Morgunblaðið - 02.04.1992, Side 57
IÞROTTIR UNGLIIMGA / SKIÐI
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992
57
I
I
(
(
(
(
(
<
Theodóra þre-
faldur meistari
THEODÓRA Mathiesen varð
unglíngameistari í svigi, stórs-
vigi og alpatvíkeppni íflokki
15-16 ára. Unglingameistara-
mótið í alpagrc :num 15-16 ára
var haldið í Blátjöllum um helg-
ina en á ísafirði var keppt í
alpagreinum 13-14 ára og
göngu 13-16 ára. Róbert Haf-
steinsson ísafirði sigraði í svigi
15-16 ára og Gauti Reynisson
Akureyri í stórsvigi. Sveinn
Brynjólfsson frá Dalvík sigraði
í alpatvíkeppninni.
Bg er búinn að lenda í öðru og
■■ þriðja sæti síðustu ár og ég
setti stefnuna á gull á þessu móti,“
BM— sagði Theodóra sem
Frosti vann sinn fyrsta
Eiðsson . Unglingameistara-
titil og jafnframt
þrennuna eftisóttu;
gullið í svigi, stórsvigi og alpatví-
keppni.
Fjóla Bjarnadóttir Akureyri
hafði sex sekúndna forskot fyrir
síðari umferðina í sviginu á laug-
ardag. Brautin var mjög erfið í
fyrri umferð og féllu tiu af sautján
keppendum úr keppni. „Fyrri ferð-
in var hrikaleg og ég skil ekki af
hveiju við vorum látin keppa,“
sagði Theodóra sem keyrði vel í
síðari umferðinni og fékk tímann
Morgunblaðið/Fr.osti
Theodóra Mathiesen sigraði í
svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni á
unglingameistaramótinu á skíðum.
53,15 sekúndur og samanlagt
1:51,99 sek. sem var rúmum
þremur sekúndum betri tíma en
hjá Berglindi Bragadóttur úr Fram
sem varð önnur. Fjóla varð að láta
sér lynda þriðja sætið eftir að
hafa lent í vandræðum í síðari
ferðinni.
Theodóra hlaut sín önnur gull-
verðlaun í stórsviginu á sunnudag.
Hún fór fyrri ferðina á 49,24 sek.
og samanlagðan tíma 1:41.80 mín.
Sandra Axelsdóttir úr Ármanni
hafnaði í öðru sæti með 1:42,38
mín. Þess má geta að tvívegis
keyrðu skíðamenn fyrir Söndru í
brautinni og hún þurfti því að fara
þrívegis niður brautina.
Isfirðingurinn Róbert Haf-
steinsson tryggði sér unglinga-
meistaratitilinn í svigi. Róbert var
í öðru sæti á eftir Sveini Brynjólfs-
svni Dalvík eftir fyrri ferðina.
Róbert fékk besta tímann í síðari
umferðinni og það nægði honum
til sigurs, 1:35,15 mín. Sveinn
varð í öðru sæti með tímann
1:38,99 mín.
„Eg datt í fyrri ferðinni í svig-
inu og var ákveðinn í að gera
mitt besta í dag,“ sagði Gauti
Reynisson sigurvegarinn í stórs-
viginu. Gauti sem varð unglinga-
meistari í flokki 13-14 ára í fyrra
var með besta tímann eftir fyrri
ferðina.
Spennandi samhliðasvig
Á mánudag var keppt í samhlið-
asvigi í Suðurgili en kepgnin gaf
ekki stig í bikarkeppni SKI. Hildur
Þorsteinsdóttir frá Akureyri vann
Söndru Axelsdóttir í úrslitum
kvennaflokksins. Hildur hafði 4,75
sek. forskot fyrir síðari ferðina,
Sandra náði aðeins betri tíma í
síðari umferðinni en það breytti
engu um úrslitin. Theodóra Mathi-
esen hlaut þriðja sætið eftir mjög
spennandi viðureign við Kolfinnu
Yr Ingólfsdóttur. Kolfinna hafði
0,18 sek. forskot fyrir síðari ferð-
ina. Theodóra kom í markið eftir
síðari ferðinni á 0,61 sek. betri
tíma og uppskar bronsverðlaunin.
Kristján Kristjánsson, KR, hafði
0,38 sek. forskot á Dalvíkinginn
Svein Brynjólfsson fyrir síðari
ferðina en varð fyrir því óhappi
að keyra út úr brautinni nálægt
marki í síðari umferðinni. Sveinn
hlaut því gullið.
