Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 + FRIÐJÓN SIGURBJÖRNSSON, Hjarðarhaga 40, lést í Borgarspítalanum 22. apríl. Ingiberg Guðbjartsson, Kristján Guðbjartsson. + Elskuleg móðir okkar og systir, KLARA EGGERTSDÓTTIR, Stórholti 14, lést 21. apríl. Guðrún Guðjónsdóttir, Heiða Guðjónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Fanný Eggertsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, ELÍN AUÐUNSDÓTTIR frá Minni-Vatnsleysu, Ásbraut 3, Kópavogi, lést af slysförum þriðjudaginn 21. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Friðgeir H. Eyjólfsson. t Ástkær faÖir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST ÞÓR GUÐJÓNSSON, lést í Landspítalanum aðfaranótt 22. apríl. Jón Ágústsson, Ágúst Ágústsson, Þorlákur Ari Ágústsson, Gróa Eyjólfsdóttir, Guðjón Róbert Ágústsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Þuríður Jana Ágústsdóttír, Arnlaugur Samúelsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður minnar, GUÐBJARGAR HALLDÓRU SVEINSDÓTTUR frá Norðfirði, Fannborg 1, Kópavogi, sem lést 14. þ.m., verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 25. apríl kl. 14.00. Ingunn Stefánsdóttir. + Ástkær sonur okkar og barnabarn, JÓHANN ÞÓR STEFÁNSSON, Hæðargarði 10, Höfn, er andaðist á gjörgæsludeild Borg- arspítalans 15. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. apríl kl. 15.00. Gréta Friðriksdóttir, Stefán G. Steinarsson, Jóhanna Guðlaugsdóttir, Þórketill Sigurðsson. + Ástkær sonur minn, unnusti, bróðir og mágur, INDRIÐI KRISTJÁNSSON, Leyningi, Eyjafjarðarsveit, sém lést af slysförum miðvikudaginn 15. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á björgun- arsveitirnar. Áslaug Kristjánsdóttir, Petra Kristjánsdóttir, Haukur Krístjánsson, Erlingur Kristjánsson, Vilhjálmur Kristjánsson, Sigríður Sveinsdóttir, Kolbrún Elfarsdóttir, og systkinabörn. Gunnar Frímannsson, Þorkell Pétursson, Margrét Hólmsteinsdóttir, Pollý Brynjólfsdóttir Gestur Amason, prentari - Minning Fallinn er frá löngu fyrir aldur og mjög svo óvænt náfrændi minn og sérstaklega kær vinur. Það hvarflaði ekki að mér þegar við Gestur hittumst síðast að það yrðu okkár síðustu samskipti í þessu lífi. En ef til vill er það einn af kostum tilveiunnar að geta ekki ráðið of langt inn í hið ókomna og látið hveija nótt sem nemur. Gestur var fæddur á Glettinga- nesi við Borgarfjörð eystri og var einkasonur móðursystur minnar Gyðu Árnadóttur. Hann ólst framan af að mestu leyti upg hjá móður- bróður okkar, Jóni Árnasyni, og konu hans, Þórveigu Steingríms- dóttur, sem bjuggu á þessum árum í Bakkagerðisþorpi. Þar dvaldi Gestur við góða umhyggju þeirra hjóna fram yfir fermingaraldur, en var alltaf í mjög góðu sambandi við móður sína og dvaldi hjá henni af og til. Á þessum árum var Gestur mikið samvistum við okkur frænd- systkini sín á Ósi og má segja að hann hafi alla tíð verið sem einn af okkar fjöiskyldu, bæði á þessum æsku- og unglings árum og svo eftir að leiðir skildu þar. Þá lét hann sér ætíð mjög annt um okkur öll og fylgdist með fjölskyldum okk- ar af ástríki og góðum hug. Gestur nam við barnaskólann heima á Borgarfirði og eftir ferm- ingu flutti hann svo alfarinn til móður sinnar í Reykjavík. Þar stundaði hann nám við Ingimars- skólann og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Síðan nam hann prentiðn og fékk sinn faglega undirbúning í lít- illi prentsmiðju sem hét Herberts- prent og lauk svo námi frá Iðnskó- lanum og sveinsprófi í prentiðn 1950. Hann var síðan lengi hjá Prentsmiðjunni Eddu og nú síðustu mörg ár hjá Gutenberg. Gestur var ákaflega fær í sinni iðngrein og kom sér vel við starfsfélaga sína og naut trausts og virðingar vinnuveitenda sinna. Gestur var sérstaklega frænd- rækinn og tryggur. Hann var einn- ig tengdur sinni fyrstu heimabyggð ákaflega sterkum böndum. Hann lét einskis ófreistað til þess að stuðla að sem bestum samskiptum við íbúa Borgarijarðar og var um langt ára- bil aðal drifijöðrin í átthagafélaginu okkar, Félagi Borgfirðinga eystra, eða allar götur frá árinu 1949. Störf hans í því félagi væri allt of langt mál upp að telja, en öll voru þau unnin í þeim anda að tengja brott- flutta Borgfirðinga sem nánustum böndum með samkomuhaldi og með því stuðla að því að hægt væri að sýna heimabyggðinni sem mestan virðingarvott með gjöfum til lista- og menningarmála og ósjaldan vakti hann máls að því hvað við gætum best gert fyrir kirkjuna í heimabyggð okkar. Gestur hafði mikið yndi af hljóm- list og söng. Hann hafði fallega og fágaða rödd, en eitt af því fáa sem hann gerði fyrir sjálfan sig um dag- ana var að stunda söngnám um tíma. Var hann því mjög liðtækur við.