Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 2

Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 :ræAslt j mism ins birt irgangi íiðurstc estur svo að hægt : tu VOTcl >ru mör em viðkomancj jinkenn en aðtwi—r-a-j nu valc æit og uppgjl ikapger rsónuleiki þeil iðrir hafi dotti úr námi og ej ólkið hefur ek fengið nógu j Sýnishorn af stafsetningu nemanda með heyrnræna les- tregðu, sem mun eitt algeng- asta form lestrarörðugleika. Skrifað eftir upplestri. LESID: Prófin eru byrjuð. Þá er margs að gæta. Ég las einkum ... SKRIFAD: Prófin eru biijuð. Þá er marga að gjæta. Ég las eikum ...“ hundruð og níutíu pund. Þá loksins brutust fagnaðarlætin út. Lestrarerfiðleikar stafa af margvíslegum toga Af lestri bókarinnar er ljóst að Susan er haldin mjög slæmri les- blindu. Fyrir utan erfiðleika við bókstafi, víxlar hún tölustöfum og ruglar sífellt saman hægri og vinstrí. í hennar tiiviki vinna heila- hvelin ekki eins og þau eiga að gera. Má gera ráð fyrir að aðeins lítið brot mannkynsins sé haldið þessari fötlun. Hins vegar eiga mjög margir við lestrarerfiðleika að glíma. Með lestrarörðugleikum er átt við að einstaklingurinn sem í hlut á hveiju sinni sýni frávik í lestrargetu borið saman við aðra Imjög athyglisverðri bók sinni, Susan ’s Story, greinir breska leikkonan Susan Hampshire frá því hvernig hún hefur komist í gegnum skólagöngu sína og leikferil, þrátt fyrir mjög mikla lestrarörðugleika. Hún gat ekki skrifað bókina hjálparlaust, enda sagði bróðir hennar: Hvernig ætlar þú að fara að því að skrifa bók? Þú getur ekki stafað orðin og þeir lesblindu geta ekki lesið hana! Einföldustu orð urðu að óskiljanlegum táknum Susan átti þrjú eldri systkini sem öllum gekk mjög vel í skóla. í bók- inni rekur hún skólagöngu sína, hvernig móðir hennar stofnaði eigin skóla fyrir börnin sín og vinafólks síns, þegar kom að skólagöngu Sus- an. Hún lýsir vandamálunum sem fylgdu því að skrifa þriggja stafa orð, sem voru svo einföld að hinir krakkarnir gátu lært þau samstund- is. Hvernig hún fann stöðugt fyrir vanmætti sínum og hvernig móðir hennar og systkini hjálpuðu henni í gegnum erfiðleikana með hiýju og ástúð, án þess að nokkur gerði sér grein fyrir því að hún væri haldin þessari fötlun, þrátt fyrir að allir fyndu að eitthvað var að. Kvöld eitt heyrði hún móður sína ræða við eldri systkinin um hvort hún gæti verið þroskaheft. Hún komst reyndar ekki að því fyrr en löngu seinna hvað orðið þroskaheftur þýddi. Susan segir frá því hvernig henni tókgt að komast í gegnum fram- haldsskólann, meðal annars með því að taka með sér hamstur og sleppa honum lausum í hvert skipti sem hún átti að lesa Shakespeare eða gera annað sem hún réð ekki við. Eða þá að hún keypti vinina til að lesa upphátt fyrir sig og skrifa verk- efnin. Einna erfiðast átti hún með að finna orð í orðabók. Stundum sat hún tímunum saman og reyndi að finna eitt einasta orð. Hún uppgötvaði fljótlega að hún varð að vekja athygli fyrir eitthvað annað en það sem byggðist á lestr- arkunnáttu, þannig að hún reyndi að vera fyndin eða láta á sér bera á annan hátt. Reglan sem hún fór eftir var nokkurn veginn þannig: „Vertu meðfærileg, stattu þig þar sem þú getur eins og í söng, leikjum og leikfimi. Vertu tilbúin að aðstoða yngri börnin og snúast fyrir kennar- ann eftir þörfum. Ef þú ert hugvits- söm, ástúðleg, alltaf brosandi og hlæjandi, þá mun fólk gleyma því að þú sért heimsk og hugsar ekki um hvað þroskaheftur þýðir.