Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
Björn Bjarnason um utanríkismál:
Forusta í EB-málum
til forsætisráðherra
„ÉG er ekki frá því að við nýtum
okkur heimild til vínveitinga um
borð í nýja Herjólfi þegar þar
að kemur, enda verður öll að-
staða um borð til þess,“ sagði
Magnús Jónasson, framkvæmda-
stjóri Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs, þegar hann var inntur
álits á ákvæði í frumvarpi til
breytinga á áfengislögum, um
að heimilt verði að veita leyfi til
áfengisveitinga um borð í far-
þegafeijum.
Magnús sagði að ekki hefði verið
hugað að því sérstaklega að fá vín-
veitingaleyfi um borð í nýja Herj-
ólf, sem hefur siglingar milli lands
og Eyja í júní, en áhugi hjá fyrir-
tækinu að kanna það þegar þar að
kæmi. „Ég gerði mér ekki grein
fyrir að lagabreytingu þyrfti til fyrr
eh ég las frétt um þetta frumvarp,
en sá möguleiki hafði verið ræddur
að vera með vínveitingar um borð
í nýja Heijólfi," sagði hann. „Þar
verða tvær greiðasölur og öll að-
staða til að bjóða upp á bjór og
léttvín, sem líklegt er að mesta
áherslan yrði lögð á. Ég er því ekki
frá því að við nýtum þennan mögu-
leika um borð í nýja skipinu, enda
held ég að þróunin sé í þá áttina,“
sagði Magnús Jónasson.
------» ♦ ♦-----
Asiaco hf. fær
greiðslustöðvun
ASIACO hf hefur verið veitt
greiðslustöðvun til tveggja mán-
aða í skiptarétti Reykjavíkur frá
og með síðasta þriðjudegi. Að
sögn Baldvins Iiafsteinssonar hdl,
tilsjónarmanns fyrirtækisins er nú
verð að fara yfir mál fyrirtækisins
og meta stöðuna.
Hins vegar sagði hann ekki ákveðið
hvernig staðið yrði að þeirri fjárhags-
legu endurskipulagningu sem gert
er ráð fyrir að fram fari á meðan
greiðslustöðvun stendur yfinen unn-
ið yrði að því í samráði við lánar-
drottna.
Ekki náðist í Pál Þorgeirsson,
framkvæmdastjóra Asiaco, í gær en
á hann vísaði Baldvin spurningum
um fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Morgunblaðið/Júlíus
Slasaðist í umferðaróhappi
Alvarlegt umferðarslys varð er unglingur hljóp fram fyrir strætisvagn
og í veg fyrir jeppa við skiptistöð SVR við Grensásveg í gærkvöldi.
Að sögn lögreglu var hinn slasaði fluttur á Slysadeild Borgarspítalans
og þaðan í aðgerð.
Fjármál
fjölskyldunnar
GERA má ráð fyrir að fjög-
urra manna fjölskylda sem
kaupir þær tryggingar sem
talsmenn tryggingafélaga
telja henni nauðsynlega
tryggingavernd, greiði á
annað hundrað þúsund í
tryggingaiðgjöld árlega, séu
skyldutryggingar 2 bifreiða
meðtaldar og gert ráð fyrir
að búið sé í eigin húsnæði.
Þetta kemur m.a. fram í
umfjöllun um tryggingamál í
Fjármálum fjölskyldunnar, sér-
blaði sem fylgir Morgunblaðinu
í dag. Þá er ennfremur fjallað
um fjármál unglinga og skiln-
ing barna á peningum og stöðu
lífeyrissjóða í framtíðinni.
