Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 Austur-Eyjafjöll: Stórum jeppa ekið á 9 hross Holti. MIKIÐ tjón varð er stór jeppa- bifreið lenti nýlega á níu hross- um sem höfðu sloppið út úr hesthúsi í Steinum undir Eyja- fjöllum rétt áður. Tvö hross- anna drápust strax, eitt var af- lífað er að var komið og eitt hefur drepist síðar. Jeppinn er stórskemmdur. Jeppabifreiðin var á leið til Reykjavíkur þegar henni var ekið á hrossin, og að sögn Sigurjóns Pálssonar, bónda í Steinum, er um tilfinnanlegan skaða að ræða. Hann hefði verið með sum hrossin í þjálfun, eitt þeirra hefði átt að sýna sem kynbótahross og annað verið í gæðingaþjálfun. Hrossin hlytu að hafa orðið fyrir einhveiju í hesthúsinu, því hesthúsdymar hefðu brotnað út og hestarnir þannig sloppið út á þjóðveg um kvöldið. Það hafi verið nöturlegt að koma að hrossunum á veginum rétt hjá Faxa, vélaverkstæði sveit- arinnar. „Einkennileg tilviljun er það“, sagði Siguijón að lokum, „að þessi jeppi lenti í óhappi hér fyrir um ári síðan, og var lengi hér við húsvegg skemmdur." Fréttaritari Morgunblaðið/KGA Ys og þys í Bótinni Það var ys og þys í Bótinni á Akureyri þegar trillukarlarnir sem þaðan gera út voru að næla sér í beitu í blíðviðrinu á dögunum. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands: Ræðst í dag hvort samning- ur næst eða skilur með okkur ÁSMUNDUR Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, segist telja að í dag skýrist hvort stefni í nýja kjarasamn- inga eða upp úr slitni, annað- hvort verði gengið i verkið eða forsenda fyrir samningum 300 ávísana- eyðublöðum stolið hjá SH verktökum BROTIST var inn í skrifstofuhús- næði SH verktaka í Hafnarfirði í fyrrinótt og þaðan stolið 12 sérprentuðum ávísanaheftum, tveimur myndsendum og tveimur myndavélum. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknariögreglu ríkisins var talsvert mikið tjón unnið við inn- brotið en ekki mikil verðmæti tekin; í ávísanaheftunum voru 300 eyðu- blöð merkt SH verktökum. Málið er nú í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins. reynist ekki vera til staðar. Samninganefndir ASI og vinnu- veitenda funduðu í gær hjá rík- issáttasemjara og opinberir starfsmenn funduðu með samn- inganefnd ríkisins. Þá gengu aðilar vinnumarkaðarins á fund forsætis- og utanríkisráðherra um miðjan dag í gær einkum til að ræða atvinnu- og vaxta- mál. f dag hefjast fundir fyrir hádegi og eftir hádegið hefur samninganefnd ASÍ verið köll- uð aftur saman til fundar. Þá hefur ríkissáttasemjari ákveðið að boða fund með nyólkurfræð- ingum og viðsemjendum þeirra en hálfur mánuður er nú liðinn frá síðasta fundi þessara aðila. „Við höfum verið að fara yfir stöðuna og átt tvo fundi með at- vinnurekendum og fundað með forsætisráðherra og utanríkisráð- herra um atvinnumál og vaxta- mál. Ég held það sé ekki rökrétt að draga einhlítar ályktanir af þessari umræðu dagsins. Við slit- um viðræðum fyrir þremur vikum og þurfum af eðlilegum ástæðum að fara yfir málið áður en við getum fest hendur á því. Við höf- Ómar Smári segir að reiðhjólum sé oftast stolið að kvöldlagi og fyrst og fremst sé um að ræða að þjófam- ir noti þau tii að hjóla stuttan spotta en hendi þeim síðan. Þannig hafí lögreglan fengið í hendur hátt í 200 reiðhjól í fyrra en um nokkurn hluta um ekki fengið nein afdráttarlaus jákvæð svör af hendi viðsemjenda okkar og því kannski enn óljóst hvort við munum ná saman hér eða ekki. Ég held að það ráðist á morgun [í dag] hvort við getum fundið einhvern flöt á samningi eða hvort menn fara hver í sína áttina," sagði Ásmundur. Hann sagði að á fundinum með forsætisráðherra og utanríkisráð- herra hefði verið farið yfir at- vinnumál og vaxtamál. Engin