Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 ODEXION IMPEX - hillukerfi án boltunar sem hentar m.a. fyrir verksmiðjur, lagera, geymslur og bílskúra. Auðvelt í samsetningu með stífingum og lokun að óskum kaupanda. LANDSSMIÐJAN HF. Sölvhólsgötu 13 - Reykjavík - Sími (91) 20680 - Telefax (91) 19199 asHSSSu’55’ Minning: Gunnar Kjartansson frá Fremri-Langey Fæddur 29. maí 1927 Dáinn 24. mars 1992 Gunnar Kjartansson var fæddur í Fremri-Langey á Breiðafirði 29. maí 1927. Foreldrar hans eru Kjartan Eggertsson og Júlíana Einarsdóttir sem voru búandi þar. Þau lifa hann í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavík. Gunnar ólst upp í Langey í stórum systkinahópi, þau voru sjö systkinin. Það er gott að alast upp í frelsi og víðáttu Breiðafjarðar, enda unni Gunnar sínum æskustöðvum. Hann fór ungur að fást við báta, gera við vélar og fara á sjó á heimaslóðum. Hann fór líka á vertíðir við Faxa- flóa. Gunnar fór ungur maður í íþróttaskólann í Haukadal. Hann kvæntist 16. febrúar 1952 Ólöfu Ágústsdóttur frá Laugum í Hvammsveit. Þau eignuðust fjórar dætur, Láru, gift Gunnþóri Halldórs- syni, eiga þau 2 böm, Júlíönu, gift Jóhanni Sigurðssyni, eiga þau 3 börn, Elfu, á hún einn son og Lóu Björk, sem er í heimahúsum. Gunnar vann fyrst í Reykjavík í Trésmiðjunni Heiðmörk, þá í Steins- stólpum hf., síðar hjá GG-flutning- um, en lengst og síðast hjá Ingi- mundi hf. við vélagæslu og viðgerð- ir. Og margan bílinn gerði hann við fyrir fólk, enda bónþægur maður. Gunnar var skapléttur og skemmti- legur. Þar var oftast stutt í grínið, hann var söngmaður og hafði gaman af tónlist. Þau voru gestrisin Gunnar og Lóa, það var gott að koma í Karfavog, enda var oftast margt fólk í kringum þau. Gunnar eignaðist bát fyrir nokkrum árum með Andrési mági sínum, og fóru þeir á sjó hér á Faxa- flóa á sumrin, sér til ánægju, því Gunnar var alltaf gefinn fyrir sjó, enda af sjómönnum kominn. Eitt- hvert af fyrstu árunum sem Gunnar og Addi áttu bátinn, fóru þeir sigl- andi frá Reykjavík vestur á Breiða- fjörð og komu í Langey. Það var dásamlegt að sjá bátinn birtast úr hafvíðáttunum og gaman að fá þá í heimsókn. Gunnar var kominn heim. Upp í hugann hrannast minning- ar. Gott átt þú hrísla á grænum bala. Gunnar er kært kvaddur. Fríða. Frændi, vinur og hrókur alls fagn- aðar, Gunnar Kjartansson, er fallinn frá. Það var hjartað sem gaf sig. Á Ijóðrænan hátt má segja að hann hafi gefið það frá sér. Gunnar var hjartahlýr maður. Hann hleypti lífi í fólk. Með kímni, stríðni og fjöri smit- aði hann umhverfi sitt, enda laðaðist fólk að honum. Heimili hans og Lóu var og er mjög sérstakt. Þar var ekki bara kjarnafjölskyldan eins og við þekkjum hana, heldur stórfjöl- skylda, fjölskylda kynslóða. Alltaf var rými fyrir gesti, aldrei heyrði maður minnst á orðið þrengsli. Gunnar Kjartansson fæddist 29.maí 1927 í Fremri-Langey á Breiðafírði. Sonur hjónanna Júlíönu Einarsdóttur og Kjartans Eggerts- sonar. Þau og sex systkini lifa hann. Gunnar ólst upp í Fremri-Langey. Hann fór sautján ára á sjó og var fyrst á vertíð frá Akranesi. Árið 1952 kvæntist hann Olöfu Ágústs- dóttur frá Laugum í Hvammssveit og hafa þau nánast alla sína búskap- artíð átt heima í Karfavogi 36, Reykjavík. Þau eignuðust fjórar dæt- ur, Láru, Júlíönu, Elfu og Lóu Björku. í þessari upptalningu finnst mér verða að geta Ándrésar sem var Gunnari eins og sonur svo samrýmd- ir voru þeir. Gunnar var ætíð við vélar af ýmsu tagi. Maður átti hauk í horni ef eitt- hvað amaði af bílræflinum. Þótt pers- ónulega þyki mér ekki gaman að gera við bíla þá undi ég mér svo vel hjá Gunnari að ég lagði í að sprauta bílinn minn með hjálp Gunnars. Persónueiginleikar Gunnars komu þar vel í ljós. Stöðugur straumur af fólki kom til að fá ráðleggingar eða