'
Morgunblaðið/Frosti
Sveinn Brynjólfsson Dalvík sigr-
aði í alpatvíkeppninni í flokki 15-16
ára og varð bikarmeistari SKÍ.
Bikarkeppni SKÍ:
Kristján
og Hildur
sigruðu
Kristján Kristjánsson KR og Hildur
Þorsteinsdóttir Akureyri urðu
bikarmeistarar SKI í flokki 15-16 ára
en með Unglingameistaramótinu lauk
keppnistímabilinu í þessum flökki.
Kristján Kristjánsson var langefstur
í 15-16 ára flokki fyrir mótið um helg-
ina. Kristján fékk sex stig fyrir sjötta
sætið í stórsviginu og hlaut 86 stig.
Sveinn Brynjólfsson Dalvík var í öðru
sæti með 67 stig, tveimur meira en
Róbert Hafsteinsson ísafirði.
Hildur Þorsteinsdóttii' Akureyri
varð bikarmeistari í flokki 15-16 ára.
Hildur hlaut 100 stig. Theodóra Mathi-
esen' KR sem hlaut fimmtíu stig á
mótinu um helgina varð önnur með
90 stig. Sandra Axelsdóttir Akureyri
í þriðja sæti með 64. stig.
Morgunblaðið/Frosti
Hildur Þorsteinsdóttir frá Akureyri tryggði sér bikarmeistaratitil SKÍ í
flokki 15-16 ára. Hér er hún í keppni í stórsvigi á unglingameistaramótinu í
Bláfjöllum.
4
4
4
4
4
4
Unglingameistaramót íslands í göngu 13-16 ára og alpagreinum í flokki 13-14
ára fór fram á ísafirði um helgina. Helstu afrek mótsins voru þau að Brynja
Þorsteinsdóttir Akureyri vann þrenn gullverðlaun; í stórsvigi, alpatvíkeppni og
í samhliðasvigi. Bjarki Egilsson Ísafirði vann tvenn guilverðlaun; í svigi og
alpatvíkeppni. Þá unnu Ólafsfirðingarnir Telma Matthíasdóttir og Albert Ara-
son og ísfirðingurinn Arnar Pálsson tvenn gullverðlaun í göngu. Myndin er
úr samhliðasviginu, sem fram fór á Seljalandsdal mánudag.
Körfuknattleikur, 7. flokkur:
Morgunblaðið/Fi’osti
Ur leik Vals og KR. KR sigraði 43:32 eftir-að liðin höfðu verið jöfn í
leikhléi.
ÍBK
meistari
ÍBK tryggði sér íslandmeist-
aratitilinn í 7. flokki körfuboit-
ans um síðustu helgi eftir
spennandi úrslitakeppni í
íþróttahúsi Strandgötu í
Hafnarfirði.
Sex lið tóku þátt í úrslita-
keppninni sem fram fór í
íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði. Skemmst er frá því
að segja að Keflvíkingar unnu
alla andstæðinga sína. Hörðustu
andstæðingarnir voru KR-ingar
sem að þurftu að sætta sig við
annað sætið eftir tap í innbyrðis
viðureign liðanna 42:37.
- „Ég held að ástæðan fyrir góðu
gengi okkar í vetur sé fyrst og
fremst góður þjálfari og mikil
breidd. Við erum með góða leik-
menn í öllum stöðum og það er
mikil samkeppni um að komast í
lið,“ sagði Gunnar Stefánsson,
fyrirliði IBK sem tók við bikarnum
á sunnudag.
URSLIT
KR-Hauka'r 39:21
UMFT-UMFG 36-39
ÍBK-Valur 36:21
Haukar-UMFT 38-37
fBK-KR 42-37
Valur-UMFG 33:37
UMFT-ÍBK 23:52
UMFG-Haukar 32:26
KR-Valur ...43:32
ÍBK-UMFG ; 48:39
KR-UMFT 48:34
UMFT-Valur 38:31
Haukar-ÍBK 36:41
UMFG-KR 38:47
Valur-Haukar.... 23:32
Lokastaðan
ÍBK 5 5 0 219:15610
KR 5 4 1 214:167 8
UMFG 5 3 2 185:190 6
Haukar 5 2 3 153:172 4
UMFT ...:..5 1 4 168:208 2
Valur 5 0 5 140:186 0