Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 26
26
ÍPJ ÁiU\fjL .JÍ ^UI/ilUUouwf'i vaiu^uurjffLfMiH
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ANTHONY HAZLITT HEARD
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Suður-Afríku:
—
Stórsignr eða martröð
fyrir de Klerk forseta?
„DRAUMASIGUR" sagði í risafyrirsögn suður-afrísks dagblaðs í
gær eftir sigur Suður-Afríkumanna á Indverjum í heimsmeistara-
mótinu í krikket í Ástralíu. Stuðningsmenn F.W. de Klerks for-
seta notfærðu sér þennan sigur til að hvetja hvíta Suður-Afríku-
menn til að gjalda umbótastefnu stjórnarinnar jákvæði sitt í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni í dag til að tryggja að Suður-Afríkumönn-
um verði ekki sparkað úr íþróttaheiminum aftur. Pólitíska spurn-
ingin er: Verður það draumasigur eða martröð þegar þrjár millj-
ónir og 250 þúsund hvítra Suður-Afríkumanna greiða atkvæði
með eða á móti umbótum de Klerks forseta í dag?
jóðaratkvæðagreiðslan er
einn af tímamótaviðburðun-
um í sögu Suður-Afríku. Hún er
álíka mikilvæg og stofnun Sam-
bands Suður-Afríku árið 1910, er
landið fékk heimastjórn, atkvæða-
greiðslan á þinginu sem varð til
þess að Suður-Afríkumenn sögðu
Hitler stríð á hendur árið 1939,
sigur Þjóðarflokksins árið 1948
og þjóðaratkvæðagreiðslan árið
1960 sem varð til þess að Suður-
Afríka varð lýðveldi utan breska
samveldisins. Aðeins hvítir Suður-
Afríkumenn áttu hlut að máli í
öllum þessum atburðum og sama
er að segja um þjóðaratkvæða-
greiðsluna í dag. Blökkumenn
bíða áhyggjufullir eftir niðurstöð-
unni en fá ekki að greiða atkvæði.
Úrslitjn geta aðeins orðið á
þijá vegu:
1. Ef de Klerk og frjálslyndir
bandamenn hans vinna yfirburða-
sigur fær landið nýja og lýðræðis-
Iega stjórnarskrá á tiltölulega
skömmum tíma. Umheimurinn
mun fagna því og veita aðstoð.
2. Ef hægriöflin undir forystu
Andries Treurnicht fara með sigur
af hólmi blasir við afturhvarf til
kúgunar og kynþáttaaðskilnaðar.
Blökkumenn myndu hefja vopn-
aða baráttu. Umheimurinn myndi
senda Suður-Afríku á sorphauga
sögunnar.
3. Verði mjög mjótt á mununum
(greiði til að mynda milljón manna
atkvæði gegn umbótum) verða
hægriöflin í góðri stöðu til að
spilla fyrir samningaviðræðunum
um lýðræðislega stjómarskrá.
Spá naumum meirihluta fyrir
umbótunum
Þótt de Klerk hafi verið sigur-
viss er' hann hóf baráttu sína
vegna atkvæðagreiðslunnar fyrir
þremur vikum bendir ýmislegt til
þess að tvær grímur hafi runnið
á hann síðustu dagana. Hann
varaði til að mynda við því í sjón-
varpsviðtali í fyrrakvöld að ef
meirihlutinn greiddi atkvæði gegn
umbótum myndi algjört stjórn-
leysi skapast í Suður-Afríku og
kosningar heyra sögunni til: Fleiri
stjórnmálamenn og ýmsir stjórn-
arerindrekar hafa látið svipuð orð
falla.
Flestir fréttaskýrendur í Suður-
Afríku telja að naumur meirihluti
verði fyrir umbótum, munurinn
verði aðeins nokkur prósentustig.
í þeim ófullkomnu skoðanakönn-
unum sem hafa verið gerðar
vegna atkvæðagreiðslunnar hefur
um fjórðungur kjósenda neitað að
svara spurningurn um hvernig
þeir ætli að greiða atkvæði. Talið
er að yfírgnæfandi meirihluti
þessa hóps leggist gegn umbótun-
um eða sitji heima.
