Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAIiZ 1992
Um einkavæðingu
eftir Birgi Björn
Sigurjónsson
Um þessar mundir er mikið rætt
um einkavæðingu ríkisfyrirtækja.
Tilefnið er stefna ríkisstjórnarinnar
að einkavæða hluta af ríkisrekstrin-
um.
Nauðsynlegt er að minna á að
einkavæðing getur leitt til aukinnar
hagkvæmni og aukinnar heildararð-
semi en gerir það alls ekki alltaf.
Árangurinn er m.a. háður markaðs-
aðstæðum, umfangi og hlutverki
opinberrar starfsemi og því hvað á
að einkavæða. Fullyrða má að einka-
væðing skilar aðeins eftirsóknar-
verðum árangri við tilteknar kring-
umstæður sem eru ekki beinlínis
algengar. Einkavæðing á ríkisrekstri
og ríkisstofnunum á við gild rök að
styðjast við þessar ákveðnu aðstæð-
ur, en alls ekki endilega við þær
aðstæður sem nú ríkja almennt á
íslandi.
Samfélagsþroski
Rökin fyrir einkavæðingu eru
jafnan byggð á svonefndri einstak-
lingshyggju og er því þá haldið fram
að samfélagsrekstur grundvallist á
einhvers konar ofstjómaráráttu.
Þessi viðhorf eru gamaldags.
Auðvitað er einstaklingur með
eigin rekstur líklegur til að gæta
betur að eigin gróða en aðrir. Af
þessu má eflaust gagnálykta og
Kork*o«Plast
Sænsk gæðavara jK*.
KORK-gólfflisar -Jgð
með vinyl-plast-áferð f
Kork*o\Plast:^^l||
Aörar korkvörutegundir á lager:
Undirlagskork í þremur þykktum
Korkvólapakkningar í tveimur þykktum
Gufubaöstofukork
Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum
Kork-parkett venjulegt, (tveimur þykktum
«. Einkaumboö á íslandi:
& Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 38640
segja að einstaklingur í vinnu hjá
öðrum gæti síður hagsmuna eigand-
ans en sinna eigin. En rangt er að
fullyrða út frá þessu að starfsmaður
gæti ekki hagsmuna eigandans,
hvort sem eigandinn er einkafyrir-
tæki eða ríkið. í sumum fyrirtækjum
má ætla að hagur beggja fari bók-
staflega saman, t.d. í ágóðaskipta-
kerfum eins og útgerð. En einstakl-
ingar eru ekki síður líklegir til að
gæta sameiginlegra hagsmuna.
Margir opinberir starfsmenn setja
sameiginlegu hagsmunina ofar öllu
öðru. En lág Iaun ríkisstarfsmanna
vitna fyrst og fremst um lítinn metn-
að íjármálaráðherra. Flestir ein-
staklingar eru félagsverur sem bera
hag náungans í ríkum mæli fyrir
bijósti. Samfélagsþjónusta og
hagsmunagæsla fyrir heildina er
óijúfanlegur hluti af félagsvitund
siðmenntaðs fólks.
Einstaklingshyggjan skapar þess
vegna engin sjálfstæð rök fyrir
einkavæðingu. Víðtækt frelsi ein-
staklinga og mikil félagsleg sam-
ábyrgð eru hluti af þjóðfélagsgerð
þar sem samfélagsþroski er hvað
mestur.
Forsendur ríkisrekstrar
Dæmigerður samfélagsrekstur í
velferðarþjóðfélagi grundvallast
m.a. á eiginleikum framleiðslunnar.
Sumar vörur eru þannig að erfitt
er að útiloka einhveija frá notkun
þeirra eftir að þær hafa verið búnar
til, t.d. hervernd. Og samt eru þess-
ar vörur nauðsynlegar. Allir njóta
t.d. lögregluvemdar og dómstóla í
réttarríki. Þegar vörur eru þannig,
er ekki hægt að markaðsetja þær
með venjulegum hætti. Fyrsti kaup-
Leiðrétting
í FRÉTT, sem birtist í Morgunblað-
inu l%ugardag 7. mars og skýrt var
frá þorrablóti í Norfolk í Virginíu-
ríki í Bandaríkjunum var rangt far-
ið með eftirnafn tveggja einstakl-
inga. Annars vegar nafn Þórhildar
Guðríðar Ingibjargar Ellertsson og
hins vegar nafn Ola Miola. Hlutað-
eigendur eru beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
SIEMENS
Lítið inn til okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
andinn yrði að greiða allan prísinn
ef svo má segja. Meðal annars af
þessum sökum telst slík þjónusta
sjálfsagður hluti af starfsemi ríkis-
ins.
