Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 35 Afmæliskveðja: Adolf Björnsson Á laugardaginn fyrir páska varð Adolf Björnsson, fyrrverandi bank- afulltrúi, áttræður, fæddur í Hafn- arfirði 18. apríl 1912. Við tveir hófum störf í Útvegs- bankanum um svipað leyti á árinu 1934, ég sem sumarmaður en hann sem fastur starfsmaður. Allar götur síðan hefur samvinna okkar verið mikil. Ég þekki því vel til mannsins og ég hef á honum miklar mætur. í starfi sínu í Útvegsbankanum var Adolf ætíð vakinn og sofinn. Þó hafði hann mörgum öðrum hnöppum að hneppa. Hann var í stjórn útgerðarfélaganna Akur- gerðis hf., Hrafna-Flóka hf. og Víf- ils hf., stjórnarformaður í Lýsi og mjöl hf. í Hafnarfirði og í Miðstöð- inni hf. í Reykjavík 1952-59. Þá var hann formaður í útgerðarráði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 1959-61 og í niðurjöfnunarnefnd Hafnarfjarðar 1942-60. Hann var stjórnskipaður formaður nefndar til að endurskoða útvarpslögin 1945 og í verðlagsráði 1949-50. í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur var hann í 6 ár. Adolf sat í stjórn Starfsmannafé- lags Útvegsbankans í 37 ár þar af 27 sem formaður. Hann var og for- maður Sambands íslenskra banka- manna í 6 ár og í stjórn Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Útvegsbankans 1950-80. Ritstjóri Bankablaðsins <:¦¦ .f.:.v'-?>;>'.(j^ \ ¦• i'y i • « > f . t;.: ¦¦¦..'.:;ví :..¦'';../¦":->¦,'< LOFTA : . : .. s| piÖTUft OG LÍM Nýkomin sending , EINKAUMBOÐ & Þ.ÞORGRIMSSON Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ u ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^^ BNKAUMBOÐ 3>Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Verðfrá: 1.184.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00-15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 u var' hann á árunum 1942-49. Af þessari upptalningu má sjá að Adolf hefur víða komið við sögu enda var hann mikill atorkumaður. Heilladrýgst trúi ég að sé starf hans fyrir bættum kjörum banka- manna, enda mun það hafa staðið skapi hans næst. í kjarabaráttu taka launþegar oftast höndum saman og fylkja sér undir forystu nokkurra einstakl- inga. Eins og sést af ofanrituðu var Adolf um langt árabil í forystu og held ég að á engan sé hallað þegar ég segi að þar í sveit hafi hann verið einn af þeim ötulustu. Hann var fastur fyrir, var ógjarn á að '^&Aíatfi.^ sýna bilbug og í samningum gekk hann hverju sinni svo langt sem kostur var. Launakjör hins almenna banka- manns í dag eru ekki til að státa af. En ég fullyrði að hlutur Adolfs í að koma þeim í það horf sem þau þó eru er mikill. Fyrir það standa allir bankamenn í mikilli þakkar- skuld við Adolf. Nú situr hann í Skjóli — hjúkrun- arheimilinu við Kleppsveg — og á erfitt um gang. En hugur hans fyr- ir bættum kjörum bankamanna og raunar annarra launþega er jafn mikill og áður. Eldmóður hans er eins og hann var hér áður fyrr. í gegn um fjölmiðla og síma fylgist hann vel með gangi mála í þjóðfé- laginu. Ég þakka Adolf fyrir samstarfið og vináttuna í áratugi og árna hon- um heilla. Haukur Helgason. BREMSU -DÆLUR -SLÖNGUR -SETT BORGARTUNI 26 SÍMI 62 22 62 NÚ FÆRÐU NAUTAKJÖT ÁGÓÐU VERDI í NÆSTU VERSLUN! í byrjun mars lækkuðu bændur verð á nautakjöti.* Júlíus og Jón hjá Félagi matvörukaupmanna fagna þessu frumkvæði bænda. Þeir eru sannfærðir um að þessi verðlækkun örvi sölu á nautakjöti og benda á að beinlaust nautakjöt getur verið ódýrasti kosturinn þegar velja skal gott kjöt í matinn. Lækkunin tekur til &amleiðsluveras pgurra hæstu verðflokkanna - besta kjötið lækkar í verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.