Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 15 „Ekkert er algengara í almennri sálarfræði en það að einhver neiti að trúa því sem hann horfir á með augunum en sjái það sem sannan- lega er ekki til á staðnum." (Skálda- tími bls. 145.) í tímans rás hefir þess oft verið freistað að knýja Halldór Laxness til pólitískrar játningar og flokks- hollustu auk yfiriýsinga um trúmál. Á löngum ferli hefur hann ritað sitthvað sem telja má til vísbend- inga, auk viðtala sem hafa má til hliðsjónar um afstöðu skáldsins til fjöldahreyfinga og heimsviðburða. I tímariti kaþólskra, Merki kross- ins, er dagbókarkafli ritaður 10. mars 1926: „Eitt faðirvor beðið á næturþeli þegar aðrir sofa er hins vegar miklu voldugri atburður en allir sigrar Rómaveldis samanlagð- ir, og eitt andvarp hreldrar sálar, sem þráir guð sinn, eru miklu stór- ¦fenglegri tíðindi á himnum en bylt- ingin í Rússlandi eða pólitík Breta í Asíu því himinn og jörð munu farast og allt er blekking nema Guð." Ári síðar, vorið 1927, stendur Halldór á Tjarnarbrúnni og leikur sér að orðum sem vísa til vegar: „Faðir vorsins, þú sem ert í heims- byltingunni." Fróðlegt er að hyggja að því hvernig Halldór fjallar um sín eigin ritverk og pólitíska afstöðu í Fuglinum í fjörunni, sem rituð er í Leipzig, París, Grindavík árið 1931 og flutt hefur verið í útvarpið. Arn- aldur ræðir við Sölku Völku um bókmenntir og stjórnmál: „Félag- arnir senda mér oft skruddur að sunnan en þær eru flestar útlend- ar. Samt fékk ég eina núna nýlega eftir íslenskan strák, sem situr suð- ur á ítalíu, hann er að byrja að koma auga á málstað alþýðunnar, en það er ekki hægt að kalla hann kommúnista, hann talar jafnvel um guð og þesskonar. Hann minnir mig á krækiber sem er að byrja að verða svart. En það er margt spaugilegt, sem veltur upp úr hon- um, fyrir þá sem hafa ánægju af kímni. Kannské ég ætti að lána þér hana?" í bréfi til Uptons Sinclair's 1957 kveðst Halldór aldrei hafa verið kommúnisti en segist þá vera félagi í sósíalistaflokknum þar sem einnig séu kommúnistar sem séu flokks- bundnir. . I Guðsgjafaþulu bls. 195 segir ritstjórinn á Djúpuvík um afstöðu síns: „Ég er ekki nógu vel að mér í Marxisma; stundum finnst mér þessi kenning vera endurleysa frá rótum; einhverskonar blendingur af geðveiki úr biflíunni og bulli úr þjóðverjum; en svei því, — ef hún getur betrumbætt heiminn þá er allt í lagi, og ég held áfram að vera einn af þeim hliðhollu sem kallaðir eru meðreiðarsveinar." „Ég varð bolsévíkki við það að kynnast þjóðfélagslífi í Bandaríkj- unum og hef verið það síðan," sagði Halldór í viðtali við Jón úr Vör í sjöunda hefti 7. árgangs Útvarps- tíðinda 1944. Fimmtudaginn 12. janúar 1939 var rætt við Halldór í danska út- varpið. Hann hrósar íslenskum stjórnmálamönnum fyrir óhlut- dræga afstöðu til skálda og lista- marina við úthlutun styrkja. „Gott skáld jafngildir tveimur prestum, miðlungsskáld hálfum öðrum presti," sagði Halldór um fjárhags- legan stuðning íslenska ríkisins við rithöfunda. Um veru sína í Mennta- skólanum sagði hann að í þeim skóla hefði hann ekkert lært annað en að taka í nefið, enda alltaf haft ímigust á því að lesa bækur eftir aðra en sjálfan sig. (Endursögn Útyarpstíðinda 1939.) í leikriti Halldórs, sem hann nefnir Straumrof, og Leikfélag Reykjavíkur sýnir veturinn 1934 notar höfundurinn útvarpsfréttir og auglýsingar með nýstárlegum og áhrifamiklum hætti. Þátttaka í flutningi leikritsins í hlutverki þular gerir mér atburði enn minnisstæð- ari. Fyrir þá sem séð hafa ljósaaug- lýsingar danska dagblaðsins Poli- tiken við Ráðhústorg í Kaupmanna- höfn hljóma kunnuglega í eyrum útvarpsauglýsingar