Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 41 < Stefán Rafn Sveins- son - Minning Hann var sérkennilegur maður, Stefán Rafn. Það var ekki hægt annað en taka eftir honum þegar hann gekk ungur maður um götur Reykjavíkur, svartur á brún og brá, ekkert líkur því að vera af norræn- um kynstofni, fór einn um götur, leit inn í fornbókaverslanir, settist inn á Bæjarbókasafnið eða Lands- bókasafnið, grúskaði í bókum. Hann var ekki allra, en bækur voru honum allt. Hann safnaði bókum frá unga aldri og varð einn af helstu bóka- söfnurum landsins. Rithöfunda og skáld vildi hann þekkja, en hann var forn í skapi og lynti ekki við hvern sem var. Þess vegna var hann einmana og vinafár, en átti sér þó trygga vini fyrir utan bækurnar sem aldrei brugðust. Það var einn dag, þegar ég var ungur höfundur með einungis tvær eða þrjár bækur að baki mér og formbyltingu á samviskunni, að þessi sérkennilegi maður vék sér að mér fyrir framan Landsbókasafnið, kvaðst hafa lesið ljóð mín og vera heldur ánægður með þau, bað mig um eintak af fyrstu ljóðabók minni, ef ég skyldi eiga eitthvað af henni, viidi hafa það síðasta eintakið, því bókin hafði verið gefín út árituð, nema ég ætti númer eitt, og það átti ég að sjálfsögðu ekki. Við þekkt- umst ekki neitt, þegar þetta gerð- ist, en ég vissi hver hann var, því hann hafði skrifað greinar í blöðin undír nafninu Stefán Rafn. Föður- nafnið notaði hann ekki. Allir bók- menntamenn þekktu hann í sjón, þó þeir væru honum ekki málkunn- ugir, en eftir þetta urðum við mál- kunnugir og seinna varð hann heim- ilisvinur okkar þriggja hér á Ljós- vallagötu. Það gerðist þannig, að hann gekk á tímabili mjög oft um Ljósvallagötuna á leið sinni í Há- skólabókasafnið sem hann var þá farinn að notfæra sér, því önnur söfn voru honum ekki lengur hugn- anleg. Við tókum tal saman, þegar við hittumst á götunni, og ég bauð honum að líta inn og fá sér kaffi- sopa. Það leið nokkur tími áður en hann áttaði sig á því að hann var velkominn á heimili okkar, en eftir það sat hann oft til borðs með bkk- ur og við spjölluðum saman um bækur, einkum og sér í lagi um bækur. En talið barst líka að ýmsu öðru, til dæmís prestum, því Stefán var kirkjurækinn maður, en fáir' prestar voru að hans skapi. Ekki fór ég neitt út í að ræða við hann um þáð hvort ljóð mættu vera órímuð, við gátum vel spjallað saman um bækur og menn án þess, og það kom á daginn áð Stefán var fróður og skemmtilegur í tali og brá mjög fyrir sig spaugi. Að sjálfsögðu voru ekki allir rithöfundar jafn góðir, að hans dómi, fremur en prestar og stjórnmálamenn, en sumir áttu ótví- rætt virðingu hans, svo sem Davíð Stefánsson og Steinn Steinarr. Hann hafði verið vel kunnugur Steini og gæti ég trúað að Steinn hafi lært margt af Stefáni varðandi gamlar bækur, því Steinn var orðinn tö'luvert fróður um fágætar bækur á því skeiði, þegar hann stundaði bókasöfnun. Stefán Rafn vissi svo mikið um gamlar bækur, útgáfuár þeirra, verðgildi og annað sem þeim við kom, að hann var einna líkastur tölvum nútímans. Við þurftum einu sinni að fá upplýsingar hjá honum varðandi gamlar bækur úr einka- safni og lásum fyrir hann langan lista af því tilefni. Við hlustuðum undrandi á bókamanninn þylja upp úr sér ártölin, hvenær bækurnar höfðu verið prentaðar, hvar þær höfðu verið prentaðar, hvernig út- gáfurnar voru, hver var fágætust o.s.frv. o.s.frv. Sumt gátum við eft- irá borið saman við prentaðar heim- ildir, og stemmdi upp á hár. Ég efast um að nokkur íslendingur hafi á þessum tíma haft meiri þekk- ingu á gildi gamalla bóka en Stef- án. Hann var mikið á bókauppboð- um og mun, vegna