Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 60
MORGUNBLADID. ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK slm 601100. SÍUBRÉF 601181. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRsETI 85 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Grundartangi: Manns er saknað eft- ir að lóðs- bát hvolfdi Manns er saknað eftir að lóðsbátn- um frá Akranesi hvolfdi og liann sökk á hafnarsvæðinu við Járn- blendiverksmiðjuna á Grund- artanga í gærkvöldi. Slysið átti sér stað á niunda tímanum og var lóðsbáturinn að aðstoða japanskt skip við að leggja að í höfninni. Tveir menn voru um borð í lóðs- bátnum og tókst öðrum þeirra að bjarga sér á land. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi var ekki vitað nánar um tildrög slyssins í gær- kvöidi. Um leið og slysið varð var haft samband við Slysavarnarfélagið og þyrla Landhelgisgæslunnar var send með tvo kafara upp á Grund- artanga og fjörur í grennd við höfn- ina gengnar. Þar sem lóðsbáturinn sökk er mik- ið dýpi og erfitt fyrir björgunarmenn að athafna sig. Auk kafaranna tveggja sem fóru með þyrlu Land- helgisgæslunnar voru tveir aðrir kaf- >'Bfcir frá Hafnarfirði sendir til að taka þátt í leitinni. ------» 4 »------ Alverð hækk- að um 14% frá áramótum Bond Evans, aðalforstjóri Alu- max segist bjartsýnn á að áliðnað- urinn sé á leið upp úr þeim öldu- dal sem liann liefur verið í og vissulega muni sú þróun hafa já- kvæð áhrif á Atlantsálverkefnið á Islandi. Frá áramótum hefur ál- verð hækkað um 14% á málm- .jiiukaðinum í London. Evans segir það ekki tímabært að vera með vangaveltur um það hvort Atlantsál muni ákveða af eða á með haustinu hvort ráðist verður í að byggja nýtt álver á Keilisnesi. „Við fylgjumst auðvitað grannt með þróun mála og íhugum Atlantsálverkefnið af fullri alvöru," sagði Bond Evans. Sjá viðtal við Bond Evans á miðopnu. iviurguiiuiauio/ overrir Vorverk í veðurblíðu Milt og gott veður var víða um land í gær og nýttist dagurinn til vorverka í höfuðborginni eins og sjá má. Gömul tré voru felld og runnar klipptir og greinum og spreki safnað saman. Landspítalinn: Frekari niðurskurði frestað að ósk heilbrigðisráðherra 100 milljóna króna niðurskurður bíður niðurstöðu kjarasamninga Á FUNDI í sljórn Ríkisspítalanna í fyrradag bar Árni Gunnarsson formaður stjórnarinnar fundar- mönnum þau boð frá heilbrigðis- ráðherra að fresta skyldi frekari niðurskurði á starfsemi spítal- ans. Forráðamenn Landspítalans hafa þegar gert ráðstafanir sem Coldwater Seafood: Samningur við Færeyinga tekinn til endurskoðunar F0ROJA Fiskasala hefur óskað eftir endurskoðun á samningi sínum við Coldwater Seafood, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, um sölu á framleiðslu Færeyinga á Bandaríkjamarkaði. Hefur samningnum verið sagt upp og er uppsagnarfrestur fjórir mánuðir frá marsbyrjun. Sljórnendur fyrirtækjanna munu hittast síðar í mánuðinum til að fara yfir málin og ræða samskipti fyrirtækj- „Ég vonast til að okkur takist að halda þessum viðskiptum áfram É®éum aðilum til hagsbóta," sagði . 