Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 CLOCKWORK DIABOLUS CARPE DIEM Carpe Diem heitir sveit úr Reykjavík sem leikur „bara rokk“ eða venjulegt þungarokk. Sveitarmenn eru Frans Gunnarsson og Guðmundur Jón Ottósson gítarleikarar, Helgi Örn Pétursson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson söngvari og- Björn Hermann Gunnarsson trommuleikari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp sautján ár. SJUÐANN BAR 8 KOLRASSA KROKRIÐANDI Kolrassa krókríðandi er svéit úr Keflavík sem leikur ný- bylgjurokk. Sveitina skipa Elísa M. Georgsdóttir söngkona og fiðluleikari, Birgitta M. Vilbergsdóttir trommuleikari. Ester Asgeirsdóttir bassaleikari og Sigrún Eiríksdóttir gítarleikari. Sveitarkonur eru allar á sautjánda árinu. Morgunblaðið/Þorkell GOBLIN Goblin er nýbylgjupoppsveit úr Reykjavík. Sveitina skipa Sveinn Ó. Gunnarsson gítarleikari, Dávíð Ó. Halldórsson söngvari, Ásgeir Bachmann trommuleikari og Bjarni Magn- ússon bassaleikari. Sveitarmenn eru allir á sextánda árinu. Morgunblaðið/Sverrir KELDUSVININ Keldusvínin teljast úr Reykjavík, þó einn sveitarmanna sé Húsvíkingur. Keldusvínin eru Bergþór Hauksson bassaleik- ari og söngvari, Ármann Guðmundsson gítarleikari og söngvari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari. Meðal- aldur þeirra félaga er ríflega tuttugu og tvö ár. FORGARÐUR HELVITIS MÚSÍKTILRAUNIR Forgarður helvítis er grindcoresveit frá Selfossi. í forgarðin- um eru Sigurður Harðarson söngvari, Vernharður R. Sig- urðsson og Sigurgrímur Jónsson gítarleikarar, Kári Örlygs- son bassaleikari og Magnús Másson trommuleikari. Meðal- aldur sveitarmanna er óráðinn. í SÍÐUSTU viku hófust Músíktilraunir Tónabæjar og Rásar 2, en það er hljómsveitakeppni bílskúrshljóm- sveita hvaðanæva að. Síðastliðinn fimmtudag kepptu átta sveitir um tvö sæti í úrslitum og í kvöld keppa aðrar átta um önnur tvö sæti. Síðast bar nokkuð á dauða- rokki, en að þessu sinni verður ekki nema ein slík sveit, þó flestar leiki misþungt rokk. Það er eftirtektarvert að þetta kvöld kemur fram eina kvennasveit Músíktil- rauna, Kolrassa krókríðandi, síðan Dúkkulísurnar komu sáu og sigruðu 1983. Kolrassa kemur úr Keflavík, fimm sveitanna eru úr Reykjavík, ein frá Selfossi og ein úr Kópavogi. Eins og áður segir keppa sveitirnar átta um tvö sæti í úrsiitakeppninni sem verður tíunda apríl næstkomandi. Þá verður keppt um 30 tíma í Sýrlandi, einu fullkomn- asta hljóðveri landsins, í fyrstu verðlaun, 25 tíma í Gijótnámunni í önnur verðlaun og 20 tíma í Stúdíói Stef í þriðju verðlaun. Að auki veitir Skífan plötuúttektir sem aukaverðlaun. Úrslitakvöldið verður svo sent út beint á Rás 2, en tilraunirnar eru í samstarfi Rásar 2 og Tóna- bæjar að þessu sinni og styrktaraðilar eru Jón Bakan, Vífilfell og Hard Rock Café. Gestasveit verður Sálin hans Jóns míns. Clockwork Diabolus heitir eina dauðarokksveitin í kvöld. Hið djöfullega gangvirki skipa Jóhann Rafnsson trommu- leikari, Gunnar Óskarsson og Arnar Sigurðarson gítarleik- arar, Atli J. Marinósson bassaleikari og Sindri Páll Kjart- ansson söngvari. Meðalaldur sveitarmanna er hálft átjánda ár. BAR 8 er þétt rokksveit úr Kópavogi. Sveitina skipa Stein- ar Nesheim söngvari, Karl Jóhann Carlsson gítarleikari, Hannes J. Friðbjarnarson trommuleikari, Haraldur