þekkingar sinn- ar, hafa boðið í bækur fyrir ýmsa safnara. Sjálfur hafði hann lítið handa á milli til bókakaupa, en tókst þó á löngum tíma að koma sér upp miklu safni. En þótt bókin væri yndi Stefáns, þurfti hann einnig á mannlegum félagsskap að halda og lét okkur fínna það, að honum þætti gott að mega eiga stund og stund með okkur á Ljósvallagötunni, kom til dæmis hvað eftir annað með blóm sem hann færði konu minni og dótt- ur. En svo hætti hann að koma, og við vissum ekki hvers vegna. Við vorum að velta því fyrir okk- ur hvort hann hefði látið verða af því að flytjast á einhvern þægilegri stað en Reykjavík með bækur sínar, einsog hann hafði stundum haft orð á, að komið gæti til greina, en þá fréttum við af honum fyrir tilviljun. Hann hafði dag einn komið til Kristj- áns Sveinssonar augnlæknis, sem var vinur hans, og sagst vera eitt- hvað undarlegur í höfðinu, en Krist- ján þurfti ekki langa athugun til að sjá að hann hafði fengið slag, og fékk hann í snatri fluttan á sjúkra- hús. Þar lá hann í rúmi, án þess að geta björg sér veitt, þegar við heimsóttum hann, og gat nú hvorki talað um bækur né annað. Seinna fór hann að geta sagt já og nei, meira var það ekki. Hann var lamað- ur öðrum megin og bundinn við hjól- astól þau þrettán ár sem hann átti eftir ólifuð. Tæpast var þess að vænta að Stefán gæti lynt við marga á stofn- uninni, þar sem hann varð nú að þrauka, því allt í kringum hann var ruglað fólk, en hann alveg skýr í kollinum og heyrði vel, þótt hann gæti sjálfur ekkert sagt. Þá vildi svo til að í einu herberginu var kona á góðum aldri og andlega skýr, en hún gat sig hvergi hrært úr rúmi sínu, lömuð upp að herðum. Til þess- arar konu mjakaði Stefán sér á hjólastólnum sínum. Hún var sú Minning: Eiríkur Guðjónsson Fæddur 24. apríl 1906 Dáinn 14. febrúar 1992 Okkur langar til að minnast elsku afa okkar, Eiríks Guðjónssonar, með nokkrum orðum. En hann hefði orðið 86 ára á morgun, 24. apríl, hefði hann lifað. Hann lést i Borgar- spítalanum 14. febrúar sl. eftir stutt en erfið veikindi, og fór útför hans fram í kyrrþey, að hans eigin ósk, 25. febrúar. Hann sem hefur verið svo stór hluti af okkar tilveru er skyndilega horfinn. Allt í einu er síminn hættur að hringja á ákveðnum tímum dagsins, því að afi hringdi alltaf á hverjum degi á svipuðum tíma, og jafnvel oft á dag, bara til að spjalla og vita hvernig við hefðum það, enda var honum einstaklega annt um okkur öll. Það fengum við svo oft að finna. Þó svo að aldurinn hafi verið orðinn hár, þá er maður alltaf óvið- búinn að kveðja þá sem manni eru kærir. Enda hefur það tekið þó nokkurn tíma fyrir litla afastráka að átta sig á því að Eiríkur afi kemur ekki oftar í heimsókn. Og nú er ekki lengur farið í Mávahlíð- ina en þangað komum við oft í viku hverri og jafnvel daglega, ef svo bar undir. ¦ i 1 lV i \_r^ Afi Eiríkur var svo hress og ung- ur í anda, og fylgdist vel með öllu. Hann var líka einstaklega heilsu- hraustur allt sitt líf, nema nú síð- ustu misserin. Hann stundaði vinnu sína þar til hann var kominn vel yfir áttrætt. Bifreiðaakstur var hans ævistarf og var hann búinn að aka bifreið nær óslitið í 64 ár, eða allt til síðasta dags, og alltaf Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungwn -Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6-12 ára börn- 1 I 7. starfsár: Reiðnámskeið, íþróttir, sveitastörf, siglingar , ferðalög, sund, kvöldvökur ofl. Tímabil: 31 maí-6júní 14júní-20júní 28júní-4júlí 12júlí-18júlí 26júlf-1 ágúst 7júní-13júní 21 júní-27júní 5júlí-lljúlí 19júlf-25 júlí 3 ágúst-9 ágúst Sama verð og í fyrra kr. 15.800.