Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 24
24 lOAaUTMMFÍ QIQ/ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 íslendingur skotinn til bana: Friðhelgi starfsmanna á vegum Rauða krossins rofín Övíst hvort tveir íslenskir hjúkrunar- fræðingar snúa þegar heim frá Kabúl ÍSLENSKUR hjúkrunarfræðingur var skotinn til bana í Afganistan í gær, þegar hann var að störfum fyrir Rauða krossinn. Hann hét Jón Karlsson og yar tæplega 39 ára gamall. Jón er fyrsti sendifulltrúi Rauða kross íslands, sem lætur lífið við skyldustörf. Tvær íslenskar konur eru að störfum á sjúkrahúsi í höfuðborginni Kabúl. I samtali við starfsmenn Rauða krossins hér á landi í gær sögðust þær vera óhultar, en höfðu þá ekki tekið ákvörðun um hvort þær kæmu heim. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru vestrænir starfsmenn hjálpar- stofnana í Afganistan slegnir miklum óhug vegna þessa voðaatburðar og óttast um öryggi sitt. Slíkar árásir á starfsmenn Rauða krossins eru mjög sjaldgæfar. Samkvæmt upplýsingum tals- manna alþjóða Rauða krossins í Genf fór Jón í gærmorgun, miðvikudag, frá Kabúl til bæjarins Mayden Shar, sem er um 30 kílómetrum sunnan við höfuðborgina og á yfirráðasvæði súnní-múslima. Með í för voru sviss- neskur læknir og hjúkrunarfræðing- ur. Þremenningarnir ætluðu að ná í tvo særða menn og flytja þá á sjúkra- hús Rauða krossins í Kabúl. Þegar Jón og samstarfsmenn hans komu til Mayden Shar safnaðist stór hópur fólks í kringum þá og fylgdist með þegar hinir særðu voru fluttir úr sjúkraskýli Rauða krossins yfir í sjúkrabifreiðina. Skyndilega skaut maður í mannþrönginni af riffli að Jóni, sem lést samstundis. Sam- starfsmenn Jóns sakaði ekki. Um leið og maðurinn framdi ódæðið hrópaði hann upp trúarlega yfirlýs- ingu af einhverju tagi, að sögn Reut- ers-fréttastofunnar. Eftir verknaðinn var maðurinn tekinn höndum af nærstöddum mönnum. Samkvæmt heimildum Reuters verður hann leiddur fyrir rétt og á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir verknaðinn. Friðhelgi rofin Reuters-fréttastofan segir árásir sem þessa afar sjaldgæfar í Afgan- istan og hefur eftir heimamönnum að maðurinn hafí annað hvort verið ofsatrúarmaður, eða flugumaður öfgasinnaðra samtaka. Þá er haft eftir stjórnarerindrekum í Kabúl, að árásin á Jón Karlsson hafi verið ein- angrað tilfelli. Fimm starfsmenn Rauða krossins í Afganistan hafa verið myrtir undanfarin tvö ár. Tveir þeirra voru erlendir sendifulltrúar, en þrír innlendir aðstoðarmenn. Jón starfaði sem vettvangshjúkr- unarfræðingur alþjóðaráðs Rauða krossins og í því starfi felst að sækja særð fórnarlömb stríðsins á átaka- svæði. „Rauði krossinn var búinn að fá loforð allra stríðandi fylkinga í nágrenni Kabúl um að starfsmenn hans fengju að starfa óáreittir á svæðinu, í samræmi við ákvæði Genf- arsáttmálans um friðhelgi starfs- manna Rauða krossins á átakasvæð- um," sagði Sigríður Guðmundsdóttir, starfsmaður Rauða krossins. „Jón var mjðg reyndur sendifulltrúi, en mikill munur var á starfi hans og stúlknanna tveggja, sem starfa á sjúkrahúsi í Kabúl og eru eins örugg- ar og hægt er að vera á þessum stað. Ég ræddi við þær í síma og þær voru auðvitað mjög slegnar vegna þessa voðaatburðar." Óvíst er hvort hjúkrunarfræðing- arnir tveir, Elín Guðmundsdóttir og Maríanna Csillag, koma heim frá Afganistan eftir þennan voðaatburð. Elín, 33 ára, og Maríanna, 31 árs, fóru til Afganistan skömmu fyrir síð- ustu áramót. Þær hafa síðan starfað á sjúkrahúsi í höfuðborginni Kabúl. Þegar þær ræddu við starfsmenn Rauða kross íslands í gær höfðu þær ekki tekið ákvörðun um hvort þær kæmu heim nú. Sigríður Guðmundsdóttir sagði að innan alþjóða Rauða krossins hefðu menn miklar áhyggjur af því að frið- Tvær fyikingar skæruliða sitja nú um höfuðborg Afganistan, Kabúl Tveir íslenskir hjúkrunar- fræðingar eru nú að störf- um á sjúkrahúsi í Kabúl í þorpinu Mayden Shar, um 30 km sunnan við Kabúl, var Jón