Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 57
IÞROTTIR UNGLIIMGA / SKIÐI MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 57 I I ( ( ( ( ( < Theodóra þre- faldur meistari THEODÓRA Mathiesen varð unglíngameistari í svigi, stórs- vigi og alpatvíkeppni íflokki 15-16 ára. Unglingameistara- mótið í alpagrc :num 15-16 ára var haldið í Blátjöllum um helg- ina en á ísafirði var keppt í alpagreinum 13-14 ára og göngu 13-16 ára. Róbert Haf- steinsson ísafirði sigraði í svigi 15-16 ára og Gauti Reynisson Akureyri í stórsvigi. Sveinn Brynjólfsson frá Dalvík sigraði í alpatvíkeppninni. Bg er búinn að lenda í öðru og ■■ þriðja sæti síðustu ár og ég setti stefnuna á gull á þessu móti,“ BM— sagði Theodóra sem Frosti vann sinn fyrsta Eiðsson . Unglingameistara- titil og jafnframt þrennuna eftisóttu; gullið í svigi, stórsvigi og alpatví- keppni. Fjóla Bjarnadóttir Akureyri hafði sex sekúndna forskot fyrir síðari umferðina í sviginu á laug- ardag. Brautin var mjög erfið í fyrri umferð og féllu tiu af sautján keppendum úr keppni. „Fyrri ferð- in var hrikaleg og ég skil ekki af hveiju við vorum látin keppa,“ sagði Theodóra sem keyrði vel í síðari umferðinni og fékk tímann Morgunblaðið/Fr.osti Theodóra Mathiesen sigraði í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni á unglingameistaramótinu á skíðum. 53,15 sekúndur og samanlagt 1:51,99 sek. sem var rúmum þremur sekúndum betri tíma en hjá Berglindi Bragadóttur úr Fram sem varð önnur. Fjóla varð að láta sér lynda þriðja sætið eftir að hafa lent í vandræðum í síðari ferðinni. Theodóra hlaut sín önnur gull- verðlaun í stórsviginu á sunnudag. Hún fór fyrri ferðina á 49,24 sek. og samanlagðan tíma 1:41.80 mín. Sandra Axelsdóttir úr Ármanni hafnaði í öðru sæti með 1:42,38 mín. Þess má geta að tvívegis keyrðu skíðamenn fyrir Söndru í brautinni og hún þurfti því að fara þrívegis niður brautina. Isfirðingurinn Róbert Haf- steinsson tryggði sér unglinga- meistaratitilinn í svigi. Róbert var í öðru sæti á eftir Sveini Brynjólfs- svni Dalvík eftir fyrri ferðina. Róbert fékk besta tímann í síðari umferðinni og það nægði honum til sigurs, 1:35,15 mín. Sveinn varð í öðru sæti með tímann 1:38,99 mín. „Eg datt í fyrri ferðinni í svig- inu og var ákveðinn í að gera mitt besta í dag,“ sagði Gauti Reynisson sigurvegarinn í stórs- viginu. Gauti sem varð unglinga- meistari í flokki 13-14 ára í fyrra var með besta tímann eftir fyrri ferðina. Spennandi samhliðasvig Á mánudag var keppt í samhlið- asvigi í Suðurgili en kepgnin gaf ekki stig í bikarkeppni SKI. Hildur Þorsteinsdóttir frá Akureyri vann Söndru Axelsdóttir í úrslitum kvennaflokksins. Hildur hafði 4,75 sek. forskot fyrir síðari ferðina, Sandra náði aðeins betri tíma í síðari umferðinni en það breytti engu um úrslitin. Theodóra Mathi- esen hlaut þriðja sætið eftir mjög spennandi viðureign við Kolfinnu Yr Ingólfsdóttur. Kolfinna hafði 0,18 sek. forskot fyrir síðari ferð- ina. Theodóra kom í markið eftir síðari ferðinni á 0,61 sek. betri tíma og uppskar bronsverðlaunin. Kristján Kristjánsson, KR, hafði 0,38 