Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 c Alda Ingibergsdóttir með einsöngstónleika ALDA Ingibergsdóttir sópran- söngkona heldur tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði, mánudagskvöldið 30. mars nk. kl. 20.30. Á efnisskránni eru m.a. sönglög og aríur eftir Purcell, Mozart, Bellini, Verdi, Bizet, Puccini, Richard Strauss og Þórarinn Jónsson. Alda hóf söngnám við Söngskól- ann í Reykjavík haustið 1985 og lauk þaðan VIII stigs prófi i söng sl. vor. Eru þessir tónleikar liður í burtfaraprófi hennar frá Söng- skólanum nú í vor. Aðalkennari hennar við skólann er Dóra Reynd- al, en jafnframt hefur hún_ sótt söngnámskeið hjá E. Ratti á Ítalíu og prof. Oren Brown, bæði hér heima og erlendis. Alda er félagi í Kór íslensku óperunnar og söng einsöng með kórnum í konsertuppfærslu á Porgi Alda Ingibergsdóttir og Bess eftir Gershwin með Sin- fóníuhljómsveit íslands nú í vetur. Þá söng hún einnig hlutverk Fyrsta anda í uppfærslu íslensku óper- unnar á Töfraflautu Mozarts fyrr í vetur. Þessa dagana er hún þátttak- andi í Otello eftir Verdi á fjölum íslesnku óperunnaru og nemenda- óperu Söngskólans Orfeus í undir- heimum eftir J. Offenbach. Þá hefur hún komið fram sem ein- söngvari bæði í útvarpi og sjón- varpi. Ólafur Vignir Albertsson hefur lengst af unnið með henni sem píanóleikari og verður hún með- leikari hennar á tónleikunum. VIÐ RÝMUM TIL Nú œtlum við að rýma aðeins til á lagernum okkar fyrir vorið. Við bjóðum ryksugur frá AEG og brauðristar frá tefal á verði sem kemur þœgilega á óvart. Dœmi: AEG ryksuga Vampyr 408 Dregur inn snúru, með stillanlegum sogkrafti, fylgihlutageymsla. Verð áður 14.933 kr. Tilboð: 11.995 kr. stgr. TEFAL brauðrist 8748 tekur 3 sneiðar. Verð áður 3.507 kr. Tilboð: 1.995 kr. stgr. Einnig bjóðum við vandaða franska leirvöru frá EMILE HENRY á 25% afslœtti svo ogpotta ogpönnur frá tefal Umboðsmenn um allt land. BRÆÐURNIR OKMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 Bestu kjör, verðtrygging og 25% í skattafslátt Grunnur er verðtryggður miðað við lánskjaravísitölu og leggst verðtryggingin við innstæðu og vexti mánaðarlega. Auk hárra vaxta veitir Grunnur rétt til ríflegs skattafsláttar sem nemur fjórðungi þeirrar fjárhæðar sem spöruð er á ári. Grunnur að eigin húsnæði Grunnur er kjörinn fyrir þá sem hyggja á húsnæðiskaup eða húsbyggingar í náinni framtíð. Leggja þarf reglulega inn á Grunn a.m.k. ársfjórðungslega. Sparnaðartíminn er bundinn í 3 - 10 ár, en getur lengstur orðið 15 ár. Á sparnaðartímanum ávinnur reikningseigand- inn sér rétt til láns sem getur numið allt að fjórföldum höfuðstólnum. Grunnur er góður lífeyrissjóður Grunnur er fyrirtaks kostur fyrir þá sem vilja koma sér upp góðum varasjóði eða verð- tryggðum lífeyrissjóði með reglubundnum sparnaði. Til að njóta skattafsláttar fyrir 1. ársf jórðung þarf að leggja inn fyrir lok mars. ÆLandsbanki ísiands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.