“ Það er aðdáunarvert að fylgjast með hvernig hún komst í gegnum skólagönguna og leiklistarferil sinn með því að Iesa aftur og aftur sama textann og búta orðin niður eftir reglu sem hún bjó sér til. Þegar hún sat í ró og næði gat hún lesið texta með þessu móti, en stundum kom líka fyrir þegar hún var að fara yfir texta, sem hún hafði áður lesið, að hún kannaðist ekki við neitt. í fyrra skiptið hafði hún lesið allt annað út úr kaflanum heldur en stóð þar. Stóð teinrétt þrátt fyrir ýmsar uppákomur I bókinni kemur fram hvernig hún lét aldrei bugast, þrátt fyrir margar niðurlægðar uppákomur, eins og þegar hún átti að afhenda vinningshafa í getraunum ávísun. Upphæðin var mjög vegleg og því voru fulltrúar fjölmiðla á staðnum. Susan bytjaði á því að segja: Hinn heppni vinningshafi er hr. James og hlýtur hann 696 pund. Ekkert gerðist, nema James varð fýldur á svipinn, enginn klappaði og fólk horfði vandræðalegt hvert á ann- að. Susan sá hvaða glappaskot hún hafði gert, sagðist vera lesblind, lét skrýtlu fylgja með í kjölfarið um hvernig hún ruglaði saman tölum. Síðan hóf hún aftur upp raust sína og nú var upphæðin 6.096 pund handa hr. James. Aftur varð andrúmsloftið jafn vandræða- legt, Susan svitnaði, roðnaði og vildi helst sökkva niður úr gólfinu. Ennþá einu sinni baðst hún afsök- unar og sagði: Upphæðin er sex, núll, núll, komma, sex, niu, núll. Þá loks brast einhvern þolinmæð- Þaó er sameigin- legt meó þeim sem eiga i lestrarerffió- leikum aó þeir eiga mjög erf itt meó aó greina i sundur hljóó, greina hljóó i oróum og sumir eiga erf itt meó aó muna hljóóin ina, tók hljóðnemann af Susan og sagði: Upphæðin sem hr. James hlýtur er sex hundruð þúsund, sex í athyglisverðri bók sinni, Susan’s Story, greinir b’reska leik- konan Susan Hampshire frá því hvernig hún hefur komist í gegnum skólagöngu sína og leikferil, þrátt fyrir mjög mikla lestra- rörðugleika. námsgetu og þá kennslu sem hann hefur hlotið. í Bretlandi er talið, að um 32 þúsund börn sem eigi við sértæka lestrarörðugleika að stríða hefji skólagöngu á hveiju ári og að um 350 þúsund slík börn séu í breska skólakerfinu. í könnun sem Fræðsluskrifstofan í Reykjavík gerði í fyrra kemur í ljós að um 700 börn í Reykjavík (eða um 10%)' eiga við_ lestrarörðugleika á mis- munandi stigi að glíma. Þá fór fram í fyrra alþjóðleg rannsókn á læsi frá ýmsum hliðum og var fyrsti hluti íslenska hlutans birtur í nóvember sl. þar sem kann- aður var lesskilningur 9 og 15 ára barna. Þar kemur fram að um 800 börn í hvorum árgangi fyrir sig á landinu öllu eigi í miklum erfiðleik- um með lesskilning og svipaður íjöldi á í einhveijum erfiðleikum. Frekari niðurstöður eru væntan- legar innan tíðar. Engar tölur eru til um fjölda nemenda í framhalds- skólum sem eiga í erfiðleikum með lestur né þeirra fullorðnu, sem aldrei hafa verið greindir með sér- tæka lestrarörðugleika. Hljóðgreining slök Lestrarerfiðleikar eru flóknara mál en svo að hægt sé að gera þeim ítarleg skil í grein sem þess- ari, enda er um að ræða allt frá smávægilegum erfiðleikum og upp í fötlun. Það sem er sameiginlegt með þeim sem eiga í lestrarerfið- leikum er að þeir eiga í vemlegum erfiðleikum með að greina í sundur hljóð, greina hljóð í orðum og sum- ir eiga erfitt með að muna hljóðin. En hvað með þá sem eiga í lestrarörðugleikum, geta þeir allir orðið læsir með thnanum? Rann- veig Lund sem kenndi við lestrar- sérdeild Fellaskóla segir að sumir haldi því fram að fólk með „dyslex- íu“ verði aldrei almennilega læst. „Þetta hangir saman við skil- greininguna á því hvað það er að vera læs. Að vera læs þýðir að skilja það sem lesið er,“ segir hún. „Það er hægt að vera læs á texta á daglegu máli en ólæs á texta sem í eru mörg orð, sem viðkomandi þarf að velta fyrir sér hvað þýða.