Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 Forsætisráðherra um þátttöku í Vestur-Evrópusambandinu: Aukaaðild íslenskum örygg- ishagsmunum til framdráttar „ÞAÐ er óhjákvæmilegt fyrir okkur að átta okkur á hverjir séu varan- legir öryggishagsmunir þjóðarinnar, óháð breyttum aðstæðum, hveiju megi breyta og á hvaða grunni verði að byggja áfram,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra við umræður á Alþingi á þriðjudag um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál. Davíð sagði að íslensk stjórnvöld hefðu tekið jákvætt tilboði um aukaaðild Islands að Vestur- Evrópusambandinu og sagði ekki vafamál, að ef öll réttindi féngjust með slíkri aðild, sem rætt hefði verið um, yrði hún íslenskum öryggis- hagsmunum mjög til framdráttar. Davíð sagði tímabært að liefja viðræð- ur við Bandaríkin m.a. um hvernig þyrfti að aðlaga varnarsamstarfið að breyttum aðstæðum og sagði að ekki væri hægt að útiloka frekari samdrátt í Keflavíkurstöðinni. „Það eru varanlegir hagsmunir okk- ar að tryggja þátttöku okkar í Atl- antshafsbandalaginu," sagði Davíð. „Atlantshafsbandalagið tryggir jafnframt að okkar mikilvægasti bandamaður um langan tíma, Bandaríkin, taki beinan og öruggan þátt í öryggismálum Evrópu og haldi þar úti herstöðvum og hersveitum," sagði forsætisráðherra. Vék Davíð að hugsaniegri auka- aðild íslands að Vestur-Evrópusam- bandinu og sagði m.a.: „Eftir yfir- vegun eigum við að taka jákvætt tilboði um slíka þátttöku. Ég lít svo á að aukaaðild komi annars vegar í veg fyrir að við verðum að velja á milli tveggja meginstoða Atlants- hafsbandalagsins, það er Evrópu- bandalagsríkjanna annars vegar og Bandaríkjanna og Kanada hins veg- ar eða hafa minna vægi að öðrum kosti í NATO og evrópskum öryggis- málum. Við hvorki viljum né getum valið þar á milli. Aukaaðild veitir okkur því möguleika á að hafa áhrif í NATO og jafnframt í öiyggismál- um Evrópu,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að eina leiðin sem kæmi til greina, önnur en aukaaðild að Vestur-Evrópusam- bandinu, væri að stórauka samvinn- una við Bandaríkin og fjarlægjast Evrópu. „Það fellur að mínu mati ekki að íslenskum öryggishagsmun- um né vilja Islendinga sem Evrópu- þjóðar," sagði hann. „Breytingar í álfunni og samruna- þróunin í Evrópubandalaginu valda því að ekki er sjálfgefið að pólitískt vægi Atlantshafsbandalagsins í Evr- ópu sé tryggt. Fari svo að það minnki að ráði gæti það grafið undan áhuga Bandaríkjanna á bandalaginu og undan tengslunum yfir hafið og þar með þeim vettvangi sem skiptir ís- lendinga mestu í öryggismálum. Ég lít þannig á að ekkert geti komið í staðinn fyrir þau tengsl," sagði hann. Davíð sagði að þótt búast mætti við fækkun í norðurflota Rússa þyrfti engu að síður að tryggja varn- ir siglingaleiðanna yfir Norður- Atl- antshaf, en það mætti gera með mun minni viðbúnaði en áður. Þegar væri farið að gæta þess að dregið hefði verið úr herstyrk Bandaríkjanna í Keflavíkurstöðinni og ekki væri hægt að útiloka frekari samdrátt. Sagði Davíð tímabært að hefjá við- ræður við bandarísk stjórnvöld um hverjir séu varanlegir hagsmunir íslands og Bandaríkjanna á norður- slóðum, hvort og hvernig þurfi að aðlaga varnarsamstarfið að breytt- um aðstæðum, hvernig varnir ís- lands yrðu áfram tryggðar og hver verði framtíðarskipan í öryggismál- um íslands og nánustu bandamanna þess. ----».■» ■ ♦- Hnífstungur: Gæslu- varðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir nianni, sem grunaður er um að hafa veitt tveimur bræðrum áverka með hnífi, var í gær framlengl til 13. maí. Bræðurnir urðu fyrir árás þegar þeir voru á leið heim af dansleik í Hallarmúla aðfaranótt sunnudagsins 22. mars. Stundarijórðungi síðar var maðurinn handtekinn og var hann með hníf á sér. Hann var úrskurðað- ur í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á að það yrði framlengt og varð sakadómur við J)ví og úr- skurðaði manninn í gæslu til 13, maí. Annar bræðranna er enn á sjúkra- húsi eftir árásina. Geysir í Haukadal. Náttúruvérndarráð: Geysir ekki látinn gjósa GOS verða ekki framkölluð í Geysi í Haukadal. Þessi ákvörð- un var tekin á fundi Náttúr- verndarráðs 20. mars sl. Geysi í Haukadal er þekktastur allra goshvera í heimi og sá þeirra sem lengst hefur verið þekktur, en elstu heimildir um Geysi er frá lokun 13. aldar, segir í frétt frá Náttúrverndarráði. Um 1915 var gosvirkni í Geysi orðin nær engin en 1935 var graf- in rás í gegnum hverahrúðursskál- ina og vatnsborðið í hvernum lækkað, við það hófust gos á ný. Raufin fylltist smám saman af kísilútfellingum og um 30 árum síðar voru gos orðin mjög sjaldgjæf. Árið 1981 var raufin hreinsuð og gert mögulegt að framkalla