Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 39 stundafélögum í nágrenninu með náminu. Sumarið á milli ogjafnframt síðari veturinn er um að ræða heils mánaðar vinnu úti í félögum. Þannig tengjum við fræðilega nám raunhæfu starfi. Markmið námsins er íjölþætt, því sviðið er vítt. í stórum dráttum má orða það sem svo: námið stefnir að því að gera nemendurna færa um að hvetja og leiðbeina fólki til að geta staðið að jákvæðri breytingu og þróun í átt til lífvænlegra um- hverfis og betra samfélags. Áhersla er lögð á allt það, sem dýpkar og styrkir lýðræðið, ekki síst frjáls fé- lagasamtök hvers konar. Trúr upp- runa sínum, sem rakinn er til bind- indishugsjónarinnar, leggur skólinn mikla áherslu á baráttuna gegn öll- urn vímugjöfum. Námið samsvarar 80 háskólaein- ingum. Á bak við starf „frístunda- stjórans“ felast ýmiss konar verksvið bæði uppeldisleg og hvað snertír stjórnun. Að loknu námi fá þeir sem útskrifast oft störf hjá fyrirtækjum, félögum, sveitarstjórnum, fræðslu- samböndum eða söfnuðum svo dæmi sé nefnt. Margir álíta að nýbyijaður áratugur verði „áratugur frítímans“ þar sem meiri áhersla en nokkru sinni verði lögð á fijóa tómstundaiðju. Ef sú spá rætist þurfa nemendur okkar ekki að kvíða atvinnuleysi Námskeiðahald fyrir fullorðna Eitt það forvitnilegasta í Wendels- berg-lýðskólanum er starfsemi sú sem skólinn rekur í samvinnu við utanaðkomandi aðila og fer frarn í stuttum námskeiðum. Um þetta sagði Birgitta m.a.: „Eg hef það starf með höndum að hjálpa utanaðkomandi aðilum að skipuleggja námskeiðin. Þeir greina mér frá þörfum sínum og óskum og ég geri athugun á því hvort starfsem- in falli undir lög og reglur um viður- kenningu, sem m.a. felur í sér styrk til námskeiðsins. Síðan gef ég við- komandi hugmyndir um kostnað." Setjum svo að ég vilji fá inni með þriggja daga námskeið fyrir 20 manns og hringi í þig sem einstakl- ingur. Hvaða fyrirgi-eiðslu gætir þú veitt mér? „í fyrsta lagi þarf það sem þú ætlar að koma á framfæri eða „kenna“ að falla undir eitthvað af öllum þeim fjölda efnissviða sem við- urkennd eru. í öðru lagi þarft þú að undirgangast það skilyrði að kennar- ar skólans sjái um 25% af kennsl- unni sem vera skal almenns eðlis og í samræmi við ríkjandi lýðræðis- og mannfrelsishugsjónir. Miðað við 20 þátttakendur (yfir 18 ára að aldri) og þijá daga fást greiddar 25 kennslustundir frá ríkinu, þar af mátt þú ráðstafa 18 stundum. I þriðja lagi: kostnað við mötuneyti og heimavist bera einstaklingar sjálfir en leigu af kennsluhúsnæði þarft þú að greiða (ca. 5.000 ísl. kr. á dag).“ ÁRNAÐ HEILLA Ljósmynd: Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÓNABAND. Þetta eru brúð- hjónin Ásta Lorange og Pétur Jóns- son. Þau voru gefin saman í Kópa- vogskirkju 22. febrúar sl. Prestur var séra Ægir Sigurgeirsson. Heim- ili þein’a er á Kópavogsbraut 55. Gódandaginn! Eftir að hafa snætt ágæta kjúkl- ingamáltíð með Birgittu í mötuneyti skólans þakka ég henni upplýsingar og fyrirgreiðslu, og hef ég satt að segja hugsað mikið um hvað af þessu megi læra og nýta á íslandi. Nýtt hlutverk héraðsskólanna Islendingar hafa lyft grettistaki hvað varðar uppbyggingu ýmiss kon- ar mannvirkja og aðstöðu til íþrótta og leikja á undanförnum áratugum. Öll slík mannvirkjagerð stendur á gömlum merg í Svíþjóð. Þar er öll tómstundastarfsemi mun skipulagð- ari en á íslandi. Flestir gera minna upp á eigin spýtur. Forsjárhyggjan hefur á stundum gengið of langt. Við, á hinn bóginn, erum einstakl- ingshyggju- og skorpufólk, sem af dugnaði ræðst í stórræði en skortir stundum þolinmæði til að fylgja hlut- unum eftir; ætlum of oft að leysa málin með einu pennastriki. Ég hefi í fyrri greinum mínurn bent á þörfina fyrir jafnari aðstöðu til endurmenntunar eftir búsetu og gagnsemi þess að koma upp aðstöðu til námskeiðahalds sem þjónaði í senn landinu öllu og atvinnuh'finu. Flétta ætti saman hið hagnýta, tæknilega og menningarlega þætti, ásamt ýmsu er varðar persónuþroska einstakl- ingsins. Marga héraðsskólana vantar verkefni. Wendelsberg-skólinn sann- ar að vel getur farið saman almennt nám og fjölbreytt námskeiðahald fyrir fullorðna. Höfundur er skólamcistari Menntaskólans á Egilsstöðum. HJÁLPARSTARFIÐ HELDIIR ÁFRAIH Gíróseólar í bönkum og spurisjóóum VANDAÐAR GJAFABÆKUR A TIMAMOTUM I LIFINU HEILDARSAFN LJÓÐA STEINS - þar a meðal áður óbirt Ijóð Vaka - Hclgalell heturgefio ut nýlt og aukið Ijóðasafn Steins Steinarr þar sem meðal annars eru birt þrjálíu íjóð sem ekki hala áður verið prentuð í bókum skáldsins. íslendingar hafa skipað Steini Steinarr á bekk með öndvegis skáldum sínum og Ijóð hans fundið hljómgrunn hjá hverri nýrri kynslóð í landinu. Allar Ijoðabækur Steins í vandaðri bók. Frábær gjöf - framtíðareign. ■ ■ ÁIN Ég vaknaði loksins og áin hélt áfram að renna, frá austri til vesturs, að íjarlægum óþekktum ósi. Eitt andartak leiö og ég sá að á sefgrænum bakka stóð sál mín nakin í dagsins lóðrétta Ijósi. Svo gekk ég af stað, ég hélt áfram með ánni, frá austri til vesturs, að flarlægum óþekktum ósi Eitt frumbirtu Ijóöanna í nýju Ljóöasafni Steins Steinarr. GULLFALLEGAR GJAFABÆKUR Á 10 ára afmæli bókaforlagsins Vöku-Helgafells hefjum við útgáfu á flokki glæstra gjafabóka á ótrúlega góðu verði. Hér býðst lifandi og skemmtilegt efni tengt íslcnskri þjóðmenningu: Bókin Úr sagnabrunni, með þjóðsögum og ævintýrum sagnaþularins Ásdísar Ólafsdóttur. Eftir henni sendu Reykvíkingar mann og hest um síðustu aldamót svo að hún gæti sagt þeim sögur. Hin bókin sem markar upphaf þessa nýja gjafabókaflokks er í skugga lárviðar með snilldarþýðingum Helga Hálfdanar- sonar á 2000 ára ljóðum Hórasar, höfuðskálds Rómverja. Gjafabækur í hæsta gæðaflokki á aðeins 1860 krónur. VAKA-HEIGAFELL Síðumúla 6 • Sími 688 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.