Sjá blað C
BJÖRN Bjarnason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi við
umræður um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í gær hvernig stað-
ið væri að skýrslugerð um utanríkismál. Samræma þyrfti sjónarmið
þeirra sem störfuðu saman í ríkisstjórn á hverjum tíma, þannig að
þeir sem stæðu utan ríkisstjórnar þyrftu ekki að spyrja livort skoða
bæri skýrsluna sem stefnu ríkisstjórnar eða ekki. Hann sagði einnig
að það væri spurning hvort athugun á stöðu Islands og Evrópubanda-
lagsins ætti ekki að heyra undir forsætisráðuneytið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Menntskælingar á útitónleikum
Nemendafélag Menntaskólans við Sund stóð fyrir útitónleikum á skólalóðinni í gærkvöldi í tilefni vorsins,
sem lá í loftinu. Fögnuðu nemendur þessari uppákomu og klæddust nokkrir trúðsbúningum og stigu villt-
an dans fram eftir kvöldi. '
EIGNARHALDSFÉLAG Verslunarbankans hf. fékk tvo menn kjörna
í stjórn á aðalfundi íslenska útvarpsfélagsins hf. í gær. Ljóst er að
breyting hefur orðið á valdahlutföllum í stjórn félagsins eftir stjórn-
arkjörið á aðalfundinn.
Að sögn Jóhanns J. Ólafssonar
stjórnarformanns var Jóhann Óli
Guðmundsson kjörinn varaformað-
ur að tillögu Jóns Ólafssonar, sem
var varaformaður áður. Gunnsteinn
Skúlason gekk úr stjórn og tók
Pétur Guðmundarson hæstaréttar-
lögmaður sæti hans. Kemur Pétur
inn í stjórnina sem annar fulltrúi
Eignarhaldsfélags Verslunarbank-
ans en Páll Kr. Pálsson, forstjóri,
:f „Enéghéltað
•s værum tryggð...
var þar fyrir af hálfu félagsins.
Við stjórnarkjörið var viðhöfð
margfeldiskosning að kröfu Eignar-
haldsfélagsins og Stefáns Gunnars-
sonar stjórnarmanns. í kjöri til
stjórnar Islenska útvarpsfélagsins á
fundinum voru auk Jóhanns J. og
Jóhanns Óla, þeir Jón Ólafsson,
Haraldur Haraldsson bornir upp af
Fjölmiðlun sf., Páll Kr. Pálsson og
Pétur Guðmundarson, fulltrúar
Eignarhaldsfélagsins, og Stefán
Gunnarsson, fulltrúi svonefndra
Valsara. Auk þeirra var Sigurður
G. Guðjónsson borinn upp af Fjöl-
miðlahópnum í kjöri.
í stjórnarkjörinu féllu atkvæði
þannig: Háraldur Haraldsson fékk
atkvæði sem svöruðu til um 470
milljóna hlutafjár, Stefán Gunnars-
son 452,5 milljónir, Jóhann Óli
Guðmundsson 451,5 milljónir, Jó-
hann J. Ólafsson 446,8 milljónir,
Jón Ólafsson 446,8 milljónir, Páll
Kr. Pálsson 444,7 milljónir, Pétur
Guðmundarson 444,6 milljónir.
Mynda þessir sjö aðilaí- því stjórn-
ina. Sigurður G. Guðjónsson fékk
hins vegar 443,2 milljónir.
Varamenn í stjórn eru Skafti
Harðarson, Gunnsteinn Skúlason,
Ásgeir Bolli Kristinsson, Sigurður
G. Guðjónsson, Guðjón Oddsson,
Heijólfur hf:
Áhugi á að veita
vín í nýju ferjunni
verið forseti og forsætisráðherra
Finnlands sem hefðu undirritað að-
ildarumsókn Finnlands að EB. Og í
Noregi hefði forsætisráðuneytið for-
ystu um að kanna breytta stöðu og
þær afleiðingar sem hún hefði.
Sjá fréttir af umræðum á Al-
þingi á bls. 35.
------♦ ♦ ♦----
Bónus og 11-11:
Verðkannanir
takmarkaðar
við tvo daga
VERSLANIRNAR Bónusog 11-11
hafa óskað eftir því við stórmark-
aðina Hagkaup og Miklagarð að
verðkannanir á þeirra vegum
verði framvegis einungis á mánu-
dögum og þriðjudögum.
