Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
21
/ ctWV ^ Hvannadals-
.^núkur,. '
2119 Örœfajökull
2 Á sunnudagskyöWJtóku göngu-
menn að óttast um öryggi sitt vegna
veóurs og snjóflóða og kveiktu á
neyðarsendi er með var í för
Þrír menn björguðust eftir að hafa
lent í hremmingnm á Oræfajökli:
Við þekktum ekki
jökulinn o g snjó-
flóðahætta mikil
ÞRÍR menn voru sóttir af þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær eftir
að hafa lent í hremmingum á Öræfajökli. Þeir höfðu gangsett
neyðarsendi um kl. 4.30 um nóttina, þegar þeir höfðu villst af
leið og lent á snjóflóðasvæði. Þegar þyrlan fann þá reyndist ekk-
ert ama að þeim og voru þeir fluttir að Fagurhólsmýri. Þaðan
óku þeir sjálfir til Reykjavíkur.
Nokkur leit var gerð áður en í
ljós kom að merkjasendingar frá
neyðarsendi komu af jöklinum.
Landhelgisgæslan fékk skeyti kl.
4.42 í gærmorgun frá gervihnatt-
arkerfi, sem fylgist með neyðars-
endum. Þá var ljóst að sending-
amar komu frá svæði nærri Öræf-
um. í fyrstu var talið að um væri
að ræða neyðarsendi sem hefði
rekið á land frá skipi. Engra flug-
véla eða báta var saknað, svo Ieit
beindist að því að finna sendinn.
Um kl. 8.30 fékk Landhelgis-
gæslan fregnir af því að hópur
fjallgöngumanna hefðihaft slíkan
sendi með sér á Öræfajökul.
Skömmu síðar fékkst staðfest að
þrír menn úr Alpaklúbbnum væm
þar á ferð. Þeir höfðu ætlað að
ganga á Hvannadalshnúk og tóku
neyðarsendi með, ef eitthvað bját-
aði á. Þeir höfðu hins vegar engin
fjarskiptatæki. Að fengnum þess-
um upplýsingum vom björgunar-
aðgerðir settar í fullan gang.
Klukkan 9.10 var flugvél Flug-
málastjómar, TF-DCA, komin
austur að Öræfajökli. Áhöfn
hennar tókst fljótlega að miða
sendingamar út og kl. 9.57 var
þyrlan, TF-SIF send af stað. Kl.
11.20 var hún komin á svæðið til
leitar og fimmtán mínútum síðar
kom áhöfn hennar auga á menn-
ina þrjá, þar sem þeir vom komn-
ir niður af jöklinum. Eftir að
gengið hafði verið úr skugga um
að ekkert amaði að mönnunum
var ákveðið að þyrlan lenti og
tæki mennina um borð, til að feija
þá að Fagurhólsmýri.
Mikill viðbúnaður var hafður
við leit að mönnunum. Björgunar-
sveitir frá Höfn, Öræfasveit, Vík
og Kirkjubæjarklaustri tóku þátt
í leitinni og vom um 100 manns
ræstir út í sveitunum. Þá var
Fokker-flugvél Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SÝN, lögð af stað aust-
ur að jökli með fallhlífarstökkvara
úr Flugbjörgunarsveitunum og
vom þeir með búnað til leitar í
snjó. Flugvélinni var hins vegar
snúið við á miðri leið, þegar þyrl-
an hafði fundið mennina heila á
húfi. Veður gerði leit öllu erfið-
ari, en dimmt var yfír, suðvestan
kaldi og gekk á með skúram.
„Við lögðum af stað rétt fyrir
birtingu á laugardag í mjög góðu
veðri og gengum upp á Hvanna-
dalshnúk og gistum þar,“ sagði
Haraldur Om Ólafsson, einn
hinna þriggja sem lentu í þessum
hremmingum. Með honum vom í
för Sigursteinn Baldursson og
Guðmundur Eyjólfsson. „Um
nóttina var þar 25 stiga frost.
Vægast sagt slæmt veður var á
sunnudag, ekkert skyggni og mik-
ill skafrenningur. Sandfellsleið
var vandrötuð niður. Vandinn er
að vita hvenær á að beygja. Sé
beygt of snemma fer maður niður
jökul sem heitir Falljökull sem er
mjög hættulegur. Sé beygt of
seint fer maður niður Kotárjökul
sem einnig er mjög torfarinn og
þá leið fómm við. Við gengum í
slæmu skyggni, þurftum að síga
niður jölkulveggi og vomm á
miklu sprungusvæði. Þess vegna
töfðumst við og náðum ekki niður
á sunnudag. Aðfaranótt mánu-
dags hlýnaði skyndilega og ljóst
að snjóflóðahætta var mikil, enda
sáum við snjóflóð falla nálægt
okkur í hlíðunum. Við þurftum
að þreifa okkur áfram og þekktum
ekki jökulinn. Við vissum að leit
færi í gang ef við skiluðum okkur
ekki niður, þannig að okkur þótti
best að setja neyðarsendinn í
gang, svo leitarmenn þyrftu ekki
að leita fjarri okkar svæði. Skyn-
samlegast var að slökkva ekki á
sendinum vegna þess að þá vita
menn ekki um afdrif okkar. I
gærmorgun fengum við smá-
glennu og náðum að átta okkur
á aðstæðum. Við ákváðum, þrátt
fyrir mikla snjóflóðahættu, að
reyna niðurgöngu og náðum að
sneiða hjá hættulegustu spmng-
unum. Kl. 11.30 komum við niður
af Kotárjökli," sagði Haraldur.