skotinn til bana INDLAND Maríanna Csillag og Elín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingar, hafa starfað á sjúkrahúsi í Kabúl. Óvíst er hvort þær koma nú heim. helgi starfsfólks á átakasvæðum væri ekki virt og alþjóðaráðið hefði aukið öryggisviðbúnað sinn vegna þessa. „Það er flugvél til taks á vell- inum í Kabúl, ef starfsmenn Rauða krossins þurfa að komast á brott með skömmum fyrirvara," sagði hún. „Þá hefur þessi atburður það í för með sér að læknar og hjúkrunarfólk fara ekki lengur á átakasvæði til að ná í særða." Reuters-fréttastofan hefur eftir vestrænum hjálparstarfsmönnum í Afganistan, sem ekki vildu láta nafns síns getið, að þeir hefðu fengið hót- anir í síma undanfarna daga. Skær- uliðahreyfingar hafa umkringt höf- uðborgina og haft er eftir einum hjálparstarfsmanni að þeir óttist að ástandið geti orðið eins og í Líbanon og þeim verði haldið í gíslingu. Sig- ríður sagði, að hún hefði ekki fengið neihar staðfestar fréttir um að slíkar hótanir hefðu verið hafðar í frammi við starfsmenn Rauða krossins. Mikill sorgardagur „Það er erfitt að trúa því að þetta geti gerst," sagði Guðjón Magnús- son, einn af varaforsetum alþjóða Rauða krossins. „Cornelio Sommar- uga, forseti alþjóðaráðs Rauða kross- ins, sem Jón starfaði fyrir, hafði sam- band við mig og bað mig um að koma á framfæri djúpri hluttekningu og samúðarkveðjum til aðstandenda Jóns. Með honum er genginn maður, sem hefur vakið athygli fyrir góð störf. Einn reyndasti sendifulltrúi okkar er fallinn í valinn." Sjö fslendingar við hjálparstörf SEX sendifulltrúar Rauða kross íslands starfa nú erlendis og sá sjö- undi heldur aftur utan innan skamms. Fjórir þeirra eru á vegum Al- þjóðaráðs Rauða krossins, sem starfar á striðshrjáðum svæðum, en hinir þrír vinna að hjálparstörfum á vegum Alþjóðasambands Rauða krossfélaga. Nú er einn sendifulltrúi starfandi í Mósambik, einn í Gíneu, einn í ír- ak, einn í Sómalíu og tveir í Kabúl. Þá hefur einn starfað á Fílabeins- ströndinni og fer þangað aftur eftir 2-3 vikur. Þeir fjórir sem eru í írak, Sómalíu og Kabúl eru á vegum al- þjóðaráðs Rauða krossins, sem vinn- ur á stríðshrjáðum svæðum, að sögn Sigríðar Guðmundsdóttur hjá Rauða krossi íslands. Hinir fást við önnur hjálparstörf, svó sem aðstoð við flóttamenn. Sigríður sagði að ástand- ið í írak hefði verið rólegt undanfar- ið, þó komið hafí upp skærur öðru hvoru. Sendifulltrúinn þar hefur að- setur í Bagdad, en fer reglulega til starfa í Kúrdistan. Ástandið telst einna verst í Kabúl, en er einnig slæmt í Sómalíu. „Ef Alþjóðaráðið fínnur að merki Rauða krossins er ekki virt á átaka- svæðum, þá kallar það starfsmenn sína burt," sagði Sigríður. „í haust varð til dæmis að grípa til þess ráðs í Sómalíu. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort slíkt verður gert í Afganistan nú. Það væri afar slæmt, ef Rauði krossinn gæti ekki starfað þar áfram, því þörfin er mik- il. Til dæmis bættust eitt hundrað fórnarlömb átaka við á sjúkrahúsinu í Kabúl í síðustu viku. Rauði krossinn hefur getað starfað í landinu áfalla- laust, enda vel kynntur eftir margra ára starf. Hins vegar hafa komið upp smærri hópar skæruliða, sem þekkja ekki eins vel til starfsins og ef AI- þjóðaráðið sér, að það getur ekki tryggt nokkurn veginn að starfsfólk þess geti unnið sín verk óhindrað, þá fer hjálparliðið úr landi." Litlu dætur mínar tvær hverfa ekki úr huga mér - segir Sophia Hansen sem berst fyrir forræði tveggja dætra sinna í Tyrklandi SOPHIU Hansen hefur gengið erfiðlega að fá fullnægt þeim rétti sínum að umgangast dætur sínar eins og tyrkneskur dómsúrskurð- ur kveður á um. Henni var dæmdur réttur til að vera ein með dætrum sínum tvisvar í mánuði 7 tíma í senn uns réttað yrði í for- ræðismáli hennar og fyrrum eiginmanns hennar 4. júní. Tvisvar hefur hún látið reyna á umgengnisréttinn. f fyrra sinnið var hún aðeins 2 tfma með dætrum sínum en í seinna skiptið 7 tíma