Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 352 Áskorendaeinvígin í Linares __________Skák Karl Þorsteins Short leiðir í einvíginu við Karpov Eftir sex viðureignir hefur enski stórmeistarinn Nigel Shoii vinningsforystu, 3‘/2-2'/2 gegn fyrrum heimsmeistara, Anatolíj Karpov. í einvígi Arthurs Ju- supovs og hollenska stórmeistar- ans Jans Timmans er staðan jöfn eftir sjö skákir, hvor keppandi hefur hlotið þijá og hálfan.vinn- ing. Sá keppandi sigrar sem fyrr hlýtur fimm'vinninga í einvígun- um en sigurvegararnir munu síð- ar á árinu tefla um réttinn til þess að skora á heimsmeistarann Garrí Kasparov. Þótt- alltof fljótt sé að afskrifa Karpov í einvíginu nú er Ijóst að þungur róður er framundan hjá fyrrum heimsmeistara. Karpov s'em var heimsmeistari í rúm ell- efu ár frá árinu 1975 til ársins 1985 og hefur teflt í öllum einvíg- um um heimsmeistaratitilinn síð- an hefur átt undir högg að sækja í einvíginu nú. Karpov náði raun- ar forystu í einvíginu með sigri í fyrstu skákinni, en eftir tvö jafntefli jafnaði Short metin í fjórðu einvígisskákinni eftir að hún hafði farið í bið. í fimmtu einvígisskákinni hafði Short lengst af betri stöðu án þess að ná að knýja fram sigur. Englend- ingurinn náði hins vegar forystu í einvíginu með sigri í aðeins 28 leikjum í sjöttu skákinni eftir að Karpov hafði orðið á slæm yfir- sjón. Nigel Short hefur vaxið jafnt og stöðugt skáklega séð hin síðari ár og er án vafa einn allra sterkasti skákmaður heims um þessar mundir. Ef dæma skal af taflmennskunni í einvíginu er Short mun sigurstranglegri, en víðfema reynslu Karpovs áf ein- vígistaflmennsku má ekki van- meta, hún kann að vega þungt þegar nær dregur úrslitum. Því þótt taflmennska Karpovs hafi verið ósannfærandi í einvíginu til þessa svipar einvíginu um margt til viðureignar Karpovs og ind- verska stórmeistarans Anands í átta manna úrslitum. Þar.þurfti Karpov, rétt eins og nú, að veij- ast í flestum skákunum. Aðeins í síðustu einvígisskákinni sýndi hann sinn rétta andlit og vann þá sannfærandi sigur 0g tryggði sér þar með áframhaldandi rétt til þátttöku í áskorendaeinvígun- um. Aðstaða Karpovs er samt erfiðari nú því Anand náði aldrei forystu á vinningstöflunni. Miklar sviptingar hafa ein- kennt einvígi Jusupovs og Tim- mans. Jusupov er mjög sterkur einvígisskákmaður og þungur skákstíll hans virðist árangurs- ríkari í einvígum en í venjulegum skákmótum. Hann var hárs- breidd frá sigri í einvígi gegn Karpov fyrir þrernur árum og hann lagði Ivantsjúk að velli í æsispennandi einvígi í átta manna úrslitum. Jusupov náði líka forystu í einvíginu gegn Tim- man með sigri strax í fyrstu ein- vígisskákinni. Eftir tvö jafntefli skiptúst þeir á sigrum með hvítu mönnunum. Jusupov kaus að veijast með Petrovs-vörn bæði í fjórðu og sjöttu einvígisskákinni en tapaði báðum skákunum. í millitíðinni stýrði hann hvítu mönnunum til sigurs í fimmtu einvígisskákinni þar sem tefld var Nimzo-indversk vörn. Sjö- undu einvígisskákinni lyktaði síð- an með jafntefli eftir 56 leiki. Bæði Timman og Jusupov hafa mikla reynslu af einvígistafl- mennsku og komust báðir í hóp fjögurra áskorenda í síðasta hring heimsmeistarakeppninnar fyrir þremur árum. Því er ljóst að allt getur gerst og verður fróð- legt að fylgjast með framvindu mála í einvígunum á næstu dög- um. Hvítt: N. Short Svart: A. Karpov Spánskur leikur 1. e4 (Karpov víkur strax frá fjórðu einvígisskákinni þar sem hann beitti Caro-Kann vörn með 1. - c6) 1. - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4.Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. De2 - b5, 7. Bb3 - 0-0, 8. c3 - d5!?, 9. d3 - d4 (Þýski stórmeistarinn R. Hubner kaus að leika 9. - Bb7 í þessari stöðu gegn Short á millisvæða- mótinu í Manila árið 1990. Áframhaldið tefldist 10. Hel - He8, 11. Rbd2 - Bf8, 12. a3 og Short vann skákina í rúmum fjörutíu leikjum. Bytjunarvalið hjá Short ætti því ekki að koma Karpov á óvart sem eyddi samt dijúgum tíma í byijunarleikina.) 