Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 12
ií MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 KONA SEM GEINGUR TIL MANNS Á NÆTURÞELI AF HEIÐARLEIKA KVENNA í VERKUM HALLDÓRS LAXNESS Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir SÉRA Sigurður, sagði hún, viljið þér í eitt skipti ýta þessum stóru guðfræðibókum yðar frá; viljið þér leggja hönd á hjarta og horfa fram- aní lifandi manneskju eitt andartak í staðinn fyrir að blína á stúnginn tréfótinn á lausnaranum, og svara mér candide einni spurningu: Hver hefur pínst meira fyrir hinn í þess- um heimi, guð fyrir mennina eða mennirnir fyrir guð? Þannig spyr sá einn sem hneig- ist til stórrar syndar. Ég bið þessi eiturbikar með eilífan dauða falinn á botni mætti víkja frá yður. Eg held þér rennið ekki einu- sinni grun í hvernig mínum högum er háttað, sagði hún. Þér eflið grið- kvennaslaður og orðarymt um mig meir af illum vilja en trúlegum rökum. Þetta eru þúng orð, sagði prest- urinn. Samt hóta ég yður ekki eilífum dauða, sem mér er sagt þýði hel- víti á yðar máli, svaraði hún og hló. Andlitið á honum titraði. Kona sem geingur til manns á næturþeli, byrjaði hann, en hvarf frá því aftur, leit eldsnart framaní hana og sagði: Ég samasem stóð yður að verki. Það er ekki leingur neitt griðkvennaslaður. Ég vissi þér munduð halda það, sagði hún. Ég kom til að segja, yður skjátlast. Og ég ætla að taka yður vara fyrir að rægjar~hann. Hans orðstír mun lifa eftir að hætt er að hlæa bæði að yður og mér. Hann var fús að gefa líf sitt og hamingju til þess heiður hans fátæka lands mætti verða meiri. Bkkert liggur slíkum manni fjær en vanheiðra vegalausan kven- mann sem kemur til hans að biðja sér ténaðar. Kona sem geingur til manns á næturþeli á ekki nema eitt erindi, sagði dómkirkjupresturinn. Sá sem aldrei getur slitið hugann frá sínu vesölu holdi, festandi það málað uppá vegg hjá sér í skúrgoðs- líki með prjón í gegnum útlimina, ellegar vitnandi um þess frygð eftir helgum bókum, mun seint skilja hinn sem horfinn er með líkam og sál til þjónustu við svarlausa menn og uppreisn síns fólks. Það er plagsiður óvinarins að narra til sín konuna í margskonar gervi, undir hinu og öðru yfir- varpi; í fyrsta sinn var það í lík- ingu snáks til að gylla fyrir henni eitt epli. Hann rétti henni ekki sjálfur eplið, heldur glapti hana með orðum svo" hún tók það gegn boði guðs. Hans eðli er ekki að fremja saurgunarverkið, því væri svo hlypi mannkindin frí, heldur er hann því kallaður freistari að hann teygir manns vilja til jákvæð- is við sig. í þeirri bók, de operati- one daemonum, sem hér liggur opin, vitnast þetta með hundruðum dæma, svosem þegar ein jómfrú spyr í sinni ángist, þá er Satan hefur upptendrað hana með hold- legum vilja og rennur síðan út millum greipa hennar: quid ergo exigis, segir hún, carnale conjug- ium, quod nature tuae dinoscitur esse contrarium, hví teygir þú mig til holdlegs samblands verandi af aungu holdi sjálfur? — og hann svarar: tu tantum mihi consenti, nihil aliud a te nisi copulae cons- ensum requiro, þú játtist mökum við mig, og jáorð þitt var það eina sem ég beiddist. Þegar dómkirkjuprestUrinn hafði greint þetta dæmi skilmerki- lega á báðum túngunum fór að styttast viðstaðan hjá gestinum. Hún horfði á manninn um stund með þesskonar orðlausum forundr- unarsvip, sem jaðrar við algert tóm. Að lokum stóð hún á fætur, brosti úr miklum fjarska, hneigði sigog sagði að skilnaði: Eg þakka mínum hollvin og sál- usyrgjara innvirðulega — fyrir þessa skemtilegu klámsögu. * * * Það er Snæfríður íslandssól sem skiptist á orðum við vin sinn, von- biðil og sálusorgara, Sigurð Sveinsson, dómkirkjuprest í Skál- holti. Maður hennar, Magnús Sig- urðsson í Bræðratungu, hefur bor- ið hana þeim sökum opinberlega að eiga í ástarsambandi við Arneus Arneus og vill láta dæma hana fyrir hórdómsbrot. Snæfríður læt- ur sér fátt um finnast. Magnús hefur bæði selt hana fyrir brenni- vín og reynt að hálshöggva hana til að ná silfri hennar til að kaupa brennivín fyrir. Hún er öllu vön. Og þegar dómkirkjupresturinn hef- ur nánast staðið hana að verki við það athæfi sem hún er sökuð um er hún fljót að snúa Faðirvorinu