þær sem heyr- ast milli frétta í viðtæki í sumarbú- stað Kaldanhjónanna, höfuðpersón- anna í leikriti Halldórs. Náttúru- hamfarir og hungursneyð í nýlend- um Breta eru megin efni heims- fréttanna. Það þótti nýstárlegt í eyrum áheyrenda á leikhúsbekkjum í Iðnó að hlýða á útvarpsauglýsing- ar sem lesnar voru jafnframt frétt- um. „Drekkið mjólk Einingarinnar. Horið yður á Rúga." Hvort-tveggja sótt í danskar ljósaauglýsingar: „Drik Enighedens mælk" og „Spis Dem slank i Ruga". Þar var átt við hrökkbrauðstegund og Einingin var einskonar Samsala. Þorsteinn Ö. Stephensen lék Dag Vestan, annað aðalhlutverk leiksins. Kristján Al- bertsson rithöfundur, sá sem fagn- aði Vefaranum með orðunum „Loksins, loksins ...", fann að' því í leikdómi sínum að Halldóri tækist ekki jafn vel persónusköpun þegar hann fjallaði um borgara og verka- lýð. í fundargerðum útvarpsráðs má fræðast um margt er varðar sam- skipti Halldórs Laxness og Ríkisút- varpsins. Halldór kvartar undan því að fá ekki að taka þátt í trúmálaum- ræðum árið 1934 og etja kappi við séra Árna Sigurðsson fríkirkju- prest. Útvarpsráð svarar með því að segja að ósk Halldórs hafi kom- ið fram eftir að tilskilinn frestur var útrunninn, býður Halldóri að ræða um bókmenntir við Guðmund Finnbogason landsbókavörð. Hinn 1. desember 1935 ávarpar Halldór Laxness þjóð sína af svölum Alþingishússins. Hann talar þar að beiðni stúdentaráðs sem minnist fullveldisdagsins. Ræða Halldórs er birt í Dagleið á fjöllum: „Upp til dalanna, langt upp til landsins bak við þessi hvítu fjöll, situr bóndinn og fólk hans í dag við útvarpið sitt og bíður eftir örvunarorði á þessum degi frelsisins sem einnig er dagur hans." Þjóðviljinn fagnar ákaft ræðu Halldórs sem fjallaði um sam- fylkingu, málefni sem var mörgum róttækum hópum hugleikið. Við allt annan tón kvað hjá fjölda ann- arra er rituðu um ræðu Halldórs. Guðmundur Friðjónsson skáld frá Sandi ritar margorða og bein- skeytta grein í Vísi. Þar veittist hann að séra Sigurði Einarssyni og Halldóri Laxness: „og röddin skalf af áhuga í básúnunni," segir Guð- mund um Halldór, en grein sína kallar hann „Básúnuna og drekann rauða". Guðmundur kallar séra Sig- urð og Halldór andlega tvíbura og segir um Halldór: „Brá honum svo við sjálf sín orðahljóm að tungu- böndin titruðu, þvílíkt sem bastlína undan blautum þvotti." Þeir, sem fylgdu Samfylkingunni að málum, samstarfi jafnaðarmanna, komm- únista og óflokksbundinna manna fögnuðu ræðu Halldórs og segjast ýmsir þeirra muna er alþýðumenn söfnuðust saman á stéttum og við húsgafla að lokinni ræðu Halldórs að róma boðskap hans. Halldór Laxness ritaði allmargar greinar um íslensk menningarmál í Tímarit Máls og menningar. Þar tekur hann Ríkisútvarpinu tak. Pistlar hans fjalla meðal annars um hóstaflog og ræskingar. Þar segir: „En það er ekki til svo auvirðilegt kropphljóð að það eignist ekki sinn málssvara í dagblöðum vorum, enda mátti ekki alls fyrir löngu lesa í einu dagblaðanna grein, þar sem því var haldið fram að hósti og ræskingar íslenska Ríkisútvarpsins séu betri skemmtun og meiri sið- menningarvottur en danshljóm- sveitir erlendra stöðva." í annarri grein í sama tímariti spyr Halldór hvað ætti að vera því til fyrirstöðu „að breyta um nafn á þessari sér- kennilegu menningarstofnun og nefna hana t.d. „Hósta- og ræsk- ingastassjón íslenska ríkisins (á ensku: „The Icelandic Cough and Throatclearing Station"). Ekki þarf að taka það fram að það var ekki fyrr en löngu síðar sem gerðar voru ráðstafanir til þess að setja upp tæki, sem þulir og ræðumenn gætu gripið til svo hóstinn ærði ekki hlustendur. Útvarpsráðsmenn fá sinn deildan verð í forystugrein Halldórs í Tíma- riti MM: „íslenska útvarpið gerir sig frægt að einsdæmum: „Nefnd sú, Útvarpsráðið .. . virðist mis- skilja hlutverk sitt á þann hátt að halda, að hún sé eirihverskonar fastráðinn skemmtiflokkur við út- varpið." Einn útvarpsráðsmanna er þó sýkn saka, „hr. Finnbogi Rútur Valdimarsson". Þess er áður getið að Þórarinn Guðmundsson hafi samið lag við ljóð Halldórs. Svo er einnig um fleiri útvarpsmenn. Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri og tónskáld og Jón Þórarinsson dagskrárstjóri Sjón- varps og tónskáld hafa báðir samið lög við ljóð Halldórs/Ég skal vaka og vera góð. Þá hefur Ingibjörg Þorbergs samið lag við ljóð Hall- dórs, Barnagæla frá Nýja íslandi. Suma útvarpsmenn þekkti Hall- dór frá fornu fari. Svo var um Árna Hallgrímsson bókara á aðalskrif- stofu Ríkisútvarpsins. Árni var út- gefandi pg ritstjóri tímaritsins Ið- unnar og birti þar ýmsar ritgerðir og sögur Halldórs. Jónas Þorbergs- son útvarpsstjóri og frú hans Sigur- laug höfðu mikið dálæti á Halldóri og sótti hann oft gestaboð á heim- ili þeirra. Minntist frú Sigurlaug þeirra heimsókna og kvað Halldór stundum hafa setið á eldhúsborðinu og beðið meðan hún bakaði pönnu- kökur handa spilafélögum útvarps- stjóra er sátu í stofu. Minntist hún þeirra stunda með ánægju. Þess ber að geta að tveir útvarps- menn, Helgi Hjörvar skrifstofustjóri og Sigurður Einarsson fréttastjóri munu haf a orðið til þess einna fyrst- ir manna að spá Halldóri hiklaust miklum frama og sóma á vettvangi bókmennta og segja fyrir um frægð hans. Þótt oft hafi blikað á sverð og glampað á skildi í Rauðuskriðum í samskiptum Halldórs og Ríkisút- varpsins, hetjur stokkið hæð sína og mörg sé fótskriðan á Markar- fljóti, þá hefir jafnan komið betri tíð með blóm í haga. Engum starfs- manni sínum hefir Ríkisútvarpið fagnað betur en Halldóri Laxness er hann gekk úr „Svítu Ásbjarnar" á heillaskipinu Gullfossi að hlýða á mál forseta Alþýðusambands ís- lands þegar þjóðin samfagnaði skáldi sínu af tilefni Nóbelsverð- Iauna. Skáldið, útvarpsmaðurinn, sem áður bar ræðumönnum svala- drykk, var nú kominn heim „og hafði sungið fyrir heiminn", eins og Nonni litli í Sumarhúsum. Enn í dag fagnar þjóðin er hún heyrir um hetjur skáldsins, Sölku Völku, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hregg- viðsson, Ólaf Kárason Ljósvíking og Ástu Sóllilju og Jón í Veghúsum. Svo lifandi eru þær í huga hlust- enda að búast mætti við því að sjálf Innheimtudeild Ríkisútvarpsins hafi þær á skrá yfir útvarpshlustendur. „Ég lenti ungur hjá þeim kaþ- ólsku og varð kaþólskur og er enn kaþólskur," sagði Halldór Laxness er hann var spurður fregna einn fagran dag í Gljúfrasteini. Gamlir útvarpsmenn þakka einum fyrsta dyragæslumanni Ríkisútvarpsins og frægasta vatnsbera hvert auðnu- spor er hann steig. Þjóðin. þakkar Hamingjudrauminn og Allsnægta- borðið, sem gerir ekki mun á manni og mús. Höfundur erþulúr. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 29 Utan á hús / °\ABELJ ->• 1 'Q \ ¦¦:¦:: ¦ ¦ ' í 'í \ m \ 1 < M« K / 1 _i É^ ; cc í%3' FYR *v#?' TOYOTA AUKAHLUTIR SNUGTOP PALLHÚS • Amerísk Snugtop trefjaplasthús, með tvö- földum einangruðum toppi og vel þétt. Opnanlegir hliðargluggar og litað gler. Hægt er að fá húsin klædd að innan og lituð frá framleiðanda. Frábært verð! Sérpöntum einnig hús á aðrar tegundir pallbifreiða. • Toyota toppgrindur, sterkar og notadrjúgar. Passa á flestar jeppategundir. Úrvalsvara - aðaleinkenni Toyota aukahluta. Nýttu þér ráðgjöf okkar og sendingarþjónustu. @) TOYOTA Aukahlutir NÝBÝLAVEGI6-8 KÓP. SÍMI 44144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.