V. Sveinbjörnsson gítarleikari og Arnþór Þórðarson bassaleik- ari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp sautján ár. Sjúðann er rokksveit úr Reykjavík sem skipuð er Jóhann- esi G. Númasyni söngvara, Bjarka Rafni Guðmundssyni bassaleikara, Finni Jens Númasyni trommuleikara og Hall- dóri Viðari Jakobssyni gítarleikara. Meðalaldur sveitar- manna er tæp tuttugu ár. Morgunblaðið/KGA Morgunblaðið/Sverrir Faðirinn borgar brúsann Dýrt er að gefa dóttur; Keaton, Martin, Short og Williams í gaman- myndinni Föður brúðarinnar. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Faðir brúðarinnar („The Father of the Bride“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Charles Shyer. Aðal- hlutverk: Steve Martin, Diane Keaton, Martin Short, Kimberley Williams og George Newbern. '"Nýjasta gamanmynd Steve Mart- ins er öll um brúðkaup frá sjónar- hóli föður brúðarinnar, sem blöskrar tilstandið og þó sérstaklega tilkostn- aðurinn. En það er reyndar aðeins hálf sagan því erflðast fyrir hann er að viðurkenna þá staðreynd að litla dóttir hans skuli yfirleitt vera komin á .giftingaraldurinn og sé að flytja að heiman. Samanlagt er brúðkaupið og undirbúningur þess því ein alls- hetjar kvöl og pína fyrir Martin. Myndin er endurgerð samnefndar gamanmyndar Vincente Minelli frá 1950 en leikstjórinn, Charles Shyer, og handritshöfundarnir fjórir lýsa hér nákvæmlega þeirri kvöl sem fað- ir brúðarinnar líður frá því dóttir hans tilkynnir honum að hún sé trú- lofuð einhveijum „óháðum fjar- skiptasamtengifræðingi", eða hvað það nú var, og líf hans verður hrein- asta martröð. Foreldrar brúðgumans eru miklu, miklu, miklu ríkari svo hann þarf að halda risastóra veislu til að verða ekki minni maður fyrir. Útgjöldin eru hrikaleg eftir að kona hans og dóttir ákveða að ráða ung- versk ættaðan brúðkaupsfræðing, sem er unaðslega ýktur af Martin Short, til að sjá um fjörið. Húsið hans, en þar á veislan að vera, er nánasta endurbyggt, matur, hljóm- sveit, ljósmyndari, föt. Listinn er endalaus. Faðir brúðarinnar er sem sagt nk. smásjármynd af brúðkaupshaldi frá sjónarhóli þess sem blæðir og Martin er góður í hlutverki þess eina sem virðist heilbrigður í martraðar- kenndri veröld eyðslu og óhófs. MargJ; er hnýttið og snjallt í handrit- inu, eins og t.d örvæntingarfull til- raun Martins til að draga úr kostnað- inum með því að reyna að nota tutt- ugu ára gamla smókinginn sinn. í kómedíu sem þessari er stutt í fars- ann og hið yfírgengilega; kannski óþarfi að senda föðurinn í fangelsi. En myndin heldur sér á mottunni að mestu leyti og er hjartanlega fyndin afþreying og Martin tekst vel upp í lýsingu á stigvaxandi örvænt- ingu föðurins þegar boltinn fer að rúlla. Þegar kemur að sambandinu á milli Martins og dótturinnar, er Ki- merly Williams leikur, dettur hún niður á annað plan tilfinningasemi sem er ofkeyrð og lítt áhugaverð í rauninni. Það er smurt svoleiðis á að engu er líkara en Martin sé að missa dóttur sína yfir móðuna miklu en ekki að giftast moldríkum mynd- arpilti. Myndin slær annan takt og verður óþarflega væmin. Góður leikarahópur kemur saman í Föður brúðarinnar en auk ofan- taldra fer Diane Keaton með hlut- verk móðurinnar, sem allaf virðist hafa réttan skilning á eðli hlutanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.