Lífskjör hvítra hafa versnað
Treurnicht talar af miklum
sannfæringarkrafti á fundum sín-
um og höfðar til tilfinninga hvíta
fólksins. Staðhæfingar hans um
að stuðningur við stefnu stjórnar-
innar leiði til glundroða og valda-
töku „svartra marxista“ hafa
álirif á marga hvíta kjósendur sem
eru uggandi um sinn hag.
Lífskjör hvítra Suður-Afríku-
manna hafa versnað verulega á
undanförnum tíu árum eða svo.
Verðbólgan er mikil. Glæpum í
borgunum hefur fjölgað gifurlega.
Árásum herskárra blökkumanna
á hvíta hefur fjölgað. Hvítu mönn-
unum þykir þeim stafa hætta af
mikilli úbreiðslu alnæmis í Afríku.
Umbætur de Klerks hafa ekki
verið skýrðar nægilega fyrir hvíta
fólkinu.
Bardagarnir milli hinna stríð-
andi fylkinga blökkumanna hafa
harðnað verulega og valda hvíta
fólkinu miklum áhyggjum. Fjöru-
tíu blökkumenn biðu bana í átök-
um um helgina og hvorki meira
né minna en 270 frá því de Klerk
boðaði til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar fyrir þremur vikum.
Sigur de Klerks yrði
sögnlegur
Fari de Klerk með sigur af
hólmi verður þjóðaratkvæða-
greiðslan einsdæmi í sögu Afríku
því hvítur minnihluti í álfunni
hefur aldrei ákveðið að semja við
þjóðernissinnaða blökkumenn
fremur en að beijast eða flýja.
Hvítu mennimir í Ródesíu (nú
Zimbabwe), Kenýu, Alsír, Suð-
vestur-Afríku (nú Namibíu), Moz-
ambique, Angóla og fleiri ríkjum
Iutu í lægra haldi í stríði eða voru
knúnir til uppgjafar á annan hátt.
Og það er í rauninni einnig
afar sjaldgáeft í veraldarsögunni
að þjóðernisminnihluti ákveði af
fijálsum vilja að ganga til samn-
inga í erfiðri stöðu - þótt það
gangi gegn efnalegum hagsmun-
um þeirra til skamms tíma litið.
Nelson Mandela og aðrir forystu-
menn Afríska þjóðarráðsins fagna
umbótaþróuninni og hvetja hvíta
fólkið til að gjalda stefnu stjórnar-
innar jákvæði sitt þótt þeir séu
óánægðir með að blökkumenn
skuli ekki fá að taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni. Jafnvel hvítir
kommúnistar greiða atkvæði með
umbótunum, ásamt stuðnings-
mönnum Þjóðarflokksins og Lýð-
ræðisflokksins. Það er því mjög
blandaður hópur sem sameinast
hér gegn Treumicht.
Óvænt úrslit?
Stjórnmálaskýrendur vilja sem
minnst segja um horfurnar. Flest-
ir þeirra spá því að mjótt verði á
mununum. Áðrir yppta aðeins
öxlum og segjast ekki vita hvern-
ig fer. Lítill tími hefur gefist til
að efna til skoðanakannana eða
skipuleggja kosningafundi.
Marga grunar að Þjóðarflokkur-
inn hafí treyst um of á umfjöllun
fjölmiðla um ræður forsetans og
sjónvarpsauglýsingar í stað þess
að efna til fundaherferðar.
Úrslitin í þjóðaratkvæða-
greiðslunni í dag gætu komið á
óvart. De Klerk og bandamenn
hans gætu unnið stórsigur en at-
kvæðagreiðslan gæti einnig
reynst mikið áfall fyrir hann,
stjórnina og Suður-Afríku.
Höfundur cr fyrrvcrandi
ritstjóri Capc Times.
Reuter
Suður-afrískir hermenn skýla sér á bak við ónýta bíla í einu af
blökkumannahverfum Jóhannesarborgar er götubardagar brutust
þar út í gær.
