Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 92. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/KGA Afganistan: Klofningur meðal skæru- liða á bandi Hekmatyars Islamabad, Peshawar. Reuter. AHMED Shah Masood virtist vera orðinn Iangáhrifamesti skæru- liðaleiðtoginn í Afganistan í gær er skýrt var frá því að klofning- ur væri kominn upp innan skæruliðasveita helsta keppinautar hans, Gulbuddins Hekmatyars, leiðtoga heittrúaðra múslima. Benon Sevan, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sem er að reyna að koma í veg fyrir blóðuga bardaga um Kabúl, ræddi við Masood í fyrsta sinn í gær. Skæruliðaleiðtoginn lofaði sendimanninum því að sveitir hans myndu ekki ráðast á borgina og kvaðst von- góður um að geta samið við Hekmatyar um friðsamlega lausn á deilu þeirra um framtíð landsins. Háttsettur embættismaður stjórnarinnar í Kabúl sagði að fímm foringjar skæruliðasveita sem hafa verið á bandi Hekmatyars hefðu sagt að liðsmenn þeirra myndu ekki ráðast á höfuðborgina. Aður hafði Hekmatyar hótað árásum á borgina ef stjórnin í Kabúl gæfist ekki upp án skilyrða fyrir sunnu- dag. „Hekmatyar hefur ekki stjóm á eigin sveitum," sagði embættis- maðurinn og bætti við að fimm- menningarnir hygðust freista þess að ræða við Masood. Talsmaður Hezb-i-islam, hreyf- ingar Hekmatyars, í pakistanska landamærabænum Peshawar vís- aði ummælum embættismannsins á bug. „Þetta er 100% tilbúning- ur,“ sagði hann. Útvarpsstöð hreyf- ingarinnar sagði að sveitir Masoods fengju frest til miðnættis á föstu- dag til að fara frá Kabúl, ella yrði ráðist á þær. Stjórnarerindrekar í Kabúl sögðu að svo virtist sem Hekmatyar væri að einangrast. Sveitir hans væru ekki nógu öflugar til að geta barist við skæruliðasveitir Masoods, sem hafa þegar hafið samvinnu við stjórnarherinn um að vetja höfuð- borgina standi Hekmatyar við hót- un sína. Skæruliðasveitir, sem hafa náð stærstum hluta Norður-Afganist- ans á sitt vald, mynduðu nýlega bandalag undir stjórn Masoods, sem nefnist Jihad-ráð íslams. Sveitimar eru skipaðar Tadsjikum og Úzbekum frá norðurhluta lands- ins en liðsmenn Hekmatyars eru af Púshtún-ættbálkinum, sem ráðið hefur lögum og lofum í landinu í aldaraðir. Masood hefur lengi ein- beitt sér að því að sameina skær- uliðaforingja innan Afganistans en Hekmatyar hefur reitt sig á stuðn- ing erlendra ríkja, svo sem Pakist- ans og Bandaríkjanna. Najibullah Ahmadzai, sem fyrr- verandi samstarfsmenn steyptu af stóli forseta á skírdag, reyndi að flýja land í gær. Hann var stöðvað- ur á Kabúl-flugvelli, og neyddur til að snúa aftur til borgarinnar. Hann hefst við í skrifstofum Sameinuðu þjóðanna og skæruliðar segja að sú ákvörðun samtakanna að halda hlífiskildi yfir honum geti hindrað friðarumleitanir þeirra. Gassprengingar í Guadaiajara: Rúmlega hundrað biðu bana Borgin eins og eftir loftárás Mexíkóborg. Reuter. EITT hundrað manns að minnsta kosti biðu bana og allt að 600 slösuðust er gassprengingar tættu í sundur tugi bygginga í miðborg Guadalajara, næst- stærstu borg Mexíkó, í gær. Björgunarsveitir höfðu fundið lík a.m.k. 100 manna en sam- kvæmt fregnum mexíkanskrar útvarpsstöðvar voru þau orðin 127 og óttast var að mun fleiri hefðu farist. Tugir bygginga jöfnuðust við jörðu í sprengingunum sem urðu í holræsakerfi borgarinnar. Hundruð bifreiða eyðilögðust og munu marg- ir þeirra sem biðu bana verið í þeim. Bílar þeyttust í loft upp og þegar sprengingunum linnti var bílhræ að finna á þökum húsa og hang- andi í tijám. Talið er að sprungið hafí á um 10 stöðum. Fréttamenn sögðu að miðborgin væri á að líta eins og hún hefði orðið fyrir loftárás. Þar sem sprengingarnar hefðu átt sér stað væru gígar allt að 15 metrum í þvermál. Talið er að hexan-gas hafi lekið inn í göngin frá litlu olíufyrirtæki. Borgarbúar sögðu að megn gaslykt hefði borist upp úr holræsinu frá því daginn fyrir sprengingarnar sem hófust klukkan 10 að staðar- tíma í gærmorgun. Sprengingarnar urðu á afmörk- uðu og tiltölulega litlu svæði í mið- borg Guadalajara. Borgin er rómuð fyrir fegurð en er jafnframt kunn sem miðstöð fíkniefnaverslunar. Bosnía-Herzegovína: Átök í Sarajevo stefna friðarferð EB í hættu Sartyevo, París. Reuter. BARIST var með sprengjuvörpum, vélbyssum og stórskotabyssum í Sarajevo í gær og fleiri stöðum í Bosníu-Herzegovínu. Ráðgert hafði verið að Carrington lávarður, sem sljórnar ráðstefnu Evrópubanda- lagsins (EB) um júgóslavnesku lýðveldin fyrrverandi, færi til Sarajevo í dag en búist var við í gær að hætta yrði við ferðina vegna bardag- anna. Colm Doyle, sem er í Sarajevo til að skipuleggja friðarferð Carr- ingtons, varð að gera hlé á fundi sínum með blaðamönnum í hóteli í borginni vegna skothríðar frá leyni- skyttum. „Ferðin kann nú að vera í hættu,“ sagði hann. „Við getum engan veginn tryggt öryggi Carr- ingtons. Þetta eru vitfirringsleg átök. Það að hótel með embættis- mönnum EB og blaðamönnum og sjúkrahús skuli vera skotmörk lofar ekki góðu... Það er verið að drepa fólk þarna úti. Bardagarnir eru svo harðir og grimmilegir að það er engu líkara en að hópar manna séu stjórnlausir." Embættismenn EB og blaða- menn komust ekki úr hótelinu vegna skothríðarinnar og fátt var því vitað með vissu um ástandið í Sarajevo. Útvarpið í borginni skýrði frá því að margir hefðu beðið bana í þorpinu Sokoloviceva Kolonija en þaðan hafa serbneskar hersveitir haldið uppi stórskotaárásum á Sarajevo. Júgóslavneski herinn náði flugvellinum á sitt vald og notaði hann til árása á borgina. Tanjug-fréttastofan hafði eftir lögreglunni að miklar skemmdir hefðu orðið á opinberum bygging- um í gamla bænum í Sarajevo. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, hvatti til þess í gær að Sameinuðu þjóðirnar skær- ust sem fyrst í leikinn í Bosníu til að afstýra blóðugri borgarastyijöld. Friðargæslusveitir á vegum SÞ eru nú í nágrannalýðveldinu Króatíu og eru með höfuðstöðvar í Sarajevo en þeim hefur ekki verið falið að hafa afskipti af átökunum í Bosníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.