Sumar vörur eru taldar uppfylla
grundvallarþarfir og heyra af sið-
ferðilegum sökum undir samfélags-
reksturinn. Ríkið hefur t.d. verið
talið bera siðferðilega ábyrgð á heil-
brigðisþjónustu og lágmarksfram-
færslu fyrir sjúka og gamalt fólk.
Sama skylda hefur verið talin gilda
um aðgang æskunnar að mennta-
kerfinu og jafna möguleika til náms.
Þetta eru einkenni velferðarþjóð-
félagsins. Auðvitað er hægt að
einkavæða þjónustu sjúkrastofnana
og veita aðeins þeim læknishjálp sem
hafa efni á henni. Hið sama gildir
um skóla. En slík samfélagsþjónusta
er grundvöllur velferðarþjóðfélags-
ins.
Markaðsaðstæður
Yfirlýst markmið einkavæðingar
eru aukin hagkvæmni í rekstri og
auknar tekjur þjóðarbúsins. Þessi
árangur einkavæðingar næst ef fyr-
irtækin eru mörg og smá og í virkri
innbyrðis samkeppni. Við þær kring-
umstæður má leiða líkum að því að
þau miði framleiðslu við hámarksaf-
köst við gefið markaðsverð. En yfir-
leitt finna fyrirtæki leiðir til að tak-
marka samkeppni í því skyni að
hækka verð afurða og auka arð-
semi. Afleiðingar ófullkominnar
samkeppni leiða undantekningar-
laust til minnkandi hagkvæmni.
íslenska hagkerfið einkennist af
fákeppni og einokun. Orsaka þess
má e.t.v. leita í skömmtun fyrri ára
á mjög ódýru lánsfé, mikilli uppsöfn-
un auðs og áhrifa, og okurvöxtum
sem hamla almennum Ijárfestingum
í atvinnurekstri. Örfá útvegsfyrir-
tæki ráðstafa 3/4 hluta fiskveiðikvóta
og eigendur þeirra eru jafnframt
eigendur stórs hluta vinnslufyrir-
tækja; — eða er það öfugt? Almenn
iðnfyrirtæki eru að breytast í inn-
flutningsfyrirtæki á samkeppnisvör-
um. Stóriðjufyrirtækin þijú drottna
hvert í sinni grein. Eimskip er á
góðri leið með að kaupa upp öll sam-
keppnisfyrirtæki í siglingum (nema
Samskip) og ræður einnig mestu í
Flugleiðum sem er nánast með ein-
okun á almennu millilandaflugi. Og
svona má áfram telja. Niðurstaðan
er almenn óhagkvæmni í rekstri,
léleg framleiðni, of hátt verð og arð-
semi í algjöru ósamræmi við raun-
verulegan rekstrarárangur.
Pilsfaldakapítalismi
Þetta leiðir hugann að hagstjórn-
inni. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa
um áratuga skeið ráðið ferðinni.
Lengi vel knúðu þau fram gengisfell-
ingar til að tryggja arðsemi þegar
afli brást, erlent verð lækkaði eða
reksturinn var í molum. Síðan kom
áratugurinnn þegar þau fengu
óverðtryggt lánsfé í óðaverðbólgu
til Ijárfestinga og reksturs. Síðan
hóf ríkisvaldið að veita þeim óend-
urkræft lán og hlutafjárgjafir og
framseldi þeim á silfurfati ráðstöf-
unarrétt yfir helstu auðlindinni
ókeypis. Þessi fyrirtæki þekkja ekki
lögmál samkeppninnar. Þau eru eins
konar „ríkisfyrirtæki" I kerfi sem
prófessor Ólafur Björnsson hefur
réttilega nefnt „pilsfaldakapítal-
isma“. Aðrar meginatvinnugreinar,
einkum landbúnaður og stóriðja,
byggja á þessu sama búskaparformi.