end- anleg svör hefðu komið fram í þeim efnum en forsætisráðherra hefði tekið mjög skýrt undir að það væri hættuástand í atvinnu- málum. Ásmundur sagði að verka- lýðshreyfmgin þyrfti að fá fram eitthvað sem tryggði að gripið yrði til aðgerða til úrbóta í atvinn- umálum. Væntanlega myndi heyr- ast frekar frá ríkisstjórninni og ef til vill strax í dag. Varðandi vaxtamálin sagði Ás- mundur að ítrekað hefði verið að vextir skuldabréfa ríkissjóðs yrðu lækkaðir í 6,5%, sem þýddi útláns- vexti banka um 8,5%. Þeir hefðu viljað sjá þessar tölur lægri og það þyrfti líka að ganga frá þessum málum þannig að menn gætu treyst því að þetta hefði áhrif á fjármagnsmarkaðnum. „Við verð- um að tryggja að það verði raun- veruleg vaxtalækkun á almennum fjármagnsmarkaði og það kallar á að ríkisvaldið beiti sér úti á fjár- magnsmarkaðnum og þá sérstak- lega gagnvart bönkunum til að tryggja að þetta gangi eftir,“ sagði Ásmundur. Elín Auðunsdóttir Lést í slysi á Hafnar- fjarðarvegi KONAN sem lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi á þriðjudag hét Elín Auðunsdóttir til heimilis á Ásbraut 3 í Kópavogi. Elín fæddist 2. apríl árið 1915. Hún lætur eftir sig eiginmann og sex uppkomin börn. Þjóðhagsstofnun: Um 450 reiðhjólastuld- ir tilkynntir I fyrra LÖGREGLUNNI í Reykjavík eru nú farnar að berast tilkynningar um reiðhjólastuldi eins og ætíð gerist er vora tekur. í fyrra var alls tilkynnt um 450 stuldi á reiðhjólum sem þykir í meira Iagi í ekki stærra samfélagi en Reykjavík er. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að full ástæða sé til að benda fólki á að ganga vel frá reiðhjólum sínum að kvöldi. Þjóðartekjur dragast saman um 3,8% 1992 Efnahagsþróun á þessu ári snýst mjög til hins verra ef miðað er við síðasta ár samkvæmt nýrri áætlun Þjóðhagsstofnunar um þjóðar- búskap 1991 og horfur 1992. Þannig jókst landsframleiðsla um 1,4% á síðasta ári og þjóðartekjur um 2,8% en gert er ráð fyrír 2,8°>j> samdrætti landsframleiðslu og 3,8% samdrætti þjóðartekna á þessu ári. Viðskiptakjör íslands bötnuðu verulega á síðasta ári en spáð er að þau versni talsvert á þessu. þeirra var aldrei vitjað. „Við teljum að full ástæða sé til að brýna fyrir fólki að það hafi auga með þessum eignum sínum,“ segir Ómar Smári. „Það geymi hjólin inni ef þess er kostur en gæti þess að öðru leyti að hafa þau læst.“ Fram kemur í þjóðhagsáætlun- inni að mikil umskipti hafí orðið í afkomu atvinnuvega á árunum 1990 og 1991. Þannig hafi hagnað- ur atvinnuveganna í heild numið 2% af tekjum 1990 og 1,5% 1991 en afkoma atvinnuveganna muni versna á þessu ári vegna minni eft- irspurnar og umsvifa í þjóðarbú- skapnum og afleitrar stöðu sjávar- útvegsins um þessar mundir. Tvöfalt meiri halli varð á við- skiptum við útlönd árið 1991 en árið áður, sem stafaði einkum af slaka í hagstjóm í aðdraganda al- þingiskosninganna í apríl í fyrra. Á þessu ári er reiknað með að við- skiptahallinn minnki úr 19 milljörð- um í 15 milljarða en viðskiptahalli leiðir til aukinnar skuldasöfnunar erlendis eða aukinnar verðbólgu. Þjóðhagsstofnun segir að hjöðn- un verðbólgunnar undanfarin ár sé eitt það markverðasta við þróun efnahagsmála hér á landi. Búist er við að verðbólga verði áfram lítil, eða 2-3% frá upphafi til loka þessa árs en sú spá er nokkuð óviss, aðal- lega vegna óvissu um kjarasamn- inga. Þjóðhagsstofnun telur að í ljósi erfiðra skilyrða þjóðarbúsins sé brýnasta verkefni hagstjórnar að viðhalda efnahagslegum stöðug- leika. I því skyni sé afar mikilvægt að þau markmið náist sem sett voru um afkomu rikissjóðs og að stjórn peningamála samræmist stefnunni í ríkisfjármálum og geng- ismálum. Sjá nánar á bls. 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.