Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 m ¦ 39 4 í 4 6 Pétur Pan á Armani skóm Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Stjörnubíó, Krókur - „Hook" Leikslgóri Steven Spielberg. Handrit Jim V. Hart og Malia Scotch Marmo, byggt á söguper- sónum úr leikriti og sögu J.M. Barries, Peter Pan. Kvikmynda- tökustjórn Dean Cundey. Klipp- ing Michael Kahn. Tónlist John Williams. Aðalleikendur Dustin Hoffman, Robin Williams, Julia Roberts, Bob Hoskins, Maggie Smith. Bandarísk. Amblin Ent. TriStar 1991. Það er alkunna að einn mesti ævintýrasmiður kvikmyndanna fyrr og síðar, Steven Spielberg, var bú- inn að ganga með kvikmyndagerð Peters Pan í fjölda ára áður en í stórvirkið var ráðist. En þessi ævin- týrasaga og leikrit hefur notið gíf- urlegra vinsælda í hinum ensku- mælandi heimi og á þar ekki lítinn hlut að máli teiknimynd Disneys frá 1953. Spielberg hefur tekið þann kost- inn að færa söguna fram "á tuttug- ustu öldina. Nú er Peter Pan orðinn Peter Banning (Williams), fertugur bandarískur lögfræðingur sem hef- ur allt af öllu, fallega konu, dóttur og son. Vegnar vel í viðskiptum en hefur gleymt gjörsamlega barninu í sjálfum sér, að maður tali ekki um upprunann. En í heimsókn til Wendy frænku (Smith) í London er hann minntur hressilega á hann. Því Krókur kapteinn sjálfur (Hoff- man) gerir nú lokatilraun að ná fram hefndum á þessum erkifjanda sínum og stelur börnum hans eina nóttina. Svo leikurinn berst enn á ný til Huldulands þar sem fortíðin smá rifjast upp fyrir lögfræðingn- um sem kastar nú sínum Armani skóm og leggur loks til atlögu við óvininn með góðri hjálp týndu drengjanna og ekki síst Gló (Rob- erts). Ekki ónýtt efni fyrir bragðaref- inn að bauka við. Og enginn fjár- skortur á þessum bæ. En því miður bera brellurnar söguna ofurliði og kæfa á köflum þetta hugljúfa ævin- týri. Það er engu líkara en Spiel- berg sé farið að fatast flugið, hann hefur nú gert hverja myndina á fætur annarri sem komast ekki í hálfkvist við hans bestu myndir. Hér er hann með kjörinn efnivið og hann gerir honum á köflum góð skil. Kannski er lögfræðingurinn full kuldalegur í upphafinu en þá er einmitt efninu beint inn á um- hugsunarverð atriði, hversu nú- tímamaðurinn sinnir skammt barn- inu í sjálfum sér í algleymi efnis- hyggjunnar sem ennfremur vill gera það að verkum að við sinnum ekki börnunum okkar nógu vel þann skamma tíma sem við höfum til að móta þau og umgangast af þeirri ástúð og umhyggju sem gefst ekki færi á seinna á lífsleiðinni. En svo tekur við húllumhæið í Huldulandi. Leiktjöldin eru af þeim gæðastaðli að verðmiðinn uppá tug- milljónir dala stendur á þeim. Þau eru í einu orði sagt ævintýraleg. En of mikið má af öllu gera því handritið er ekki of sterkt og hálf- kafnar í allri tækninni og peninga- flóðinu. Og húmorinn af heldur skornum skammti, enda sjaldnast Saga úr Suðurríkjunum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Steiktir grænir tómatar („Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Café"). Sýnd í Háskóla- bíói. Leikstjóri: Jon Avnet. Handrit: Fannie Flagg og Carol Sobieski, byggt á samnefndri bók Flagg. Aðalhlutverk: Kathy Bates, Jessica Tandy, Mary- Louise Parker og Mary Stuart Masterson. Hin undarlega nafngift á mynd- inni Steiktir grænir tómatar eða á frummálinu „Fried Green Tomato- es at the Whistle Stop Café", er fengin af sérrétti matsölustaðarins í smábænum Whistle Stop í Suður- ríkjum Bandaríkjanna, sem er sögusvið myndarinnar. Staðurinn tengir saman persónur og leikend- ur í skemmtilegri og manneskju- legri fjölskyldusögu, sem er í senn falleg