Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992
352
Áskorendaeinvígin í Linares
__________Skák
Karl Þorsteins
Short leiðir í einvíginu við
Karpov
Eftir sex viðureignir hefur
enski stórmeistarinn Nigel Shoii
vinningsforystu, 3‘/2-2'/2 gegn
fyrrum heimsmeistara, Anatolíj
Karpov. í einvígi Arthurs Ju-
supovs og hollenska stórmeistar-
ans Jans Timmans er staðan jöfn
eftir sjö skákir, hvor keppandi
hefur hlotið þijá og hálfan.vinn-
ing. Sá keppandi sigrar sem fyrr
hlýtur fimm'vinninga í einvígun-
um en sigurvegararnir munu síð-
ar á árinu tefla um réttinn til
þess að skora á heimsmeistarann
Garrí Kasparov.
Þótt- alltof fljótt sé að afskrifa
Karpov í einvíginu nú er Ijóst að
þungur róður er framundan hjá
fyrrum heimsmeistara. Karpov
s'em var heimsmeistari í rúm ell-
efu ár frá árinu 1975 til ársins
1985 og hefur teflt í öllum einvíg-
um um heimsmeistaratitilinn síð-
an hefur átt undir högg að sækja
í einvíginu nú. Karpov náði raun-
ar forystu í einvíginu með sigri
í fyrstu skákinni, en eftir tvö
jafntefli jafnaði Short metin í
fjórðu einvígisskákinni eftir að
hún hafði farið í bið. í fimmtu
einvígisskákinni hafði Short
lengst af betri stöðu án þess að
ná að knýja fram sigur. Englend-
ingurinn náði hins vegar forystu
í einvíginu með sigri í aðeins 28
leikjum í sjöttu skákinni eftir að
Karpov hafði orðið á slæm yfir-
sjón. Nigel Short hefur vaxið
jafnt og stöðugt skáklega séð hin
síðari ár og er án vafa einn allra
sterkasti skákmaður heims um
þessar mundir. Ef dæma skal af
taflmennskunni í einvíginu er
Short mun sigurstranglegri, en
víðfema reynslu Karpovs áf ein-
vígistaflmennsku má ekki van-
meta, hún kann að vega þungt
þegar nær dregur úrslitum. Því
þótt taflmennska Karpovs hafi
verið ósannfærandi í einvíginu til
þessa svipar einvíginu um margt
til viðureignar Karpovs og ind-
verska stórmeistarans Anands í
átta manna úrslitum. Þar.þurfti
Karpov, rétt eins og nú, að veij-
ast í flestum skákunum. Aðeins
í síðustu einvígisskákinni sýndi
hann sinn rétta andlit og vann
þá sannfærandi sigur 0g tryggði
sér þar með áframhaldandi rétt
til þátttöku í áskorendaeinvígun-
um. Aðstaða Karpovs er samt
erfiðari nú því Anand náði aldrei
forystu á vinningstöflunni.
Miklar sviptingar hafa ein-
kennt einvígi Jusupovs og Tim-
mans. Jusupov er mjög sterkur
einvígisskákmaður og þungur
skákstíll hans virðist árangurs-
ríkari í einvígum en í venjulegum
skákmótum. Hann var hárs-
breidd frá sigri í einvígi gegn
Karpov fyrir þrernur árum og
hann lagði Ivantsjúk að velli í
æsispennandi einvígi í átta
manna úrslitum. Jusupov náði
líka forystu í einvíginu gegn Tim-
man með sigri strax í fyrstu ein-
vígisskákinni. Eftir tvö jafntefli
skiptúst þeir á sigrum með hvítu
mönnunum. Jusupov kaus að
veijast með Petrovs-vörn bæði í
fjórðu og sjöttu einvígisskákinni
en tapaði báðum skákunum. í
millitíðinni stýrði hann hvítu
mönnunum til sigurs í fimmtu
einvígisskákinni þar sem tefld
var Nimzo-indversk vörn. Sjö-
undu einvígisskákinni lyktaði síð-
an með jafntefli eftir 56 leiki.