Verslunarstjórar í Bónus og 11-11
telja að verðkannanir stórmarkað-
anna trufli viðskiptin og þess vegna
er óskað eftir að þær fari fram fyrri
hluta vikunnar. Að sögn Björns Ingi-
marssonar, framkvæmdastjóra
Miklagarðs, hefur verið óskað eftir
því að verðkönnun þeirra Bónus- og
11-11-manna í Miklagarði fari einn-
ig fram þessa sömu daga.
Öryggisverðir í Miklagarði vísuðu
verðkönnunarmönnum frá Hag-
kaupum á dyr í gær, en Björn sagði
að þar hefði verið um misskilning
að ræða, sem hafi verið leiðréttur.
Samstarf Miklagarðs og Hagkaupa
hafi ávallt verið gott, enda erfitt að
halda vöruverði leyndu.
------♦ ♦ ♦----
Tveir sinubrun-
ar í Fossvogi
SLÖKKVILIÐIÐ var tvisvar kall-
að út í gærkvöldi vegna sinubruna
í Fossvogsdainum. Fyrra útkallið
kom um kl. 22 og hið síðar
skömmu seinna. Samkvæmt upp-
lýsingum frá slökkviliðinu logaði
töluverður eldur á svæðinu í bæði
skiptin.
Sinubrunarnir voru austarlega í
Fossvogsdalnum og í fyrra skiptið
hafði verið kveikt í nálægt gróðrar-
stöð. Auk þessar útkalla voru tvö
önnur útköll vegna sinubruna í gær-
kvöldi, bæði nálægt Árbæjarsafni.
Björn sagði að samkvæmt hefð
væri skýrslan að nokkru leyti upp-
rifjun staðreynda. En að svo miklu
leyti sem um stefnumótandi atriði
væri að ræða þyrfti að halda þannig
á málum að um þau væri rætt í ríkis-
stjórn og helst í stjórnarflokkunum
einnig. Ennfremur hlyti sú spurning
að vakna hvort ekki væri ástæða til
að taka þessa skýrslu til umræðu í
utanríkismálanefnd áðut' en hún
væri rædd í þingsalnum.
Varðandi það hvernig staðið væri
að könnun á stöðu íslands og Evr-
ópubandalagsins væri spurning
hvort slíkur málatilbúnaður ætti ekki
að vera undir forystu forsætisráðu-
neytisins eins og í öðrum löndum.
Það væri athyglisvert að það hefðu
Breyting á valdahlutföllum
í stjórn Isl. útvarpsfélagsins
Skarphéðinn Þórisson og Rafn
Johnson.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins kom Eignarhaldsfélagjð
seinni manni sínum inn í stjórnina
með samstarfi við Jóhann Óla Guð-
mundsson og Stefán Gunnarsson
og félaga þeirra. Jóhann Óli Guð-
mundsson hefur verið samheiji Jó-
hanns J. Ólafssonar, Haralds Har-
aldssonar og Jóns Ólafssonar í
Fjölmiðlun sf. en með samstarfi
hans við fulltrúa Eignarhaldsfé-
lagsins og Valshópinn svonefnda í
stjórnarkjörinp í gær er augljóst
að breyting hefur orðið á valdahlut-
föllum innan stjórnarinnar enda
þótt stjórnarmenn sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær vilji ekki
ganga svo langt að segja að beinlín-
is sé orðinn til nýr meirihluti í stjórn
íslenska útvarpsfélagsins.
Þannig sagði Jóhann J. Ólafsson
í samtali við Morgunblaðið að
Fjölmiðlun hefði eftir sem áður
meirihluta innan stjórnarinnar en
það skipti ekki lengur öllu máli þar
sem allir stjórnarmenn hefðu fyrst
og fremst hagsmuni og heill félags-
ins að leiðarljósi.
í
i
I
i
í
I
I
I
\
i
I
I
I
I