Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 ,, FuLLkomiS!" Hann heimtaði að fá að segja þér uppskriftina á rauðvíns- sósunni. HÖGNI HREKKVISI NEU Þerr-1 er ekkj sosh/ bak.< " fUwgtutMftMb BEÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Keppinautar þorsksins Frá Birni S. Stefánssyni: MEÐ því að lögbjóða stóra möskva við veiðar er fiskistofnum hlíft sem engar nytjar eru af. Ég spurði um það á síðum Velvakanda (6. desem- ber) hvaða áhrif það hefði, þar eð æti í hafinu væri takmarkað. Svend-Aage Malmberg haffræðing- ur á Hafrannsóknastofnun svarar spurningu minni í blaðinu 7. febr- úar („Hvers vegna ekki 400 þúsund tonn?“) þannig: „Því er til að svara, að þorskur keppir vart við fiska eins og langhala og gulllax um æti, öllu fremur étur hann þá, rán- fiskur sem hann er. Óveiddur getur a.m.k. gulllax nýst þorski sem æth“ Ekki er þetta í samræmi við Is- lenska fiska, bók Gunnars Jónsson- ar fiskifræðings á Hafrannsókna- stofnun. Þar kemur fram að fiskar langhalaættar og gulllax éta ljósátu og krabbadýr sem þorskurinn nær- ist á. Þótt þorskur éti gulllax, er það léleg næringarnýting að láta ljósátuna og krabbadýrin fara fyrst um maga gulllaxins. Með því móti fer mest af næringunni til viðhalds gulllaxinum. Það kann að skiljast betur, hvað um er að ræða, ef við færum okkur í huganum upp á land, upp á gras- lendi, sem má nýta til beitar fyrir sauðfé og hross. Hugsum okkur, að svo standi á, að féð gefi verð- mætar afurðir, en hrossin séu stóð og kjöt þeirra verðlaust, þar sem siðlaust þyki að leggja sér það til munns. Hrossakjötið má samt nýta sem mjöl og fóðra sauðféð á því. Ljóst er, að beitargróðurinn, sem hrossin taka til sín, skilar ekki nema broti af því sem hann gerði, ef þau væru fjarlægð og sauðféð hefði enga samkeppni við hrossin og nýtti grasið milliliðalaust. Þorskurinn er í stöðu sauðljárins í dæminu og gulllaxinn, sem ekki er til nytja, í stöðu stóðhrossanna, og því til óþurftar. Þorskar og sauðir Tilefni þess að ég spurði Velvak- anda svona var að SM lýsti því hér í blaðinu 22. nóvember (í grein með sama nafni og síðari greinin), að æti í hafinu væri takmarkað. Því hafði aldrei áður verið haldið fram á vegum Hafrannsóknastofnunar og hún hefur aldrei vísað til þess, þegar hún hefur lagt á ráðin um hæfilegar fiskveiðar. Samt telur SM í siðari grein sinni enga ástæðu til að rýma til í sjónum í slæmu ár- ferði. Um það segir hann: „Rýrfisk- ur í vondu árferði vex áfram fyrir hvert ár sem líður ... og getur svo allt í einu komist í feitt aftur.“ Svona var farið með sauði á öld- um áður. Þá gaf það verið hag- kvæmt, því að verðmæti sauða til frálags var mest í mörnum sem gat vaxið með aldrinum. (Auk þess gáfu sauðirnir árlega af sér ull, sem var mikilvæg afurð.) Þannig nýtist næring hins vegar illa til vaxtar, hvort sem hún fæst með beit eða öfluðu fóðri. Búfjárfóður nýtist best til vaxtar með því að fóðra svo, að gripirnir vaxi eins og þeim er eðli- legt, svo að ekki verði lát á, en þeim fargað, þegar fer að draga úr vexti aldurs vegna. Ef svar SM lýsir næringarfræði Hafrannsókna- stofnunar, er hún á frumstigi. SM kynnir niðurstöður rann- sókna á ætisskilyrðum í sjónum. Enn leita ég samlíkingar við nýt- ingu gróðurs með beit. Til að fylgj- ast með því hvort beit sé hæfileg má athuga breytingar á gróðurskil- yrðum, og er það sambærilegt við rannsóknir SM á ætisskilyrðum í hafinu. Það vill hins vegar svo til, að þess gætir fyrr á þrifum grip- anna en á gróðurfari, ef beitt er meira en hóflega. Það er hagkvæmt að fækka