og sorgleg og fjallar um samstöðu og ástúðlega vináttu tveggja vinkvenna sem reka stað- inn. Dýrmætur líkami „Freejack". Sýnd í Regnbogan- um. Leikstjóri: Geoff Murphy. Byggð á sögu Robert Sheckley, „Immortality Inc". Aðalhlut- verk: Emilio Estevez, Rene Russo, Mick Jagger, Anthony Hopkins,DavidJohansen. „Freejack" er byggð á vísinda- skáldskap eftir einn af höfðingjum slikra bókmennta, Robert Sheckley, sem gerði „Immortality Inc", en fjórir handritshöfundar hafa tekið grunnhugmyndina úr sögunni og steypt í bíómynd um möguleikann á eilífu lífi með hugsanaflutningi. Fyrir þá sem þekkja til og alla aðra ætti myndin að virka sæmilega vel án þess "að skara neitt framúr á sínu sviði. Vísindaskáldskapurinn er athyglisvert afbrigði af tímaferð- alagshugmyndinni, framtíðarsýnin svartnættið eitt eins og tískan er á okkar neikvæðu tímum og hasarinn ágætlega af hendí leystur. Þótt hún sé ekki í neinum þungavigtarflokki og eitt og annað þoli ekki mikla nærskoðun heldur hún manni við efnið og er mestanpart skemmtileg. Sekúndubroti áður en kappakst- urshetjan Alex Furlong, sem Emilio Estevez leikur heldur linkulega, ferst í kappakstri eru líkami hans og sál flutt inn í framtfðina þar sem milljónamæringar geta tryggt sér eilíft líf með hugsanaflutningi; þeirra veiku líkamar deyja en heila- starfsemin er flutt yfir í „nýtt kjöt" eins og Furlong. Nema kappakst- urshetjan kveikir á því að hann er lentur inni á all óvenjulegri gjör- gæslu og hefur sig á burt. Hann kemst að því að nú er árið 2009 — 18 ár hafa liðið frá „dauðaslysinu" — og með öryggissveitir á eftir sér undir stjórn Micks Jaggers reynir hann að hafa upp á gömlu félögun- um, m.a. kærustunni sinni, leikinni af Rene Rus'so, og manninum sem öllu stjórnar og hyggst koma sér í líkama hans. Hvernig heimurinn varð eins 'og hann er í myndinni á 18 árum er aldrei skýrt en þjóðfélagið skiptist nú í þá sem allt eiga og þá sem ekkert eiga. Framtíðarsýnin sjálf er varla frumleg lengur; það ríkir einræði í ætt við Stóra bróður, stutt af þungvopnuðum öryggissveitum, ofbeldi er allsráðandi á götunum, heimilisleysingjar eigra um á milli skotbardaga, allir eru veikir á ein- hvern hátt, ósonlagið ekkert. Heil- brigður líkarm er virði þyngdar sinnar í gulli. Á toppnum rikja við- skiptajöfrar eins og sá sem Anthony Hopkins leikur, maður sem fundið hefur upp aðferð til að öðlast eilíft líf í nýjum líkama. „Freejack" gerir svosem ekki mikið fyrir vísindaskáldskapar- myndir. Til þess skortir frumlegra yfirbragð og ríkulegra hugmynda- flug. í miðpunkti er eltingaleikurinn við Furlong um öngstræti og yfír- gefin verksmiðjuhverfi á nóttu sem degi og hann vill dragast á langinn með her manns sem dvalið hefur of lengi í búningadeildinni. Rokkar- inn Mick Jagger er glettilega góður sem yfirmaður öryggissveitanna og hefur greinilega yndi af óþokka- skapnum en er algerlega óskiljanleg persóna; maður veit ekki með hverj- um hann stendur stundinni lengur. Hopkins er fágunin uppmáluð og refslegur líka en það kviknar aldrei líf í sambandið á milli Estevez og kærustunnar, Russo. „Freejack" er sæmilegasta skemmtun sem vís- indaskáldskaparmynd en kemur í fáu á óvart. Sagan gerist reyndar á tveimur tímaskeiðum. Annars vegar í nú- tímanum þegar húsmóðir ein, leik- in af Kathy Bates, sem á við offitu- vandamál að stríða og nokkur önnur vandamál miðaldra ævi- skeiðsins, kynnist gamalli konu á elliheimili skammt frá Whistle Stop. Jessica Tandy leikur hana og hrífur húsmóðurina með sér aftur í tímann með frásögnum af örlögum vinkvennanna Idgie Thre- adgoode (Mary Stuart Masterson) og Rut (Mary Louise Parker), sem opna;og reka matsölustaðinn sam- an. í gegnum frásagnir gömlu konunnar af lífi þeirra, hugrekki þeirra, missi og vináttu, Öðlast húsmóðirin að nýju trú á sjálfa sig og lífíð sem rándýr námskeið hefðu aldrei getað veitt henni. Saga gömlu konunnar er mjög góð, safarík og spennandi. Hún spannar a.m.k. tvo áratugi frá fyrri heimsstyrjöldinni til hinnar síðari og fjöldi persóna kemur við sögu í stórum og smáum hlutverk- um, raktir eru viðburðir í lífí hinn- ar stóru Threadgoodefjölskyldu, sorglegir og gamansamir og inn í fléttast jafnvel morðsaga þegar ofbeldisfullur eiginmaður Rutar, Klansmaður sem hún hefur flutt frá, er myrtur þar sem hann er að ræna barni þeirra. í miðpunkti eru vinkonurnar Idgie og Rut sem veigra sér ekki við að afgreiða svertingja í veitingahúsinu sínu þrátt fyrir andstöðu sveitamanna og eru óaðskiljanlegir vinir. Það er vandasamt og djarft að blanda saman sterkri sögu úr fortíðinni við vandamál nútímans en það tekst ágætlega hér. Mynd- in er líka um tímann og söknuðinn eftir horfnum tíma og horfnum vinum. Það er ekki síst að þakka frá- bærum leik þeirra óskarsverð- launahafa, Kathy Bates og Jessica Tandy, að vel heppnast að sameina samtímainnskotin við frásögnina úr fortíðinni. Bates er kostuleg sem hin áhyggjufulla húsmóðir er klæðir sig í sellófan til að ná at- hygli sjónvarpssjúks eiginmanns síns og fer á handónýt námskeið í leitinni að sjálfsvitund. Tandy er stórskemmtileg og gáskafull í hlutverki gömlu konunnar og sög- umanns myndarinnar. Þá eru þær ekki síðri Mary Stuart Masterson sem ótemjan Idgie með góða hjartalagið og Mary Louise Parker sem Rut vinkona hennar, veik- byggðari, en staðföst líka. Steiktir grænir tómatar (látið kúnstugt nafnið ekki letja ykkur) er ein af þessum góðu, alvarlegu myndum og hlédrægu sem fólk ætti endilega að sjá en hættir til að missa af. Hún er sannarlega bíómiðans virði. Robin Williams sem Peter Banning (Pan) og Dustin Hoffman sem Krókur kapteinn eru kúnstugir og það besta í nýjustu ævintýramynd' Spielbergs. verið sterkasta hlið leikstjórans og hans hjálparkokka. Hér bregður honum hvað helst fyrir í harla ómerkilegum tertukastsatriðum sen verða furðu langdregin. Hann lukk- ast hinsvegar betur í skemmtileg- ustu persónunni, Króknum, sem leikinn er af snilld Hoffmans sem er í essinu sinu og glæðir hann stór- karlalegu lífi teiknihetjunnar. Will- iams er firnagóður í hlutverkum Pétranna Pan og Banning, önnur hlutverk smáleg nema Wendy frænka sem blómstrar í öruggum höndum Maggie Smith. Það vantar ekki skrautbúinn rammann en innihaldið veldur nokkrum vonbrigðum, einkum þeg- ar haft er í huga að yfirsmiðurinn er engin annar en höfundur þess töfrandi fagra og sígilda ævintýris, E.T. Myndin er vönduð í öllu útliti og engin spurning um að hún er hin besta afþreying fyrir smáfólkið. Þeir sem minnast E.T. sakna þess hinsvegar að ekki var lögð meiri einbeiting í söguþráðinn, heilsteypt- ari framvindu ævintýrsins og mann- lega þáttinn. D O N S K U T R E KLOSSARNIR FLEX-0-LETTREKLOSSARNIR FÁSTNÚHJÁOKKUR. Hvítir í stærð 35-41 kr. 4.695.- Svartir í stærö 41-47 kr. 4.995.- Geysir seldi þessa klossa um árabil. Sendum um allt land. aöJLaoosaa Grandagarði 2, Rvík. sími 28855, grænt númer 99-6288. )Ve^\imi^urent , — Kynning á nýju vor- og sumartitunum í OjrWlísJCJr Reykjavíkurvegi 50, Haf narfirði Þórunn Jónsdóttir, förðunarfræðtngur, veitir ráðgjöf umförðunogliti á morgun, föstudag, frá kl. 12-18 og á laugardag frá kl. 12-16. Tekið er við tímapöntunum í síma 53422 ef óskað er. 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.