Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
OCALFA-LAVAL
VARMA
SKIPTAR
FYRIR
MIÐSTÖÐVARHITUN
- engln tærlng -
NEYSLUVATNSHITUN
- ferskt vatn -
SNJÓBRÆÐSLUR
— til frostvarnar -
( þrjá áratugi hafa húselgendur á fsiandi
sett traust á sitt á OC ALFA-LAVAL plötuvarmaskipta.
Reynsla sem englnn annar býr að. Það þarf því ekki að leita annað.
Þelr eru ryðfrflr, fyrirferðariitlir, hita- og
þrýstiþolnlr, einfaldlr með góða nýtingu.
HAGSTÆTT VERO - GÓÐ ÞJÓNUSTA
LANDSSMIÐJAN HF.
VERSLUN: SÖLVHÖLSGÖTU 13 • 101 REYKJAVlK • SiMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199
Ríkisstyrkur til
vörufhitninga
eftir Halldór
Brynjúlfsson
Hinn 25. febrúar sl. ritaði Jón
Leví Hilmarsson grein í Morgunblað:
ið undir sömu yfirskrift og hér er. I
grein sinni hélt Jón Leví því fram
að ríkið styrki í raun vöruflutninga
á landi með vörubifreiðum mun meira
en Ríkisskip hefði verið styrkt á liðn-
um árum af opinberu fé. Viljandi eða
óviljandi fjallaði Jón Leví um þessi
mál af mikilli ónákvæmni svo ekki
sé fastar að orði kveðið. Grein Jóns
Levís hófst á þessum orðum:
„Mikil umræða hefur undanfarið
verið um ríkisstyrki til Ríkisskipa.
Framlag ríkisins til fyrirtækisins
hefur á síðastliðum 4 árum verið um
200 milljónir króna á verðlagi 1992.
Líta má á þessa tölu sem niður-
greiðslu á flutningskostnaði út á
land. í þessari umræðu allri hefur
það aldrei komið fram að helsta sam-
keppnisgrein sjóflutninga, þ.e. vöru-
fiutningar á landi, nýtur í raun ríkis-
styrks, sem er margföld þessi tala.“
Tæpast er hægt að skilja þessar
línur öðruvísi en svo, að styrkur ríkis-
ins þessi fjögur ár sé samanlagt um
200 milljónir króna á verðlagi 1992.
Hins vegar mun hér sennilega átt
við að styrkurinn sé um 200 milljón-
ir á ári enda má með góðum vilja
lesa það út úr súluritinu sem fylgdi
greininni.
Staðreyndin er sú, að í rekstrar-
styrk fengu Ríkisskip þessi fjögur
ár samtals um 628 milljónir, sem
gerir á verðlagi í mars 1992 um 770
milljónir og er þá gert ráð fyrir um
134 milljónum samkvæmt fjárlögum
1991.
í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
1992 stendur m.a. éftirfarandi um
Skipaútgerð ríkisins:
„Rekstur Skipaútgerðar ríkisins
SPARIÐ BENSÍN
AKIÐ Á
GOODWYEAR
HEKLA
LAUGAVEG1174
* 695560 & 674363
A ISLANDI
hefur gengið erfiðlega á undanförn-
um árum og hefur ríkissjóður þrá-
faldlega orðið að leggja fyrirtækinu
til verulegar fjárhæðir til að mæta
halla á rekstri þess. I apríl sl. voru
vanskilaskuldir fyrirtækisins við rík-
issjóð afskrifaðar miðað við stöðu
þeirra í árslok 1989, samtals ríflega
120 m.kr. Þá voru einnig afskrifaðir
gjaldfalínir samningsvextir og af-
borganir af skuldum fyrirtækisins
við Ríkisábyrgðasjóð að fjárhæð tæp-
lega 200 m.kr., auk áreiknaðra drátt •
arvaxta.
Fyrir afgreiðslu fjárlaga er ætlun-
in að fyrir liggi ákvarðanir um rekst-
urinn sem feli í sér að ekki þurfi að
koma til framlag úr ríkissjóði á næsta
ári. Þar sem niðurstöður liggja ekki
fyrir er í frumvarpinu sett fram
áætlun fyrirtækisins um hefðbundinn
rekstur á næsta ári. Að teknu tilliti
til afborgana af áþvílandi föstum
lánum og nauðsynlegri fjárfestingu
er áætlað að fjárvöntun verði um 253
m.kr. Þetta er sú fjárhæð sem ríkis-
sjóður yrði að óbreyttu að leggja í
rekstur fyrirtækisins á næsta ári.“
Hér kemur fram að ríkissjóður
hefur þráfaldlega orðið að leggja
Ríkisskipum til verulegar fjárhæðir
á síðustu árum umfram beinan
rekstrarstyrk.
Ekki verður betur séð með hliðsjón
af framansögðu en ríkið hafi lagt
Ríkisskipum til á árinu 1991 að
minnsta kosti 450 milljónir.
Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir
verulegan rekstrarstyrk árlega, hef-
ur fyrirtækið tapað flest ár veruleg-
um fjármunum sem hafa að sjálf-
sögðu lent á eigandanum, íslenska
ríkinu. Ríkisstyrkur til vöruflutninga
á sjó er því verulega hærri í raun
en ætla mætti af lestri greinar Jóns
Levís.