sek. forskot á Dalvíkinginn Svein Brynjólfsson fyrir síðari ferðina en varð fyrir því óhappi að keyra út úr brautinni nálægt marki í síðari umferðinni. Sveinn hlaut því gullið. ' Morgunblaðið/Frosti Sveinn Brynjólfsson Dalvík sigr- aði í alpatvíkeppninni í flokki 15-16 ára og varð bikarmeistari SKÍ. Bikarkeppni SKÍ: Kristján og Hildur sigruðu Kristján Kristjánsson KR og Hildur Þorsteinsdóttir Akureyri urðu bikarmeistarar SKI í flokki 15-16 ára en með Unglingameistaramótinu lauk keppnistímabilinu í þessum flökki. Kristján Kristjánsson var langefstur í 15-16 ára flokki fyrir mótið um helg- ina. Kristján fékk sex stig fyrir sjötta sætið í stórsviginu og hlaut 86 stig. Sveinn Brynjólfsson Dalvík var í öðru sæti með 67 stig, tveimur meira en Róbert Hafsteinsson ísafirði. Hildur Þorsteinsdóttii' Akureyri varð bikarmeistari í flokki 15-16 ára. Hildur hlaut 100 stig. Theodóra Mathi- esen' KR sem hlaut fimmtíu stig á mótinu um helgina varð önnur með 90 stig. Sandra Axelsdóttir Akureyri í þriðja sæti með 64. stig. Morgunblaðið/Frosti Hildur Þorsteinsdóttir frá Akureyri tryggði sér bikarmeistaratitil SKÍ í flokki 15-16 ára. Hér er hún í keppni í stórsvigi á unglingameistaramótinu í Bláfjöllum. 4 4 4 4 4 4 Unglingameistaramót íslands í göngu 13-16 ára og alpagreinum í flokki 13-14 ára fór fram á ísafirði um helgina. Helstu afrek mótsins voru þau að Brynja Þorsteinsdóttir Akureyri vann þrenn gullverðlaun; í stórsvigi, alpatvíkeppni og í samhliðasvigi. Bjarki Egilsson Ísafirði vann tvenn guilverðlaun; í svigi og alpatvíkeppni. Þá unnu Ólafsfirðingarnir Telma Matthíasdóttir og Albert Ara- son og ísfirðingurinn Arnar Pálsson tvenn gullverðlaun í göngu. Myndin er úr samhliðasviginu, sem fram fór á Seljalandsdal mánudag. Körfuknattleikur, 7. flokkur: Morgunblaðið/Fi’osti Ur leik Vals og KR. KR sigraði 43:32 eftir-að liðin höfðu verið jöfn í leikhléi. ÍBK meistari ÍBK tryggði sér íslandmeist- aratitilinn í 7. flokki körfuboit- ans um síðustu helgi eftir spennandi úrslitakeppni í íþróttahúsi Strandgötu í Hafnarfirði. Sex lið tóku þátt í úrslita- keppninni sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Skemmst er frá því að segja að Keflvíkingar unnu alla andstæðinga sína. Hörðustu andstæðingarnir voru KR-ingar sem að þurftu að sætta sig við annað sætið eftir tap í innbyrðis viðureign liðanna 42:37. - „Ég held að ástæðan fyrir góðu gengi okkar í vetur sé fyrst og fremst góður þjálfari og mikil breidd. Við erum með góða leik- menn í öllum stöðum og það er mikil samkeppni um að komast í lið,“ sagði Gunnar Stefánsson, fyrirliði IBK sem tók við bikarnum á sunnudag. URSLIT KR-Hauka'r 39:21 UMFT-UMFG 36-39 ÍBK-Valur 36:21 Haukar-UMFT 38-37 fBK-KR 42-37 Valur-UMFG 33:37 UMFT-ÍBK 23:52 UMFG-Haukar 32:26 KR-Valur ...43:32 ÍBK-UMFG ; 48:39 KR-UMFT 48:34 UMFT-Valur 38:31 Haukar-ÍBK 36:41 UMFG-KR 38:47 Valur-Haukar.... 23:32 Lokastaðan ÍBK 5 5 0 219:15610 KR 5 4 1 214:167 8 UMFG 5 3 2 185:190 6 Haukar 5 2 3 153:172 4 UMFT ...:..5 1 4 168:208 2 Valur 5 0 5 140:186 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.