þau ótal mörgu tækifæri sem frændfólkið fékk til þess að syngja saman. Gestur var einkar háttvís maður í framkomu og hlýr í viðmóti. Hvar sem spor hans lágu gat ekki farið hjá því að ljúfmennska hans og fáguð framkoma gæddu umhverfið næst honum sérstökum andblæ sem skildi efir varanlegar minningar um hlýju og manngæsku hjá samferða- mönnum hans. Þegar hann er horfinn af sjónar- sviðinu erum við öll sem næst hon- um stóðu fátækari og söknum góðs félaga og sérstaks vinar. Á bak við fátæklegan búning þessara kveðjuorða dyljast hugsanir og tilfinningar sem eru tvinnaður mörgum sterkum þáttum, en sá sterkasti þeirra er tengdur persónu- legum samskiptum okkar og endur- minningunum frá bernsku- og æskuárum okkar í leik og við störf og síðar fyrir umhyggju hans fyrir íjölskyldu minni. Eins og áður var getið um var Gestur mjög nátengdur okkur systkininum frá Ósi og var nánast eins og einn af okkar stóru fjöl- skyldu og litum við ávallt á hann sem bróður. í áranna rás hafa með- limir þessarar fjölskyldu dreifst um landið en Gestur fylgdist ávallt með okkur öllum og vissi jafnvel betur en aðrir um hagi hvers og eins. Fyrir þessa umhyggju og vináttu vil ég nú þakka honum og fyrir hönd systkina minna. Hafi hann að leiðarlokum heila þökk fyrir órofa vináttu og tryggð við okkur öll. Gestur hélt heimili með Gyðu móður sinni og lét sér einkar annt um hana alla tíð og var umhyggja hans fyrir henni nú á seinni árum þegar aldur færðist yfir hana alveg sérstök. Hún sér nú háöldruð á eft- ir ástkærum syni og bið ég henni blessunar guðs og megi henni öðl- ast friður og styrkur til þess að sigrast á þeim harmi sem nú er að henni kveðinn. Jón Þór Jóhannsson. Við íikyndilegt og óvænt fráfall Gests Árnasonar prentara í Guten- berg er mikið skarð fyrir skildi við útgáfu Alþingistíðinda. Sú útgáfa er engin smásmíði, 10-15 þús. bls. ár hvert. Gestur var eins konar líf- akkeri þessarar útgáfu. Samskipti Alþingis og Gutenberg eru nærri því jafngömul öldinni. Þau hófust skömmu eftir að prentsmiðj- an var stofnuð 1901 og síðan 1930 hefur þingið ekki skipt við aðrar + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA BÆRINGSDÓTTIR frá Patreksfirði, sem andaðist 15. apríl, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 24. apríl kl. 10.30. Jóhanna B. Halldórsdóttir, Brynja B. Halldórsdóttir, Svavar Bjarnason, ' Daði B. Halidórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiskuleg eiginkona mín og móðir okkar, INGIBJÖRG ÍSLEIF HALLDÓRSDÓTTIR frá Gaddstöðum, Faxabraut 32c, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Þroskahjálp á Suðurnesjum eða Sjúkrahús Keflavíkur. Helgi G. Eyjólfsson og synir. prentsmiðjur að neinu ráði ef frá er skilinn sá tími á áttunda áratugn- um er losað var um allmikla teppu sem var í útgáfu þingræðna og vösk sveit stóð að. Allan þennan tíma hafa vélarnar snúist fyrir þing- ið og Stjórnarráðið. Gestur kom til starfa í Gutenberg 1972 og átti því mörg handtök þar. Hann var um- brotsmaður að mennt en flutti í hinni byltingarkenndu framþróun prenttækninnar verklagni sína og snyrtimennsku úr blýinu yfir í papp- írsumbrot nútimans. Svo verðmæt verkþekking safn- aðist hjá Gesti og samstarfsmönn- um hans að við höfum vart treyst okkur til þess að bjóða þessa miklu prentun' út eins og nú tíðkast. Við höfðum það stundum í flimtingum að slíkt kæmi ekki til greina nema Gestur fylgdi með í samningum. Svo vel þekkti hann alla þætti út- gáfunnar, ræðupartinn, lausakjölin og ekki hvað síst nú hin síðari ár skjalapartinn. Yfir þessu vakti hann eins og hann væri meðritstjóri og ábyrgðarmaður. Marga nóttina vann hann við skjalaprentun og stundum fram að klukknahringingu um jól og áramót í kapphlaupi við tímann þegar mest gekk á við laga- prentun. Vandvirknin var ótrúleg og óvíst að textinn hafi alltaf átt það skilið. Það virtist ekkert slíta hann frá þessu verki, nema helst umsamdir snúningar fyrir móður hans, sem hann bjó með, og aldrei mátti svíkja. Það er stundum sagt að menn- ingin felist í góðu verki, ekki síst góðu handverki. Gestur skilur eftir sig mikið og vandað verk og það væri gæfa stéttarbræðra hans ef sú menning lifði áfram innan þeirra raða. Sjálfur var Gestur sá alþýðumað- ur sem okkur þykir mest varið í, upplýstur, ábyggilegur, duglegur, en þó umfram allt hlýr í viðmóti og elskulegur. Þannig munum við minnast hans. Starfsfólk á skrifstofu Alþingis, Helgi Bernódusson, Guðrún Stefánsdóttir, Ásdís Krisljánsdóttir. BLOM SE6JA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð p e r l a n sími 620200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.