- Systkinaafsláttur Innritun og upplýsingar í s-98-68808 daginn, 98-68991 kvöld og helgar mannvera á stofnuninni sem hann komst helst í samband við. Hún var svo æðrulaus og skýr, þessi kona, að hún gat náð sambandi við Stefán og talað við hann af þeirri skynsemi sem honum hugnaðist, þó hann gæti ekki sagt nema já og nei. En eftir nokkur ár var hún farin. Við minntumst aldrei á bókasafn- ið hans við hann, þegar við heimsótt- um hann lamaðan, ekki nema í eitt skipti snemma, og þá komu tár í augu honum. Síðan minntumst við ekki á það. En við tókum oft með okkur bókaskrár, ef nýlega hafði verið bókauppboð, og lásum upphátt fyrir hann titla bókanna og spurðum um fágæti, og þá gat hann svarað ,já" og kinkað kolli eða sagt „nei" og hrist höfuðið. Og hann var glað- ur. Þannig var hægt að tala við hann með spurningum. Það gat tek- ið langan tíma, ef við vildum vita hverjir höfðu komið til hans nýlega eða fundum að hann vildi segja okkur frá einhverjum, og hann varð stundum óþolinmóður, þegar við vorum lengi að geta upp á rétta nafninu, en haria glaður þegar nafn- ið var fundið. Á þennan hátt fengum við að vita, að hálfbróðir hans, Krist- ján Benediktsson, kom oft í heim- sókn, stundum kom Kristján Sveins- son augnlæknir meðan hann lifði, sömuleiðis Þorsteinn Björnsson prestur, gamall vinur Stefáns. Fleira fólk bar á góma, en þegar Stefáni lá eitthvað sérstakt á hjarta gátu slík samtöl orðið strembin og áreynsla hans mikil og síðan mikill léttir, þegar hann hafði loks fengið okkur til að giska rétt á það sem hann vildi segja. Seinast þegar' við heimsóttum hann var hann rúmliggjandi og langt leiddur. En enn var hugurinn skýr, þó hann gæti ekki reist höfuð frá kodda, og þegar við nefndum skáldið Stein Steinarr færðist bros yfír þreytt andlit hans. Skömmu síð- ar lauk jarðneskum ferli þessa sér- kennilega bókamanns. Jón Óskar. komið heill heim. Bílar voru honum mjög hugleikn- ir, stórir bílar og smáir bílar, og oft mátti vart á milli sjá hvor var spenntari fyrir leikfangabílunum, afinn eða litli snáðinn, þegar afi kom í heimsókn og var drifinn með i bílaleik. Afi sagði ekki ímynduð ævintýri. Hann söng og fór með vísur og kvæði sem gaman var að læra og syngja með. Ekki var síður spenn- andi að skoða Verkfærabókina með honum. Öll þessi undarlegu tól og tæki, sem afi nefndi og útskýrði, festust í huga litla nafna. Margs er að minnast, t.d. þegar afi sat og gætti okkar stundum á meðan mamma skrapp frá augna- blik, þá var mikið sungið og spjall- að. Afi sat og hlustaði hugfanginn á þegar litli drengurinn söng og söng. Þakklátari áheyrandi var vandfundinn. Tónlistin var honum einkar kær. Hann spilaði á orgel sér til ánægju og til hvíldar frá amstri dagsins. En nú er hann látinn og hans er sárt saknað. Mamma hefur ekki aðeins kvatt kæran föður heldur ekki síður traustan og góðan vin. Sannur heiðursmaður hefur verið kvaddur." Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig Messi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Eiríkur og Gunnar Hrafn. FRARENNSLISTOKKAR HALDA YKKUR MJRRUM Enda eru ACO DRAIN brautryðjendur í fram- leiðslu steyptra Polymer frórennslistokka, og fremstir í heiminum ó því sviði. t. * * t i I X X K ACO DRAIN frárennsli- stokkar. eru nauðsynlegir þar sem vatnselgs er von. T.d. við bílastœði, bílskýli, götur, torg, garða, svalir, vinnuskýli o.fl. Upplýsingar og róðgjöf. Sfe VATNSVIRKINN HF. ^T. ARMUIA21 SÍMAR 686455 - 685966 SSS FAX 91-687748 ¦V<........v1 """' v................V >A.....I.......í\....... »>l HMlimfV Sparibúinn mmmmm iiipö veisln í fa ra iigurs rýinin u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.