Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 14

Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 SIEMENS Þvottavélar Þurrkarar Uppþvottavélar Eldavélar Örbylgjuofr.ar Gœfiatœki fyrir þig ug þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þú svalar lestrarþörf dagsins ástóum Moggans! Menningarsj óð- ur útvarpsstöðva eftirHörð Vilhjálms- son ogElfu Björk Gunnarsdóttur i. í II. kafla útvarpslaga nr. 68/1985, 9.-13. gr. er fjallað um Menningarsjóð útvarpsstöðva. Þess- ar 5 lagagreinar eru svohljóðandi: n. kafli Menningarsjóður útvaipsstöðva. 9-gr. Stofna skal Menningarsjóð út- varpsstöðva. 10..gr. Hlutverk Menningarsjóðs út- varpsstöðva er að veita framlög til eflingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningar- auka og fræðslu. 11. gr. Tekjur menningarsjóðs útvarps- stöðva eru sérstakt gjald, menning- arsjóðsgjald, sem skal vera 10% og leggjast á allar auglýsingar í út- varpi. Afgjaldi þessu skalgreiðast hlut- ur Ríkisútvarpsins af rekstrar- kostnaði Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sbr. lög nr. 36/1982, áður en til úthlutunar á styrkjum til út- varpsstöðva kemur. Sinfóníuhljómsveitinni er rétt að gera samning við Ríkisútvarpið um réttindi þess varðandi flutning á tónlistarefni hljómsveitarinnar gegn eðlilegu gjaldi og sé í samn- ingunum miðað við þá hefð og þær venjur sem í þeim efnum hafa mót- ast á undanförnum árum. 12. gr. Stjórn Menningarsjóðs útvarps- stöðva skipa þrír menn, einn til- nefndur af útvarpsráði, einn sam- eiginlega af öðrum útvarpsstöðvum en Ríkisútvarpinu eða af útvarps- réttarnefnd, ef þær koma sér ekki saman, og einn af menntamálaráð- herra og skal hann vera formaður nefndarinnar. Stjórn Menningarsjóðs útvarps- stöðva skal skipuð til tveggja ára í senn. 13. gr. Menntamálaráðherra skal kveða nánar á um starfsreglur Menning- arsjóðs útvarpsstöðva í reglugerð. Athygli er vakin á setningunni í 2. mgr. 11. gr. þar sem ákveðið er að útvarpsstöðvar einar, þ.e. út- varps- og sjónvarpsstöðvar, njóti úthlutunarréttar úr sjóðnum. Tvær reglugerðir hafa verið gefnar út um Menningarsjóð út- varpsstöðva. Hin fyrri nr. 69/1986, dags. 11. febrúar það ár og hin síðari útgefin 9. apríl 1991. Ekki verður séð að síðari reglu- gerðin eigi stoð í lögum, þar sem umsóknarréttur er víkkaður eða opnaður „innlendum framleiðend- um dagskrárefnis". Þetta ágrein- ingsefni er til meðferðar umboðs- manns Alþingis. II. Útvarpsfaganefnd svokölluð, sem skilaði menntamálaráðherra tillög- um til nýrra útvarpslaga í formi frumvarps, lagði ekki til að Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva yrði sett- ur á fót. Sá viðauki kom frá mennt- amálanefnd neðri deildar Alþingis. Stjórnir Ríkisútvarpsins og Sinfó- níuhljómsveitar íslands lögðust gegn stofnun sjóðsins. I umræðum á Alþingi kemur skýrt fram tvíþætt hlutverk Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva. 1. Að létta að hluta greiðslu- byrði Ríkisútvarpsins vegna Sinfón- ínuhljómsveitár íslands með því að taka hana af óskiptum tekjum Menningarsjóðsins. 2. „Að veita framlög til eflingar innlendri dagskrárgerð þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu.“ Það er almennt viðhorf meðal útvarps- og sjónvarpsmanna að Menningarsjóður útvarpsstöðva hafi ekki orðið til góðs. Menn skilja ekki og þola ekki þá forsjárhyggju sem þarna kemur fram. Á það skal bent að undanfarin ár hefur Sjónvarpið falið einkaaðil- „Að áliti yfirstjórnar Ríkisútvarpsins eru markmiðin skýr, það er að leggja höfuðáherslu á vandaða innlenda dagskrárgerð og leitast við að koma henni sómasamlega til allra landsmanna.