað að taka þátt í umræðum
um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar vegna þessara mála en í gær,
þegar stjórnarflokkurinn varð við
kröfum hennar að ýmsu leyti, ákvað
hún að greiða fyrir afgreiðslu þess.
Reuter.
Castro fordæmir Bandaríkjastjórn
Fidel Castro, forseti Kúbu, sakaði í gær bandarísk stjórnvöld um að
nota stefnu sína í innflytjendamálum til að grafa undan stöðugleika
á Kúbu. Castro sagði í ræðu, sem hann flutti við útför eins af þrem-
ur lögreglumönnum sem voru skotnir til bana er þeir reyndu að stöðva
flótta tveggja Kúbana frá eyjunni, að Bandaríkjastjóm sendi heim
flóttamenn frá Haiti en fagnaði komu „glæpamanna og morðingja"
sem flýðu frá Kúbu. Hann sagði mennina tvo sem skutu lögregluþjón-
ana einnig hafa gert sig margsinnis seka um nauðganir og að þeim
hefði eflaust verið tekið opnum örmum, hefði þeim tekist að flýja
til Bandaríkjanna. Á myndinni má sjá Castro við útförina.