Morgunblaðið - 17.03.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 17.03.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 ATVIN N MMA UGL YSINGAR „Au pair“ íslensk fjölskylda, búsett íToronto í Kanada, óskar eftir „au pair“ frá september nk. til vors 1993. Starfið er fólgið í umönnun tveggja barna, 1 árs og 6 ára, auk léttra heimilisstarfa. Leitað er að ábyrgri stúlku um tvítugt, sem hefur ánægju af umgengni við börn. Umsókn ásamt heimilisfangi og símanúmeri sendist auglýsingadeild Morgunblaðsinsfyrir 25. mars merkt: „Kanada - 12405“. ISAL íslenzka álfélagið hf. óskar að ráða vaktverkstjóra fyrir steypuskála Kröfur til umsækjanda: - Menntun á sviði málm- eða rafiðnaðar. - Undirstöðuþekking í þýsku og/eða ensku. Æskileg væri þekking eða reynsla í með- ferð fljótandi málma. - Æskilegur aldur á bilinu 30-45 ár. - Stjórnunarhæfni/-reynsla. - Þarf að geta unnið sjálfstætt. Gert er ráð fyrir nokkurra vikna dvöl erlendis til þjálfunar. Vinnufyrirkomulag: Vaktavinna. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 607000. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244, eigi síðar en 30. apríl 1992. Umsóknareyðublöð fást hjá launadeild ISAL, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Aust- urstræti, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. HRAFNISTA, HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast í sumafleysingar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, sími 54288. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Getum bætt við hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á hinar ýmsu deildir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri alla virka daga kl. 13.00-15.00 í síma 26222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. REYKJALUNDUR Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa: - Á fastar næturvaktir. - Til afleysinga í eitt ár. - Til sumarafleysinga. Ennfremur eru lausar nokkrar hlutastöður hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum Reykjalundar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri. Viðskiptafræðingur 27 ára viðskiptafræðing með reynslu af bók- haldi og fjármálastjórn vantar vinnu nú þeg- ar. Ekki bundinn við höfuðborgarsvæðið. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Traustur og duglegur - 12269“. Skólastjórar Er með BA-próf í sálarfræði og hef fjölþætta starfsreynslu sem kennari og blaðamaður. Vinna við kennslu á landsbyggðinni æskileg. Tilboð sendist sem fyrst til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Áhugasamur - 639“. ISAL Vélvirkja- og bifvéla- virkjanám hjá ÍSAL íslenska álfélagið hf. hefur í hyggju að ráða tvo til þrjá nema í vélvirkjun og tvo nema í bifvélavirkjun á næstunni. Stúlkur koma jafnt til greina og piltar. Þeir, sem eiga eldri umsóknir um slíkt iðnnám hjá ÍSAL, eru beðnir að hafa samband við ráðningarstjóra í síma 607000 og endurnýja umsóknir sínar. Öðrum er bent á að nálgast umsóknareyðublöð í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavík, eða Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 25. mars 1992. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri í síma 607000. íslenska álfélagið hf. jí <// '■/',// '' ''' ' ' '''' TÍLSÖLU Flotbryggja, laxeldiskvíar og bátur Eftirtaldir hlutir eru til sölu úr þrotabúi Laxa- lóns hf.: 1. Flotbryggja, 80 metra löng, frá árinu 1986. 2. 18 laxeldiskvíar (40 og 50 metra) og nætur. 3. Stálbátur, 5.1 tonn, frá árinu 1987, sjá mynd. Nánari upplýsingar um framangreinda muni eru veittar hjá Jóhannesi Sigurðssyni hdl. Málflutningsskrifstofa, Ragnar Aðalsteinsson hrl., OtharÖrn Petersen, hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., Viðar Már Matthíasson hrl., Tryggvi Gunnarsson hrl., Jóhannes Sigurðsson hdl., Borgartúni 24, Reykjavík, sími 627611, telefax 627186. /■ r K Lögtaksúrskurður Að kröfu innheimtu Hafnarfjarðarkaupstaðar úrskurðast, að lögtök megi fara fram fyrir eftirtöldum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði: 1. Til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar: a) Gjaldfallin ógreidd gatnagerðargjöld álögð 1991, skv. 8. gr. rgl. frá 16. ágúst 1991 um gatnagerðargjöld í Hafnarfirði. b) Gjaldfallin álögð leyfisgjöld álögð 1991, skv. gr. 9.2. í byggingarreglugerð nr. 292 frá 16. maí 1979. 2. Til hafnarsjóðs Hafnarfjarðar: Gjaldfallin ógreidd hafnargjöld álögð 1991, skv. 11. gr. hafnarlaga nr. 69/1984, sbr. rgl. nr. 464/1986. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð Hafnarfjarð- arkaupstaðar, að átta dögum liðnum frá birt- ingu lögtaksúrskurðar. Hafnarfirði, 10. mars 1992. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, ferfram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarn- argötu 12, sími 28544, þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. mars 1992, kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk, þarf ekki að innrita. Frá grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1986) fer fram í skólum borgar- innar þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. mars 1992, kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldar láti innrita börnin á þessum tíma vegna nauðsynlegar skipulagningarog undirbúningsvinnu ískólum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.