Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
55
Apple-skákmótinu lokið:
Jóhann Hjartarson og
Shírov jafnir í fyrsta sæti
____________Skák_______________
Bragi Kristjánsson
SÍÐASTA umferð Apple-Reykja-
víkurskákmótsins var tefld á
laugardaginn fyrir fullu húsi
áhorfenda. Skákimar Jóhann -
Shíróv og Hannes Hlífar — Þröst-
ur voru aðalskákir umferðarinn-
ar. Jóhanni dugði jafntefli til að
verða einn í efsta sæti og Hannes
Hlífar þurfti að vinna til að ná
áfanga að stórmeistaratitli.
Snemma hallaði á Jóhann við
viðskiptunum við Shírov og
Hannes Hlífar fékk síst betra
tafl gegn Þresti í byrjun. Vonir
áhorfenda dvínuðu smátt og
smátt og svo fór að lokum, að
bæði Jóhann og Hannes Hlífar
töpðuðu. Sannarlega spennufall
í lok einhvers skemmtilegasta
skákmóts, sem hér hefur verið
haldið!
11. umferð:
Jóhann — Shírov, 0-1, 40 leikir.
Hannes Hlífar — Þröstur, 0-1, 46
leikir.
Margeir — Conquest, 1-0, 35 leikir.
Renet — Jón L., 'h, 16 leikir.
Helgi — Kotronias, '/2, 29 leikir.
Karl — Plaskett, 0-1, 67 leikir.
Jóhann tefldi flókna byijun of
rólega og náði þess vegna ekki
nauðsynlegum gagnfærum á
drottningararmi gegn sókn Shírovs
á kóngsvæng. Tilraunir Jóhanns til
að flækja taflið reyndust gagnslitlar
og varð hann að gefast upp þegar
tímamörkum var náð. Þar með
komst Shírov upp að hlið Jóhanns
í fyrsta sæti. Hannes Hlífar var
óheppinn í byijunarvali að þessu
sinni. Hann lenti í byijun, sem
Þröstur kunni greinilega vel. Hann-
esi tókst ekki að skapa sér nægileg
vinningsfæri og lék sig að lokum í
mát. Þar með missti Hannes af stór-
meistaraárangri, en 7 vinningar
hefðu fært honum annan áfanga
að þeim titli. í skákinni við Hánnes
vann Þröstur einu skák sína á mót-
inu og fannst mörgum vinningurinn
koma á röngu augnabliki. Ekki er
þó við Þröst að sakast, hann rækti
einungis þá íþróttamannsskyldu
sína að leggja sig eins fram í þess-
ari skák og hinum tíu í mótinu.
Margeir vann mjög sannfærandi
sigur á Conquest og Karl lenti í
erfiðu endatafli gegn Kotronias, en
hélt jöfnu. Renet og Jón L. sömdu
jafntefli í jafnri stöðu eftir stutta
baráttu.
Um taflmennsku keppenda á
mótinu er það að segja, að sjaldan
eða aldrei hefur verið jafnhart bar-
ist á skákmóti á íslandi. Jóhann
Hjartarson tefldi yfirvegað og vel
allt mótið. Hann tapaði aðeins tveim
skákum, í fyrstu og síðustu umferð.
Jóhann virðist nú nálgast þann
styrkleika, sem fleytti honum 1
áskorendaeinvígin gegn Kortsnoj
og Karpov fyrir fjórum árum.
Lettinn, Alexei Shírov, er
skemmtilegur skákmaður, sem
leggur allt undir í hverri skák, og
fómar liði, ef hann sér nokkum
möguleika á því.
Gríski stórmeistarinn, Vasilios
Kotronias, tefldi vel framan af, fékk
3'/2 vinning í 4 fyrstu skákunum.
Eftir tap fyrir Plaskett í þeirri
fímmtu, vann hann aðeins eina
skák, á grófum afleik Karls.
Hannes Hlífar Stefánsson tefldi
af miklu öryggi á mótinu, tapaði
aðeins tveim skákum, í fyrstu og
síðustu umferð, eins og Jóhann!
Hannes var óheppinn að fá ekki þá
7 vinninga, sem þurfti til áfanga
að stórmeistaratitli, því hann tapaði
unninni skák gegn Conquest og
missti unna skák niður í jafntefli
gegn Shírov.