Sjá einnig fréttir á bls. 54.
Sameiginlegar viðræður um kjarasamninga hafnar:
Kjarasamningar verða
að takast innan tíu daga
- er samdóma álit forystumanna ASÍ, VSÍ og BSRB
FYRSTI sameiginlegi fundur
(I a
ASÍ, BSRB, KI og samninga-
nefnda ríkisins og samtaka
vinnuveitenda var haldinn hjá
ríkissáttasemj ara í gær þar sem
farið var yfir tilhögun samninga-
viðræðna. Asmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, segir að niðurstaða
í samningaviðræðunum þurfi að
liggja fyrir á næstu tíu dögum.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, segist vera
sammála því að kjarasamningar
verði að takast innan tíu daga.
„Ég held að þetta sé svo stór og
breiður hópur og að samstarfið
verði brotgjarnt ef á að draga
þetta á langinn. Menn verða að
gera fljótlega upp við sig hvort
eigi að ná niðurstöðu eða ekki,“
segir hann. Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB, segir að fljót-
lega verði að fá samningssvilja
aðila á hreint eða innan viku til
tíu daga. „Það væri mjög æski-
legt að kjarasamningur verði til
fyrir mánaðamót,“ segir Ög-
mundur.
Forystumenn BHMR áttu í gær
fund með ráðhermm ríkisstjómar-
innar þar sem lagðar vom fram fjór-
ar kröfur. Farið var fram á að
samningsréttur einstakra aðildarfé-
laga verði virtur, gildandi kjara-
samningar frá 1989 verði efndir,
að samstarfsnefndir félaganna og
ríkisins hæfu aftur störf og loks
vildu forystumenn BHMR fá svör
um hvort ríkisstjómin vildi stuðla
að því að dómsmáli samtakanna
gegn ríkinu, sem er fyrir Hæsta-
rétti, yrði flýtt, að sögn Páls Hall-
dórssonar, formanns samtakanna.
Forystumenn BSRB og KÍ
ákváðu á sunnudag að ganga til
samningaviðræðnanna eftir að
samninganefnd ríkisins gaf þá yfír-
lýsingu að ekki væm fyrirhugaðar
breytingar á biðlaunum skv. lögum
um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. Ágreiningur er þó enn um
biðlaunaréttindin þar sem samtök
opinberra starfsmanna telja að í
fmmvarpsdrögum um breytingu
ríkisstofnana í hlutafélög séu
ákvæði sem fela í sér að stjórnvöld
hyggist afnema þessi réttindi. Er
því búist við að haldið verði áfram
að ræða biðlaunamálið samhliða
samningsgerðinni.
Samninganefndir launþegasam-
takanna héldu einnig fund í gær
þar sem farið var efnislega yfir
kröfugerð og lagt mat á innihald,
að sögn Ásmundar Stefánssonar
forseta ASÍ. Þar var einnig fjallað
um vinnubrögð í viðræðunum. Er
gert ráð fyrir að ASÍ og viðsemjend-
ur þess verði í húsi sáttasemjara
en opinberir starfsmenn og samn-
inganefnd ríkisins í Rúgbrauðsgerð-
inni við Borgartún 6 en haldnir
verði sameiginlegir fundir með
jöfnu millibili að sögn Ásmundar.
Ríkissáttasemjari mun leggja fram
tillögu um nánari tilhögun viðræðn-
anna á fundi aðila kl. 14 í dag.
Enn er ágreiningur um lengd
samninga en Ásmundur sagði að
það ætti ekki að þvælast mikið fyr-
ir. „Ég held að þegar við föram
yfír þær viðmiðanir sem menn vilja
152 milij. í atvinnuleysisbætur
UM 152 milljónir voru greiddar í atvinnuleysisbætur í febrúarmán-
uði, samkvæmt bráðabirgðatölum Tryggingastofnunar ríkisins. Eru
það 20 milUónum króna minni greiðslur úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði en í janúar en 42 milUónum meira en greitt var úr sjóðnum í
febrúar á síðasta ári.
Af þeim 152 milljónum sem At-
vinnuleysistryggingasjóður greiddi
út í febrúar em 48 milljónir vegna
atvinnuleysis í Reykjavík og 104
milljónir annárs staðar á landinu. í
febrúar á síðasta ári vom greiddar
110 milljónir í atvinnuleysisbætur
og 117 milljónir árið þar á undan.
