Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 21 Húsnæðismál ungs fólks að loknu námi eftirHrafn Sæmundsson Þegar námsmenn koma heim frá námi erlendis eða úr langskólanámi hér heima, blasir við þeim nöturlegur veruleiki. Fólk um þrítugt eða eldra stendur allt í einu frammi fyrir þeirri staðreynd að verða að byrja nýtt líf á núlli. Það er eignalaust, það er með verulegar skuldir við Lánasjóð íslenskra námsmanna og það er í fiestum tilfellum húsnæðislaust. Og þetta unga fólk rekur sig á fleira. Það er ekki lengur boðið í það á vinnumarkaði. Það er ekki lengur í boði að vinna tvöfalda eða þrefalda vinnu. Það er ekki einu sinni öruggt lengur að allir fái atvinnu við sitt hæfi eða yfirleitt einhverja vinnu. Margt af þessu fólki sem kemur úr langskólanámi er komið með fjöl- skyldu. Meðan á náminu stendur hefur það bæði erlendis og hér heima oft haft möguléika á að búa við þær aðstæður að hafa börn sín á leikskól- um og hefur að öðru leyti getað sinnt uppeldi þeirra með náminu. Einn daginn er skorið á þetta allt. Þetta er stórt mál í hnotskurn. íslenski „draumurinn" er ekki lengur fyrir hendi. Þjóðfélagið er að breyt- ast. Veiðimannaþjóðfélagið er að líða undir lok. Það verður að endurmeta marga hluti. Kannski allt. Það verður að breyta um lífsstíl. Það verður að breyta skipulagi efnahagsmálanna. Ungt fólk getur ekki — og kannski vill ekki lengur — fórna öllu fyrir þá grunnþörf að hafa þak yfír höfuð- ið. Það vill ekki leggja fjölskylduna í hættu, það vill ekki fórna uppeldi barna sinna, það vill ekki eyða bestu árum ævinnar í galeiðuþrældóm fyr- ir einföldum frumþörfum. Og það er engin ástæða til að fólk þurfi að gera þetta í einu ríkasta landi ver- aldarinnar. Þessvegna verður meðal annars að breyta húsnæðiskerfinu þannig að námsfólk geti gengið inn í hóflegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum að loknu námi. Leiguhúsnæði eða kaup- leiguhúsnæði sem fjármagnað er til langs tíma.c Þetta mál verður ekki leyst innan núverandi húsnæðiskerf- is. Einkaaðilar — verktakar og byggingarfélög verða að breyta um starfsaðferðir. Það verður að fjár- magna til langs tíma íbúðarhúsnæði til leigu eða kaupleigu eins og gert er alls staðar í nálægum löndum. Til þess þarf ef til vill að taka erlend lán og jafnframt að lækka bygging- arkostnað. íburður og bruðl í hús- byggingum á íslandi er löngu farin að storka heilbrigðri skynsemi og svokallaður efnahagsvandi á að hluta rót sína að rekja til þessarar „geð- veiki"! Þetta mál sem hér er drepið á er mjög brýnt. Og þó talað sé um hús- næðismál fólks sem kemur úr lang- skólanámi á þetta að sjálfsögðu við um þarfir annarra þjóðfélagshópa. Mál námsmanna er hinsvegar sér- kafli í þessu verkefni núna. Ef fyrir- hugaðar breytingar verða á kjörum í Lánasjóði íslenskra námsmanna fá námsmenn sem koma úr framhalds- námi minni aðlögun og þyngri greiðslubyrðar. Það er þess vegna vandséð hvernig meginþorri þessa fólks kemst í húsnæði. Leigumarkað- ur er nánast ekki fyrir hendi og vegna gerðar peningamarkaðarins og vaxtapólitíkur verður leiga að vera óhugnanlega há til að standa undir byggingarkostnaði. Þessu þarf að breyta eins og áður er sagt og ekki aðeins með langtímalánum og ef til vill erlendum lánum heldur og ekki síður með því að lækka bygging- arkostnaðinn. Til þess þarf stefnu- breytingu og hugvit og það þarf að nýta betur það fjármagn sem fer í íbúðarbyggingar. Námsmenn þurfa fyrst og fremst sjálfir að taka þessi mál til umræðu á víðu plani. Það stendur þeim næst Verðfrá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00-15:00. Nánari upplýsingar f sfma 68 99 00 B) Lrá'/&*-$*e*. „Það verður að endur- meta marga hluti. Kannski allt. Það verð- ur að breyta um lífsstíl. Það verður að breyta skipulagi efnahagsmál- anna." að mynda sér skoðanir og vinna að heildstæðri stefnumörkun í þessu máli. Námsmenn þurfa að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og ef til vill byltingarkenndum hugmyndum í þessum efnum. Það þarf að tengja lausn húsnæðismálanna við breytt gildismat og verðmætamat fólks. Hvað er mikilvægast? Hvort er upp- eldi barna mikilvægara en íburður í húsnæði? Eru frístundir og menning- arlíf mikilvægara en það að hlaða upp dauðum hlutum langt fram yfír skynsamlegar þarfir? Og það eru margar aðrar spurningar sem þarf að svara. En aðalatriðið er að náms- menn hafi sjálfir skoðanir á þessu máli og fjalli um það af raunsæi. Og hinsvegar er það mikilvægt að aðilar í byggingariðnaði sjái þessa htuti í rökréttu ljósi. Þeir verða eins og áður er sagt að hefja nýja mark- aðssetningu í íbúðarbyggingum. Þeir verða að líta meira til framtíðar og leita nýrra fjármögnurtarleiða hér- lendis og erlendis. Verktakar og byggingarfélög verða að skilja að veiðimannaþjóðfélagið er einnig að hverfa í þeirra bransa. Höfundur er atvinnumálafulltrúi. Hrafn Sæmundsson Kringlan kl. 13 og 14. Mikligarður kl. 15. ~V * Þaö er ekki nema von aö Guffi og Andrés séu kátir því aö þeir eru aö koma til íslands í fyrsta sinn, í boði Coca Cola og Disney- klúbbsins. Þeir félagarnir mUnu bregöa á leik í stórmörkuöum á föstudaginn og laugardaginn og láta þar öllum góöum látum. r « rA Lmr[U Foreldrar! Takið mynd af börnunum með þeim Guffa og Andrési. 0 Drekkið ewi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.