Morgunblaðið - 17.03.1992, Síða 24
2i
MORqUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
1 ! ! ‘ ■» ''J.-li U‘..li i • •-■I-.-L'l...!.,; .> ..
MorgunDiaoio/övemr
Frá fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu með forsætisráðherra uin ný viðhorf í utanríkismálum.
Fundur Varðbergs og SVS um ný viðhorf í utanríkismálum:
Umsókn um EB-aðild ekki á
dagskrá rí kisstj órnarinnar
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ef Evrópska efnahagssvæð-
ið verði að veruleika eigi það eftir að færa Islendingum stórkostlega
búbót. Þannig fái Islendingar hagstæðari aðgang en áður að 380 millj-
ón mánna markaði þar sem 40% heimsverzlunar eigi sé stað. Samningur-
inn verði einnig grundvöllur samskipta íslendinga við EB og skuld-
bindi bandalagið gagnvart þeim á mikilvægum sviðum. Þetta kom fram
í ræðu Davíðs um ný viðhorf í utanríkismálum á hádegisverðarfundi
Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu sem haldinn var að
Hótel Sögu síðastliðinn laugardag.
Óvissa í Austur-Evrópu
í ræðu forsætisráðherra var meðal
annars vikið að hruni Sovétríkjanna,
lokum Kalda stríðsins og öðrum stór-
viðburðum sem orðið hafa á alþjóða-
vettvangi á síðustu misserum. Sagði
hann að þessir atburðir boðuðu þó
ekki verklok fyrir þá sem hefðu stað-
ið vörð um hugsjónir vestræns lýð-
ræðis síðustu áratugi og að enn ætti
eftir að sjá fyrir endann á þróun
mála. „Því miður er ástæða til að
óttast öngþveiti og átök í sumum
nýfjrálsu ríkjanna og á milli þeirra.
Það er afleiðing áratuga óstjómar
og eldri vandamála sem kommúnist-
ar ýmist virtu að vettugi eða reyndu
að leysa með kúgun og valdi sem
gerði illt verra. í stað Sovétríkjanna
fyrrverandi eru komin til sögu tólf
sjálfstæð ríki. Sum eiga kjarnavopn,
öll eiga þau við hrikalega efnahags-
lega og pólitíska örðugleika að
striða," sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagði og að
Vesturlandabúar þyrftu ekki, í nán-
ustu framtíð að minnsta kosti, að
óttast að álíka hernaðarógn og sú,
sem stóð að Vestur-Evrópu á tímum
Kalda stríðsins, yrði endurvakin. Til
þess virtist Rússland of veikt jafnvel
þótt einræðisöfl næðu þar yfirhönd-
inni. Þá benti margt til að hugmynd-
ir um að stofna samveldi fyrrum lýð-
velda Sovétríkjanna myndu renna út
í sandinn og væri hætta á átökum á
milli þeirra enn fyrir hendi. Ekki
væri heldur unnt að útiloka aftur-
hvarf til einræðis í sumum nýfrjálsu
ríkjanna og væri Rússland þar ekki
undan skilið. Af þessum sökum skipti
miklu að Vesturlandabúar styddu
með ráðum og dáð við bakið á lýð-
ræðisöflunum í Austur-Evrópu og
fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna.
Oryggishagsmunir íslands
í ræðu forsætisráðherra var lögð
á það áherzla að nú, eftir breyting-
arnar í Austur-Evrópu, þyrftu íslend-
ingar að skilgreina hveijir væru var-
anlegir öryggishagsmunir þeirra
óháð breyttum aðstæðum í framtíð-
inni. Mikilvægt væri til dæmis að
tryggja varnir siglingaleiðanna á
Norður-Atlantshafi þótt líklega væri
hægt að tryggja slíkt með minni við-
búnaði en áður. Nú þegar væri hægt
að sjá merki um minnkandi viðbúnað
Framkvæmdasjóður:
Lætur af störfum
framkvæmdastjóra
BREYTINGAR, sem gerðar voru
á lögum um Framkvæmdasjóð
Islands í janúarmánuði síðast-
Iiðnum, fólu m.a. í sér að Lána-
sýslu ríkisins var falin umsjá og
rekstur Framkvæmdasjóðs og lét
stjórn sjóðsins þá jafnframt af
störfum.
Samfara þessum breytingum
hefir framkværndastjóri sjóðsins
Guðmundur B. Ólafsson, ákveðið
að láta af störfum. Hefir hann starf-
að hjá Framkvæmdabanka, Seðla-
banka, Framkvæmdastofnun og
Framkvæmdasjóði í 38 ár, en þar
áður 3 ár hjá Alþjóðabankanum í
Washington. Guðmundur B. Ólafs-
son lætur af störfum um næstu-
mánaðamót.