Janúar var metmánuður í greidd-
um atvinnuleysisbótum, þá vom
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
Fyrsti sameiginlegi samningafundur ASÍ, BSRB, KÍ, samtaka vinnu-
veitenda og samninganefndar ríkisins fór fram hjá ríkissáttasemjara
í gær. Á myndinni má sjá Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, heilsa
Einari Oddi Kristjánssyni, formanni VSÍ, en á bak við hann stendur
Ágúst Einarsson, formaður samninganefndar ríkisins. Gegnt þeim
við borðið sitja Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, og Ögmundur Jónas-
son, formaður BSRB. Næsti sameiginlegi fundur samningsaðila verð-
ur haldinn kl. 14 í dag.
sjá varðandi kaupmátt og áherslu-
atriði gagnvart ríkinu em gmnnlín-
umar það samstæðar að það ættu
ekki að verða nein vandamál í þessu
samstarfí," sagði Ásmundur.
„Tímalengd samningsins er loka-
atriði en ASI hefur gert tillögu um
að við miðum vinnuna við árssamn-
ing. Við hefðum kosið lengri tíma
en ég á von á að við miðum vinn-
una við eins árs samning," sagði
Þórarinn.
Ásmundur sagði að kröfugerð
launþegasamtakanna væri sam-
bærileg í meginatriðum. „Aðalatrið-
ið er ekki hvemig kröfur standa
heldur hvort menn geta fundið sam-
eiginlegan flöt á samningi. Það er
erfíða verkefnið," sagði hann.
Að sögn Ögmundar eru allar
megináherslur launþegasamtak-
anna svipaðar.
Ásmundur sagði að samstæðar
viðmiðanir lægju fyrir um- kaup-
mátt í samningunum en tvö sjón-
armið væm uppi um hvemig bæri
að yfirfæra þá kröfugerð í kjara-
samninga. Annars vegar þeirra sem
vildu leggja framJilboð og fá gagn- _
tilboð og hins vegar þeirra sem vildu
leita fyrir sér með samtölum við <
viðsemjendur og reyna átta sig á
hve langt þeir vildu ganga og sagði ■
að það væri sjónarmið fulltrúa Al-
þýðusambandsins þar sem sú leið
væri líklegri til árangurs á stuttum
tíma.
Sigurður Otí Olafsson
fv. þingmaður látinn
Selfossi.
SIGURÐUR Óli Ólafsson fyrrum
alþingismaður og oddviti á Sel-
fossi lést sunnudaginn 15. mars
á Sjúkraheimilinu Ljósheimum á
Selfossi, á 96. aldursári.
greiddar út 172 milljónir kr. Ef lit-
ið er á fyrstu tvo mánuði ársins
sést að úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði hafa verið greiddar 324 millj-
ónir kr., 79 milljónum kr. hærri
bætur en á sama tíma í fyrra er
greiddar vom bætur að fjárhæð 245
milljónir kr.
Um 950 milljónir króna vora
greiddar út í atvinnuleysisbótum á
Öllu síðasta ári.
Sigurður Óli fæddist á Eyrar-
bakka 7. október 1896 og ólst þar
upp. Foreldrar hans vom Ólafur
Sigurðsson söðlasmiður og Þorbjörg
Sigurðardóttir frá Naustakoti.
Sigurður Óli starfaði við öll al-
geng störf á uppvaxtarámm sínum,
reri margar vetrarvertíðir á ára-
skipum og mótorbátum, stundaði
kennslu og var meðal fyrstu bíl-
stjóra austanfjalls. Hann starfaði
lengi að verslunarrekstri, stofnaði
verslunina S.Ó. Ólafsson og co.
1928 og veitti henni forstöðu til
ársins 1964.
Sigurður Óli var kjörinn í hrepps-
nefnd Sandvíkurhrepps 1938 og þá
einnig í sýslunefnd. Hann átti sæti
í hreppsnefnd Selfosshrepps frá
stofnun hans 1947 til 1962 og var
oddviti fyrstu tvö kjörtímabilin. Þá
var hann einnig sýslunefndarmaður
hreppsins 1947—1958.
Hann var árum saman formaður
sambands sjálfstæðisfélaganna í
Ámessýslu og var í framboði til
Alþingis 1942. Hann tók sæti á
þingi 1951 og var þingmaður sam-
fellt til 1967. Forseti efri deildar
Alþingis var hann á árunum 1959—
1967.
Sigurður Óli átti sæti í fjölda
Sigurður Óli Ólafsson.
nefnda, var formaður skólanefn
héraðsskólans á Laugarvi
1951—1967, var í sjúkrahúsne
Suðurlands og Þorlákshafnarnef
Hann var meðal stofnenda Meit
ins hf. og átti sæti í fyrstu stj
hans. Endurskoðandi ríkisreiknii
var hann 1963—1967.
Sigurður kvæntist eftirlifa
konu sinni, Kristínu Guðmundsdt
ur frá Eyrarbakka, árið 1925. I
eignuðust fjórar dætur og eru t\
á lífí, Þorbjörg og Sigríður Rag
Sig. Jóns