beitargripum þegar þess gætir á þrifum þeirra að ofsett er. I hagnýtum tilgangi er því miklu markvissara að rannsaka þrif beit- argripa en beitarskilyrði. Sú skoðun að hagkvæmt sé að auka veiði (fækka fiskum, „grisja stofninn"), þegar þrif nytjafiska reynast ekki í samræmi við eðlilegan vöxt hvers árgangs, er sama eðlis, Hafrann- sóknastofnun aflar ekki vitneskju um þrif þorsks eða annarra nytja- fiska til marks um næringarskilyrði. SM ítrekar að athuganir bendi ekki til þess að stærð hrygningar- stofns þorsksins hafi áhrif á hrygn- ingu og nýliðun, en ráð Hafrann- sóknastofnunar hafa haft það markmið sem kallað hefur verið að byggja upp hrygningarstofninn til að tiyggja hrygningu og nýliðun. Umræður okkar SM leiða því í ljós, að Hafrannsóknastofnun hefur ekki haft rök til að ráðleggja eitt né neitt um hæfilega þorskveiði. BJÖRN S. STEFÁNSSON, hagfræðingur Vesturvallagötu 5 Reykjavík Víkveiji skrifar Frammistaða íslenska landsliðs- ins i handknattleik í B-keppn- inni í Austurríki er ekki til þess fallin að vekja traust og lítið hefði mátt út af bregða til þess að niður- staðan yrði allt önnui' en bronsverð- laun og sæti í A-keppninni í Svíþjóð að ári. Það voru ekki eigin verðleik- ar sem tryggðu íslenska liðinu far- seðilinn til Svíþjóðar heldur góð frammistaða Norðmanna í leiknum gegn Dönum og bæði norska og danska liðið sýndu betri leiki á mótinu en það íslenska. Það gefur heldur ekki rétta mynd af leikjum okkar við Norðmenn og Dani að stig hafitapastfyrir óheppni á loka- sekúndunum. í leiknum við Dani áttum við allan leikinn undir högg að sækja og Norðmenn sýndu tví- mælalaust skemmtilegasta hand- knattleikinn á mótinu. XXX A Islenska landsliðið, landsliðsþjálf- arinn og foi-ysta HSÍ hljóta að þurfa að fara yfir hvað það var sem fór úrskeiðis í undirbúningi Iiðsins. Það er frumatriði áður en farið er að setja á oddinn ný markmið um árangur á stórmótum. Það vita allir sem fylgjast með handknattleik að það býr miklu meira í íslenska lið- inu en það sýndi í B-keppninni og að öllu eðlilegu hefði það átt að leika um gullverðlaunin á mótinu. Það eru gerðar miklar kröfur til íslenskra handknattleiksmanna um árangur eins og hann gerist bestur. Það eru kannski ekki raunhæfar kröfur, en á móti kemur að hand- knattleikur kemst næst því að vera „þjóðaríþrótt“ hér á landi. XXX Uppstytta er nú í viðræðum um nýja kjarasamninga og er það miður að ekki tókst að ljúka þess- ari samningalotu sem staðið hafði í nær tvo mánuði með samningum. Launþegar hafa nú verið án kjara- samninga í meira en hálft ár án þess að kaupmáttur hafi fallið að ráði vegna þess hve verðbólga hefur verið lítil undanfarna mánuði. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að kaupmáttur félli ekki nema um 1-2% á hálfu ári þó engir samningar væru í gildi. Þessi staðreynd út af fyrir sig eykur ekki þrýsting á að kjarasamningar séu. gerðir, þó ýmislegt annað geri það að verkum að æskilegt sé að aflétta óvissu í efnahagslífinu með kjara- samningum. Það er ekki að sjá að launþegar græði neitt á biðinni og ótrúlegt má telja að fólk sé almennt tilbúið til átaka þegar svo nálægt er komið páskum og sumarleyfi taka við fljótlega eftir þá auk þess sem atvinnuástand er mjög ótryggt. Það er ekki raunhæft að auka kapp- mátt þegar þjóðartekjur minnka og ekkert vinnst með því að draga kjarasamninga til haustsins. Að tryggja stöðugleikann í sessi er tví- mælalaust stærsta hagsmunamál launþega og ákvarðanir um kjara- samninga ættu að taka mið af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.