Eitt mikilvægasta skref í átt til
einkavæðingar á Islandi felst áreið-
anlega í því að koma á virkri sam-
keppni og mörgum öflugum fyrir-
tækjum í megingreinum atvinnulífs-
ins og afnema sjálfvirkar reddingar
ríkisins. Einkafyrirtækin verða að
fara að beijast fyrir lífi sínu í stað
þess að lifa á ríkinu. Tilraunir til
að afnema „velferðarkerfi fyrirtækj-
anna“ hafa verið boðaðar áður en
gengið illa. Samþjöppun auðs og
pólitískra áhrifa hefur hingað til
haft lamandi áhrif í þessum efnum.
Einhver brýnastá efnahagsaðgerðin
nú er afnám pilsfaldakapítalismans
og setning laga til að sporna við
óeðlilegum samkeppnisháttum, ein-
okun og hringamyndunum: Það er
Birgir Björn Sigurjónsson
„Eitt mikilvægasta
skref í átt til einkavæð-
ingar á íslandi felst
áreiðanlega í því að
koma á virkri sam-
keppni og mörgum
öflugum fyrirtækjum í
megingreinum atvinnu-
lífsins og afnema sjálf-
virkar reddingar ríkis-
ins.“
komið að einkavæðingu einkafyrir-
tækja á íslandi.
Einkavæðing erlendis
Einkavæðing á ríkisrekstri hefur
verið reynd víða erléndis. Þar hafa
aðstæður í mörgum tilvikum verið
aðrar en hér. Meginmunurinn á að-
stæðum hér og t.d. í Bretlandi hefur
verið sá að breska ríkið átti á tíma-
bili mörg stórfyrirtæki í almennum
rekstri. Pilsfaldakapítalisríli hefur
aldrei átt þar upp á pallborðið.
Einkavæðing Thatchers fólst því til
að byija með í sölu á ýmsum almenn-
um rekstri en síðar kom til einka-
væðing á hefðbundnum sviðum opin-
berrar þjónustu. Að mati margra,
einnig íhaldsmanna, hefur þessi
einkavæðing nú gengið of langt,
þegar einkafyrirtækjum hefur verið
fenginn í hendur rekstur með einok-
un eins og vatns- og rafmagnsveitur
og almenningsvagna. Þau hafa líka
óspart nýtt sér aðstöðuna til ofsa-
gróða í skjóli einokunar um helstu
þarfir almennings.
Reynsla af einkavæðingu
á Islandi
Á íslandi heyrir til undantekninga
að ríkið hafi með höndum almennan
rekstur í samkeppni við einkafyrir-
tæki og mestur hluti ríkisrekstrarins
varðar grundvallarþarfir almenn-
ings. Eign ríkis á bönkum og lána-
stofnunum er þó undantekning frá
reglunni og sömuleiðis hlutir í fyrir-
tækjum sem ríkið hefur eignast útaf
pilsfaldakapítalismanum. Á þessum
sviðum má að sjálfsögðu huga að
einkavæðingu en ekki er síður mikil-
vægt að tryggja um leið að öflug
og heilbrigð samkeppni komist á;
Með lögum nr. 7/1987 var Út-
vegsbanki íslands lagður niður og
stofnaður hlutafélagsbanki um reit-
ur hans, íslandsbanki. Margir hafa
síðan haldið því fram að eignarhalds-
félögunum sem tóku yfir Útvegs-
bankann hafi verið fenginn í hendur
mikill sjóður á undirverði sem lýsti
sér best annars vegar í yfirtöku ríkis-
sjóðs á öllum erfiðum skuldum bank-
ans og hins vegar í háu gengi á
hlutabréfum eignarhaldsfélagnna.
Skv. opinberu mati reyndist heild-
artap ríkisins af yfirtökunni á bank-
anum vera 1,6-1,7 milljarður á
verðlagi ársins 1988 sem er 2,5-2,7
milljarðar á verðlagi nú.