Bæði Timman og Jusupov hafa
mikla reynslu af einvígistafl-
mennsku og komust báðir í hóp
fjögurra áskorenda í síðasta
hring heimsmeistarakeppninnar
fyrir þremur árum. Því er ljóst
að allt getur gerst og verður fróð-
legt að fylgjast með framvindu
mála í einvígunum á næstu dög-
um.
Hvítt: N. Short
Svart: A. Karpov
Spánskur leikur
1. e4 (Karpov víkur strax frá
fjórðu einvígisskákinni þar sem
hann beitti Caro-Kann vörn með
1. - c6) 1. - e5, 2. Rf3 - Rc6,
3. Bb5 - a6, 4.Ba4 - Rf6, 5.
0-0 - Be7, 6. De2 - b5, 7. Bb3
- 0-0, 8. c3 - d5!?, 9. d3 - d4
(Þýski stórmeistarinn R. Hubner
kaus að leika 9. - Bb7 í þessari
stöðu gegn Short á millisvæða-
mótinu í Manila árið 1990.
Áframhaldið tefldist 10. Hel -
He8, 11. Rbd2 - Bf8, 12. a3 og
Short vann skákina í rúmum
fjörutíu leikjum. Bytjunarvalið
hjá Short ætti því ekki að koma
Karpov á óvart sem eyddi samt
dijúgum tíma í byijunarleikina.)
10. Rbd2 - Bc5, 11. Bc2 -
Bb6, 12. Rb3 - Bg4, 13. h3 -
Bxf3, 14. Dxf3 - a5, 15. a3 -
a4, 16. Rd2 - Ba5?! (Karpov
leggur of mikið á stöðuna. Með
snjöllum tilfærslum opinberar
Short peðaveikleika hjá svörtum
á drottningarvæng og nær frum-
kvæðinu.) 17. c4! - Bxd2, 18.
Bxd2 - bxc4
19. Hfcl! (Miklu sterkara en 19.
dxc4 - Rd7 og svartur hefur
ekkert að óttast. Hvítur hyggst
beina spjótum sínum að peðinu
á a4 og leika Ddl í næsta leik.
Líklega er 19. - cxd3 besti leik-
ur svarts. Framhaldið gæti þá
orðið 20. Bxa4 - Hxa4, 21.
Hxc6 - Da8. Karpov hugsaði sig
á hinn bóginn lengi um áður en
hann lék) 19. - Dd6, 20. Ddl -
c3, 21. bxc3 - dxc3, 22. Bxc3
- Rd4, 23. Ha2! (23. Bxa4 var
veikara því eftir 23. - Hxa4!, 24.
Dxa4 - Re2+, 25. Khl - Rxcl,
26. Hxcl - Dxd3 hefur hvítur
ekkert frumkvæði. Nú hótar
Short á hinn bóginn að drepa
peðið á a4 þar sem hrókurinn
valdar þá e2 reitinn) 23. - Rxc2,
24. Haxc2 - Hfd8, 25. Bb4
25. - Dxd3?? (Hreint ótrúleg
yfirsjón hjá Karpov, sem auðsjá-
anlega hefur yfirsést næsti leikur
hvíts. Flestir aðrir drottningar-
leikir hefðu verið betri.) 26. Hd2!
(Auðvitað! Hörfi svarta drottn-
ingin nú undan ásetningnum fell-
ur hrókur á d8. Svarta staðan
er því gjörtöpuð.)
26. - Dxd2, 27. Bxd2 - Rxe4,
28. Hc2
Karpov gafst upp.
1 2 3 4 5 6 7 Samt. vinn.
A. Karpov 1 lh 'h 0 >/2 0 2/2
N. Short 0 'h ‘/2 1 'h 1 3'/2
1 2 3 4 5 6- 7 Samt. vinn.
A. Jusupov 1 'h 'h 0 1 0 'h 3 'h
J. Timman 0 'h 'h 1 0 1 'h 3 'h
HÁSKÓLI ÍSLANDS
ENDURMENNTUNARNEFND
IMYJAR TEGUNDIR VERÐBREFA VIÐ
FJÁRMÖGNUN FYRIRTÆKJA
Námskeiðið er ætlað fjármálastjórum stærri fyrirtækja, bankamönnum og mönn-
um úr verðbréfafyrirtækjum, rekstrarráðgjöfum, endurskoðendum, lögfræðing-
um og öðrum sem áhuga hafa.