'agnús Gústafsson forstjóri Coldwater i samtali við Morgun- blaðið í gær. Bjarti Mohr forstjóri Fiskisölunnar sagði að Coldwater hafi sagt upp samningnum er þeir óskuðu endurskoðunar á honum. „Við viljum hinsvegar gjarnan halda samstarfinu áfram,“sagði ijohr í samtali við Morgunblaðið. Coldwater hefur annast sölu fyr- ir Færeyinga frá 1970. Magnús sagði að tímabært væri að endur- skoða samninginn þar sem ýmislegt hefi breyst á þessum tíma. Nauð- synlegt væri að setjast niður og fara yfir samninginn að nýju, og skoða með hvaða hætti hægt væri að endurnýja hann þannig að hann þjónaði hagsmunum beggja aðila sem best. Viðskiptin hafa sveiflast töluvert á undanförnum árum. Þau voru mikil á árunum 1983-84 þegar mik- ið veiddist af þorski við Færeyjar en hafa minnkað að undanförnu. Á síðasta ári keypti Coldwater 2.900 tonn af fiski frá Færeyjum og er það tæp 11_% af fiskkaupum fyrir- tækisins. Árið áður keyptu þeir 2.400 tonn frá Færeyjum. Ýsan er nú veigamesti hluti fiskkaupanna. Bjarti Mohr tekur undir það sjón- armið að tímabært sé að taka samn- inginn til endurskoðunar og því hafi Fiskisalan farið fram á það. „Við erum búnir að hafa þennan samning við Coldwater í tuttugu ár og margt. í honum er einfaldlega orðið úrelt,“ sagði Mohr. „Ég reikna fastlega með að uppsagnarfrestur- inn verði notaður til að semja upp á nýtt enda viljum við áfram eiga samstarf við Coldwater á Banda- ríkjamarkaði." skila eiga 300 milljón króna sparnaði en eftir var að taka ákvörðun um 100 milljón króna niðurskurð í viðbót. Heilbrigðis- ráðherra hefur óskað eftir að aðgerðum varðandi 100 milljón krónurnar yrði frestað í a.m.k. viku. Sighvatur Björgvinsson lieil- brigðisráðherra segir að hann hafi óskað eftir frestun á frekari niður- skurði þar til niðurstöður kjara- samninga lægju fyrir. „Þessi mál hafa verið til umræðu í tengslum við kjarasamninga og ég taldi ekki rétt að gengið yrði frá aðgerðum vegna þessa 100 milljón króna sparnaðar í viðbót hjá Landspítalan- um fyrr en staðan í samningamál- unum skýröist," segir Sighvatur. Aðspurður um hvort fé til að mæta þessum 100 milljónum sé til segir Sighvatur svo ekki vera. „En það eru þijár leiðir til að afla þess, frek- ari niðurskurður annarstaðar, skattahækkanir eða erlend lán,“ segir hann. Árni Gunnarsson formaður stjórnar Ríkisspítalanna segir að Landspítalinn hafi ekki fengið það viðbótarfjármagn sem spítalinn taldi sig eiga að fá úr 500 milljón króna varasjóði heilbrigðikráðherra. Samtals fékk spítalinn 95 milljón krónur úr þessum sjóði en reiknaði með að fá 200 milljónir. Megnið af sjóðnum rann hinsvegar til Borg- arspítalans er hann tók að sér bráðavaktir Landakots. „Auk þess að óska eftir frestun á frekari niðurskurði hja Landspít- alanum fór heilbrigðisráðherra fram á það við stjórn Ríkisspítal- anna að hún léti kanna möguleika á að koma á fót sívöktum á Land- spítalanum,“ segir Árni. „Með sí- vöktum er átt við að stöðug bráða- vakt sé í gangi á spítalnum og við höfum ákveðið að athuga hvort þetta er tæknilega mögulegt.“ Fjórtán ára stúlka kær- ir nauðgun FJÓRTÁN ára. stúlka kærði í gær nauðgun, sem hún segir hafa átt sér stað í bifreið í borginni. Samkvæmt heimildum Morg- unbiaðsins segist stúlkunni svo frá að maður, sem ók hvítri bif- reið, hafi boðið henni far, en ekið með hana á afvikinn stað og þar komið fram vilja sínum. Hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins fengust þær upplýsingar í gær að enginn hefði verið hand- tekinn vegna málsins, en það væri í rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.