James Plaskett er skemmtilegur
skákmaður, sem lítið er um jafntefl-
in gefíð. Hann tefldi mjög vel í tveim
fyrstu umferðunum, gegn Jóhanni
og Margeiri, en eftir það gekk á
ýmsu. Líklega er hann óánægðastur
með að hafa tvisvar neyðst til að
semja .frið á mótinu.
Franski stórmeistarinn, Olivier
Renet, tefldi af öryggi í mótinu, en
keppnisharkan mætti vera meiri.
Enski stórmeistarinn, Stuart
Conquest, tefldi þannig á þessu
móti, að hann flækti taflið eins og
hægt var, og hugsaði svo lengi um
byijunina, að hann átti aldrei tíma
til að hugsa um síðustu 15-20 leik-
ina fyrir fyrri tímamörkin. Það
hlaut því að vera nokkuð tilviljana-
kennt, hvað kom út úr skákunum.
Stórmeistararnir, Jón L. Árnason
og Margeir Pétursson, byijuðu illa,
en náðu sér á strik í seinni hluta
mótsins. Karl Þorsteins átti erfltt
uppdráttar framan af móti, en tefldi
betur síðari hlutann. Helgi Ólafsson
var óþekkjanlegur í mótinu og
Þröstur fór ekki að tefla af hörku,
fyrr en komið var fram yfir mitt
mót.
vinningar SB-stig
1. A. Shírov X 1 0 'h 1 0 'h 1 'h 1 1 1 7% 38,50
2. Jóhann Hjartarson 0 X '/2 'h 0 1 'h 1 1 1 1 1 7% 36,00
3. V. Kotronias 1 '/2 X 'h 0 'h 0 'h 1 1 'h 1 6%
4. Hannes H. Stefánsson 'h '/2 '/2 X 1 'h 1 'h 'h 0 1 0 6 34,00
5. J. Plaskett 0 1 1 0 X 'h 1 'h 1 0 0 1 6 33,00
6. Jón L. Árnason 1 0 ‘/2 'h 'h X 1 'h 'h 0 'h * 'h 5% 31,00
7. Margeir Pétursson 'h '/2 1 0 0 0 X 1 'h 1 'h 'h 5% 29,50
8.0. Renet 0 0 '/2 'h 'h 'h 0 X 1 1 1 'h 5% 26,25
9. Karl Þorsteins ‘/2 0 0 'h 0 'h 'h 0 X 1 1 'h 4%
10. S. Conquest 0 0 0 1 1 1 0 0 0 X 0 1 4 21,00
11. Helgi Ólafsson 0 0 '/2 0 1 'h 'h 0 0 1 X 'h 4 20,50
12. Þröstur Þórhallsson 0 0 0 1 0 'h 'h 'h 'h 0 'h X 3%
65 pör kepptu í Islandsmeistara-
keppni í samkvæmisdönsum
íslandsmeistarkeppni í sam-
kvæmisdönsum var haldin í
íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði síðastliðinn laugar-
dag. Keppt var í 10 dönsum í
þremur flokkum og í 8 dönsum
í einum flokki, 12-15 ára og réði
samanlagður árangur úrslitum.
í 10 dönsum var auk þess keppt
í flokki 16-18 ára, 19 ára og eldri.
í flokki 12-15 ára urðu Davíð Arn-
ar Einarsson og Jóhanna Ella Jóns-
dóttir íslandsmeistarar, í öðru sæti
urðu Eggert Th. Guðmundsson og
Katrín Vala Aijona, í þriðja sæti
urðu Ólafur Már Sigurðsson og
Hilda Björk Stefánsdóttir, í fjórða
sæti urðu Victor Victorsson og
Drífa Þrastardóttir, í fimmta sæti
urðu Daníel Traustason og Hrefna
Rósa Jóhannsdóttir og í sjötta sæti
urðu Örn Ingi Björgvinsson og
Berglind Magnúsdóttir.
í flokki 16-18 ára urðu Ólafur
Magnús Guðnason og íris Anna
Steinarsdóttir lslandsmeistarar, í
öðru sæti urðu Árni Þór Eyþórsson
og Helga Guðný Jónsdóttir, í þriðja
sæti urðu Edgar Konráð Gapunay
og Rakel Ýr ísaksen, í fjórða sæti
urðu Gunnar Már Sverrisson og
Anna María Ragnarsdóttir, í
fímmta sæti urðu Hlynur Freyr
Stefánsson og Kolbrún Yr Jónsdótt-
ir og í sjötta sæti urðu Tryggvi
Tryggvason og Rósa Sigurðardótt-
ir.
