Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 ÞURRT OG HUÓTT Loftþjöppunýjung frá WxlasCopco Rakt þrýstiloft er óhagkvæmt og eykur kostnað. Hinar nýju GA 5-10 loftþjöppur frá Atlas Copco hafa innbyggðan kæli- þurrkara, sem tryggir þar með þurrt þrýstiloft. Hljóðstyrkur er ekki meiri en venjulegur samtalstónn, svo þú getur auðveldlega staðsett þær hvar sem er. GA 5-10 er þín trygging fyrir gæðalofti. GA 5-10 HINN ÞÖGLI FÉLAGI HtUis Copcc EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. VERSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13*101 REYKJAVlK SlMI (91) 20680 'TELEFAX (91) 19199 HÚN Á SÉR LÍFSVON FÁI HÚN LYF Fimmta hvert bam sem fæðist í þeim ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum nær ekki tólf mánaða aldri vegna skorts á algengum lyfjum. Vel menntaðir læknar og hjúkmnarfólk em hjálparvana. Rauði kross fslands safnar nú fé til þess að bjarga bömum sem eiga betra skilið en að deyja úr sjúkdómum sem auðvelt er að lækna. Hjálparsjóður Rauða kross íslands minnir á gíróseðlana sem liggja frammi í bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum um allt land. Þitt framlag - hennar von! Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími: 91-26722 Bölvun lítilmagnans _________Leiklist____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Thalía, leikfélág Menntaskól- ans við Sund, sýnir Vojtsek eft- ir Georg Buchner. Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson. Leik- sljórn og leikgerð: Rúnar Guð- brandsson. Tónlist: Steingrím- ur Eyfjörð Guðmundsson. Leik- mynd: Daníel Ingi Magnússon. Vojtsek karlinn á ekki náðuga daga. Hann er bláfátækur her- maður sem allir spottast að, jafn- vel barnsmóðir hans sem hann þó lætur hafa þá fáu skildinga sem honum áskotnast. Læknirinn not- ar hann sem tilraunadýr, lætur hann borða einn disk af baunum daglega í þijá mánuði til þess að athuga hvort það hafi ekki ein- hver áhrif á líkamlega og andlega heilsu hans. Höfuðsmaðurinn spottar hann og lítilsvirðir og nýr honum um nasir að kona hans haldi fíamhjá honum. Þegar í upphafi leikritsins er Vojtsek haldinn mikilli örvæntingu vegna aðstæðna sinna, hann þráir frels- un frá þessum ömurlegheitum sem umlykja hann en því meira sem hann brýst um því vonlausari verður barátta hans. Það er fátt bjart í þessu verki, ömurleikinn er allsráðandi og það kristallast í lítilli sögu sem amma nokkur segir litlu bami. Myrkari bamasögu hef ég sjaldan heyrt. Það er að vísu haldin hátíð með dansi, trúðum, eldgleypi og öllu tilheyrandi og bæjarbúar stíga trylltan dans á knæpunni en allt er það merkt einhverri örvænt- ingu og tilgangsleysi sem ein- kennir Vojtsek svo ríkulega. Vojtsek, alls staðar undir í líf- inu. Stefán Baldur Arnason sem Vojtsek og Ivar Gröndal sem kokkálaði konu Vojtseks. Georg Buchner dó á 24. aldurs- ári en var þá þegar búinn að af- kasta heilmiklu og Vojtsek er þriðja og jafnframt síðasta verkið hans, sem hann reyndar náði ekki að fullklára. Fyrsta leikritið hans var „Dauði Dantons“ sem Nem- endaleikhúsið sýndi í Lindarbæ fyrir ekki svo löngu. í því líkt og í Vojtsek eru langar einræður persónanna ráðandi en samtöl eru veigaminni. í einræðunum fer ein- att fram nokkurs konar heim- spekilegt samtal persónunnar við sjálfa sig og þrátt fyrir- að persón- ur virðist vera að tala saman þá tala þær einatt hver framhjá ann- arri, líkt og svo oft í verkum Halldórs Laxness. Þessi sýning samanstendur af stuttum atriðum, oft aðeins leift- urmyndum, þannig að um sam- fellu í atburðarás er ekki að ræða enda tilgangurinn fyrst og fremst að bregða ijósi á aðstæður Vojt- sek. Leikstjórinn velur að myrkva alltaf á milli atriða og með því móti eru svipmyndaáhrifin enn sterkari en að sama skapi erfiðara fyrir leikaranna að ná upp stíg- andi i sýninguna. Mörg atriði eru skemmtilega útfærð svo sem há- tíðin þar sem allt iðar af lífi, rakst- ur Vojtsek á höfuðsmanninum og voðaverkið í lokin þegar afbrýðis- semin hefur náð tökum á Vojtsek og rænt hann ráði og rænu. Það mæðir mikið á Stefáni Baldri Árnasyni sem leikur Vojt- sek en hann tekur hlutverk sitt föstum tökum og sýnir vel hvern- ig æðið