Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 14
& seer jíhia .ss fluoAa'JTt/.w-i gkia.ki/ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 „HLUSTAÐU A UTVARPS ÓMA TÍMANS NÝJA" eftir Pétur Pétursson Halldór Laxness mun hafa orðið til þess fyrstur íslenskra rithöfunda að róma útvarp og áhrif þess í rit- smíðum og ljóðum. Nú, þegar þjóð- in samfagnar skáldi sínu, þykir rétt að hver starfsstétt hyggi að því sem í hugann kemur og varðar viðhorf til vettvangsmála á hverri tíð, af- stöðu skáldsins og afskipti. Alllöngu áður en Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína vekur Halldór Laxness athygli alþýðu á yfirburð- um nýrrar tækni, sem sé að ryðja sér til rúms. „Og altíeinu varð mér það ljóst að lausn tuttugustu aldar á vandamálum íslenskrar þjóðkirkju getur ekki orðið nema ein, og það er fónninn, the broadcastíng, víð- boðið." Þannig farast Halldóri orð er hann segir frá veru sinni í Lundún- um veturinn 1924, síðla sunnudags „þegar við vorum nýsest til borðs, að öskrað var útúr víðboðinu: séra NN ætlar að prédika". í grein sinni í Verði, vikublaði Kristjáns Albertssonar, ritar Hall- dór um þjóðkirkju og víðboð. Þar ber hann fram þá tillögu að íslenska þjóðkirkjan velji einn prest fyrir allt landið en sendi altarisbrauðið og vínið í pósti. „Aðra eins nurlaraþjóð og íslend- inga munar um minna en launa heila stétt manna til að halda fyrir- lestra sem enginn vill koma til að heyra," segir Halldór og vill rífa „þessar sítómu feysknu kirkjur og leggja niður prestembættin og koma fónum fyrir í húsum manna. Með því lagi þyrfti ekki nema einn predikara á öllu íslandi, hann gæti setið á Kolviðarhóli og predikað fyrir allt landið; ætti að koma þar upp kröftugri sendistöð". Halldór lætur ekki við þetta sitja. Tveimur árum seinna, vorið 1926, birtir hann ljóð, sem hann kallar „Dögg". Það var „ort á ritvél" og birtist í Morgunblaðinu. Þár segir: Kolviðarhóll er kunnur næturgestum kaffið er drukkið þar á brotna stólnum og þar er voldugt víðboð handa prestum. í Kvæðakverinu, endurskoðaðri útgáfu 1956, hefur skáldið breytt heiti ljóðsins. Þar heitir það „Vegur- inn austur" og ljóðlínan um víðboð- ið er einnig breytt: „Þar ætti að vera útvarp handa prestum." Þá er einnig gerð önnur breyting á ljóð- inu. I fyrri gerð er vegurinn austur „líkt og amerísk saga", en í leið- réttri útgáfu „ó, þú lífs míns saga". Þeir sem lesið hafa bernskuminn- ingar Halldórs Laxness, minnast þess að amma Halldórs tekur öllum tækninýjungum með fyrirvara. Henni er lítt gefið um vatn sem rennur upp í móti og kemur úr krön- um. Trúir ekki tíðindum sem berast símleiðis. Að sama skapi og amman er fastheldin við forna siði og gefur ekki um tækni, er skáldið unga ákafur framfarasinni og nýjunga- gjarn. Halldór segist taka Jassinn fram yfir englahörpurnar", hann treður tískudans og er „the happ- iest Charleston man on board". Hann er ákafur talsmaður tísku og snyrtingar, „manikjúr, pedikjúr", — og verklegra framkvæmda og vél- væðingar. Þótt hafnarverkamenn mótmæli stórvirkum vélum, er þeir álíta að ræni þá vinnu, fagnar Hall- dór nýrri tækni. Hann segir í ljóði sínu, „Holmens Havn", sem ort er á útmánuðum 1927: Hlustaðu á útvarpsóma tímans nýja og unn þeim góðs sem kolahegrann vígja. Sjálfur hefir Halldór fært sér í nyt „útvarpsóma" og fallist á til- mæli frumherja í útvarpsrekstri, Ottós B. Arnars og félaga hans, um að flytja erindi í útvarpsstöð hlutafélagsins Útvarps sumarið 1926. Þar segir hann þjóð sinni til syndanna: „Islendingar eru sem stendur siðspilltir af pólitísku kjaft- æði og götuhornaskítkasti," en ís- lenska þjóðin hefði „mörg skilyrði til að verða merkilegasta þjóðin í Norðurálfu." Síðar í sama erindi: „Það er miklu betra að lifa eins og skepnur í Mexíkó heldur en hér, ef vér höfum ekki annað á stefnu- skránni en lifa eins og skepnur." í upphafi fjórða áratugarins var hart í ári og skammtað naumt til menningarmála. Rithöfundum fyr- / ARIFJAREIGANDI Finnst þér eölilegt að þú borgir skatta af spamaöi, sem þú hefur myndaö með ráðdeild og nægjusemi? Hver verða viðbrögð sparifjáreigenda við skattlagningu fjármagnsstekna? Áform stjórnvalda um skattlagningu fjármagnstekna verða rædd á opnum fundi að Hótel Sögu, Súlnasal, laugardaginn 25. apríl nk. kl.14:00. Við hvetjum þig til að mæta á fundinn. Dagskrá: Setning f undar: Sigurjón Ásbjörnsson form. stjómar Samtaka fjárfesta Frummælendur: dr. Pétur H. Blöndal stær&fræöingur. Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri, Landsbanka íslands dr. Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri V.Í.B. Ólafur Haraldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Jónas Valdimarsson pípulagningameistari. Fundarstjóri: Othar Örn Petersen hrl. Að framsöguerindum loknum verða almennar umræður. Til fundarins er sérstaklega bo&ið fulltrúum nefndar um skattlagningu eigna- og eignatekna, Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra og Davíð Oddssyni forsætísrá&herra. Samtök Fjárfesta ALMENNRA HLUTABREFA - OG SPARIFJAREIGENDA irmunað að draga fram lífið á rit- launum einum. Halldór mun hafa tekið því fegin- samlega er honum bauðst staða dyravarðar í Ríkisútvarpinu á fyrsta starfsári þess. Um þá starfsráðn- ingu segir Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari: „En þetta er líka fræg- asti dyravörður sem Útvarpið hefir haft." Þórarinn segir frá kynnum þeirra í Útvarpinu. „Ég gleymi aldr- ei hvað ég misreiknaði mig á þess- um manni áður en ég kynntist hon- um. Ég hafði náttúrlega lesið eitt- hvað af bókum hans, sem þá voru komnar út, og það var alls ekki allt ákaflega fallegt sem stóð í þess- um bókum. Sumir hötuðu jafnvel Laxness á þessum árum fyrir hisp- ursleysi hans og hreinskilni." Síðan lýsir Þórarinn hvatvíslegri fram- göngu sinni og „orðbragði sem auð- vitað hæfði ekki hvítum manni" er hann hugðist ganga fram af Hall- dóri með óhefluðu tali. „Ég sá strax að ég hafði skotið yfir markið, enda hef ég varla nokk- urn tíma kynnst kurteisari og siðfágaðri manni en Halldóri Lax- ness." Við frásögn Þórarins má auka því að margur dæmdi Halldór af sögusögn annarra. í langflestum tilvikum höfðu þeir, sem hvað hæst töluðu um grófanrithátt og óheflað orðbragð í ritum Halldórs, hvorki heyrt hann né séð", en fóru eftir sögusögnum annarra. Þegar Halldór er spurður um starfið, sem hann gegndi hjá Ríkis- útvarpinu á fyrstu árum þess, segir hann: „Þetta var þægilegasta og besta starf sem hægt var að fá. Ég þurfti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut annað en bjóða góð- an dag helstu snilldarmönnum og höfðingjum og stjórnmálamönnum og músíkmönnum og alls konar syngjandi dömum sem voru tignar- legar og miklar dömur. Það voru konur eins og María Markan. Hún var glæsileg kona." Þegar Halldór var spurður um viðmót manna, gesta, sem komu fram í útvarpi, kveðst hann ekki hafa orðið var andúðar, en vissi þó að „margir voru á móti skáldskap- arhætti mínum. Ég var með hug- myndir sem ég hafði sneflað upp erlendis. Ég kom frá Ameríku. Þar voru flest allir málsmetandi rithöf- unar á sósíalistiska frontinum. Það var dálítið skrítinn sósíalismi. Við Upton Sinclair vorum í radikölum hringum. Það'var kallað að vera radikal ef menn voru sósíalistar." Þegar hér var komið sögu æsist leikurinn mjög í samskiptum Hall- dórs Laxness og Ríkisútvarpsins. Fundargerðir útvarpsráðs, dagblöð og tímarit, allt frá nóvember 1932 og fram á næsta ár, eru til vitnis um það. Frá starfstíma Halldórs í þjón- ustu Ríkisútvarpsins er sitthvað sem minnir á veru hans þar. Hall- dór mun hafa gefið Þórarni Guð- mundssyni kvæðakver sitt, sem út kom 1930. Þar birtist ljóð Halldórs, Vor hinsti dagur er hniginn, sem hann yrkir á heimleið um Panama- skurð snemma vetrar 1929. Við þennan tregafulla texta semur Þór- arinn hugljúft lag, sem út hefur komið á nótum og plötu. Halldór hefur minnst bræðranna Þórarins Guðmundssonar og Eg- gerts Gilfers lofsamlega í endur- minningum sínum. „Þessir bræður nutu mikils álits í höfuðborginni sem kennarar og listamenn." Hall- dór er sendur að spila á orgel- harmóníum og nema undirstöðuatr- iði í píanói