10. Rbd2 - Bc5, 11. Bc2 - Bb6, 12. Rb3 - Bg4, 13. h3 - Bxf3, 14. Dxf3 - a5, 15. a3 - a4, 16. Rd2 - Ba5?! (Karpov leggur of mikið á stöðuna. Með snjöllum tilfærslum opinberar Short peðaveikleika hjá svörtum á drottningarvæng og nær frum- kvæðinu.) 17. c4! - Bxd2, 18. Bxd2 - bxc4 19. Hfcl! (Miklu sterkara en 19. dxc4 - Rd7 og svartur hefur ekkert að óttast. Hvítur hyggst beina spjótum sínum að peðinu á a4 og leika Ddl í næsta leik. Líklega er 19. - cxd3 besti leik- ur svarts. Framhaldið gæti þá orðið 20. Bxa4 - Hxa4, 21. Hxc6 - Da8. Karpov hugsaði sig á hinn bóginn lengi um áður en hann lék) 19. - Dd6, 20. Ddl - c3, 21. bxc3 - dxc3, 22. Bxc3 - Rd4, 23. Ha2! (23. Bxa4 var veikara því eftir 23. - Hxa4!, 24. Dxa4 - Re2+, 25. Khl - Rxcl, 26. Hxcl - Dxd3 hefur hvítur ekkert frumkvæði. Nú hótar Short á hinn bóginn að drepa peðið á a4 þar sem hrókurinn valdar þá e2 reitinn) 23. - Rxc2, 24. Haxc2 - Hfd8, 25. Bb4 25. - Dxd3?? (Hreint ótrúleg yfirsjón hjá Karpov, sem auðsjá- anlega hefur yfirsést næsti leikur hvíts. Flestir aðrir drottningar- leikir hefðu verið betri.) 26. Hd2! (Auðvitað! Hörfi svarta drottn- ingin nú undan ásetningnum fell- ur hrókur á d8. Svarta staðan er því gjörtöpuð.) 26. - Dxd2, 27. Bxd2 - Rxe4, 28. Hc2 Karpov gafst upp. 1 2 3 4 5 6 7 Samt. vinn. A. Karpov 1 lh 'h 0 >/2 0 2/2 N. Short 0 'h ‘/2 1 'h 1 3'/2 1 2 3 4 5 6- 7 Samt. vinn. A. Jusupov 1 'h 'h 0 1 0 'h 3 'h J. Timman 0 'h 'h 1 0 1 'h 3 'h HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARNEFND IMYJAR TEGUNDIR VERÐBREFA VIÐ FJÁRMÖGNUN FYRIRTÆKJA Námskeiðið er ætlað fjármálastjórum stærri fyrirtækja, bankamönnum og mönn- um úr verðbréfafyrirtækjum, rekstrarráðgjöfum, endurskoðendum, lögfræðing- um og öðrum sem áhuga hafa. Kynnt verða ýmis verðbréf sem fyrirtæki erlendis nota við fjármögnun, og þá möguleika sem notkun þeirra býður upp á. Skoðað verður hvernig notkun þeirra ;' fellur að íslenskum lögurh, skattareglum og gerð ársreikninga. Leiðbeinendur: Davíð Björnsson, rekstrarhagfræðingur hjá Landsbréfum hf., Bjarni Þór Óskarsson, hdl. Lögheimtan hf. og Sigurður Pálsson, viðskiptafræð- ingur og lögg. endurskoðandi hjá Löggiltum endurskoðendum hf. Tími og verð: 29. og 30. apríl kl. 16-19. Þátttökugjald er kr. 7.000,- Skráning í síma 694940 en nánari upplýsingar eru veittar í símum 694923, 694924 og 694925. Morgunblaðið/Arnór Þrátt fyrir örugga forystu Landsbréfa í úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni fyrir síðustu umferðina myndaðist spenna í lokaumferð- inni þegar sveit Hjalta Elíassonar hafði náð góðu tangarhaldi á Lands- bréfum. Leikurinn var sýndur á töflu og stefndi í sigur Hjalta um miðjan síðari hálfleik og sveit VÍB hafði yfir gegn Tryggingamiðstöð- inni. Spilað var með skermum í lokaða salnum og var meðfylgjandi mynd tekin í lokaumferðinni. Oddur Hjaltason og Eiríkur Iljaltason spila gegn Jóni Baldurssyni og Aðalsteini Jörgenssyni. Leikurinn sner- ist Landsbréfum í vil í síðustu spilunum og titillinn var í höfn. ____________Brids________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarfi félagsins er nú lokið. Síðasta keppni var hraðsveitakeppni sem styrkt var af sælgætisgerðinni Mónu í Hafnarfírði. Mikil keppni var um efsta sætið (og stærsta páskaegg- ið) en sveit Kristófers Magnússonar sem sat næst verðlaununum varð hlut- skörpust. Þijár efstu sveitinar urðu: Sveit: Kristófers Magnússonar 1241 Drafnar Guðmundsdóttur 1238 Huldu Hjálmarsdóttur 1216 (Miðlungur 1080). Byijendur spiluðu einnig með hinum í þessari keppni og kepptu jafnframt innbyrðis um besta skor. Efsta sveitin varð: Sveit Margrétar Pálsdóttur 986 Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 24. apríl kl. 20.30 í JC- húsinu, Dalshrauni 5. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf auk verð- launaafhendingar. Boðið verður uppá léttar veitingar. Stjórnin hefur ákveðið að verðlaun verði ekki afhent þeim sem ekki mæta. íslandsmótið í tvímenningi, undanúrslit Islandsmótið í tvímenningi verður spil- að á Hótel Loftleiðum fimmtudags- kvöldið 30. apríl, spilamennska hefst kl. 19.30 og föstudaginn 1. maí kl. 13 og 19.30. Spilaðar verða 3 lotur með Mitchell-formi og dregið um röð eftir hveija umferð sem er 28 spil. Fyrir hveija lotu eru gefin gullstig í hvorum riðli, fyrir 1. sæti, 3 gullstig fyrir 2. sæti 2 gullstig og fyrir þriðja sætið 1 gullstig. Þetta mót er opið öllum innan Brids- sambands íslands og hefur það ávallt verið mjög vinsælt. Síðasta ár tóku þátt 96 pör ög stefnan er sett á yfir 100 pör í ár. Keppnisgjaldið er 6.500 á par og gildir fyrir úrslitin líka sem eru að þessu sinni spiluð í beinu framhaldi á laugardag og sunnudag, 2. og 3. maí. Þar spila 32 pör, 23 sem komast áfram úr undankeppninni, íslandsmeistarar í Tvímenningi 1991 sem eru Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvaldsson og svæðameistarar allra svæðanna 8. Úrslitin eru einnig spiluð á Hótel Loftleiðum og byijar sú spilamennska kl. 11 á laugardag, spiluð eru 4 spil milli para, og 11 umferðir til kl. 18 með 20 mín. kaffihléi. Byijað verður aftur að spila kl. 19.30 á laugardags- kvöld og spilaðar 9 umferðir með 20 mín kaffihléi til kl. 0.35. Byijað verð- ur aftur á sunnudeginum kl. 11 og spilaðar 6 umferðir þá verður gert hálftíma hlé og syo byijað á síðustu 5 umferðunum. Áætluð spilalok eru kl. 18. Mótinu lýkurþá skömmu seinna með verðlaunaafhendingu. Skráning í mótið er á skrifstfu BSÍ í síma 91-689360. Bridsfélag Breiðfirðinga í kvöld spila Breiðfirðingar eins kvölds tvímenning. Allir velkomnir. Frá Skagfirðingum Mjög góð mæting var síðasta þriðju- dagskvöld. Hátt í 30 pör mættu til leiks í eins kvölds tvímenningskeppni. Úrslit urðu: N/S: Guðrún Jóhannesdóttir—Jón H. Elíasson 301 Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 299 Auðunn R. Guðmundsson - Þórður Jónsson 295 Alfreð Alfreðsson - Björn Þorvaldsson 292 A/V: Óli B. Gunnarsson - Valdimar Elíasson 316 Agnar Kristinsson - Hjálmtýr Baldursson 309 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 301 Höskuldur Gunnarsson - Gunnar Valgeirsson 297 Og úrslit í páskakeppni Skagfírð- inga urðu: 1. LárusHermannsson 66 2. Armann J. Lárusson 44 S.ÓlafurLárusson 38 Næstu þriðjudaga verður eins kvölds tvímenningskeppni. Allt áhuga- fólk um brids er velkomið. Spilað er í Drangey við Stakkahlíð (gamla KRON). Spilamennska hefst kl. 19.30. Bridsfélag hjóna Nú er átta umferðum af ellefu lok- ið og er staða efstu sveita þannig: Sv. Drafnar Guðmundsdóttur 159 — Ólafíu Jónsdóttur 149 — Huldu Hjálmarsdóttur 144 — Dóru Friðleifsdóttur 141 — Eddu Thorlacius 137 — Kristínar Þórarinsdóttur 137 '"TSQÍö Launaforritið ERASTUS heldur saman öltum töhtm yfir .•§ árið, þéss vegna þarf 'enginn að sitja við að /letta i gegnum lauuaseðlana í janúar ár hvert og reikna og reikna. Þegarað launamiðaprentun kemur hjá notendum ERASTUS hrosa þeir, ýta á tvo takka og faunamióarnir prentasi út. — Launafamtið ERASTUS 'Einfaldítga þtzgiUgra M Flóvent ^iírni: 91-688933 «g 985-30347 sS HEILBRIGfll - ANÆGJA - ARANGUR Maharishi Mahesh Yogi , INNHVERF ÍHUGUN er einföld og örugg aðferð sem allir geta lært á stuttu námskeiði. Sú einstaka hvíld, sem tækn- in veitir, eyðir djúpstæðri streitu er hefur safnast fyrir í líkam- anum. Árangur af iðkun innhverfrar íhugunar er m.a. meira jafnvægi hugar og líkama og aukinn árangur í daglegu starfi. IMýtt námskeið hefst með kynningu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 á Lindargötu 46. tSLENSKl fHUGUNARFÉLAGIB. SfMI 35267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.