Kynnt verða ýmis verðbréf sem fyrirtæki erlendis nota við fjármögnun, og þá
möguleika sem notkun þeirra býður upp á. Skoðað verður hvernig notkun þeirra
;' fellur að íslenskum lögurh, skattareglum og gerð ársreikninga.
Leiðbeinendur: Davíð Björnsson, rekstrarhagfræðingur hjá Landsbréfum hf.,
Bjarni Þór Óskarsson, hdl. Lögheimtan hf. og Sigurður Pálsson, viðskiptafræð-
ingur og lögg. endurskoðandi hjá Löggiltum endurskoðendum hf.
Tími og verð: 29. og 30. apríl kl. 16-19. Þátttökugjald er kr. 7.000,-
Skráning í síma 694940 en nánari upplýsingar eru veittar í símum
694923, 694924 og 694925.
Morgunblaðið/Arnór
Þrátt fyrir örugga forystu Landsbréfa í úrslitakeppni íslandsmótsins
í sveitakeppni fyrir síðustu umferðina myndaðist spenna í lokaumferð-
inni þegar sveit Hjalta Elíassonar hafði náð góðu tangarhaldi á Lands-
bréfum. Leikurinn var sýndur á töflu og stefndi í sigur Hjalta um
miðjan síðari hálfleik og sveit VÍB hafði yfir gegn Tryggingamiðstöð-
inni. Spilað var með skermum í lokaða salnum og var meðfylgjandi
mynd tekin í lokaumferðinni. Oddur Hjaltason og Eiríkur Iljaltason
spila gegn Jóni Baldurssyni og Aðalsteini Jörgenssyni. Leikurinn sner-
ist Landsbréfum í vil í síðustu spilunum og titillinn var í höfn.
____________Brids________________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Vetrarstarfi félagsins er nú lokið.
Síðasta keppni var hraðsveitakeppni
sem styrkt var af sælgætisgerðinni
Mónu í Hafnarfírði. Mikil keppni var
um efsta sætið (og stærsta páskaegg-
ið) en sveit Kristófers Magnússonar
sem sat næst verðlaununum varð hlut-
skörpust. Þijár efstu sveitinar urðu:
Sveit:
Kristófers Magnússonar 1241
Drafnar Guðmundsdóttur 1238
Huldu Hjálmarsdóttur 1216
(Miðlungur 1080).
Byijendur spiluðu einnig með hinum
í þessari keppni og kepptu jafnframt
innbyrðis um besta skor. Efsta sveitin
varð:
Sveit Margrétar Pálsdóttur 986
Aðalfundur félagsins verður haldinn
föstudaginn 24. apríl kl. 20.30 í JC-
húsinu, Dalshrauni 5. Á dagskrá verða
venjuleg aðalfundarstörf auk verð-
launaafhendingar. Boðið verður uppá
léttar veitingar. Stjórnin hefur ákveðið
að verðlaun verði ekki afhent þeim
sem ekki mæta.
íslandsmótið í tvímenningi,
undanúrslit
Islandsmótið í tvímenningi verður spil-
að á Hótel Loftleiðum fimmtudags-
kvöldið 30. apríl, spilamennska hefst
kl. 19.30 og föstudaginn 1. maí kl.
13 og 19.30. Spilaðar verða 3 lotur
með Mitchell-formi og dregið um röð
eftir hveija umferð sem er 28 spil.
Fyrir hveija lotu eru gefin gullstig í
hvorum riðli, fyrir 1. sæti, 3 gullstig
fyrir 2. sæti 2 gullstig og fyrir þriðja
sætið 1 gullstig.
Þetta mót er opið öllum innan Brids-
sambands íslands og hefur það ávallt
verið mjög vinsælt. Síðasta ár tóku
þátt 96 pör ög stefnan er sett á yfir
100 pör í ár.