Guðmundur B. Ólafsson.
„Haftalaus milliríkjaviðskipti
auka hagvöxt og bæta lífskjör,"
sagði forsætisráðherra m.a. í
ræðu sinni.
í vamarstöðinni á Keflavíkurflugvelli
og væri ekki unnt að útiloka frekari
samdrátt þar vegna breyttra að-
stæðna á meginlandinu, miklu minni
hernaðarumsvifa í nágrenni Islands
og þrýstings í Bandaríkjunum um
enn frekari niðurskurð til landvarna.
Aukið öryggismálahlutverk
EB
Davíð sagði að endalok Kalda
stríðsins og skiptingar Evrópu hefðu
hert á samrunaþróuninni í Evrópu-
bandalaginu í átt til aukinnar sam-
vinnu ríkja innan þess í utanríkis-
og öryggismálum. Væri það skiljan-
legt þar sem hin nýju öryggisvanda-
mál Evrópu væru allt annars eðlis
en í Kalda stríðinu og við þeim yrði
ekki brugðist nema í samvinnu milli-
.ríkjastofnana í álfunni. Af þeim hefði
Evrópubandalagið mesta og fjöl-
breyttasta getu til að fást við ný og
breytt vandamál sem væru af félags-
legum, efnahagslegum og þjóðemis-
legum toga spunnin. Auk þess væri
þungamiðja Evrópu að færast austur
á bóginn frá Atlantshafi. Slíkt gæti
dregið úr vægi Atlantshafsbanda-
lagsins og tengslanna yfir hafið en
aukið áhrif Evrópubandalagsins í
öryggismálum. Þetta gæti leitt til
þess að ákvarðanir á vettvangi
NATÓ verði í auknum mæli niður-
staða samráðs í Vestur-Evrópusam-
bandinu (VES) og milli þess annars
vegar og Bandaríkjamanna hins veg-
ar. Þær Evrópuþjóðir sem stæðu utan
VES ættu hins vegar á hættu að
áhrif þeirra minnkuðu og væru ís-
lendingar þeirra á meðal.
ísland og NATÓ
Forsætisráðherra fjallaði um framtíð
Atlantshafsbandalagsins og sagði að
það væri mikilvægasti vettvangur
Islendinga til að hafa áhrif á öryggis-
hagsmuni sína á meginlandinu. Lik-
legt væri að mikilvægi bandalagsins
minnkaði ef Bandaríkjamenn fylgdu
fordæmi Kanadamanna og kveddu
heri sína á brott frá Evrópu. Sagði
Davíð að íslendingar þyrftu að fylgj-
ast grannt með stöðu bandalagsins
, og beina sjónum sínum að
Vestur-Evrópusambandinu. Þeim
þremur Evrópuríkjum NATÓ sem
stæðu utan EB, íslendingum,
Norðmönnum og Tyrkjum, hefði á
leiðtogafundi EB í Maastricht í
desember síðastliðnum, verið boðin
aukaaðild að VES. Hefðu íslenzk
stjómvöld tekið jákvætt í það tilboð
fyrir sitt leyti. „Það sem mælir með
aukaaðiký að VES er að hún eflir
þátttöku íslands og hagsmunagæzlu
í NATÓ. Annars vegar kemur
aukaaðild í veg fyrir að við verðum
að velja milli tveggja meginstoða
NATÓ, það er EB-ríkjanna og
Norður-Ameríku, eða hafa minna
vægi að öðrum kosti. Við viljum hvor-
ugt. Hvernig svo sem tengsl okkar
skipast við Evrópu viljum við áfram
eiga náin samskipti og samvinnu við
Bandaríkin í öryggismálum. Þau eru
voldugasta Atlantshafsveldið auk
þess sem engin þjóð hefur reynst
Islendingum jafn vel og Bandaríkja-
menn,“ sagði Davíð.