í flokki 19 ára og eldri urðu Víð-
ir Stefánsson og Fjóla Rún Þorleifs-
íslandsmeistarar, í öðru sæti urðu
Ragnar Sverrisson og Anna Björk
Jónsdóttir, í þriðja sæti urðu Bjarni
Þór Bjarnason og Jóhanna Jóns-
dóttir, í fjórða sæti urðu Hálfdán
Guðmundsson og Heiðrún Svanhvít
Níelsdóttir, í fimmta sæti urðu Frið-
rik Brynjarsson og Hrafnhildur
Sverrisdóttir og í sjötta sæti urðu
Halldór Victorsson og Þórdís Rún-
arsdóttir.
Jón Pétur Úlfljótsson og Kara
Arngrímsdóttir urðu íslandsmeist-
arar í flokki atvinnumanna, í öðru
sæti urðu Jóhann Örn Ólafsson og
Petrea Guðmundsdóttir, í þriðja
sæti urðu Haukur Ragnarsson og
Esther Inga Níelsdóttir og í fjórða
sæti urðu Hinrik Norðfjörð Valsson
og Kristín Vilhjálmsdóttir.
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Pétur Úlfljótsson og Kara
Arngrímsdóttir urðu Islands-
meistarar í samkvæmisdönsum í
flokki atvinnudansara.
Dómarar í keppninni voru þrír
og voru þeir frá Danmörku, Eng-
landi og Hollandi. Alls kepptu 65
pör og það var Dansráð íslands sem
sá alfarið um keppnina.
Gengi íslensku keppendanna í
mótinu vekur ýmsar spurningar.
Allir byijuðu illa, en sóttu sig, þeg-
ar á mótið leið. Gæti hugsast, að
æflngaleysi sé um að kenna, að
þeir tefli mikið minna en erlendir
„kollegar" þeirra?
Um einstök úrslit vísast til með-
fylgjandi töflu.
XV. Reykjavíkurskákmótið,
Apple-mótið, var mjög vel heppnað
í alla staði. Taflmennskan á mótinu
er einhver skemmtilegasta, sem hér
hefur sést, og framkvæmdin öll til
fyrirmyndar, enda sögðu erlendu
keppendurnir mótshaldið eitt það
besta, sem þeir hafa kynnst.
Við skulum að lokum sjá skák
efstu manna úr síðustu umferð.
Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart:
Alexei Shírov. Kóngsindversk-vörn.
1. d4, - Rf6, 2. c4 - g6, 3.
Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Rf3 -
0-0, 6. Be2 - e5, 7. 0-0 -
(Val skákmanna á byijunum
hlýtur alltaf að vera umdeilanlegt,
en ætli uppskiptaafbrigðið 7. dxe5
- dxe5, 8. Dxd8 o.s.frv. hefði ekki
hæft augnablikinu vel? I því tilviki
hefði Shírov neyðst til að tefla örlít-
ið lakara endatafli til vinnings. í
framhaldi skákarinnar fær Lettinn
upp þær flækjur, sem hann þarf til
að vinna skákina.)
7. - Rc6, 8. d5 - Re7, 9. Rel
- Rd7, 10. Rd3 - f5, 11. Bd2 -
Kh8!? (Shírov velur fremur sjald-
gæfa og sveigjanlega leið, sem held-
ur ýmsum möguleikum opnum.
Skákfræðin telur 11. — c5 bestu
leið svarts, t.d. 12. Hbl — Rf6, 13.
f3 - f4, 14. b4 - b6, 15. bxc5 -
bxc5, 16. Rb5 - g5, 17. Rf2 - h5,
18. h3 - Rg6, 19. De7 - Del, 20.
Ba5 — Re8, 21. Hb3 með betra
tafli fyrir hvítan.)
12. f3
(í skákinni Jóhann Hjartarson —
Scekacev, Fíladelfíu 1991 fékk
svartur betra tafl eftir 12. b4 —
Rf6, 13. f3 - h6, 14. Hcl - g5,
15. Rf2 - Rg6, 16. exf5 - Bxf5,
17. g3 - a5, 18 a3 - axb4, 19.
axb4 - c6, 20. Db3 - Re7, 21.
dxc6 — bxc6, 22. b5 — cxb5, 23.
cxb5 - Bh7, 24. Rce4 - Rf5, 25.