Reuter
Tælenskir landamæraverðir skjóta úr sprengjuvörpu á hermenn
Burma-hers sem fóru inn fyrir landamæri Tælands til að geta ráðist
á Karen-skæruliða í Burma.
Tælandsher skýtur
á burmíska hermenn
Bangkok. Reuter.
TÆLENSKUM herþotum var í gær fyrirskipað að skjóta á allar flug-
vélar frá Búrma sem færu inn fyrir lofthelgi Tælands til að ráðast
á Karen-skæruliða. Tælenskir hermenn beittu stórskotavopnum um
helgina til að hrekja í burtu burmíska hermenn sem höfðu farið
yfir landamærin til að ráðast aftan að Karen-skæruliðum.
Talið er að um tólf burmískir
hermenn hafi beðið bana í stór-
skotaárásunum um helgina. Niphan
Sirpaibul, yfirmaður landamæra-
sveita Tælands, sagði að Burma-her
hefði hvatt tælenska herinn til að
fara frá landamærunum til að koma
í veg fyrir mannfall þegar burmísk-
ar herþotur gerðu árás á Kaw Moo
Ra, búðir Karen-skæruliða í aðeins
sex km fjarlægð frá tælenska bæn-
um Mae Sot. Hann sagði að burm-
ísku herþoturnar þyrftu að fara að
minnsta kosti einn kílómetra inn
fyrir lofthelgi Tælands til að geta
ráðist á Kaw Moo Ra. Talið er að
74 burmískir hermenn hafi fallið í
misheppnaðri árás á Kaw Moo Ra.
Útvarpið í Rangoon skýrði frá
því að 155 Karen-skæruliðar og 19
stjórnarhermenn hefðu beðið bana
í bardögum um mikilvæga hæð í
grennd við höfuðstöðvar Karen-
skæruliða í Manerplaw. Um 4.000
Karen-skæruliðar veija Manerplaw
gegn 6.000 hermönnum Burma-
hers, að sögn tælenska hersins.
Stefnuskrá breska Verkamannaflokksins:
Hinir ríku borgi
fyrir fátæklinga
London. Reuter.
BRESKI Verkamannaflokkurinn
birti í gær stefnuskrá sína vegna
þingkosninganna 9. apríl og hét
því meðal annars að hækka
skatta á hátekjumenn til þess að
hjálpa hinum fátæku, eins og
komist var að orði.
Verkamannaflokkurinn lofaði að
auka hátekjuskatt úr 40% í 59%
af tekjum til þess að fjármagna
hækkun eftirlauna, aukna dagvist-
un og aðra félagslega þjónustu.
Breytingar sem flokkurinn heitir á
skattalöggjöfinni myndu þýða að
750.000 manns, sem nú borga
skatta, yrðu skattlausir. Opinber
gjöld meðalhjóna með tvö börn
lækkuðu um 300 sterlingspund,
jafnvirði 30.000 ÍSK. Menn með
4,5 milljóna króna árstekjur yrðu
hins vegar að borga sem nemur um
200.000, krónum meira til hins opin-
bera.
Sömuleiðis birti Fijálslyndi dem-
ókrataflokkurinn sína stefnuskrá
og þar vegur jiyngst það loforð
flokksins að mynda ekki samsteyp-
ustjórn með öðrum hvorum stóru
flokkanna eftir kosningar nema
semjist um breytingar á kosninga-
löggjöfínni. Samkvæmt henni
kemst einungis sá frambjóðandi
kjördæmis, sem flest atkvæði hlýt-
ur, á þing. Af þeim sökum hafa
fijálsyndir jafnaðarmenn einungis
hlotið um 20 þingmenn af 651 þrátt
fyrir að hafa hlotið stuðning 15%
Reuter
John Smitli, talsmaður Verka-
mannaflokksins í fjármálum,
kynnir áform flokksins um skatt-
alækkanir, komist hann í stjórn.
kjósenda. Leiðtogar Verkamanna-
flokksins hafa gefíð til kynna að
þeir kunni að vera til viðræðu um
breytta kosningalöggjöf en íhalds-
flokkurinn undir forystu Johns
Majors forsætisráðherra er andvíg-
ur breytingum af þessu tagi.