upp á andskotann. Snæfríður sem er ljúf eins og dúfa, er líka slæg eins og refur. Þegar ég var að velta því fyrir mér á dögunum, hver af skáldsóg- um Halldórs Laxness væri í mestu uppáhaldi hjá mér — og fletta í gegnum þær — ícomst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ævinlega sú saga sem ég er að lesa hverju sinni. Þegar ég svo velti því fyrir mér hver af persónum hans væri mér hugleiknust, átti ég erfitt að gera upp á milli Snæfríðar og Jóns Prímusar í Kristnihaldi undir jökli. Þótt flestar persónur Laxness séu dálítið öðruvísi en fólk er flest að því leyti að þær eru vitrari en almenningsálitið, búa yfir meiri skynsemi en almennt er kennt í uppeldi, hafa betra raunvefuleika- skyn en trúarkreddur kenna — eru þessar tvær persónur sannari og raunverulegri en allar aðrar, jafn- vel raunverulegri og sannari en það fólk sem maður mætir dags dag- lega og getur snert. Það sem gerir Snæfríði og Jón Prímus svo heillandi er að þau standa við sannfæringu sína og tilfinningar og gangast við mennsku sinni. Það er svo sjald- gæfur eiginleiki meðal okkar viti borinna manna, að þau, ásamt fleiri persónum úr verkum Hall- dórs, hafa fengið það orð á sig að vera loftkennd. Það hefur einkum verið sagt um kvenpersónur hans. Morgunblaðið/Ól.K.M. Sveitungar Halldórs Laxness fagna honum á Gljúfrasteini þegar hann kom heim með Nóbelsverðlaunin. Og víst er að Ugla í Atómstöð- inni, Salka Valka og fleiri, hafa aldrei lært að ljúga til um sjálfar sig — ekki einu sinni til að líta betur út í augum náungans. Þess- vegna virðast þær kannski ekki raunverulegar. Fyrir mér er Snæ- fríður þeirra stærst, vegna þess að hún gengur á vit örlaga sinna og krefst þess að bera ábyrgð á lífi sínu. Hún lítur ekki á sig sem fórnarlamb eins né neins. Henni finnst hún raunverulega eiga val — og rétt til að velja. Hún telur sig bera ábyrgð á lífi sínu og ger- ir sig ánægða með val sitt hverju sinni — allavega þar til gæfan, samkvæmt skilgreiningu almenn- ingsálitsins, brosir við henni og hún verður heitkona Sigurðar dóm- kirkjuprests og tilvonandi bisk- upsfrú í Skálholti. Þá klæðist Snæ- fríður svörtu. Eins og fram kemur í kaflanum hér á undan, vill séra Sigurður kenna Arneus Arneus um að hafa tælt Snæfríði til sín, með hjálp Freistarans. Hann leitar að söku- dólg til að geta sjálfur varðveitt þá ímynd sem hann hefur búið sér tíl af Snæfríði; ímynd æsku, sak- leysis og fegurðar. En Snæfríður lærði ung að horfast í augu við veruleikann og neitar að gera aðra ábyrga fyrir lífí sínu. Á öðrum stað í sögunni, þar sem Arneus Arneus, vísar í Guð og örlögin og gerir þau ábyrg fyrir því að ekkert varð úr sambandi þeirra, segir Snæfríður aðeins: „Já það er mikil hepni að til skuli vera guðir og örlög." Kvennakaup Það er nokkuð algengt þema í verkum Halldórs að karlar vilji kaupa konur — bjóða þeim gull og silfur, lönd og virðingu. En þeir bjóða einatt þeim konum sem ekki eru falar. í Atómstöðinni, þegar Búi Árland sýnir Uglu auðæfi sín og segir: „Alt sem þú biður um skaltu fá," drekkur hún teið sitt og segir síðan: „Vel á minst, hvað- an eru þessi orð." Stuttu seinna gengur hún frá honum fyrir fullt og allt. Hún hafði jú sagt við hann: „Eg vil hvorki láta fátæklíng klæða mig í druslu né ríkan mann í loð- feld fyrir að hafa sofið hjá þeim. Ég vil kaupa mér kápu fyrir þá penínga sem ég hef unnið mér inn af j)ví ég er maður." I Paradísarheimt kemur Steina litla í Steinahlíðum til að kveðja Björn á Leirum, umboðsmanninn sem hefur getið við henni dreng, en afneitað því og hirt til sín jörð föður hennar. Hún, stúlkan, sem aldrei hefur beðið um neitt, en fengið einn gullpening og nokkra silfurpeninga fyrir næturgreiða — peninga sem hún hefur síðan gefið og er fátækari en allt, verður það eina sem er einhvers virði og karl- inn segir: „Það veit andskotinn: ég hef feingið mig fullsaddan. Ég segi skilið við það alt: svaðbælin, stöndin, konjakið, rauðaviðinn, stóðið; og þessar stóru ráðagerðir um að gera út vélskip með þeim ríku fyrir sunnan; og giktina; og skrímslið mikla í Vestmanneyjum. Við ríðum nú í nótt suður til skips, þú og ég og dreingurinn og náum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.