bara til að kasta á hann kveðju. Með vinnunni gaf hann sér tíma til að leiðbeina spurulum unglingi um bíla og vélar. Eitt áhugamál átti Gunnar sem tók hug hans allan. Fyrir mörgum árum dreymdi hann um að eignast bát. Hann hljóp ekki til og keypti bát, enda ekki fjársterkur maður, heldur lét drauminn vaxa. Fyrst var drifið keypt, síðan vél og smám sam- an óx báturinn á mörgum árum og Gola RE 143 varð að veruleika. Það er svo heillandi að eiga sér draumsýn og láta hana rætast. Gunnar átti sér fleiri draumsýnir sem ekki rættust. Hann var mjög pólitískur í hugsun og gat rætt um tíkina stundum sam- an. Sósíalisminn var draumsýn sem rættist ekki Gunnari né öðrum hvað sem síðar kann að vera. Líf okkar sem þekktum Gunnar er snöggtum snauðará? við fráfall hans. Ég vil þakka frænda fyrir sam- fylgdina þótt það sé eflaust ekki til neins. „Langt í eilífðar útsæ vakir eylendan þín“, megi hann fá góðan byr á Golu sinni. Eggert Eggertsson. í dag fer fram útför Gunnars Kjartanssonar frá Langholtskirkju í Reykjavík. Ég vil af því tilefni minn- ast hans nokkrum orðum. Það eru komin 25 ár síðan við kynntumst fyrst og hafa samskipti okkar verið meiri og minni alla tíð síðan og aldr- ei borið skugga á. Margar sjóferðir okkar um æskuslóðir hans í Breiða- firði verða mér ævinlega ógleyman- legar. Þar reyndi ég að læra af hon- um að þekkja siglingaleiðir, hin fornu fiskimið eyjabænda, draga fisk á færi, beita og leggja haukalóðir, háfa lunda og margt fleira. Ég held að enginn geti gert sér í hugarlund, sem ékki hefur reynt, hvernig tilfinning það er að vera úti í Breiðafjarðareyj- um við sólarupprás á vorin. Skynja allt lífið í kring um sig og hina víð- áttumiklu náttúrufegurð, en vera laus við skarkala heimsins. Öðrum fremur var það Gunnar sem kenndi mér að meta slíkar stundir. Gunnar fæddist í Fremri-Langey á Breiðafirði og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hann var sonur hjón- anna Kjartans Eggertssonar og Júlí- önu Einarsdóttur sem þar bjuggu, en þau dveljast nú háöldruð á Hrafn- istu í Reykjavík. 16. febrúar 1952 giftist hann Ólöfu Ágústsdóttur frá Laugum í Hvammssveit og stofnuðu þau heimili í Reykjavík og hafa í mörg ár búið í Karfavogi 36. Þar hefur fjölskylda þeirra hjóna átt at- hvarf hvenær sem þurft hefur á að halda. Gestir hafa átt þar að mæta hjartahlýju og höfðinglegum móttök- um. Hlutur Ólafar hefur þar verið stór. Skemmst er að minnast mið- vikudagskvöldanna í vetur þegar við nokkrir félagar komum í heimsókn til að spila brids. Þau hjónin eignuðust fjórar dæt- ur. Þær eru: Lára sem er gift Gunn- þóri Halldórssyni og eiga þau tvö böm. Júlíana sem er gift Jóhanni Þór Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn. Elfa sem á einn son og yngst er Lóa Björk. Gunnar hafði verið þjakaður af erfiðum sjúkdómi hin síðari ár. Þess vegna varð hann að láta margt ógert sem hugurinn stóð til. Það var þó fjarri honum að láta bugast; heldur var hann með hugann við framtíð- ina. Fjölskyldan öll var honum stoð og stytta, ekki síst Lóa með sinn mikla dugnað og óbilandi góða skap. Einmitt þegar kallið kom voru vonir bundnar við að hjálp væri á næsta leiti. Andlátsfregnin varð því sárari en ella. Ég og fjölskylda mín söknum góðs vinar og trausts félaga. Við biðjum góðan guð að styrkja þig Lóa mín og fjölskyldu þína alla. Grétar Sæmundsson. Margargerðiraf tölvuborðum. Verð frá kr. 12.500, BÍRÓ SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐKR.12.350,-STGR. MEÐÖRMUMKR. 16.500,- S t SMIÐJUVEGI2 h í r Ó TB-10TÖLVUBORÐ VERÐ KR. 11.875,- STGR. e i n a r meðhliðarplötu - 200 KÓPAV0GI - SlMI 46600 KR. 14.700,- íslenskgæðahúsgögn með 5 ára ábyrgð. Skrifborðsstólar ímikluúrvali. Verðfrá kr. 7.125,-stgr. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.