Bc3 — Rxe4, 26. fxe4 — Bg8
o.s.frv.
Alfræðibyijanabókin bendir á 12.
Hcl — c5, 13. dxc6 ep bxc6, 14.
c5 — d5, 15. exd5 — cxd5, 16. Bg5
- Bb7, 17. Rb5 - Bc6, 18. Rb4 -
Rf6, 19. Rd6 — Dd7 með jöfnu
tafli (Dreev — Shírov, 1989.)
12. - f4, 13. Hcl - h5
(Til greina virðist koma 13. —
c5, en Shírov þarf nauðsynlega að
vinna, og flækir því taflið eins og
hann getur.)
14. b4 - g5, 15. c5 - Rf6, 16.
Rb5 - Re8, 17. Dc2 - Bd7, 18.
Rf2 - a6, 19. Ra3 - b5, 20. cxb6
ep cxb6
21. Rc4?! -
(Eftir þennan leik tekst Shínftw-
að lama allar aðgerðir Jóhanns á
drottningararmi. Nauðsynlegt var
að leika 21. b5, en með því hefði
hvítur haldið aðgerðum gangandi,
t.d. 21. — a5, 22. db3 ásamt 23.
Hc6 og Hfl — cl í framhaldinu.)
21. - Hc8, 22. Ddl - b5!, 23.
Ra5 — Hxcl, 24. Dxcl — Db6,
25. Khl - Rf6, 26. Rd3 - Hc8,
27. Ddl - g4
(Þar með er orðið ljóst, að Jó-
hann hefur orðið undir í barátt-
unni. Hann hefur ekkert spil á
drottningarvæng, en Shírov hefur
góð sóknarfæri á kóngsvæng.)
28. Bel - Rg6, 29. Bf2 - Dc7,
30. Rc6 - h4!
(Svartur gefur engin gagnfæri:
30 — Bxc6?, 31. dxc6 — Dxc6, 32.
Db3 - Dc4, 33. Rxf4! - Dxb3, 34.
Rxg6+ — Kh7, 35. axb3 — Kxg6
og hvítur á jafnteflisvonir.)
31. fxg4 —
(Svartur hótaði annað hvort 31.
— g3 eða 31. — h3, þannig að erf-
itt er að benda á betri leik fyrir
Jóhann. Nú fellur mikilvægt peð á
e4 og staðan hrynur.)
31. — Rxe4 — 32. Bel — Rg5,
33. Ra5 -
(Tímahrak bættist nú við tapaða
stöðu hjá Jóhanni og endalokin eru
skammt undan.)
33. - Dc2, 34. Rc6 - Dxa2,
35. Rcl - Da3, 36. Rb3 - h3,
37. gxh3 - Hxc6!, 38. h4 -
(Ekki 38. dxc6 — Bxc6+, 39.
Khl - Rh3 mát.)
38. - Db2!, 39. Bd3 -
(Eftir 39. hxg5 - Hc2, 40. Rd2
— e4 getur hvítur ekki leikið neinu
af viti.)
39. - e4, 40. Hf2 - De5
Tímamörkunum er náð og ekkert
annað fyrir Jóhann að gera en að
gefast upp. Eftir 41. hxg5 — exd3,
42. dxc6 (hvað annað?) Bxc6+, 43.
Kgl - Dd4, 44. Hf2 - Dd5!, 45.
Hc2 — Bb4+ er mát óumflýjanleg#^-
VANNÞIN
FJÖISKYUA?
Heildarvinningsupphæðin var:
152.179.224 kr.
Röðin : 221-X11-122-22X2
13 réttir: 7raöirá
12 réttir: 316raöirá
11 réttir: 4.916 raðirá
10 réttir: 48.959 raðir á
5.869.770 - kr.
81.860-kr.
5.570 - kr.
1.180-kr.
Nú hefur veriö ákveöiö aö framhald veröi á Sænsk-íslensku
samstarfi. Þetta eru gleöifréttir fyrir íslenska tippara því aö nú
veröa getraunir um hverja helgi altt áriö um kring þar sem
potturinn er vel á annaö hundraö milljónir.