Mikilvægi utanríkisviðskipta og EES
Forsætisráðherra gat þess hve hlutur
utanríkisviðskipta hefði stækkað
mikið í íslenzku þjóðarbúi á undan-
fömum áratugum og hve lífskjör
hefðu batnað mikið á sama tíma. Það
sýndi hve íslendingar væm háðir
umheiminum og væri til marks um
að haftalaus milliríkjaviðskipti og hin
aukna verkaskipting og hagkvæmni,
sem af þeim leiddi, yki hagvöxt og
bætti lífskjör. Með samranaþróuninni
í Evrópu væri stuðlað að því, að slík
verkaskipting yrði aukin innan álf-
unnar og lífskjör þar með bætt. Með
tilliti til þess að mikill meirihluti ut-
anríkisviðskipta íslendinga væri við
Evrópu þyrftu íslendingar að taka
þátt í samranaþróuninni þar með
einum eða öðrum hætti, ekki ein-
göngu vegna viðskiptahagsmuna,
heldur einnig með hagsmuni á sviði
menningar, menntunar og tækni í
huga. Að þessu væri stefnt með þátt-
töku íslands í samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið. „Við lítum
svo á að EES-samningurinn sé frá-
genginn til undirritunar af okkar
hálfu og viljum ekki trúa því að
tæknileg atriði eigi eftir að standa í
vegi fyrir því að hann verði staðfest-
ur. Með samningnum munu Islend-
ingar fá hagstæðari aðgang en áður
að 380 milljóna manna markaði. A
honum eiga 40% af heimsverzluninni
sér stað og þar eru öll okkar helztu
viðskiptalönd að Bandaríkjunum frá-
töldum." Davíð sagði að aðalatriðið
væri þó það, að með staðfestingu
EES-samningsins yrði EB skuld-
bundið íslendingum á mikilvægum
sviðum. Samningurinn yrði grand-
völlur samskipta íslendinga við EB
og tryggði þannig veigamikla hags-
muni þeirra í Evrópu. Þetta væri
þeim mun þýðingarmeira þar sem
Islendingum stæði ekki til boða að
taka þátt í fríverzlunarsvæði því sem
verið væri að koma á fót í
Norður-Ameríku og
Bandaríkjastjórn virtist vera treg til
þess að gera tvíhliða
fríverzlunarsamning við íslendinga
vegna ákveðinna grandvallaratriða í
viðskiptastefnu Bandaríkjanna.
Norrænt samstarf
í ræðu Davíðs var vikið að nor-
rænu samstarfi og framtíð þess.
Sagði hann að allar líkur væra á því
að það myndi, innan fárra ára, taka
aukið mið af EB enda væru Finnar,
Norðmenn og Svíar á leið inn í það.
Þrátt fyrir að norrænir ráðherrafund-
ir myndu veita íslendingum mikilvæg
aðgang að málefnum bandalagsins,
án aðildar að því, mætti gera ráð
fyrir að aðrir Norðurlandabúar yrðu
að taka meira tillit til skuldbindinga
sinna og hagsmuna innan EB en
norræns samstarfs þegar það rækist
á.
EB-umsókn ekki á dagskrá
Forsætisráðherra sagði að aðild
að EB hefði vafalaust hliðar sem
myndu auðvelda hagsmunagæzlu Is-
lendinga á meginlandinu. Hins vegar
mætti ekki flana að neinu vegna
mikillar óvissu sem fæli í sér meiri
áhættu fyrir Islendinga en aðrar hlið-
ar á hugsanlegri EB-aðild. Óvissa
þessi lyti að yfirráðum yfir fiskistofn-
um, sem væri eina stóra auðlind Is-
lendinga, og yfirráðum yfír veiðum
og vinnslu. Af þessum ástæðum
væri umsókn um aðild að EB ekki á
dagskrá þessarar ríkisstjórnar.
KjM.
Árás á danskennara í Breiðholti:
Tveir piltanna höfðu
sig mest í frammi
LÖGREGLAN hefur upplýst málsatvik þegar ráðist var á danskennara
við Drafnarfell í Breiðholti á föstudagskvöld og hann sleginn með
þeim afleiðingum að taug í hendi hans skaddaðist. Tveir 15 ára piltar
hafa játað að hafa haft sig í frammi og batt annar þeirra úlnliðsól um
hnúa sér og sló manninn þannig í hendina.
Að sögn lögreglunnar voru nokkr-
ir tugir unglinga saman komnir við
verslanamiðstöðina í Eddu- og
Drafnarfelli þetta föstudagskvöld
eins og jafnan um helgar. Fyrr um
daginn hafði kviknað í söluturni þar
sem unglingarnir eru vanir að safn-
ast saman og leita skjóls.
Einnig hefur þeim verið leyft að
standa af sér veður í anddyri lög-
reglustöðvarinnar, sem þama er til
húsa. Þar vora hins vegar allir vakt-
hafandi lögreglumenn önnum kafnir
við að sinna útköllum þegar þetta
var og stöðin læst. Að því er fram
kom við rannsókn lögreglunnar segja
unglingarnir að þetta hafi verið
ástæðan fyrir því að þeir reyndu að
komast inn í dansskólann en þegar
þeim var vísað frá þar sem þeir trufl-
uðu starfsemina þar brugðust nokkr-
ir úr hópnum með þvi að ráðast á
danskennarann og höfðu tveir sig
mest í frammi. Málið er talið upplýst
með játningum þeirra.