Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B 64. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Esko Aho forsætisráðherra: Hlutleysi Finna svæðisbundið Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ESKO Aho, forsætisráðherra Finna, markaði í gær stefnu Finna í utanríkismálum með yfirlýsingu þess efnis að hlutleysisstefna Finna yrði aðeins virk þegar um væri að ræða deilur í næsta nágrenni Finnlands. Yfirlýsingu þessa gaf ráðherrann á þingi þegar fjallað var um umsókn Finna um aðild að Evrópubandalaginu (EB). Sagðist Aho vera þeirrar skoðun- ar að Finnar ættu að fylgja þeim samþykktum sem leiðtogar EB-ríkj- anna gerðu á fundi sínum í Ma- astricht í Hollandi í desember síð- astliðinum. Þeir ættu að taka þátt í sameiginlegri utanríkispólitík EB- ríkja með þeim fyrirvara að hlut- leysis yrði gætt í hugsanlegum átökum EB og Rússlands. Aho sagði að sögulegar staðreyndir bæru vitni um að Finnar þyrftu að gæta hlutleysis þegar nágrannar Reuter Veggspjöld þar sem kjósendur eru hvattir til að hafna um- bótastefnu de Klerks. • • Orlagastund í S-Afríku Jóhannesarborg. Reuter. þeirra lentu í deilum. Forsætisráðherra Finna reyndi með þessari ræðu sinni að slá botn- inn í umræðuna um afleiðingar EB-aðildar fyrir utanríkisstefnu og öryggismál Finna. Mörgum and- stæðingum EB-aðildar hefur þótt óhugsandi að yfirgefa hlutleysis- stefnu þjóðarinnar sem reynst hefur vel eftir lok seinni heimsstyijaldar. Finnska þingið ræðir fram á mið- vikudag skýrslu ríkisstjórnarinnar um EB-umsókn. Öruggt þykir að þingið taki jákvæða afstöðu til umsóknar og verði hún þá send til Brussel þegar í stað. Einna helst hefur þó verið tvísýnt um afstöðuna til greinargerðar ríkisstjórnarinnar sem fylgir tillögunni um umsókn. Greinargerðin fjallar aðallega um aðlögun landbúnaðar að breyttum aðstæðum í kjölfar aðildar enda sækir Miðflokkur Eskos Ahos fylgi sitt einkum til sveita, Jafnaðarmenn hafa gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að gleyma stærri og vegameiri atriðum í málinu. Þannig má segja að hin mikla EB-umræða fínnska þjóð- þingsins fjalli aðallega um framtíð ríkisstjórnarinnar og fylgi hennar á þinginu og minna um afstöðu þing- manna til málefnisins. Allir helstu flokkar teljast styðja EB-umsókn en átökin verða um hvort greinar- gerð stjórnarinnar verður samþykkt án breytinga. Formlega eru helstu stjórnarflokkarnir, Miðflokkur og Hægriflokkurinn, fylgjandi EB- umsókn. En vitanlega er að finna minnihluta þingmanna í öllum flokkum sem er andsnúinn aðild. Einnig styðja flestir þingmenn jafn- aðarmanna EB-aðild en á öðrum forsendum en ríkisstjórnin. Leitað íhúsarústum Tyrknesk yfirvöld greindu í gær frá því að björgunarsveitir hefðu fundið fjörutíu lík til viðbótar er leitað var í rústum í borginni Erzinc- an. Öflugur jarðskjálfti olli mikilli eyðileggingu í borginni á föstudag og er tala látinna nú komin í 376 manns. Um 690 manns særðust og rúmlega hundrað þúsund misstu heimili sín. Óttast er. að tugir líka til viðbótar kunni að leynast undir rústunum en annar öflugur jarðskjálfti á sunnudag tafði björgunarstörf mjög. Björgunarsveitar- menn víðs vegar að úr Evrópu hafa gengið um svæðið með sérþjálf- aða hunda eins og sjá má á myndinni og á sunnudag tókst að bjarga manni á lífi úr rústunum. í gær lýstu björgunarsvéitarmenn því hins vegar yfir að nánast væri útilokað að fleiri fyndust á lífí. Reuter Noregnr: Tillaga um niðurskurð landhers Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR að hafa gert ítarlega út- tekt á hvernig best væri að haga vörnum Noregs í framtíðinni komst varnarmálanefnd norska þingsins að þeirri niðurstöðu að æskilegast væri til lengri tíma litið að skera niður landherinn um helming og leggja aukna áherslu á flugherinn. Skýrði Káre Willoch, formaður nefndar- innar og fyrrum forsætisráð- herra, frá þessari niðurstöðu í gær. I niðurstöðum sínum leggur varnarmálanefndin mikla áherslu á að skera niður landherinn. í staðinn eigi að