gos með því að lækka vantsborðið í hvernum að viðbætt- um vænum skammt af sápu. Geysisnefnd var sett á laggirnar 1953 og stóð hún fyrir að Geysir var látin gjósa. Náttúrverndarráði var falin umsjá með Geysi 1991 og heimilaði ráðið 3 gos síðastliðið sumar, í framhaldi- af þeirri hefð sem skapast hafði í tíð Geysis- nefndar. Töluverð gagnrýni hefur komið fram á það að gos voru framkölluð í Geysi. Að vandlega athuguðu máli telur Náttúruverndarráð að virða beri það náttúruundur sem Geyis er og hefur því ákveðið að ekki verið framkölluð gos í Geysi. VEÐURHORFUR I DAG, 2. APRIL YFIRLIT: Hægviðri eða suðvestan gola. Dálitil snjókoma eða slydda öðruhverju á Vestfjörðum, en þurrt ánnars staðar. Víða bjart í innsveit- um,norðanlands og á Austurlandi. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Suðvestan eða breytileg átt, gola eða kaldi. Smá skúrir um vestan- vert landið, en annars víðast þurrt og bjart veður. Hiti 2-7 stig að degin- um, en nálægt frostmarki yfir nóttina. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg, vestlæg eða breytileg átt. Skúrir eða slydduél um vestanvert landið, en úrkomulítið austanlands. Hiti 3-7 stig að deginum, én nálægt frostmarki yfir nóttina. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o ö A o> Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r * r * * * * * 1*1 * r r r r r * r r * r * * * * * V V V Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él FÆRÐA VEGUM: Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka (Kl. 17.30 ígær) Góð færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnes. Fært er um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Fært er með suðurströndinni austur á Austfirði. Vegir á Austfjörðum og á Fljótsdalshéraði eru yfir- leitt vel færir en þó er ófært um Mjóafjarðarheiði og hálka er á Odd- skarði. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð, um Snæfellsnes í Dali og þaðan tíl Reykhóla. Brattabrekka er fær. Fært er frá Brjánslæk um Kleifarheiði til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og Drangsness. Ófært er um Steingrímsfjarðarheiði og Botnsheiði en Breiðadalsheiði er fær jeppum og stærri bílum. Greið- fært er til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar, þá er einnig fært um Lágaheiði. Fært er frá Akureyri um Þingeyjarsýslur í Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Vopnafjarðar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru aðeinsfær jeppum en Vopnafjarðarheiði erfær jeppum og stærri bílum. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 5 alskýjað Reykjavik 4 skýjað Bergen 4 léttskýjað Helslnki 1 snjókoma Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq +3 skafrenningur Nuuk +9 snjókoma Ósló 1 snjókoma Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 4 skýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 9 mistur Barcelona 15 léttskýjað Berlín 14 Skýjað Chicago ri-1 háifskýjað Feneyjar 11 rigning Frankfurt 7 rigning Glasgow 4 rigning Hamborg 10 mistur London 10 skúr LosAngeles 14 alskýjað Lúxemborg 6 skýjað Madríd S skýjað Malaga 17 skýjað Mallorca 10 skýjað Montreal 4 rigning New York 8 alskýjað Orlando 13 léttskýjað París 7 rignlng Madeira 18 skýjað Róm 10 þrumuveður Vín 8 alskýjað Washington 8 alskýjað Winnipeg +5 léttskýjað Morgunblaðið/Ómar Ragnarsson Framhlaup í Köldukvíslarjökli Köldukvíslaijökull, sem rennur vestur úr Vatnajökli inilli Hamarsins og Bárðarbungu, hleypur nú fram og að sögn Helga Björnssonar, jökla- fræðings hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hljóp jökullinn síðast fram fyrir tíu árum síðan. Hann segir flesta skriðjökla út úr Vatnajökli, að austuijöklinum undanskildum, hlaupa fram á sama hátt og nú er að gerast í Köldukvíslarjökli. Ástæða slíkra hlaupa er að jöklarnir hreyfast ekki nógu hratt að jafnaði til þess að bera fram þann snjó sem á þá safnast. Þar af leiðandi verða þeir brattari með hveiju árinu þar til að spennan við jökulbotninn er orðin svo mikil að hún eyðileggur vatnsrennslisleiðir undir jöklinum. Þá hættir vatn að renna greitt fram í fáeinum vatnsrásum og dreifist um jökulbotnin. Við það dregur úr núningsmótstöðu við jökulbotnin og jökullinn hleypur fram. Helgi tel- ur að Köldukvíslaijökull geti hlaupið fram um nokkur hundruð metra á næstunni. Efsta lag jökulsins, sem sést á myndinni, er vetrarsnjór frá liðnum vetri sem sprungið hefur með jöklinum. Helgi segir að lík- legt sé að jökullinn eigi eftir að stífla fyrir afrennsli vatns þannig að það safnist fyrir í Hamraslóni og Hvítalóni, en úr þeim kæmu jökul- hlaup í Köldukvísl. Á myndinni má sjá jökulhlaupið í Köldukvíslaijökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.