Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 fclk i fréttum ,SPRELL“ á Hard Rock HARD ROCK CAFE - S. 689888 SKEMMTANIR Vetrar- fagnað- ur FÍ að Básum Ferðafélag íslands hélt nýlega vetrarfagnað og sóttu hann um áttatíu manns. Var hann að þessu sinni haldinn í veitingahús- inu Básum að bænum Efstaleiti í Ölfusi þar sem íjós og hlaða hafa verið innréttuð sem skemmtistað- ur. Hópferðabílar frá Vestfjarðar- leið fluttu veislugestina á staðinn í roki og vonskuveðri og skiluðu öllum heim með öryggi. KONUR-KONUR Kvennakvöld haldið á Hótel íslandi föstudaginn 3. apríl nk. Boðið verður upp á vandaða skemmtidagbkrá undir stjórn Bryndísar Schram, sem verður veislustjóri. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Ellert Schram flytur minrti kvenna. 2. Tískusýning frá Eggerti feldskera, tískuvöru- versluninni Stíl og íþróttavöruversluninni Útilífi. 3. Ræðukona kvöldsins: Guðrún Helgadóttir, alþingiskona. 4. Jóhannes Krisfjánsson, eftirherma flyturgamanmál. 5. Bergþór Pálsson, óperusöngvari syngur. 6. Happdrætti með glæsilegum vinningum. 7. Tónleikar með The Platters. 8. Hljómsveitin Stjórnin ásamt Siggu Beinteins leikur fyrir dansi eftir tónleika The Platters. Eins og dagskráin ber með sér munu hinir heimsþekktu The Platters koma fram og rifja upp „gömlu góðu lögin" og gera kvöldið ógleymanlegt. Fyrst þetta einstaka tækifæri gefst finnst okkur réttlæt- ismál að eiginmaður þinn eða vinur fái að koma að dagskráliðum 1 -6 loknum til að fylgjast með tónleikum The Platters, eöa um kl. 22.47. Eins og sjá má er þetta kærkomið tilefni fyrir konur á öllum aldri að taka sig saman og eiga ánægju- lega kvöldstund og hitta gamla vini og kunningja, sem e.t.v. hafa ekki hist í lengri tíma. Miðar verða seldir á Hótel íslandi í dag og á morgun frá kl. 13-19. Konur fjölmennið! Tryggið ykkur borð í tíma! Landsliðsnefnd kvenna HSÍ Veislugestir njóta góðra veitinga. Morgunbiaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Veislustjóri í hófinu var Guð- mundur Pétursson fyrrum stjórnarmaður og varaforseti félagsins til margra ára. Við borð- haldið lék Guðmundur Hallvarðs- son á klassískan gítar við mikla hrifningu veislugesta, Steinunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Ást- valdsson, Gróa Halldórsdóttir og fleiri fluttu söngatriði og milli atriða var mikill fjöldasöngur. Haldin var tískusýning fararstjóra og fleira var til gamans gert. Diskótekið Bakkabræður frá Eyr- arbakka lék fyrir dansi langt fram á nótt. Formaður Ferðafélagsins er Kristján M. Baldursson og bað fréttaritari hann að segja okkur örlítið frá félagsstarfinu. _ Sagði hann svo frá: „Ferðafélag íslands var stofnað þann 27. nóvember 1927. Félagar eru um 8.000., Félagið skipuleggur árlega á þriðja hundrað ferðir og er áhugi á þeim vaxandi. Á síðasta ári var farin 241 ferð með 7.063 farþeg- um. Félagið hefur stundum verið nefnt félag allra landsmanna, enda ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir og eldri. Ár- gjald 1992 er 3.000 kr. og er inni- falin árbók sem kemur út í apríl. Hún ijallar um landssvæðið milli Eyjafarðar og Skjálfanda, ofan byggða. Félagsheimili FÍ er nú í byggingu að Mörkinni 6 í Reykja- vík. Þangað flytur félagið starf- semina á næstunni og mun það bæta alla aðstöðu við starfið." - Sigrún. PENNAVINIR - fyrir lífstíð Dömu- og herrapennar í miklu úrvali. Penni er góð gjöf. VISA KREDITKORT SAMKORT IHlSTKRÖFUR SKÁKHÚSH) Laugavegi 118 við Hlemm, sími 19768. MONT BLANC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.