“ Hún segir ennfremur að lestrar- örðugleikar birtist á mismunandi hátt hjá einstaklingum þegar þeir lesi. „Það er þó ekki hægt að segja að betra sé að hjálpa börnum með eina tegund einkenna fremur en aðra. Það er frekar komið undir því hvaða áhrif lestrarbaslið hefur liaft á nemendur. Ósigrar í lestrar- náminu valda oft óbeit og uppgjöri á lestri og bókum og það getur verið erfitt að hjálpa krökkum að yfirvinna slíkt. Þar kemur skap- gerð og persónuleiki þeirra inn í myndina.“ María Hannesdóttir, sem hefur séð um lestrarkennslu fullorðinna hjá Námsflokkum Reykjavíkur, segir að þeir sem leiti þangað séu á mismunandi lestrarstigi. Sumir hafi aldrei haft tækifæri til að læra, aðrir hafi dottið úr námi og enn aðrir séu haldnir lesblindu. „Sem betur fer eru það fæstir. Það sem mér finnst áberandi er að fólk- ið hefur ekki fengið nógu góða þjálfun á léttum texta. Það hefur átt í erfiðleikum með lestur frá byrjun og farið of fljótt út í of þungt efni og þá eru meiri líkur á uppgjöf." Stílarnir voru oft óskiljanlegir — segir Bubbi Morthens, sem er skrifblindur ÞEIR eru ekki margir sem hafa komið fram í sviðsljósið og viðurkennt skamm- laust að þeir eigi í erfiðleikum með lestur eða skrift. Einn þeirra sem það hefur gert er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann er skriftblindur, sem er mun sjaldgæfara en að eiga í lestrarerfiðleikum. Hann var orðinn Hughes 5-6 ára og að sögn bróður hans, Arthurs, sótti hann bókasafnið daglega á þeim tíma. „Ég las allt milli himins og jarðar. í raun bjargaði bókin mér frá því að verða eitthvert mikið og stórt tilfelli,“ sagði Bubbi í samtali við Morgunblaðið. Bubbi Morthens ásamt Silju Aðalsteisdóttur þegar bókin þeirra, Bubbi, kom út fyrir rúmu ári. Þar segir m.a. frá skrifblindu Bubba. „Skrifblindan kom ekki í ijós fyrr en ég var 8-9 ára. Ég man að skriftin hjá mér skilaði sér ekki eins og hjá öllum hinum og mínir stílar voru oft á tíðum óskiljanlegir," sagði Bubbi. „Þetta kom líka fram í reikningi. Ég sé tölurnar, en ef ég hugsa ekki því mun sterkara um þær gerist eitthvað í skilaboðunum þegar ég sendi þau frá mér, að tölurnar brenglast." Bubbi segir að þetta vandamál hafi verið honum mikill baggi og ákafleg skömm, þar til fyrir 6-7 árum. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég ætlaði að gera tóniistina að ævistarfi mínu og að ég yrði t.d. að læra bragfræð- ina upp á nýtt. Ég keypti bækur, fékk Megas, Silju Aðalsteinsdótt- ur og fleiri til að gerast kennarar mínir, sem skilaði sér í því að fóik skilur skrift mína í dag, þrátt fyrir að hún sé ekki fullkomin. Ég er kannski klukkutíma lengur en aðrir að skrifa bréf, því ég verð að segja hvern ein- stasta staf upphátt. Ef ég skrifa frekar hratt, þegjandi og hijóð- laust, verðúr g að f eða k, b verð- ur að p og svo framvegis. Alla vega sýndi þetta mér, að það er hægt að komast yfir mestu erfið- leikana með dugnaði og vilja. Það tók mig marga klukkutíma á dag í næstum því tvö ár að ná þessum árangri." Hann segist hafa verið heppinn í æsku, því þrátt fyrir allt hafi hann átt góða bræður og fengið stuðning heima fyrir, þó svo að það væri ekki á hreinu hvað væri að. „Ég held að það hafi kannski bjargað mér, að þegar ég 15 ára gamall var í skóla í Árósum uppgötvaðist eftir ein- ungis viku, að ég væri skrifblind- ur. Það var mikill léttir að fá það staðfest að ég væri ekki fífl. Auðvitað blundaði það inni í mér sem unglingur, að ég væri brot af hálfvita, þrátt fyrir að ég hefði fengið mjög góða útkomu út úr gáfnaprófi í barnaskóla. Þarna breyttist líf mitt úr því að vera frekar dapurt í þessum málum í það að mér leið óskap- lega vel,“ sagði Bubbi Morthens.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.