“ um (kvikmyndagerðarmönnum) framleiðslu yflr fjórðungs af inn- lendu efni sem út er sent. Nægar hugmyndir eru uppi innan 'stöðvanna um vandaða menningar- lega dagskrárgerð. Fjármagnið eitt vantar til að hrinda þeim í fram- kvæmd en það vantar líka mikið þegar það vantar. Til dæmis um það sem að Ríkis- útvarpinu snýr í viðskiptum þess við Menningarsjóðinn er eftirfar- andi yfírlit um greiðslur í sjóðinn annars vegar og styrkveitingar úr honum hins vegar á gildistíma lag- anna frá 1986. Framlög og gjöld Ríkis- útvarpsins árin 1986-1991 í þúsundum króna á verðlagi 1991 Ár Gjald í Framlög úr Menningasj. Menningasj. 1986 71.208 0 1987 53.592 15.430 1988 49.330 45.039 1989 49.535 0 1990 54.497 24.725 1991 59.048 25.000 Samtals: 337.210 110.194 Á þessu árabili hefur Ríkisút- varpið greitt 227 millj. króna um- fram endurúthlutun og hefur því aðeins fengið 32,7% endurúthlutað af innheimtu fé. Á yfirstandandi ári eru tekjur Menningarsjóðs útvarpsstöðva áætlaðar 85 millj. kr., sem skiptast þannig í gjaldahlið í millj. talið: Styrkir til dagskrárgerðar 33,0 m.kr. Sinfóníusveit íslands 48,0 m.kr. Rekstrarkostnaður sjóðsins 4,0 m.kr. Samtals: 85,0 m.kr. Þama blasir við að aðeins 38,8% af ráðstöfunarfé verði endurúthlut- að til stöðvanna, 56,5% gangi til Sinfóníuhljómsveitar íslands og 4,7% fari í rekstrarkostnað sjóðsins. Samkvæmt ljárlögum ársins 1992 ættu greiðslur til SÍ að nema kr. 42,6 millj. en ekki 48 millj. kr., þannig að 5,4 millj. kr. virðist því vera skuld frá fyrra ári. III. Þriðjudaginn 3. þ.m. birtust í Morgunblaðinu tvær greinar um Menningarsjóð útvarpsstöðva, önn- ur eftir Lárus Ými Oskarsson, hin eftir Hjálmtý Heiðdal. Ilinn síðarnefndi svarar þarna grein Davíðs Stefánssonar, sem birtist í Morgunblaðinu 5. febrúar sl., þar sem hann telur Menningar- sjóðinn til óþurftar og leggja beri hann niður. Hjálmtýr segir réttilega að Menningarsjóðsgjaldið sé eins kon- ar skattur á auglýsingaveltuna. Auk þess segir hann: „Væri sjóðurinn lagður niður þá félli þetta gjald burt og kæmi ekki við sögu í innlendri dagskrárgerð. Búið mál.“ Þetta er röng ályktun. Útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar em ekki eingöngu í samkeppni innbyrðis heldur einnig við prentmiðlana. Með niðurfellingu gjalds í Menn- ingarsjóð myndi þessi tíund skila sér beint í kassa ljósvakamiðlanna og nýtast langtum betur en ella til menningarlegrar dagskrárgerðar. Hjálmtýr segir einnig að hug- myndin að Menningarsjóði útvarps- stöðva „til eflingar innlendri dag- skrárgerð sé komin frá kvikmynda- gerðarmönnum sjálfum", eins og þar stendur. Rétt mun vera að þáverandi vara- formaður menntamálanefndar Al- þingis hafí orðað þessa grein frum- varpsins eins og hún nú stendur í lögum. Framansagt á einnig við um skrif Lárusar Ýmis, sem vænir menn um að hafa ekki skilið eða ekki nennt að hugsa út í hvaða tilgangi sjóður- inn á að þjóna eða hvers vegna hann varð til. Hann slær fram fullyrðingu eins og þessari: „Peningar sem úthlutað var úr sjóðnum fóru meira og minna í almennan rekstur", og þessari: „Oftast ræður því magnið frekar VAR EINHVER AÐ TALA Hjá okkur færðu dýnur eftir máii í öllum verðflokkum aðeins örlítið ódýrari — með áklæði eftir þ Stætðir í cm VERÐ VERÐ VERÐ 70 x 200 x 9 3.415,- 4.788,- 5.985,- 70 x 200 x 12 4.553,- 6.384,- 7.980,- 90 x 200 x 1 2 5.854,- 8.208,- 10.260,- 1 20 x 200 x 1 2 7.805,- / 10.944,- 13.680,- 1 60 x 200 x 1 2 1 0.406,- 14.592,- 18.240,- LANDSÞEKKT DÝNUÞJÓNUSTA: ViS gerum meira en aÖ framleiSa fullunnar dýnur. Við lagfærum og endurbætum gamlar svampdýnur, skiptum um áklæði og veitum ráðleggingar um val og frágang á dýnum sem henta við mismunandi aðstæður. Síma- og póstkröfuþjónusta. Uppgefið verð er fyrir óklæddar svampdýnur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.