fjárfesta í auknum mæli í nýtísku vopnaþúnaði þannig að hann komi í stað mannafla. Meiri- hluti nefndarinnar tekur fram að ef farið verði eftir tillögum hennar muni það gera Norðmönnum kleift að vetjast innrás í norðurhluta landsins sem og veita hernaðarlega mótspyrnu um allan Noreg. Þá er lögð aukin áhersla á mikil- vægi flotans og möguleika Norð- manna á að veijast innrás frá hafi. Úttekt nefndarinnar nær fram til ársins 2012 og er í henni gert ráð fyrir að þá verði búið að fækka fallbyssuvirkjum við ströndina í þrettán, en þau eru nú 29. Þá er lagt til að kafbátum verði fækkað um tvo þannig að þeir verði tíu. í staðinn eigi að fjárfesta í litlum færanlegum eldflaugaskotpöllum, tundurspillum og nýjum ratsjár- stöðvum við ströndina. Meirihluti nefndarinnar vill að flugherinn sé í stakk búinn til að mæta innrás tafarlaust, ef nauðsyn krefur án stuðnings annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Tillaga nefndarinnar er að fjöldi orrustu- þotna flughersins verði óbreyttur frá því sem nú er, eða um áttatíu. HVÍTI minnihlutinn í Suður- Afríku gengur í dag til þjóðar- atkvæðagreiðslu um þær pólit- ísku umbætur sem ríkisstjórn landsins, undir forystu F.W. de Klerks forseta, hefur staðið fyrir. Spumingin sem lögð er fyrir kjósendur og svara verður ját- andi eða neitandi er einföld: „Ert þú fylgjandi því að þeirri um- bótaþróun sem forseti ríkisins hóf 2. febrúar 1990 verði haldið áfram?“ Forsetinn og stuðnings- Tilskipun Borís Jeltsíns: Nýtt varnarmálaráðuneyti fyrirboði rússnesks hers Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín forseti Rússlands undirritaði tilskipun í gær um stofnun rússnesks varnarmálaráðuneytis. Jeltsín sem kom í gær úr tveggja vikna fríi við Svartahaf verður sjálfur starfandi varnar- málaráðherra. Rússneskir ráðamenn segja að vamarmálaráðu- neytið nýja eigi að undirbúa stofnun rússnesks hers. menn hans hafa á síðustu vikum ferðast um landið og haldið fjöl- marga fundi þar sem lögð hefur verið áhersla á hættuna sem fylgir því að hafna umbótum. Ahrifamiklir menn í viðskiptum og fjölmiðlum tóku í gær í sama streng. Þá hvöttu ýmsir trúar- leiðtogar kjósendur til að leggj- ast á bæn í dag. „Ég hvet ykkur til að biðja fyrir því að heilbrigð skynsemi hafí yfírhöndina þann 17. mars,“ sagði Desmond Tutu erkibiskup. Sjá nánar Af erlendum vett- vangi á bls. 26. Dmitríj Volkogonov, helsti ráð- gjafí Jeltsíns í varnarmálum, spáði því á lokuðum fundi með frammá- mönnum á þingi í gær að það tækj tvö ár að koma hernum á fót. í honum yrði allt að hálf önnur millj- ón hermanna. Meginhlutverk hers- ins yrði að kom'a í veg fyrir deilur og átök. Sergej Shakhraj aðstoðar- forsætisráðherra sagði að varnar- málaráðuneytinu nýja yrði ætlað að fjármagna rússneskan her og halda utan um stjórn hans. Hann gaf hins vegar til kynna að Rússar hefðu ekki gefið upp alla von um sameiginlegan her aðildarríkja Samveldis sjálfstæðra ríkja: „Varn- armálaráðuneytið mun útbúa tillög- ur um stofnun hers í Rússneska sambandslýðveldinu með það í huga að þessi her verið hluti af samveldis- hernum og lúti yfírstjórn hans.“ Rússnesk stjórnvöld höfðu lengi barist fýrir því að samveldið hefði einn sameiginlegan her. En Úkra- ína, Azerbajdzhan og Moldova neit- uðu því og boðuðu stofnun eigin heija. Var þá búist við að Jeltsín brygðist við eins og hann gerði í gær. Að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph ákvað svo Nursultan Nazarbajev, forseti Kaz- akhstans, í gær að svara tilskipun Jeltsíns með því að stofna lýðveldis- vörð sem á að vera vísir að her landsins. Stjórnvöld í Rússlandi og Kazakhstan gagnrýndu Úkraínu- menn í gær fyrir að bijóta sátt- mála samveldisins með því að neita að senda skammdræg kjarnavopn til Rússlands. í dag ætla andstæðingar Jeltsíns að kalla saman fund fulltrúaþings Sovétríkjanna sem hvarf á síðasta ári líkt og Sovétríkin sjálf. Vilja sumir fyrrverandi þingmenn endur- vekja Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.