Á liðnum árum hefur vörubifreiðin
sótt mjög á í vöruflutningum hér á
landi, þrátt fýrir að skattheimta rík-
isins á þessa starfsemi hafi verið
aukin stórlega.
Frá janúar 1989 til desember 1991
hækkaði kílómetragjald þungaskatts
werzalitr
SÓLBEKKIR^
fyrirliggjandl."
HlínS
hK 8ENDUM f PÓSTKRÖFU
Tæ P. Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 • Reykjavik • sími 38640
á 23ja tonna vöruflutningabifreið úr
11.12 kr. í 20.02 _fyrir hvern ekinn
km eða um 80%. Á sama tíma hefur
byggingavísitala hækkað um 49,5%
og framfærsluvísitala um 4Í,9%.
Þungaskattur 23ja tonna bifreiðar
hækkaði á árinu 1991 um 25,30%
eða úr 15.97 kr. í 20.02 fyrir hvern
ekinn km.
Á sama tíma var gert ráð fyrir
að verðlag hækkaði um 7,5%. í ná-
grannalöndum okkar hafa vöruflutn-
ingar með vörubifreiðum aukist ár
frá ári á sama tíma og flutningar
með skipum standa í stað eða drag-
ast saman. Álögur hins opinbera eru
hins vegar mun meiri á þessa starf-
semi hér á landi en í nágrannalöndum
okkar.
30% tollur er lagður á innflutning
vörubifreiða. Ríkissjóður hafði í toll-
tekjur af tollnr. 8704.2222 og
8704.2219 samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofu íslands árið 1990
302.911.000 kr.,^ og árið 1991
324.958.000 kr. Á verðlagi í mars
1992 eru þetta um 667 milljónir.
I grein Jóns Levís kemur fram að
í landinu eru 15.000 vörubifreiðar.
Lagður er á vörubifreiðar sérstakur
skattur, svokallað kílóagjald. Þetta
gjald er í ár rúmlega 26.000 krónur
á bifreið eða samtals röskar 390
milljónir.
Ljóst má vera af framanrituðu að
ríkissjóður hefur verulegar tekjur af
vörubifreiðum umfram það sem kíló-
metragjald þungaskatts gefur ár
hvert.
Jón Leví setur fram útreikninga
um samanburð á sliti bifreiða á veg-
um. Þar segir að vörubifreiðar með
10 tonna öxulþunga slíti vegi jafnt
og 30.000 fólksbifreiðar með 750 kg
öxulþunga (þumalfingursregla).
Ekki hef ég útreikninga til að
hrekja þetta en efast þó mjög um
rökseindafærslu af þessu tagi, enda
eru engar forsendur hérlendis til að
alhæfa um þessi mál.
Bifreiðar með negldum hjólbörð-
um hafa þótt miklir slitvaldar á göt-
um og vegum hérlendis. Ég hygg
að þessi vandi sé mun minni víðast
hvar erlendis. Mjög lítið er um neglda
hjólbarða á vörubifreiðum hér á
landi. Ég hef því fulla ástæðu til að
ætla að fleira en öxulþungi sé ráð-
andi ef bera á saman slit vega hér
á landi af völdum mismunandi bif-
reiðagerða.
Þjóðhagsleg hagkvæmni þess að
flytja vörur með bifreiðum eða skip-
um snýst um fleira en slit á vegum.
Hver er t.d. fjárfestingin í tækjum
á bak við hvert flutt tonn í skipum
eða í bifreiðum?
Hvað kostar sá tími sem fer í sjó-
flutninga umfram landflutninga?
Ljóst má vera að aukinn þáttur
vörubifreiða í flutningum hér á landi
á sama tíma og flutningar með skip-
um dragast saman stafar ekki af því
Hlutabréf hlutabréfasjóðsins
Auðlindar hf.
skráð á Verðbréf aþing
Frá og með 2. apríl verða hlutabréf hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf.
skráð á Verðbréfaþingi íslands. Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf.
vili þannig stuðla að áframhaldandi þróun hlutabréfa-viðskipta hér
á landi. Skráningarlýsing hlutabréfanna liggur frammi á skrifstofu
Kaupþings hf„ Kringlunni 5 í Reykjavík.
Starfsemi hlutabréfasjóðsins
Auðlindar hf.
Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. hóf starfsemi
sína árið 1990. Tilgangur félagsins er að skapa
fárveg fyrir samvinnu einstaklinga og lögaðila
um að f|árfesta í áhættufé.og öðru fjármagni
til fjárfestingar f atvinnufyrirtækjum.
Fjárfestingar sjóðsins eru í formi hlutabréfa
og skuldabréfa atvinnufyrirtækja eða annarri
hliðstæðri fjármögnun atvinnurekstrar.
Heildarhlutafé Auðlindar hf. er um 230
milljónir og eru hluthafar nú um 1350 talsins.
A
HLUTABRÉFASJÓDURINN
AUÐLINDHF.
Hlutabréfosjóður
í vörstu Kmippings hf.