og kallaði faðir barnanna þá til lögreglu. Sophia vonast til að lögreglu- sveit tryggi umgengnisrétt hennar í næstu Tyrklandsför. Lögreglan kölluð til Sophia segir að í fyrra skiptið þegar látið var reyna á umgengnis- réttinn hafi faðir telpnanna komið með þær of seint en í seinna skipt- ið hafi lögfræðingum hennar tekist að tala lögfræðinga hans inn á að hann kæmi með þær á réttum tíma. „Þegar við hittumst á Holiday Inn- hótelinu ætlaði hann að krefjast þess að ég væri með þær niðri í anddyrinu en okkur tókst að fá hann til að leyfa mér að fara með þær upp á hótelherbergi þar sem ég var með þær í 7 tíma. Bróðir minn og lögfræðingur höfðu aftur á móti nóg að gera við að halda honum frá allan daginn. Þrisvar fór hann á Iögreglustöð og hélt því fram að ég ætlaði að taka þær úr landi. og héldi þeim inni á her- bergi. Því var lögreglan viðloðandi hótelið allan tímann og á endanuni hleypti ég lögreglu og öryggi'sverði hótelsins inn í herbergið til þess að sanna fyrjr þeim að allt væri í lagi. Þeir sáu ekkert athugavert og fóru," sagði Sophia sem vonar að sérstök lögreglusveit muni tryggja rétt, hannar í næstu ferð. Áður þarf hins vegar að vera búið að undirrita ákveðna pappíra úr réttínum. Eftir að mæðgurnar höfðu verið saman á hótelherberginu krafðist faðir systranna þess að gefin yrði skýrsla á næstu lögreglustöð. „Innst inni var ég skelfd vegna þess að ég bjóst alveg eins við að mér yrði hent þarna inn en lögregl- umennirnir tóku vel á móti mér, buðu upp á te og gáfu mér tæki- færi til að segja sögu mína. Ég fann að ég átti samúð þeirra enda höfðu þeir horft upp á lætin í pabba telpnanna. Eftir að ég var farin heimtaði hann að skýrsla yrði tekin af sér og stelpunum," sagði Sophia. Sungu Maísfjöriiima ' Sophia sagði að telpurnar hefðu verið einkennilega kaldar eins og blóð rynni ekki um æðar þeirra þegar hún kom fyrst við þær" en læknar hefðu sagt sér að slíkt benti til aukins adrenalíns. í fyrstu óttuð- ust þær að fara með henni upp á hótelherbergi. „Þær voru miður sín svolitla stund en ég talaði við þær og sýndi þeim bréf frá dómaranum þar sem stóð að við mættum vera saman. Ég varð að komast að því hvort þær væru enn eins og þær voru og þær höfðu ekkert breyst," segir Sophia. Að vísu segir hún að þær tali litla íslensku lengur og hafi læknir sagt sér að orsökin væri sennilega andlegar og líkam- legar misþyrmingar. Systurnar líta afar illa út, að sögn Sophiu. Þær eru grannar, með bauga undir augum, slæma húð og hafa misst hár. Báðar hafa þær verið klipptar gegn vilja sínum. Sophia segist hafa náð ágætlega til systranna en ekki sé þorandi Systurnar, Dagbjort og Rúna, við brottförina til Tyrklands. að segja náið frá aðstæðum þeirra. Ýmsar minningar frá íslandi rifj- uðust upp fyrir telpunum og þær spurðust að sögn Sophiu mikið fyr- ir um ættingja sína og fjölskyldu. Sérstaklega sögðust þær sakna ömmu sinnar. Saman gátu systurn- ar sungið fyrsta erindi Maístjörn- unnar fyrir mömmu sína. Farið fram á geð- rannsókn föður Sophia segir að Iögfræðingar hennar í Tyrklandi hafi sagt að pabbi telpnanna væri greinilega alvarlega geðsjúkur. „Þau sögðust vera búin að fara fram á að gerð væri ítarleg rannsókn á honum og stelpunum en þau væru hrædd um að dvöl þeirra hjá honum og móður hans hefði haft eða muni hafa var- anlega skaðleg áhrif á þær," segir Sophia. Hún segir að hún hafi brýnt fyrir telpunum að segja dómaran- um satt frá aðstæðum sínum en þær væru afar hræddar við að lenda aftur hjá föður sínum. Sjálfur segist hann aldrei muni sleppa þeim hvernig sem málið fari fyrir rétti. Sophia segir að sér hafi legið við sturlun þegar hún þurfti að láta dætur sínar frá sér. Þær hverfi ekki úr huga hennar. Utanaðkom- andi stuðningur er henni þó nauð- synlegur til að halda málinu áfram. Ferðalögin eru dýr og söfnunar- reikningurinn tómur. Hann er í öll- um bönkum, nr. 16005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.