Keppnisgjaldið er 6.500 á par og
gildir fyrir úrslitin líka sem eru að
þessu sinni spiluð í beinu framhaldi á
laugardag og sunnudag, 2. og 3. maí.
Þar spila 32 pör, 23 sem komast áfram
úr undankeppninni, íslandsmeistarar
í Tvímenningi 1991 sem eru Sverrir
Ármannsson og Matthías Þorvaldsson
og svæðameistarar allra svæðanna 8.
Úrslitin eru einnig spiluð á Hótel
Loftleiðum og byijar sú spilamennska
kl. 11 á laugardag, spiluð eru 4 spil
milli para, og 11 umferðir til kl. 18
með 20 mín. kaffihléi. Byijað verður
aftur að spila kl. 19.30 á laugardags-
kvöld og spilaðar 9 umferðir með 20
mín kaffihléi til kl. 0.35. Byijað verð-
ur aftur á sunnudeginum kl. 11 og
spilaðar 6 umferðir þá verður gert
hálftíma hlé og syo byijað á síðustu
5 umferðunum. Áætluð spilalok eru
kl. 18. Mótinu lýkurþá skömmu seinna
með verðlaunaafhendingu.
Skráning í mótið er á skrifstfu BSÍ
í síma 91-689360.
Bridsfélag Breiðfirðinga
í kvöld spila Breiðfirðingar eins
kvölds tvímenning. Allir velkomnir.
Frá Skagfirðingum
Mjög góð mæting var síðasta þriðju-
dagskvöld. Hátt í 30 pör mættu til
leiks í eins kvölds tvímenningskeppni.
Úrslit urðu:
N/S:
Guðrún Jóhannesdóttir—Jón H. Elíasson 301
Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 299
Auðunn R. Guðmundsson - Þórður Jónsson 295
Alfreð Alfreðsson - Björn Þorvaldsson 292
A/V:
Óli B. Gunnarsson - Valdimar Elíasson 316
Agnar Kristinsson - Hjálmtýr Baldursson 309
Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 301
Höskuldur Gunnarsson - Gunnar Valgeirsson 297
Og úrslit í páskakeppni Skagfírð-
inga urðu:
1. LárusHermannsson 66
2. Armann J. Lárusson 44
S.ÓlafurLárusson 38
Næstu þriðjudaga verður eins
kvölds tvímenningskeppni. Allt áhuga-
fólk um brids er velkomið. Spilað er
í Drangey við Stakkahlíð (gamla
KRON). Spilamennska hefst kl. 19.30.
Bridsfélag hjóna
Nú er átta umferðum af ellefu lok-
ið og er staða efstu sveita þannig:
Sv. Drafnar Guðmundsdóttur 159
— Ólafíu Jónsdóttur 149
— Huldu Hjálmarsdóttur 144
— Dóru Friðleifsdóttur 141
— Eddu Thorlacius 137
— Kristínar Þórarinsdóttur 137
'"TSQÍö Launaforritið ERASTUS heldur saman öltum töhtm yfir
.•§ árið, þéss vegna þarf 'enginn að sitja við að /letta i gegnum
lauuaseðlana í janúar ár hvert og reikna og reikna.
Þegarað launamiðaprentun kemur hjá notendum ERASTUS
hrosa þeir, ýta á tvo takka og faunamióarnir prentasi út.
— Launafamtið ERASTUS 'Einfaldítga þtzgiUgra
M Flóvent ^iírni: 91-688933 «g 985-30347
sS
HEILBRIGfll - ANÆGJA - ARANGUR
Maharishi
Mahesh Yogi ,
INNHVERF ÍHUGUN er einföld og örugg aðferð sem allir
geta lært á stuttu námskeiði. Sú einstaka hvíld, sem tækn-
in veitir, eyðir djúpstæðri streitu er hefur safnast fyrir í líkam-
anum. Árangur af iðkun innhverfrar íhugunar er m.a. meira
jafnvægi hugar og líkama og aukinn árangur í daglegu starfi.
IMýtt námskeið
hefst með kynningu í kvöld, fimmtudag,
kl. 20.30 á Lindargötu 46.
tSLENSKl fHUGUNARFÉLAGIB. SfMI 35267