magnast með Vojtsek. Augun spegla örvæntingu og fas- ið allt ber vitni um óróleika sálar- innar. Stefán bar ótvírætt sýning- una uppi með kröftugum leik sín- um. Hrafnhildur Atladóttir fer með hlutverk Maríu, konu hans, á látlausan hátt en hefði kannski mátt sýna sterkari tilfinninga- sveiflur. Aðrir leikendur stóðu með ágætum og sýningin heild- stæð þrátt fyrir stutt atriði. Tón- listin átti ríkan þátt í því að skapa þrungið andrúmsloft verksins, einkum kom andlegt ástand Vojt- sek vel fram í óróiegum trommu- töktunum. Lífrænar myndheildir Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Það er ekki oft sem að sýningar koma manni verulega á óvart hér í borg, en svo var það um sýningu Drafnar Friðfinnsdóttur frá Akur- eyri, í FÍM salnum á dögunum. Á síðari árum hafa menn keppst við að snúa við viðurkenndum stað- reyndum og aldagamali reynslu og hefðum í listakennslu, og telja það létt mál, en árangurinn sem blasir við minnir frekar á alheimstöðlun en lífræna gerjun þar sem menn rækta það helst, sem við blasir og rímir við umhverfi og tilveru hvers og eins. Þegar samhæfingin gengur svo langt, að skólar á norðlægari slóð- um, eru orðnir eins og í tempruðu beltunum og enginn munur er á listaskóla i Ástralíu og Austurríki og öll sérkenni þurrkuð út segir maður einfaldlega, nei takk. Engir eru myndlistarmenn al- mennir kortagerðarmenn, enda skiptir í raun litlu máli hvernig þeir mála, en það þarf á einhvem hátt að skína í gegn í hvaða um- hverfi þeir hafa lifað og hrærst. Það eru fyrst og fremst gall- harðir markaðshyggjumenn, sem tala um alþjóðamál listarinnar, en fyrir þeim er þeirra list eina tungu- mál listarinnar sem gildir og ber því að útbreiða hana um víðan völl. Þetta hefur mörgum yfírsést og þá einkum á norðlægum slóð- um. Ég nefni þetta vegna þess, að myndir Drafnar eru með alþjóðlegu sniði en samt skynjar maður að hún leitast við að tileinka sér áhrif frá nánasta umhverfí og yfírfæra á myndheim sinn. Hún er að vísu á þroskaskeiði, en hefur farið merkilega rétt að og það vísast óafvitandi. Málið er að fyrrum fengu engir aðgang að grafískum deildum listaskóla, nema þeir hefðu náð vissum áföngum í deild- um málunar eða höggmyndalistar. Æskilegast var þó, að þeir hefðu lokið námi við deildirnar, og þetta átti einnig við ýmsar aðrar tegund- ir sérnáms t.d. freskó og almenna veggmyndagerð. Dröfn lauk al- mennu námi í málun án þess að fá áhuga á grafík, en eftir að námi lauk og hún öðlast nokkurn þroska fór hún smám saman að fá áhuga á einni aðferð hennar sem var tré- ristan. Og hér var undirstaðan réttleg fundin. En í dag er fólki með litla al- menna undirstöðuþekkingu hleypt inn í sérdeildir með þeim árangri að það hefur strax ýmsa tilrauna- starfsemi og telur það framúr- stefnu, en er í raun kák og sjálfs- linka. Þar að auki er þettá allstað- ar nákvæmlega eins, þó í ýmsum útgáfum sé, en er kannski réttlætt með torskilinni heimspeki þar sem vitnað er í ýmsa spekinga liðinna alda sem fornalda, sem sjálfsagt bylta sér í gröfum sinum yfír slíkri býsn. Einmitt þess vegna koma hin eðlilegu vinnubrögð Drafnar manni á óvart, en hún hefur til- einkað sér sérstaka þrykkaðferð, sem er mikið notuð af ýmsum nor- rænum listamönnum nú um stund- ir svo sem hinum nafnkennda Per Kirkeby. En Dröfn gengur að miðli sínum með þeirri listrænu alúð sem verður stöðugt sjaldgæfari í nútím- anum og vinnubrögð hennar eru hrein og bein, þannig að það er ekki um að villast með hvaða tækni hún vinnur. Tréristan er vandmeðfarinn miðill líkt og dúkristan og þó að næsta auðvelt sé að ná hér viðun- andi árangri, er sennileg erfiðast að ná frábærum árangri í þeirri tækni af öllum aðferðum í saman- lagðri grafíkinni. Um þetta held ég að flestir grónir grafíklistamenn séu sammála. Einföld tæknin gerir svo miklar kröfur til iðkenda sinna og þær eru fyrst og fremst list- ræns eðlis. Hér hefur Dröfn tekist vel upp í fyrstu lotu og vonandi heldur hún ótrauð áfram, en þá er líka nauð- synlegt að hún kynni sér tæknina og möguleika hennar enn frekar á hinum bestu grafískum verkstæð- um úti í hinum stóra heimi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.