Ánnað nýlegt dæmi um einkavæð-
ingu er yfirtaka á Bæjarútgerð
Reykjavíkur. Hún var rekin með
tapi um árabil og yfirtakan á henni
var sögð spara borgarbúum hundruð
milljóna á ári, þar sem borgin losn-
aði við að fjármagna tapið. Nú er
hins vegar vænlegur arður af j
Granda hf., fyrirtæki einkaaðilans,
sem eignaðist kvóta, skip og hús
Bæjarútgerðarinnar. Kaupverð þess- |
ara eigna var lítið. Kvóti Bæjar-
útgerðarinnar var trúlega virði mörg
hundruð milljóna miðað við kvótasöl- |
ur síðustu mánaða. *
Nýjasta dæmið er Bifreiðaskoðun
íslands þar sem ríkisrekstur er
einkavæddur og eigendum færð á
silfurfati einokunarstaða og lög-
bundinna arðsemiskrafa.
Þessi dæmi eru ekki sögð til að
fordæma einkavæðingu fyrirtækja
af þessu tagi. Síður en svo. Ég tel
einmitt eðlilegt að einkafyrirtæki
sjái um bankarekstur og útgerð.
Margt bendir þó til að hagsmuna
ríkisins, almennings, hafi ekki verið
gætt sem skyldi, þ.e. að fyrirtækin
hafi verið seld langt undir markaðs-
verði. Þeir sem mæla með slíku eru
að mæla með framhaldi af pilsfalda-
kapítalismanum. Þegar ríkisfyrir- |
tæki eru seld á að selja þau á sann-
virði og búa um leið nýjum rekstrar-
aðilum eðlileg rekstrarskilyrði og j
tryggja samkeppnisaðstæður á
markaðnum.
Ábyrgð I
Þegar við tökum afstöðu til einka-
væðingar verðum við að hafa eftirf-
arandi í huga:
1. Við berum mikla ábyrgð á börn-
um, sjúkum og gömlu fólki. Við ber-
um ábyrgð á velferðarríkinu. Við
getum ekki skotið okkur undan þess-
ari ábyrgð með tilvísun í að einkafyr-
irtæki skapi meiri arðsemi af slíkri
þjónustu eða skapi einstaklingum
með fjárráð meira „frelsi". Það er
gildismat okkar og siðferði sem sker
úr um það hvaða verkefni við teljum
vera sameiginleg og á ábyrgð ríkis-
ins. Þetta kostar mikið fé. Frá þessu
getum við ekki hlaupist.
2. Við búum í réttarríki þar sem |
hugmyndin er sú að samfélagið
tryggi þegnunum réttlát lög, óháða
dómstóla og eftirlitsaðila sem ekki )
fara í manngreinarálit. Ef vel á að
vera kostar réttarríkið einnig mikið
fé. í þeim ríkjum þar sem litlu er }
kostað til þessa öryggisnets ráða
stundarhagsmunir gróðafíkla og
glæpalýðs. Hvergi er talið að einka-
væðing geti tryggt grundvöll réttar-
ríkisins í þessum efnum.
3. Við berum einnig ábyrgð á því
að ríkið sé ekki haft að féþúfu fyrir
einstaklinga. Skattkerfið á að vera
skilvirkt og réttlátt og skatttekjur
eða sérreglur má ekki nota til að
skapa einstaklingum eða fyrirtækj-
um ofsagróða. Það ætti því að vera
krafa okkar að pilsfaldakapítalism-
inn verði afnuminn á íslandi og eink-
afyrirtækin verði einkavædd!
Höfundur er hagfræðingur og
framkvæmdastjóri BHMR.
HÁDEGISFUNDUR verður í
Háskóla íslands á vegum Rann-
sóknastofu í kvennafræðum mið-
vikudaginn 18. mars.
Herdís Sveinsdóttir lektor í
hjúkrunarfræði mun segja frá rann-
sókn sinni á líðan kvenna á síðari
hluta tíðahrings. Fundurinn verður
í Odda, stofu 202, kl. 12-13. Allt
áhugafólk um kvennarannsóknir er
velkomið.
Rabb um rann-
sóknir og
kvennafræði
Þorrablót í Stafangri
íslendingafélagið í Stafangri íslands í Stafangri hélt hátíðar-
hafði þorrablót og hélt upp á 40 ræðu.
ára afmæli sitt 15. febrúar sl. Eftir borðhaldið voru skemmtiat-
Þar mættu 115 manns. Formaður riði og síðan dansleikur til kl. 3.00.
félagsins, Bjartur Stefánsson, Hljómsveit Önnu Vilhjálms lék fyrir
bauð gesti velkomna og konsúll dansi.