hjá Eggert Gilfer en verður „afhuga tónlist" um skeið. Um tvítugt sækir hann tíma hjá Páli Isólfssyni að „frasera Bach". „Þessir tímar hjá Páli léðu mér lyk- il að meistaranum," segir Halldór er hann minnist daganna. „Eins og aðrir hændist ég að Páli, þeim töframanni," bætir hann við. Hall- dór mætir hvarvetna góðvinum og kunningjum í fábrotnum salarkynn- um Ríkisútvarpsins. Þar finnur hann á ný fornvin sinn og herbergis- félaga frá Menntaskólaárum, séra Sigurð Einarsson, sem nú er frétta- maður Ríkisútvarpsins .. .Saman höfðu þeir setið fundi skáldaklúbbs- ins Vetrarbrautarinnar „með upp- ljómuðum fjórðubekkingum". Nú horfa þeir báðir vonaraugum til austurs, þar sem „verkamannaríkið það er veruleiki þó, / það vakir og það hlustar," eins og Sigurður seg- ir í ljóði sínu Sorvalda. Saman fylla þeir flokk Sovétvinafélagsins í byrj- un fjórða áratugar og njóta þess báðir og gjalda með ýmsum hætti. Halldór Laxness og Páll ísólfsson hafa báðir sagt frá þátttöku íslend- inga í menningarviku, sem haldin var í Stokkhólmi haustið 1932. Þar voru þeir í hópi fulltrúa. Páll sagði Matthíasi Johannesen ritstjóra frá boði er þeir Halldór sátu hjá Svía- konungi i höll hans. Konungur heilsar þeim og spyr þá tíðinda og um stórf þeirra. Halldór sagði við Pál strax og konungurinn var geng- inn fram hjá: „Ég fer til Rússlands á morgun í býtið." Svo bætir Páll við: „Og það gerði hann sem kunn- ugt er. Upp úr þeirri ferð mun hann hafa skrifað á Austurvegi. Mér hef- ur stundum dottið í hug að hann hefði átt að vera áfram í Svíþjóð." Ekki mun sænska hirðmenn hafa grunað þá að höfundurinn ungi ætti eftir að tala við þá undir vegg þótt síðar væri og vera kvaddur á konungsfund að taka við sæmd og Nóbelsverðlaunum. Halldór lét ekkert aftra för sinni í austurveg. Þar varð hann til þess fyrstur íslenskra útvarpsmanna að flytja ræðu sem útvarpað var á stuttbylgjum. Það var á 15 ára af- mæli rússnesku-byltingarinnar. Ræðunni var útvarpað frá Moskvu. I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 12. nóvember 1932 eru Halldóri ekki vandaðar kveðjurnar. Greinar- höfundur segir: „Þann dag (7. nóv- ember) hefir útbreiðslustöð hinna rússnesku blóðhunda náð í skottið á Halldóri Laxness, starfsmanni hins íslenska Ríkisútvarps, og hann fenginn til þess að predika þar eystra um hina rússnesku alsælu." Síðar í Reykjavíkurbréfinu er vikið að því að færa megi rök að því að óeirðir þær sem urðu 9. nóvember á bæjarstjór-narfundi í G.T. húsinu séu bein afleiðing af ræðu Halldórs sem hafi með orðum sínum haft slík áhrif. Hér er ei rúm til þess að fjölyrða um ræðuna né rekja efni hennar. Nægir að geta þess að útvarpsráð samþykkti á fundi sínum 14. nóvember „að birta opin- berlega yfirlýsingu þess efnis að útvarpsráðið myndi ekki hafa heim- ilað útvarp þessa erindis ef það hefði áður séð handrit að því." í framhaldi af þessari samþykkt útvarpsráðs má segja að við taki langt tímabil þrætubókar ritstjórn- ar Morgunblaðsins og Ríkisútvarps- ins. Líður naumast sú vika að ekki sé fjallað í fundargerðum og rit- stjórnargreinum um ræður Halldórs og ritsmíðar og deilt hart um mál- efni er þeim tengjast. í Moskvuför Halldórs sem fyrr er getið, eignast hann góðkunn- ingja, Nínu Krímovu útvarpsstjóra. „Hún var einn af þessum æðis- gengnu starfskröftum á menning- arvígstöðvunum og skildi aldrei við sig verkefni fremur en gamlar sveitakonur á ÍSlandi, sem gengu prjónandi á milli bæja og sváfu aldr- ei svo aðrir menn vissu. Alltaf þeg- ar ég sá hana aftur síðan fannst mér hún hafa verið konan sem Stal- ín átti það að þakka að ráðstjórnin var ekki hlaupin ofan." Af Skáldatíma má ráða. að út- varpsávarp Halldórs 7. nóvember 1932 hefði orðið með öðrum hætti ef hann hefði gefið frekari gaum að „hljóðskrafi" um „hrollvekjandi ástand, mistök, neyð, slysfarir, hryðjuverk" sem „úttaugaður og niðurb«;otinn sjálfboðaliði í sovéskri endurreisn" hvíslaði í eyra gamals spartakista „sem stundum marg hváði og lét segja sér þrisvar eins og Njáll".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.